Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Lúðvík AlfreðHalldórsson fæddist á Sjúkra- húsi Sauðárkróks 19. janúar 1973. Hann lést af slysför- um sunnudaginn 2. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans eru Birna Gunnhildur Guðmundsdóttir, f. 1. júlí 1941 og Hall- dór Karel Jakobs- son, f. 20. júlí 1942. Þau slitu samvist- um. Seinni maður Birnu er Kjartan Björnsson frá Krithóli í Skagafirði, f. 7. október 1932 og seinni kona Halldórs er Steinunn Björg Björnsdóttir frá Skoruvík á Langanesi, f. 10. nóv 1952. Systur Lúðvíks eru: 1) Sig- urlína Hrönn Halldórsdóttir, f. 18. mars 1962, maki Gunnar Sigurður Valtýsson, f. 22. apríl 1953. Börn þeirra eru: a) Gunnar Helgi Gunn- arsson, f. 24. júní 1980, unnusta Edda Elvý Hauksdóttir, f. 11. jan- úar 1980, dóttir þeirra Bríet Ýr Gunnarsdóttir, f. 25. apríl 2003, b) Valtýr Smári Gunnarsson, f. 20. ágúst 1983, unnusta Bjarney Sig- urðardóttir, f. 22. mars 1986, og c) Berglind Ýr Gunnarsdóttir, f. 4. nóvember 1989. 2) Ragnhildur Lúðvík kvæntist í febrúar 1999 Lindu Björg Reynisdóttur, f. 3.12. 1975. Þau slitu samvistum snemma árs 2003. Dætur þeirra eru Gunnhildur Erla, f. 15. ágúst 1999 og Hulda Siggerður, f. 3. júní 2002. Lúðvík eignaðist þriðju dótt- urina, Anítu Rún, f. 19. apríl 2005, móðir hennar er Kæja Ósk Skarp- héðinsdóttir, f. 15. mars 1973. Unnusta Lúðvíks er Linda Björg Finnbogadóttir, f. 2. desem- ber 1967. Foreldrar hennar eru Inga Helga Jónsdóttir, f. 24. des- ember 1943 og Finnbogi Pálsson, f. 24. júní 1937. Börn Lindu eru Björgvin Páll Gústafsson, f. 24. maí 1985, Berglind Sif Viðars- dóttir, f. 4. maí 1994, og Helga Lind Magnúsdóttir, f. 16. ágúst 1999. Lúðvík flutti sex ára fram í Krithól í Skagafirði með móður sinni og systrum og gekk í Stein- staða- og Varmahlíðarskóla alla sína skólagöngu. Lúðvík vann við loðdýr og við sjómennsku þangað til hann fór að starfa á vinnuvél- um og þá aðallega á stórum belta- gröfum. Áhugamál Lúðvíks voru að aka mótorhjólum margs konar og vann hann marga Íslands- meistaratitla. Einnig var hann veiðimaður mikill og undi sér vel bæði til fjalla og vatna. Útför Lúðvíks verður gerð frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 15. apríl og hefst athöfnin klukk- an 11. Jarðsett verður á Víðimýri. Halldórsdóttir, f. 9. maí 1965, maki Valdimar Bjarnason, f. 23. desember 1963. Börn þeirra eru Birna Valdimars- dóttir, f. 30. júlí 1986, Sindri Valdi- marsson, f. 4. nóvem- ber 1990 og Rósanna Valdimarsdóttir, f. 23. janúar 1996. 3) Rósa Borg Halldórs- dóttir, f. 20. septem- ber 1966, maki Þor- grímur Friðrik Jónsson, f. 7. september 1963. Börn þeirra eru: a) Jón Borgar Þorgrímsson, f. 16. janúar 1986, unnusta Erla Sigurjónsdóttir, f. 21. apríl 1983, sonur þeirra Borg- ar Elí Jónsson, f. 22. september 2005, b) Jón Friðrik Þorgrímsson, f. 16. janúar 1986, unnusta Lilja Hólm Jóhannsdóttir, f. 18. ágúst 1985, og c) Halldór Árni Þor- grímsson, f. 9. október 1998. 4) Sigríður Margrét Halldórsdóttir, f. 28. maí 1968. Börn hennar Anna Margrét Steinarsdóttir, f. 26. nóv- ember 1988, Agnar Bjarni Jörg- ensen, f. 15. ágúst 1990, Jónas Björgvin Sigurbergsson, f. 25. ágúst 1994, og Valgerður Sigur- bergsdóttir, f. 18. apríl 1998. Elsku Lúlli minn. Nú ertu farinn frá okkur. Þegar ég sit hér og hugsa um okkar uppvöxt man ég eins og gerst hefði í gær þeg- ar þú fæddist. Ég var í skólanum þeg- ar hringt var og sagt að við hefðum eignast bróður, ég trúði því ekki fyrr en ég kom í heimsókn og gáði sjálf. Þú varst svo fallegur með svart hár og dökkbrúnn á líkamann. Við vildum allar vera með þig því þú varst flott- astur. Nokkurra vikna gamall þurftir þú að fara í pössun því mamma veikt- ist og varst í minningunni lengi í