Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 51 MINNINGAR um sameiginlegt, okkur var til dæmis alltaf jafn illa við fugla en þú hafðir nú náð betri tökum á því en ég enda varstu ævinlega upp um fjöll og firn- indi að veiða einhvern fiðurfénað og annað ætilegt. Svo var það fótboltinn, það var eitthvað sem við gátum alltaf verið sammála um, Liverpool var og er eina liðið og mundu það sem okkar menn segja „You’ll never walk alone“. Elsku Lúlli, þín verður ávallt sárt saknað og minning þín mun alltaf lifa í hjörtum okkar. Þín frændsystkini, Gunnar Helgi, Valtýr Smári og Berglind Ýr. Elsku Lúlli minn, orð fá ekki lýst hve sárt ég sakna þín. Þú varst alltaf í uppáhaldi hjá mér, ég sagði öllum vin- um mínum frá þér því ég var svo montinn og stoltur af þér. Þú varst allt fyrir mér og ég man þegar þú komst í ferminguna okkar Borgars bróður hvað við vorum ánægðir. Það var besta gjöf sem hægt var að hugsa sér. Svo mikið dáði ég þig. Þó svo að litli frændi þinn hafi verið svolítil skræfa þá náðir þú alltaf að koma mér uppá hjólið með þér, og þar sat ég skjálfandi af hræðslu. En ég man að ég lokaði augunum og hélt svo fast utan um þig og þá vissi ég að þú myndir alltaf passa mig, og það gerðir þú líka alltaf. Mér fannst alltaf svo gaman að hitta þig. Og þegar jólaboðin og annar fjöl- skyldufagnaður var þá beið maður í voninni um að þú yrðir þar, því þú varst svo duglegur og mikið vinnandi og oftar en ekki langt frá manni, en þú brást manni sko ekki, heldur mættir og þá ljómaði ég allur að inn- an. Þegar þú bauðst okkur bræðrum á þorrablót með þér í Miðgarði. Ég veit að þú trúir því ekki hvað ég var ánægður og hamingjusamur yfir því og ég lifi á því enn í dag og á eftir að gera alla ævi. Ó, elsku Lúlli, ég veit ekki hvernig þetta verður án þín, en núna ertu kominn á góðan stað þar sem margir vina þinna eru og getur gert allt sem þig langar til og verið á mótorhjólinu þínu fram eftir öllu. Viltu lofa mér að koma með þér á mótorhjólið þegar ég kem til þín? Ég veit að við eigum eftir að hittast aftur og þá gerum við meira saman. Ég mun varðveita minningu þína fyrir elsku litlu pabbastelpurnar þín- ar sem þú elskaðir svo mikið og þær elskuðu þig og vildu vera hjá þér eins mikið og þær gátu. Aðra eins föðurást er varla hægt að finna. Þeim fannst þú svo æðislegur og voru svo montnar af þér eins og allir sem áttu þig og þekktu. Þú varst alltaf svo góður við alla þína og máttir ekkert aumt sjá. Ég vildi bara segja þér hversu mikið ég dýrkaði þig, dáði og elskaði. En þar sem við eigum eftir að hittast aftur þá segi ég þér það þá. Guð geymi þig, elsku Lúlli minn, þangað til við hittumst næst. Þinn litli frændi, Jón Friðrik. Elsku Lúlli. Okkar heitustu vonir um að þú haf- ir það sem allra best í himnaríki. Minning þín lifir í hjörtum okkar. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Sindri og Rósanna. Elsku Lúlli, ég vildi bara fá að þakka öll þessi góðu ár sem ég ólst upp með þér og síðar meir þegar ég var hjá ykkur á sumrin og passaði yndislegar dætur þínar og fóstur- börn. Þetta var dýrmætur tími og minningarnar svo margar og góðar. Það má segja að þú hafir heldur verið mér sem bróðir en frændi. Ég veit að þú átt yndislegan vinahóp sem tók á móti þér í himnaríki. Megi æðri mátt- ur styrkja dætur þínar, fjölskyldu og vini og vernda á þessum erfiða tíma. Minning þín lifir í hjörtum okkar um yndislegan