Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 59
Aðalfundur
Knattspyrnufélags Reykjavíkur verður mánu-
daginn 24. apríl 2006 í A-sal KR við Frostaskjól
og hefst hann kl. 20:00.
Venjuleg aðalfundarstörf, lagabreytingar, önnur
mál.
Stjórnin.
Aðalfundur
Íslandsdeildar
Amnesty International
Aðalfundur Íslandsdeildar Amnesty
International verður haldinn laugardaginn
22. apríl kl. 14.00 í Litlu Brekku við
Bankastræti.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt
samþykktum deildarinnar.
Allir félagar Íslandsdeildar Amnesty
International velkomnir.
Nauðungarsala
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Bjarkarbraut 5, 01-0301, Dalvík (215-4691), þingl. eig. LMS ehf., gerð-
arbeiðendur Ræsir hf. og Tollstjóraembættið, miðvikudaginn 19.
apríl 2006 kl. 13:30.
Rauðamýri 11, Akureyri (214-9912), þingl. eig. Sólrún Helga Birgisdótt-
ir, gerðarbeiðandi Akureyrarkaupstaður, miðvikudaginn 19. apríl 2006
kl. 10:00.
Sýslumaðurinn á Akureyri,
12. apríl 2006.
Eyþór Þorbergsson, ftr.
Sumarhús/Lóðir
Sumarbústaður
Starfsmannafélag Pennans óskar eftir að taka
á leigu sumarbústað eða orlofshús í sumar
(3-6 mánuði). Tilboð eða fyrirspurnir sendist
á thorunn@penninn.is fyrir 28. apríl 2006.
Tilkynningar
Auglýsing um
skipulagsmál á Álftanesi
Bæjarstjórn Álftaness samþykkti þann 10. apríl
2006 eftirfarandi tillögur að aðalskipulagi
Álftaness 2005-2024 og breytingu á deiliskipulag-
inu „Bessastaðahreppur – miðsvæðisreitur -
miðsvæði á Álftanesi“. Tillögurnar lágu frammi
til kynningar á bæjarskrifstofum Álftaness og
á heimasíðu sveitarfélagsins Álftanes,
www.alftanes.is .
Aðalskipulag Álftaness 2005-2024
Aðalskipulagstillagan var auglýst skv. 1. mgr.
18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
og lá frammi til kynningar 16. desember 2005
– 12. janúar 2006.
Athugasemdafrestur rann út þann 27. janúar
og alls bárust 32 athugasemdir.
Bæjarstjórn hefur afgreitt athugasemdirnar
og sent þeim sem þær gerðu umsögn sína.
Athugasemdirnar gáfu tilefni til breytinga á
greinargerð og hefur tillagan verið send Skipu-
lagsstofnun sem gerir tillögu til umhverfisráð-
herra um lokaafgreiðslu tillögunnar.
Miðsvæði á Álftanesi
Deiliskipulagstillagan er breyting á hluta deili-
skipulagsins: „Bessastaðahreppur - miðsvæð-
isreitur – deiliskipulag júní 1999“, skipulagi
á suðurhluta þess svæðis er frestað, samfara
gildistöku tillögunnar.
Deiliskipulagstillagan var auglýst skv. 1. mgr.
25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
og lá frammi til kynningar frá 11. nóvember
til 8. desember 2005.
Deiliskipulagið nær til reits sem afmarkast af
Breiðumýri í vestri, íþrótta- og skólasvæði og
byggð við Skólatún og Suðurtún í norðri, Norð-
urnesvegi í austri og Suðurnesvegi í suðri.
Samtals bárust 705 athugasemdir. 683 íbúar
skrifuðu undir undirskriftalista. Umsagnir sveit-
arstjórnar um athugasemdir hafa verið sendar
þeim sem þær gerðu. Athugasemdirnar gáfu
tilefni til breytinga á skipulagsgreinargerð og
uppdráttum.
Til samræmis við samþykkt bæjarstjórnar
Álftaness á deiliskipulagi miðsvæðis á Álfta-
nesi hafa verið gerðar breytingar á skipulags-
mörkum tiltekinna skipulagsáætlana.
Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofn-
un til yfirferðar.
Þeir sem óska nánari upplýsinga um ofan-
greindar tillögur og niðurstöðu bæjar-
stjórnar geta snúið sér til skipulagsfull-
trúa Álftaness, Bjarnastöðum.
Álftanesi 11. apríl 2006.
Bjarni S. Einarsson
skipulagsfulltrúi.
Ýmislegt
Sumarhúsalóðir/
frístundahúsalóðir
á sérlega fallegum stað í Grímsnesi
Í landi Minna-Mosfells í Grímsnesi eru til sölu
sumarhúsalóðir/frístundahúsalóðir. Þessar
lóðir standa á mjög fallegu landssvæði og með
ótrúlega miklu og fallegu útsýni. Stutt er í
marga golfvelli, stóra sem smáa, fyrir þá sem
það vilja.
Fjarlægðir eru stuttar, t.d. eru u.þ.b. 75 km frá
Reykjavík, 25 km frá Selfossi og 20 km til Laug-
arvatns.
Á svæðinu verður hægt að fá kalt og heitt vatn,
rafmagn og jafnvel háhraða tölvunettengingu.
Netfang: gardarehf@simnet.is
Upplýsingar eru veittar í síma 861 1772.
Félagslíf
Skírdagur
Útvarpsguðsþjónusta
kl. 11:00
á RÚV á vegum samstarfsnefnd-
ar kristinna trúfélaga.
Ræðum. Dr. Pétur Péturs-
son. Í lokin er svo brauðs-
brotning (eftir útsendingu).
