Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Á almennum fundi hjúkr-unarráðs Landspítala – há-skólasjúkrahúss miðvikudag-inn 5. apríl sl. stigu hjúkrunarfræðingar fram fyrir skjöldu og sögðu farir sínar ekki sléttar. Það vantar 100 hjúkrunarfræðinga á LSH, vinnu- álagið á þeim sem eru við störf er óbæri- legt, starfinu er ekki sinnt eins og því ætti að vera sinnt, hætta á mis- tökum eykst, fólk er úr- vinda og áreitið frá spít- alanum í vaktafríum er stöðugt. Það er eftir þessu tekið því hjúkrunarfræð- ingar eru ekki vanir að barma sér. Það hlýtur að þurfa að hlusta. Einfalt eða flókið? Hvað er að gerast? er eðlilegt að menn spyrji hver annan. Er þetta eitt- hvað nýtt? Hefur eitthvað farið úrskeiðis í uppbygg- ingu hjúkrunarþjónustu LSH? Er alltof lítið framleitt af hjúkrunarfræðingum? Eru hjúkrunarfræðingar að gera eitthvað sem aðrir gætu gert? Hvað er það sem hjúkrunarfræðingar meina þegar þeir segjast aðeins geta uppfyllt grunnþarfir en ekki veitt góða hjúkrun? Við þessum spurningum eru til ýmis svör, sum eru einföld og afdráttarlaus, önnur örlítið flóknari. Höfundur þessarar greinar finnur sig knúinn til að blanda sér í umræðuna ekki aðeins vegna þess að hann hefur verið hjúkrunarfræðingur í yfir 20 ár og hefur víðtæka reynslu af al- mennum og stjórnunarstörfum innan heilbrigðiskerfisins. Nei, það er ekki síður vegna þess að þegar hriktir í stoðum stærstu heilbrigðisstéttarinnar í velferð- arríkinu Íslandi þá fer hrollur um al- menna borgarann sem býr innra með hjúkrunarfræðingnum. Hvað er að gerast? Frá því að Landspítali og Sjúkrahús Reykjavíkur sameinuðust á árinu 2000 og til varð risaspítalinn Landspítali – há- skólasjúkrahús hefur hjúkrunarstéttin verið fremur þögul um sína hagi. Fram að þeim tíma voru hjúkrunarfræðingar áberandi, kraftmikil breið- fylking sem lét engin heil- brigðis- og velferðarmál sér óviðkomandi. Á þessum tíma þótti mörgum nóg um bægslaganginn og óskuðu þess heitast að hjúkr- unarfræðingar steinhættu að gera tilkall til áhrifa í innsta hring stefnumótunar og ákvarðanatöku í heilbrigð- ismálum. Þeim varð að ósk sinni … um tíma. Röddin hljóðnaði um stund, en nú rísa hjúkr- unarfræðingar upp og lýsa því yfir hátt og snjallt að þeim sé vandi á höndum vegna ytri aðstæðna. Þjónustan líður fyrir. Fór eitthvað úrskeiðis? Eftir að stóri spítalinn varð til og stærsti hópur hjúkrunarfræðinga á land- inu var samankominn á einni stofnun fór heilmikið púður úr honum og það skilj- anlega. Það er ekki auðvelt hlutskipti að ætla að vera í fararbroddi í umbóta- málum, halda uppi málefnalegri og gagn- rýninni umræðu, taka afstöðu og beita sér í stóru fyrirtæki sem hefur engan sam- keppnisaðila. H þagnar því stær yfir hugmyndum rýni og breyting Hér er því ek LSH sé að þagg sínu eða að stjó miði að búa til e Öðru nær. Það unin, sem er all fullt af frábæru og vel menntuð hjúkrunarfræð um í maga stóra ið á honum en n sé ekki stór spít hann of stór fyr Er of lítið fra af hjúkrunarf Það er vaxan unarfræðingum lífsins. Því erfið verða á hefðbun þeirra, því líkle og markaðurinn sig á því að góð legum samskip gerir hjúkrunar sinna margs ko lífinu. Það er fínt. En það getur Hjúkrunarfræðingar – hun Eftir Hildi Helgadóttur ’Hvað er þunarfræðin þeir segjas fyllt grunn veitt góða h Hildur Helgadóttir Sjö vikna tröllauknumjeppaleiðangri fimm Ís-lendinga um óbyggðirKanada er nýlokið í Gimli eftir 19 þúsund km akstur á þrem- ur sérútbúnum jeppum á 46 tomma dekkjum. Leiðangrinum lauk í byrjun apríl og höfðu leið- angursmenn þá ekið um vegi og vegleysur í hörkufrosti og djúpum snjó. Í eitt skiptið brotnaði öxull og lega í einum jeppanna en viðgerð tókst vel og gekk ferðin áfallalaust til enda. Leiðangursmenn