burtu. Þegar þú komst aftur, mikið var gaman þá. Ég man að þú komst í Goðdali og varst svo þreyttur og ég bjó um þig í pappakassa og lét þig í hann út á tröppur til að sofa. Þú svafst mjög vel. Síðan liðu árin og ég fór ung að heiman og þú til sjós um tíma en hættir þar því hugurinn lá í tækjavinnu uppi í virkjunum. Það átti vel við þig að vinna á vörubílum og stórum tækjum og þú varst mjög góð- ur vélamaður. Elsku Lúlli, þú átt ynd- islegar dætur sem þú nýttir allan þinn frítíma með. Þeim finnst eflaust biðin eftir að þú sækir þær löng. Við skul- um reyna að fylla það skarð sem þú skildir eftir. Ég stundum er á ferð um dimma dali og dags og nætur veit ég ekki skil. Mig dreymir þá um allt sem auðgar lífið og óska þess að bráðum rofi til. Þú styrkir mig, ég stend á hæstu tindum. Þú styður mig í gegnum hverja þraut. Þú gefur þyrstum veig af lífsins lindum. Þú leiðir mig á gæfu minnar braut. En stundum er ég undraljóma vafinn og allt í kring er fagurt, bjart og milt. Ég er sem upp í æðri heima hafinn og hugsun mín er ást og gæsku fyllt. Þú styrkir mig, ég stend á hæstu tindum. Þú styður mig í gegnum hverja þraut. Þú gefur þyrstum veig af lífsins lindum. Þú leiðir mig á gæfu minnar braut. (Þýð. Hjálmar Jónsson.) Minning þín mun ávallt vera til staðar og lifa með okkur, elsku Lúlli minn, um ókomna tíð. Hvíl þú í friði. Þín systir, Sigurlína. Að skrifa minningargrein um elsku hjartans bróður minn er erfiðara en nokkur orð fá lýst. En að fá þá hræði- legu frétt að þú værir dáinn er sú frétt sem ég hef oftast og mest hræðst, alveg frá því þú varst lítill, því að brautin þín hefur ekki alltaf verið greið. Ég man þegar þú brenndist og lást á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og ég sat hjá þér og reyndi að stytta þér stundir og eins þegar við fengum heilahimnubólguna og lágum saman á stofu og þá reyndi ég líka af veikum mætti að létta þér dvölina á sjúkra- húsinu. Svo heima á Krithóli kom stundum lítill strákur upp í til systur sinnar og bað hana um að nudda á sér bakið. Í staðinn fékk ég brandara og skemmtisögur og við hlógum enda- laust. Já, elsku bróðir, þú varst mér meira en bróðir, þú varst líka stund- um sem barnið mitt og alltaf sem vin- ur, áhyggjur þínar og sorgir voru mínar og gleði þín var mín. Þegar þú stækkaðir og áhugamálin komu í ljós átti alls kyns veiði og annað sport hug þinn allan, ásamt mótorhjólum og flottum kraftmiklum bílum. Síðustu ár hafa einkennst af meiri rólegheitum og þú búinn að eignast þrjár litlar yndislegar dætur sem ég bið Guð að vaka yfir. Góðu minning- arnar og gullvægu tilsvörin ætla ég að nota til að hjálpa mér í sorginni sem virðist óyfirstíganleg þessa dagana. Ástvinum öllum, vinahóp og vinnu- félögum bróður míns votta ég inni- lega samúð. Guð geymi þig, elsku bróðir, ég kveð þig með uppáhalds- sálminum okkar. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur.) Þín systir Ragnhildur. Elsku Lúlli minn, hvernig verður þetta án þín? Ég var 6 ára þegar þú komst í þennan heim og við systurnar vorum farnar að slást um að fá að passa þig áður en þú fæddist, þótt við vissum ekkert hvort strákur eða stelpa væri á leiðinni vorum við bara vissar um að það væri strákur. Þú varst svo lánsamur að eiga fjórar systur sem vildu allt fyrir þig gera, svo ég spyr aftur; hvernig verður þetta án þín? Þú varst átrúnaðargoð sona minna og þeim fannst æðislegt þegar þú komst í ferminguna þeirra á mótorhjólinu þínu. Þeir minnast þess þegar þú fórst með þá á hjólinu þínu og hvað þeir treystu þér. Þú varst búinn að finna fyrir lífinu, verða alvarlega veikur, lenda í alvar- legum slysum en alltaf stóðstu þetta af þér. Þú átt þrjár yndislegar dætur og eru þær allar heppnar að líkjast þér. Gunnhildur