Bænastund kl. 20:00
í unglingaherberginu.
Lifandi bænastund.
Allir velkomnir
Föstudagurinn langi:
Samkoma kl. 14:00 í umsjá
Samhjálpar.
Ræðum. Kristinn P. Birgisson.
Kirkja unga fólksins kl. 23:00.
Samkoma og kröftug
lofgjörð.
Allir velkomnir
Páskadagskrá Kefas:
Skírdagur - Heilög kvöldmáltíð
kl. 20:30.
Föstudagurinn langi - Kirkjan
opin til bæna kl. 14-16.
Páskadagur - Upprisuhátíð kl. 11
árdegis.
Boðið upp á léttan
hádegisverð á eftir.
"Sannarlega er Drottinn upp ris-
inn" Lúk. 24:34.
Allir velkomnir! Gleðilega hátíð!
Fríkirkjan Kefas,
Fagraþingi 2a
við Vatnsendaveg,
www.kefas.is.
Mót fyrir ungt fólk á öllum
aldri. „Going Out” er yfir
bænadagana.
Öllum velkomið að taka þátt.
Skírdagur:
Samkoma kl. 10:00, Gunnar
Wiencke predikar.
Samkoma kl. 20:00, Sven
Leeuwestein predikar.
Föstudagurinn langi:
Kennsla kl. 10:00, Björgvin
Óskarsson.
Kennsla kl. 11:00, Högni Vals-
son
Kennsla kl. 13:30, Magnús og
Katrín.
Kennsla kl. 14:30, Thomas Jons-
son.
Kennsla kl. 15:30, Sven Leeuwe-
stein.
Samkoma kl. 20:00, Thomas
Jonsson.
Laugardagurinn 15. apríl:
Uppskerusamkoma kl. 20.00,
Thomas Jonsson predikar.
Páskadagur:
Uppskeruhátið og morgun-
verður kl. 08:00. Allir vel-
komnir.
Annar í páskum:
Samkoma kl. 19:00, Thom-
as Jonsson predikar. Allir
velkomnir.
Nánari dagskrá er inn á
heimasíðu okkar
www.vegurinn.is
Í kvöld kl. 20.00
Getsemanesamkoma.
Umsjón Anne Marie Reinholds-
en. Páskadag 16. apríl kl. 08.00
upprisufögnuður. Kl. 20.00 há-
tíðarsamkoma. Umsjón Miriam
Óskarsdóttir
I.O.O.F. 1 1864148 M.A.*
Raðauglýsingar 569 1100
Raðauglýsingar
augl@mbl.is
FRÉTTIR
UNDIRRITAÐ var nýlega sam-
komulag milli Landmælinga Íslands
og Björgunarmiðstöðvarinnar í
Skógarhlíð um aukna notkun á
landupplýsingum við björgunar-
störf. Til þessa hafa venjuleg landa-
kort verið notuð en með samkomu-
laginu er stefnt að því að auka
notkun á stafrænum kortum, gervi-
tunglamyndum og öðrum landupp-
lýsingum sem Landmælingar Ís-
lands hafa yfir að ráða.
Gögnin munu þannig nýtast þeim
sem kallaðir eru út vegna slysa,
eldsvoða, löggæslu, leitar, björgun-
ar og náttúruhamfara hvort sem er
á landi, sjó eða í lofti. Samstarf
þetta er þróunarverkefni í þágu al-
mannaöryggis og stendur yfir í 6
mánuði.
Þeir sem að samkomulaginu
standa munu vinna að því að inn-
leiða kort og aðrar stafrænar land-
upplýsingar frá Landmælingum Ís-
lands til notkunar í gagnagrunn
Neyðarlínunnar 112, fjarskiptamið-
stöðvar lögreglu, Vaktstöðvar sigl-
inga, Samhæfingarstöðvarinnar og
Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.
Markmið þessa er að bæta og auka
upplýsingar til viðbragðsaðila auk
þess sem viðbragðsaðilar skuld-
binda sig til að miðla til Landmæl-
inga Íslands athugasemdum sem
berast vegna gagnanna, svo sem um
örnefni, vegi eða mannvirki.
Samkomulagið undirrituðu
Magnús Guðmundsson frá Land-
mælinum Íslands, Þórhallur Ólafs-
son frá Neyðarlínunni, Jón Gunn-
arsson frá Slysavarnarfélaginu
Landsbjörgu, Haraldur Johannes-
sen ríkislögreglustjóri og Georg
Lárusson frá Landhelgisgæslunni.
Samið um landmælingagögn við björgun
Magnús Guðmundsson frá Landmælingum Íslands, Þórhallur Ólafsson frá
Neyðarlínunni, Jón Gunnarsson frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Har-
aldur Johannessen ríkislögreglustjóri og Georg Lárusson frá Landhelg-
isgæslunni.
VEGNA óviðráðanlegra ástæðna
munu Sumarbúðirnar Ævintýra-
land taka sér ársfrí og starfa því
ekki nú í sumar. Aðalástæðan er
að breytingar standa yfir í húsa-
kynnum heimavistar Landbún-
aðarháskólans að Hvanneyri þar
sem sumarbúðirnar hafa verið til
húsa. Breytingarnar á húsnæði
skólans verða umfangsmiklar og
myndu þrengja mjög að starfsem-
inni og að auki verður önnur
starfsemi rekin í húsinu sem á
enga samleið með sumarbúð-
unum.
Leitað er að framtíðarhúsnæði
fyrir sumarbúðirnar sem ætla að
mæta á ný til starfa að ári, sum-
arið 2007, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Sumarbúðirnar
Ævintýraland
starfa ekki í sumar