Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ENN á ný er sótt að Íbúðalána- sjóði og nú á að afhenda hann bönk- unum sem tannfé. Þeir hafa spilað djarft og vantar meira fóður, meiri eldivið. Auðvitað vilja þeir sitja einir að íbúða- lánamarkaðnum og geta þá skammtað sér lánskjör með íbúðar- hús landsmanna að veði. Eru menn kannski búnir að gleyma því þegar bankarnir fóru af stað með íbúðalánin sín fyr- ir um 3 árum, þá átti landsbyggðin ekki að vera með nema á afarkostum. Frá- leitt er að það hugarfar þeirra hafi breyst. Félagslegt jafnrétti fyrir alla Á góðri heimasíðu Íbúðalánasjóðs stendur: „Íbúðalánasjóður er sjálf- stæð stofnun sem veitir ein- staklingum, sveitarfélögum, félögum og félagasamtökum húsnæðislán til íbúðakaupa og byggingafram- kvæmda. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að því með lánveitingum og skipulagi húsnæðismála að lands- menn geti búið við öryggi og jafn- rétti í húsnæðismálum og að fjár- munum verði sérstaklega varið til þess að auka möguleika fólks til að eignast og leigja húsnæði á viðráð- anlegum kjörum“. Í fréttum sjónvarps fyrr í vetur var viðtal við þekktan fasteignasala í Reykjavík, Ingibjörgu Þórð- ardóttur, sem varaði afdráttarlaust við því að fórna Íbúðalánasjóði. Hún benti á hið mikilvæga félagslega hlutverk sjóðsins og „ef það væri ekki fyrir tilstyrks þess sjóðs væri hlutfall eignarhúsnæðis mun lægra hér á landi en raun ber vitni, enda lægi í augum uppi að þeir sem minna mega sín og hafa lægri tekjur, þeir þurfa að njóta ein- hverrar ívilnunar“. Og hún bætti við að það myndi skapast ófremd- arástand ef Íbúðalána- sjóður færi af mark- aðnum: „Þegar allt kæmi til alls hefði hann sýnt umburðarlyndi gagnvart skuldurum sem lenda til dæmis í greiðsluerfiðleikum eða einhver áföll dynja á fólki eins og veikindi eða dauðsföll eða eitt- hvað þess háttar, að þá eru lánin fryst og þeim er skuld- breytt og reynt að styðja við bakið á fólki þannig að það missi þá ekki þakið ofan af sér. En afturámóti held ég og bara veit það að bankarnir þeir hvorki geta né sýna slíkt svigrúm.“ Hér talar aðili með mikla reynslu á þessum vettvangi. En nú er það Framsóknarflokk- urinn með formann sinn í broddi fylkingar sem vill fórna félagslegri eign þjóðarinnar, Íbúðalánasjóði og það með hraði. Hagsmunir landsbyggðarinnar Það var mjög lofsvert framtak þegar hluti af starfsemi Íbúðalána- sjóðs var flutt hingað til Sauð- árkróks og starfa hér núum 20 manns. Og vonir stóðu til að aukinn hluti starfsemi sjóðsins gæti flust hingað. Það skiptir því Skagfirðinga afar miklu máli atvinnulega séð hver verður framtíð sjóðsins. Félag Vinstri grænna í Skagafirði tók málefni Íbúðalánasjóðs fyrir á fundi sínum nýlega og ályktaði þar eftirfarandi: „Vinstri græn í Skagafirði vara eindregið við þeim áformum for- manns Framsóknarflokksins, Hall- dórs Ásgrímssonar, að fórna Íbúða- lánasjóði og þjónustu hans á altari einkavæðingarinnar. Hugmyndir um slíka einkavæðingu almanna- þjónustu njóta stuðnings Sjálfstæð- isflokksins og því miður eiga