dreng, góðan vin og mik- inn húmorista. Ég læt hér fylgja eitt af uppáhaldslögum þínum. Ég leit eina lilju í holti, hún lifði hjá steinum á mel. Svo blíð og svo björt og svo auðmjúk – en blettinn sinn prýddi hún vel. Ég veit það er úti um engin mörg önnur sem glitrar og skín. Ég þræti ekki um litinn né ljómann en liljan í holtinu er mín! Þessi lilja er mín lifandi trú, þessi lilja er mín lifandi trú. Hún er ljós mitt og von mín og yndi. Þessi lilja er mín lifandi trú! Og þó að í vindinum visni, á völlum og engjum hvert blóm. Og haustvindar blási um heiðar, með hörðum og deyðandi róm. Og veturinn komi með kulda og klaka og hríðar og snjó. Hún lifir í hug mér sú lilja og líf hennar veitir mér fró. Þessi lilja er mér gefin af guði hún grær við hans kærleik og náð, að vökva hana ætíð og vernda er vilja míns dýrasta ráð. Og hvar sem að leiðin mín liggur þá liljuna í hjartastað ber, en missi ég liljuna ljúfu Þá lífið er horfið frá mér. (Þorsteinn Gíslason.) Hvíl í friði, elsku frændi. Birna Valdimarsdóttir. Minningarnar sem við Lúlli eigum sem æskufélagar lifna við á þessari stundu. Já, ég upplifi minningarnar, eins og það sé ekki langt síðan við sát- um í brekkunni á Krithóli, vorum búnir að finna okkur stýri og keyrð- um vítt og breitt um landið í hug- anum. Létum okkur dreyma um framtíðina sem blasti við okkur sem ungir drengir. Mínar fyrstu minningar um þig eru frá Sauðárkróki þar sem þú bjóst í næsta húsi. Það var þónokkur sam- gangur á milli foreldra okkar á meðan við lékum okkur. Síðar fluttuð þið í sveitina en sambandið okkar á milli varð áfram mjög gott. Það var algjör paradís að komast þangað, nóg að gera fyrir okkur því að við vorum mjög líflegir, félagarnir, mikill vindur í okkar seglum. Mér fannst algjör for- réttindi að geta komið í sveitina, eig- inlega eins og maður væri kominn heim. Ég man hvað ég hlakkaði einu sinni mikið til að koma því að þá fengi ég belti frá Kjartani. Þá var maður orðinn alvöru sveitamaður, allavega fannst mér það. Ekki má gleyma því þegar við vor- um 15 ára gamlir að passa allan barnahópinn sem systkini þín eiga. Ég man að ég fékk símtal rétt fyrir áramót, hvort ég væri ekki til í að koma í sveitina. Mér fannst þetta prýðishugmynd og var mættur um klukkustund síðar. Þá kom sú hug- mynd að ég og þú myndum passa börnin. Við héldum það nú, það var ekki mikið mál, en þegar barnaskar- inn vaknaði nánast allur í einu þá var ekki svo hátt risið á okkur félögum, og biðum við spenntir eftir því að geta lokið þessu starfi. Ræddar voru þær hugmyndir hvað yrði um okkur, þegar við yrðum stór- ir. Það var ákveðið að gerast sjómenn eins og pabbar okkar voru. Við stóð- um við það og ég man þegar við sát- um báðir í stakkageymslunni í kring- um tvítugt og blótuðum þessari sjómennsku, þetta var nú greinilega mun meira spennandi í vilja heldur en í verki. Nú erum við orðnir fullorðnir, en þú, elsku vinur, ert fallinn frá alltof fljótt. En ég trúi því að þú sért á góð- um stað og munir vaka yfir börnum þínum og ástvinum sem eiga um sárt að binda. Ég mun ávallt minnast þín sem kærum vini, svo jákvæðum og kraftmiklum. Ég er afar þakklátur fyrir að hafa átt þig sem vin. Ég votta börnum Lúlla, foreldrum og systkinum mína dýpstu samúð. Megi guð og gæfan fylgja ykkur um ókomna tíð. Þinn vinur, Júlíus Jóhannsson. Lúlli minn, ég kveð þig, kæri vinur, með sárum söknuði. Allt of snemma hefur