voru Frið- þjófur Helgason, Halldór Sveins- son, Kristján Kristjánsson, Karl Rútsson og Ómar Friðþjófsson leiðangursstjóri. Eitt markmiðið með ferðinni var að vekja athygli á hluta þess landsvæðis sem Vil- hjálmur Stefánsson landkönnuður fór um á sinni tíð. Leiðangursstjórinn Ómar Frið- þjófsson kom til landsins í gær og sagði hann ferðina hafa verið hina ótrúlegustu og mikið álag hefði verið á mönnum og tækjum alla daga frá kl. sex á morgnana til miðnættis. Ferðin átti sér þriggja ára að- draganda og hófst hún við Shell- burn á Nova Scotia 25. febrúar sl. „Við ókum þaðan í vestur til Winni- peg, Calgary og Yelloknife með viðkomu í Markerville. Þar sem annars staðar var okkur mjög vel tekið. Heimamenn af íslensku bergi brotnir hittu okkur og ljóst er að það er stórmerkileg saga í kringum þetta fólk.“ Ísvegirnir mikil samgöngubót Frá Yelloknife var ekið um ind- jánabyggðir Norður-Kanada og niður MacKenzie-dalinn. „Það eru þrenns konar vegir í Kanada, þ.e. hefðbundnir vegir, vetrarvegir og ísvegir sem liggja á ísilögðum vötnum. Til að styrkja ísvegina er borað í gegnum ísinn til að dæla upp vatni í þeim tilgangi að þykkja ísinn. Þetta er gífurlega mikil sam- göngubót því allt norðrið er vega- laust og vegalengdirnar ofboðs- legar. Í bænum Fort Good Hope sagði fólk okkur að ekki væri hægt að fara fyrirhugaða leið til bæjarins Inuvik enda hefði leiðin aldrei ver- ið ekin á bíl áður. Þótt við hefðum getað klárað okkur upp á eigin spýtur fengum við samt heima- mann til að fylgja okkur niður MacKenzie-fljótið sem við ókum á ís um 330 km leið. Hætturnar fól- ust í þunnum ís og vökum auk þess sem dýpið var mikið. Framhjá þessum keldum þurftum við að rata og stundum sló hjartað ört. Ef bíll hefði lent á þunnum ís hefði hann horfið á svipstundu. En í MacKenzie-dalnum var mjög fal- legt um að litast og gífurlega fjöl- breytt dýralíf með úlfum, refum, elgjum og mörgu fleiru.“ Þegar komið var til Inuvik eftir strembinn lokasprett vakti föru- neytið mikla athygli fólks sem fjöl- miðla en kanadísku fjölmiðlarnir sýndu leiðangrinum mikinn áhuga alla leið. Áfram var haldið að bæn- um Kuglutuk og í samtölum við heimamenn þar lýstu þeir furðu sinni á uppátækinu og töldu fyr- irætlanir Íslendinganna út í hött. Þeir höfðu nokkuð til síns máls enda var nú einn erfiðasti áfan framundan við klettótta strönd Smokey Hills-klettunum sem ganga í sjó fram norðan við Ho ton-fljótið. Hafísinn á stærð við einbýlishús „Þarna hrannast hafísinn upp heimamenn sögðu okkur að þe væri gersamlega ófært. En við um eftir innhafi Eskimo Lakes fengum viðvaranir frá heimam gagnvart gulum lit á ísnum sem væri merki um uppgufun. Það Íslendingar á heimskautajeppum lögðu 19 þúsund Í gegnum hafís á sló Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Við bæinn Kuglugtuk, sem sést í fjarska, tóku bæjarbúar á móti fe löngunum en þetta var í fyrsta skipti sem bifreið er ekið inn í bæin Hætturnar á ísilögðu Macken BENZÍNVERÐ OG VERÐBÓLGA Nú fer hækkandi verðlag aðkoma óþyrmilega viðpyngju fólks. Þegar verð á benzíni nálgast allt að 123 krónum á lítra verður útgerð fjölskyldubíls orðin erfið fyrir þorra fjölskyldna. O sú hækkun endurspeglar í raun bara það sem koma skal. Dollarinn var kominn niður í um 60 krónur en hefur hækkað upp í um 75 krón- ur og aðrir gjaldmiðlar nokkurn veginn í samræmi við það. Það þýðir að á næstu mánuðum munu bæði neyzluvörur og aðrar vörur hækka verulega í verði. Verðbólg- an er að fara í gang. Ein afleiðing hennar verður sú, að verðtryggingarþátturinn í af- borgunum af húsnæðislánum og öðrum lánum verður þyngri og höfuðstóll skulda hækkar umtals- vert. Sú unga kynslóð, sem hefur ver- ið að fjárfesta í húsnæði á