þær einnig hljómgrunn innan Samfylk- ingarinnar. Starfsemi Íbúðalána- sjóðs hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir atvinnulíf og byggð í Skagafirði ásamt því að gegna veigamiklu hlut- verki á landsvísu. Með tilvist öflugs Íbúðalánasjóðs hefur tekist að tryggja jafnrétti allra landsmanna, óháð búsetu, til íbúðarlána á hag- kvæmum kjörum. Með félagslegum tilstyrk sjóðsins er hlutfall eign- arhúsnæðis jafn hátt og raun ber vitni hér á landi. Nú ásælast bankar og aðrir fjármagnseigendur sjóðinn. VG í Skagafirði skorar á fé- lagshyggjufólk um allt land að bregðast hart við til varnar Íbúða- lánasjóði og leggur áherslu á að efla sjóðinn og þjónustu hans og tryggja bein og milliliðalaus samskipti við lántakendur og allan almenning í landinu.“ Öflugur Íbúðalána- sjóður í þágu fólksins Bjarni Jónsson fjallar um sveit- arstjórnarmál í Skagafirði ’VG í Skagafirðiskorar á fé- lagshyggjufólk um allt land að bregðast hart við til varnar Íbúðalánasjóði.‘ Bjarni Jónsson Höfundur er sveitarstjórnarmaður Vinstri grænna í Skagafirði. MIG langar í nokkrum orðum að segja frá þeirri þjónustu sem veitt er á hjúkrunarheimilinu Droplaug- arstöðum sem Reykjavíkurborg rek- ur en þar er ríkjandi mannauður í stað manneklu. Droplaugarstaðir er heimili 82 einstaklinga sem búa í litlum heim- ilislegum einingum. Þar búa allir á eins- mannsherbergjum og reynt er að tryggja bestu mögulegu þjón- ustu og umönnun með starfsfólki sem auðgar tilveruna. Hærri laun, meiri mannauður Aðalástæðan fyrir því að vel geng- ur á Droplaugarstöðum er að þar eru greidd hærri laun en tíðkast á mörgum dvalar- og hjúkrunarheim- ilum enda byggjast þau á kjara- samningi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar við Reykjavík- urborg. Við vildum hafa fleiri hjúkr- unarfræðinga að störfum og stendur það vonandi til bóta. Á sama tíma og setuverkföll eru á hjúkrunarheimilum, mannekla er mikil og fólksflótti úr þessum mik- ilvægu störfum hafa Droplaug- arstaðir yfir að ráða þeim mannafla sem þarf til að reka öfluga þjónustu. Ekki hefur þurft að fækka rúmum vegna manneklu en þó verður að geta þess að nú eru 70 af 82 rúmum í notkun þar sem hluti er lok- aður vegna endurbygg- ingar. Þá er vert að geta þess að Droplaug- arstaðir er eina hjúkr- unarheimilið sem ráðið hefur til sín öldr- unarsálfræðing og tannfræðing. Er það til mikilla bóta fyrir heim- ilismenn að fá sér- hæfða þjónustu inn á sitt heimili. Heimilið er ennfremur afar vel sett með iðju- og sjúkraþjálfun. Hægt að breyta gömlu í nýtt! Droplaugarstaðir er eina hjúkr- unarheimilið í opinberum rekstri þar allir heimilismenn búa á einsmanns- herbergi. Hitt hjúkrunarheimilið sem getur státað af þessu er Sóltún. Við endurbyggingu heimilisins nú 2003–2005 var lögð áhersla á þetta, eins að hlúa að sjálfræði og virkni íbúa. Ekki einungis á nýrri hæð heldur er verið að gera allt húsið upp þannig að eldri deildum er skipt nið- ur í litlar 8 og 10 manna heimilisein- ingar sem byggjast á þessari hug- myndafræði. Endurbygging Droplaugarstaða sannar að það er hægt að taka af skarið og breyta fyrri áherslum þ.