þú verið kallaður frá okkur. Ég mun alltaf minnast þín fyrir góð- mennsku og skilyrðislausa tryggð við vini þína. Þú varst alltaf fyrstur að rétta fram hjálparhönd ef einhver þurfti á aðstoð að halda, alltaf til í að skreppa einn rúnt, þótt rúnturinn væri mörg hundruð kílómetrar, til að gleðja vin eða koma félaga á óvart. Við sjáum eftir vini og frábærum fé- laga sem var alltaf til staðar, hvernig sem á stóð hjá honum sjálfum. Margar góðar stundir áttum við á veiðiferðum alls konar, þar gerðist ýmislegt sem ekki verður tíundað hér en lifir í minningunni sem ómissandi stundir með góðum félaga. Lúlli var gríðarlegur keppnismað- ur og allar íþróttir sem hann stundaði tók hann alvarlega, þó segja mætti að kapp væri kannski meira en forsjá á stundum, hann var margfaldur Ís- landsmeistari í akstursíþróttum, nán- ast ósigrandi á sínum ferli. Ég þakka þér ómetanlega vináttu og stuðning alla tíð. Þú varst alltaf til staðar þegar á reyndi, það fæ ég seint fullþakkað, kæri vinur. Við geymum minninguna um góðan dreng áfram með okkur. Helgi Sigurðsson. Slys gera ekki boð á undan sér. Að missa vinnufélaga sinn er okkur þungur harmur. Upp í hugann koma fjölmargir mannkostir Lúlla. Við geymum í minningunni mynd af glað- værum, lífsglöðum manni, sem lagði sitt af mörkum í samfélagi vinnubúð- anna til að gera lífið þar létt og skemmtilegt. Lúlli átti auðvelt með að umgangast fólk og var óspar á marg- vísleg uppátæki, sem voru til þess fallin að skreyta mannlífið á vettvangi vinnunnar. Var um að ræða góðlát- legt grín og meinlausa hrekki, sem engum gat dottið í hug nema Lúlla. Allt var það til gamans gert og særði engan eða olli óþægindum svo heitið gæti. Lúlli var vinur í raun. Hann var hjálpsamur og kæmi upp eitthvert vandamál hjá okkur samstarfsfólki hans, þá var hann undir eins tilbúinn að hjálpa við að leysa þau. Hann gat haft afgerandi skoðanir á málum og munum við seint gleyma jógúrtverk- fallinu, sem okkur þykir endurspegla í senn glettnina og festuna, sem ein- kenndi persónuleika hans. Öll minnumst við hans með hlýhug. Samstarfskonu okkar, Lindu, sam- býliskonu hans, vottum við okkar dýpstu samúð og börnum hans og fjölskyldu sendum við samúðarkveðj- ur. Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur styrk á sorgarstund. Vinnufélagar hjá Suðurverki. Það er sveit bak við heiðina háu þar sem heiðríkust vornóttin skín þar sem ótal mörg lífssporin lágu leitar hugurinn ákaft til þín. Þar sem dvaldi ég æskuna alla þar sem ævinnar starf mér ég bjó. Mega hverfa í faðm þinna fjalla færir sál minni huggun og ró. Ég var bundin þér bláfjallasalur hverju blómi er í skjóli þér grær og þú seiddir mig sólríki dalur sveitin öll hún var hjartanu kær. Þar sem hnjúkurinn hæst brýndur fjalla heldur trúr yfir byggðinni vörð. Ó hve gott er nú höfðinu að halla hinsta sinn að þér blessaða jörð. (Jóhann frá Giljum.) Hvíl þú í friði. Kveðja, Gunnar Sigurður Valtýsson. Enginn skilur tilgang lífs okkar hér á jörð, né hvers vegna sumir ná háum aldri og aðrir ekki. En eitt er víst að hvort sem veraldleg gæði eru mikil eða lítil, vitum við að það eitt að áhugi á vegferð annarra og góð samskipti við samferðamenn í lífinu er það eina sem skiptir máli. Af einhverjum ástæðum hverfa sum okkar sjónum og synda yfir á hinn bakkann. Þar er hugsanlega erf- itt, kalt og þungur straumur. En á hinum bakkanum bíða ástvinir sem voru farnir á