undan- förnum árum og taka lán til marg- víslegra þarfa mun kynnast því á næstu mánuðum í fyrsta sinn, hvað verðtrygging fjárskuldbind- inga þýðir í raun. Það sem fólk upplifir nú er þó barnaleikur á við það, sem gerðist á níunda áratugn- um, þegar höfuðstóll skulda hækk- aði kannski um 80% á einu ári. Það er auðvitað grafalvarlegt mál, að verðbólgan skuli farin af stað. Auk ofangreindra afleiðinga hennar má búast við óróa á vinnu- markaðnum með haustinu og kröf- ur um meiri kauphækkanir al- mennt en þekkzt hafa seinni árin. Þess vegna skiptir miklu að rík- isstjórnin taki fast á stjórn efna- hagsmála nú. Það verður ekki hægt að komast hjá því að það dragi úr kaupmætti á næstu mánuðum. Það mun hægja á öllum viðskiptum. Fólk mun ekki kaupa jafn mikið af bíl- um og áður, fer ekki í jafnmargar utanlandsferðir og áður o.sv.frv. En þá má ekki gleyma því, að Ís- lendingar hafa aldrei haft það jafn gott og nú og þótt eitthvað dragi úr velmegun hafa landsmenn það eftir sem áður mjög gott. Þess vegna er engin ástæða til að allt fari hér úr skorðum þótt eitthvað dragi úr kaupmætti fólks. Það er engin stórkostleg hætta á ferðum. Öllum hefur mátt vera ljóst, að gullæði síðustu missera gat ekki staðið til eilífðarnóns. Og einmitt á tímum sem þessum er mikilvægt að ákveðinn stöðugleiki ríki í efna- hagsstjórninni. Þess vegna má vel vera að vísbendingar um aukna verðbólgu og óróa á vinnumark- aðnum af þeim sökum verði til þess að treysta stöðu stjórnar- flokkanna meðal kjósenda. ÁRÁS Á ÍRAN? Það eru meiri líkur en minni áþví að í Washington sé að finna hernaðaráætlun um loft- árásir Bandaríkjamanna á Íran. Slíkar áætlanir eru alltaf til. En það eru meiri líkur en minni á því, að þeim áætlunum verði ekki hrint í framkvæmd. Bandaríkjamenn eiga fullt í fangi með að halda Írak í skefj- um ef svo má að orði komast. Þeir þurfa að gæta að hvoru- tveggja að halda stöðu sinni í Írak og koma í veg fyrir, að þar brjótist fram borgarastyrjöld. Það kann vel að vera rétt hjá Mubarak forseta Egyptalands, að hún sé þegar skollin á, og þá verður erfitt fyrir Bandaríkja- menn að stöðva hana. Loftárás Bandaríkjamanna sjálfra á Íran mundi sennilega hleypa öllu í bál og brand í Mið- Austurlöndum og það svo mjög að bandaríska stórveldið gæti ekki við það ráðið. Geta og bol- magn Bandaríkjamanna til hern- aðaraðgerða víða um heim er að minnka. En það eru ekki bara Banda- ríkjamenn, sem hafa af því hags- muni á heimsvísu að Íranir kom- ist ekki yfir kjarnorkuvopn. Ísraelsmenn eiga svæðisbund- inna hagsmuna að gæta í þeim efnum. Vel má vera, að Bandaríkja- menn hvetji Ísraelsmenn til þess að gera loftárásir á kjarnorku- stöðvar í Íran og veita þeim síð- an þá vernd, sem þeir þurfa á að halda. Svo getur líka vel verið að Ísraelsmenn geri slíka skyndi- árás án þess að tala við kóng eða prest. Bretar, Frakkar og Ísr- aelsmenn réðust á Egyptaland árið 1956 án þess að tala við Bandaríkjamenn. Ef raunveruleg hætta er á ferðum að Íran komist yfir kjarnorkuvopn mundu margir hernaðarsérfræðingar Banda- ríkjamanna áreiðanlega telja skynsamlegra að Ísraelar tækju þetta verk að sér en Bandaríkja- menn veittu þeim pólitíska vernd á alþjóðavettvangi í kjölfarið. Alla vega verður að telja, að það væri óskynsamlegt, ef ekki hrein fásinna, ef Bandaríkja- menn sjálfir legðu út í slíkar loftárásir. Þó ber að gæta að því að Bush situr nú síðara kjörtímabil sitt sem forseti og getur því ekki leitað eftir endurkjöri. Það gæti þýtt að hann væri til alls vís en á hinn bóginn er ljóst, að hann muni hafa hagsmuni repúblikana í næstu forsetakosningum í huga, sem gæti dregið úr vilja hans til beinna loftárása á Íran.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.