á m. um fjölbýli ef vilji og fjármagn er sett í það. Fjölmenning auðgar Droplaugarstaðir er fjölmenn- ingalegur vinnustaður þar sem starfar nú fólk af 8 ólíkum þjóð- ernum og nokkrum heimsálfum s.s. Afríku, Evrópu og Asíu. Til að efla samstöðu og skilning hinna ýmsu menningarheima hafa verið haldnir svokallaðir þjóðardagar á Droplaug- arstöðum. Á þessum dögum kynna erlendir starfsmenn heimalönd sín, siði og menningu með því meðal ann- ars að matreiða þjóðarrétti fyrir heimilisfólk og samstarfsfólk, segja frá heimahögum, sýna ljósmyndir, dansa, þjóðbúninga og muni frá heimahögum sínum. Vegna þess góða árangurs sem náðst hefur í starfsmannahaldi Droplaugarstaða fengu þeir viðurkenningu Alþjóða- húss fyrir framlag sitt til fjölmenn- ingar. Já, það er hægt að gera vel í rekstri hjúkrunarheimila og búa fólki góðar aðstæður á lokaskeiði lífsins. Við hjá Reykjavíkurborg er- um einfaldlega til í að gera betur. Þess vegna vill Samfylkingin færa málefni aldraðra frá ríki til þeirra sveitarfélaga sem eru tilbúin og geta gert vel. Mannauður í stað manneklu – við gerum betur Björk Vilhelmsdóttir fjallar um Droplaugarstaði við Snorrabraut ’Já, það er hægt að geravel í rekstri hjúkrunar- heimila og búa fólki góð- ar aðstæður á lokaskeiði lífsins.‘ Björk Vilhelmsdóttir Höfundur er félagsráðgjafi og borg- arfulltrúi og skipar 4. sæti lista Sam- fylkingarinnar og óháðra fyrir kom- andi sveitarstjórnarkosningar. VINSTRI hreyfingin – grænt framboð í sveitarfélaginu Árborg hefur sett fram nýstárlega hug- mynd til lausnar skólamálum, þró- un byggðar og nýsköpunar í menningar- og menntamálum, sem byggist á sögulegri og menningarlegri sérstöðu Eyrarbakka og Stokkseyrar. Að- stæður krefjast skjótra úrlausna, sem efla skólahald, varð- veita menningarlega og sögulega sérstöðu staðanna og leggja grunn að atvinnu- uppbyggingu. Til þess að ná þessum markmiðum er lagt til að skipu- lagt verði bygging- arsvæði norðaustan Stokkseyrarvegar meðfram Eyr- arbakkavegi í átt að Selfossi fyrir 1000– 1500 íbúa. Grunnein- ing í skipulaginu verði heildstæður grunnskóli fyrir 300 nemendur með stækkunarmögu- leikum, sundlaug og íþróttahúsi. Hinn nýi skóli yrði hannaður á forsendum faglegrar hugmyndafræði frá grunni. Hann yrði þannig nýr valkostur í vaxandi sveitarfélagsi. Skólann sæktu nemendur frá Eyrarbakka og Stokkseyri, nemendur í efstu bekkjum úr Flóanum og nem- endur úr búgarðabyggð Kald- aðarness, þannig að mjög fljótlega yxi skólinn yfir 250 nemendur. Skipulag hins nýja byggða- kjarna yrði boðið út og efnt til samkeppni um skipulag hans. Samtímis yrði efnt til samkeppni um skipulag nýbyggingasvæða á Eyrarbakka og Stokkseyri sem valin hafa verið, með það í huga að hinar nýju byggðir féllu sem best að þeirri heildarmynd sem fyrir er og er verðmæt í menning- arlegu tilliti. Því má ekki gleyma að Eyrarbakki á 1000 ára sögu að baki og vísun til þeirrar arfleifðar er svo verðmæt að ekki má kasta til höndum. Hinn nýi byggðakjarni