undan, þeir hjálpa okkur upp úr og umvefja hlýju sinni og ást- úð. Þeir vísa okkur áfram. Og þegar einn úr hópnum hefur lagt í strauminn og er farinn á nýjar lendur söknum við góðs vinar. Ástvin- ir eru harmi slegnir. En lífið er hér og nú, austan megin árinnar við Kára- hnjúka. Tíminn líður og þegar farið er um vinnusvæðið rifjast stöðugt upp tilvik þar sem létt stríðni, grín og glens er ávallt með í för og oftast í fyrirrúmi. Allt gert þannig að enginn verði sár en tilveran léttari. Lúlli var einstaklega stríðinn, dag einn þegar við erum á leið í kaffi lét Lúlli Svenna heyra það. Húfan var rifin af honum og þegar leikurinn æs- ist er tilganginum náð, þá heyrist þetta sérstaka „íhh íhh íhh“. Sam- félagið á jafn einangruðum stað og Kárahnjúkum er náið. Þar skiptir hver maður miklu máli, fólk tekur þátt í sorgum og gleði hvers annars og öll viðkynning verður persónu- legri en á vinnustöðum í byggð. Eftir páskana þegar við mætum aftur til vinnu verður sársaukinn í sálinni kannski ekki jafn sár og þeg- ar á líður verða minningarnar skemmtilegri. Við sjáum brosið fyrir okkur og munum grallarasvipinn og uppátækin. Við munum alltaf glensið og glaðværðina, dugnaðinn, viljann, hæfnina og hrekkina. Og bráðum förum við að brosa í hvert skipti sem okkur dettur hann í hug. Þannig var hann og þannig verður hann í huga okkar. Næst þegar við setjumst saman til að horfa á formúluna og sjáum Ferr- ari æða yfir skjáinn þyrftum við ekki að undra okkur á þótt hann sæti á vindskeiðinni að aftan, bankaði eld- snöggt í hjálminn hjá ,,Sjúmma“ og kallaði: „hvað er þetta maður? Farðu að láta þetta ganga!“ Og svo þegar Sjúmmi vinur æðir fram úr Alonso og Raikkonen sjáum við fyrir okkur sigurbros Lúlla og heyrum þetta sérstaka: „íhh íhh – íhh –“. Við vinnufélagar hjá Suðurverki vottum sambýliskonu hans, Lindu Björgu, börnum, fósturbörnun, for- eldrum og öllum öðrum aðstandend- um samúðar. Við erum ríkari af við- kynningu við góðan dreng. Vinnufélagar. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG SIGRÚN JÓHANNSDÓTTIR frá Barðastöðum í Staðasveit, áður til heimilis að Hlíf 1 á Ísafirði, andaðist þriðjudaginn 11. apríl. Útför hennar fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 15. apríl kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Heilbrigðisstofnun Ísa- fjarðar njóta þess. Sigríður Ýr Ham, Lester Ham, Jóhann Adólf Haraldsson, Fjóla Hannibalsdóttir, Pétur Orri Haraldsson, Erla Kristín Hallsdóttir, Magnús Hlynur Haraldsson, Kristín Ósk Þórarinsdóttir, Sýta Rúna Dal Haraldsdóttir, Lárus Erlendsson, Gróa Linddís Dal Haraldsdóttir, Björn Anton Einarsson, Helga Guðrún Dal Haraldsdóttir, Magnús Örnólfur Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, UNNUR ERLENDSDÓTTIR, Lyngbrekku 11, Kópavogi, lést þriðjudaginn 11. apríl. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju miðviku- daginn 19. apríl kl. 13.00. Magnús Kr. Finnbogason, Erlendur Magnússon, Steinunn H. Guðbjartsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Lárus Palmi Magnússon, Sonja Lampa, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar og sambýlismaður minn, JÓN ÁRNI EGILSSON rafvirkjameistari, Hátúni 29, Reykjavík, lést á Landspítalanum laugardaginn 1. apríl. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey. Sigtryggur Jónsson, Helga Jónsdóttir, Friðmey Jónsdóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.