yrði ný- tískulegur, fjöl- skylduvænn, hugs- anlega með það rúmum lóðum að fjöl- skyldur gætu verið með heimilisgarð í lóð- arhorni ef þess væri óskað. Með þessu yrðu til þrír búsetu- valkostir sem ættu sameiginlegan skóla- kjarna en tilheyrðu mismunandi umhverfi. Hinn nýi byggða- kjarni byði upp á glæsilega skólaþjón- ustu, í nábýli við stór- kostleg og sérstæð útivistarsvæði, auk ná- inna tengsla við annað þéttbýli og án efa yrði hann fljótt eftirsókn- arverður kostur til bú- setu. Samtímis yrði komið á laggirnar góð- um almennings- samgöngum (strætó) milli allra byggða- kjarnanna, þannig að fjarlægðir yrðu ekki vandamál. Vinstri græn vilja koma á fót skólasögusafni Íslands á Eyrarbakka í sam- vinnu við Kennarasamband Ís- lands og yrði það merk viðbót við önnur söfn á ströndinni: Húsið, Tónminjasafn Íslands, Veiðisafnið, Draugasetrið o.fl. Miklir mögu- leikar til styrktar menningar- tengdri ferðaþjónustu felast í sögu staðanna, verslun og útgerð og síðast en ekki síst er náttúra svæðisins einstök. Flókin úrlausnarefni krefjast nýrra og ný- stárlegra hugmynda! Jón Hjartarson fjallar um sveit- arsjórnarkosningarnar í vor Jón Hjartarson ’Miklir mögu-leikar til styrktar menningar- tengdri ferða- þjónustu felast í sögu staðanna, verslun og út- gerð og síðast en ekki síst er nátt- úra svæðisins einstök.‘ Höfundur skipar 1. sæti á lista VG í sveitarfélaginu Árborg. MÉR er það enn í fersku minni þegar móðir mín henti mér í ruslið. Ég hafði verið að óþekktast eitthvað einu sinni sem oftar og til þess að losna undan afleiðingum gjörða minna flúði ég og skreið ég undir hjóna- rúm. Þegar móðir mín kom að gat hún með engu móti náð mér. Rúmið var lágt þannig að ég gat mjakað mér rúmstokkanna á milli þegar hún reyndi að teygja sig í mig. Þessi ójafni eltingaleikur hefur án efa skap- raunað henni mjög, þannig að hún sagði reiðilega: „Helgi, ef þú kemur ekki strax und- an þá hendi ég þér í ruslið.“ Og ég hlýddi ekki. Einhverjum mínútum síðar gafst ég hins vegar upp á þóf- inu. Það var alveg ljóst að mamma myndi ekki láta árar í bát og ekki gæti ég kúldrast undir rúminu í marga daga. Ég þyrfti því að mæta örlögum mínum. Ekki það að ég ætti von á því að lenda í ruslinu… Nokkrum mínútum síðar stóð ég smásnáð- inn upp að hnjám úti í ruslatunnu, háorgandi og vansæll. Mörgum árum seinna spurði ég mömmu af hverju hún hefði gert þetta. Svarið var ein- falt. Maður á að standa við orð sín. Þetta atvik kenndi mér mjög dýr- mæta lexíu sem ég hef getað nýtt mér bæði sem faðir og skólamað- ur. Börn verða að gera sér grein fyrir afleið- ingum gjörða sinna og fá skýr skilaboð. Það á ekki að hóta eða lofa öðru en því sem maður er tilbúinn að standa við. Þegar mamma henti mér í ruslið Helgi Grímsson fjallar um 8. heilræði átaksinsVerndum bernskuna sem er „Veitum frelsi en setjum mörk“ Helgi Grímsson ’Börn verða aðgera sér grein fyrir afleiðingum gjörða sinna og fá skýr skila- boð.‘ Höfundur er skólastjóri Sjálandsskóla í Garðabæ. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.