og Hulda munu muna eftir þér en Aníta litla er svo ung en henni verður sagt hvað hún átti fallegan og góðan pabba. Gunn- hildur og Hulda hefðu viljað hafa meira af þér að segja og vildu vera hjá þér en lífið er ekki alltaf sann- gjarnt eins og að taka þig frá þeim og það er meira en ég fæ skilið. Það á eftir að verða erfitt að læra að lifa með því að þú sért farinn en við höld- um áfram með það sem þú varst að vinna með í einkalífinu og klárum það fyrir þig. Svo, elsku Lúlli minn, vona ég að þú sért hjá vinum þínum sem líka voru teknir svona ungir frá fólkinu sínu og ég reyni að sjá það fyrir mér að það hafi vantað vanan og mjög færan gröfumann þar sem þú ert. Elsku Lúlli minn, ég þakka þér fyr- ir þessi 33 ár sem ég fékk að fylgja þér og bið ég Guð almáttugan að vernda þig þar sem þú ert. Ég gæti skrifað endalaust um þig en ég ætla að enda þetta með síðasta erindinu úr ljóðinu Kveðja eftir Bubba. Farðu í friði vinur minn kær Faðirinn mun þig geyma Um aldur og ævi þú verður mér nær Aldrei ég skal þér gleyma. Þín systir, Rósa Borg. Elsku hjartans litli bróðir minn. Ég sakna þín svo mikið að ég veit ekki hvernig líf mitt á að vera. Ég bíð enn eftir að þú hringir og spyrjir hvort ég sé heima, því þú sért á leiðinni í heim- sókn með litlu sólargeislana þína. Þeir eru ófáir tímarnir sem þú og stelp- urnar þínar eyddu hér í Dvergagili 6 og mun ég minnast þeirra tíma með bros á vör. Þú varst alltaf svo dugleg- ur í vinnu, hvort sem þú varst veikur eða eitthvað annað bjátaði á svo sem meiðsli, þá skilaðir þú alltaf vinnunni eins og átti að skila henni og gott bet- ur. Það var líf þitt og yndi að vinna á stórum tækjum enda eftirsóttur mað- ur í vinnu og litu flestir upp til þín sem unnið höfðu með þér. Þegar við vorum lítil þá var margt gert. Ég hræddi þig einu sinni með hænunum í sveitinni svo að þú hefur hræðst hæn- ur og allan fiðurfénað en það stoppaði þig þó ekki að skjóta gæsir hvert haust og vor. Þú fórst síðan stoltur heim eftir að þú varst búinn að skjóta og sagðir mömmu að tína þær upp eftir þig. Þú hefur gengið í gegnum margt á ævi þinni. Missa marga af þínum bestu vinum en alltaf stóðstu sem klettur. Þú varst loks orðinn ham- ingjusamur og það er ekkert sem réttlætir það að þú sért farinn frá okkur. Ég skal hugsa um litlu sól- argeislana þína af öllum hug. Þær eru það eina sem við eigum eftir þig, elsku Lúlli minn, og sjáum við þig speglast í þeim þegar þær brosa eða gera grín eins og þér var einum lagið. Ég skal líka hugsa um ástina þína hana Lindu. Minning þín er ljós í lífi mínu og veit ég að þú vakir yfir okk- ur. Ég kveð þig í dag, elsku bróðir minn. Megir þú hvíla í friði. Þín systir að eilífu, Sigríður Margrét. Dáinn, horfinn, harmafregn. Það var þungt högg sem ég fékk þegar Linda dóttir mín hringdi í mig á sunnudagskvöldið 2. apríl. Hún var hágrátandi og gat varla talað en í gegnum gráthviðurnar sagði hún mér að Lúlli væri dáinn, ég fraus. Hvað hafði komið fyrir? Hún gat sagt mér það. Lúlli, þessi stríðni hrekkjalómur og yndislegi strákur, þetta gat ekki verið satt. En því miður, Lúlli farinn úr þessari jarðvist yfir á annað til- verustig. Í gegnum huga minn flugu minningar frá dvöl minni á heimili þeirra. Þú varst þrælhress og skemmtilegur strákur, þótt mér hafi oft legið við að fá hjartaáfall yfir uppátækjunum í þér. Þú varst ynd- islegur og mikill kattavinur. Lúlli, ég sakna þess að fá ekki að heyra þitt snögga og ákveðna já þeg- ar ég hringdi í þig og ég sakna hlát- ursins þíns og ég sakna þess að geta ekki lengur sest niður í rólegheitum og spjallað við þig, því á þeim stund- um komst ég að því að í brjósti þínu sló hlýtt og viðkvæmt hjarta. Að lok- um ljóð sem mér finnst passa við ykk- ur Lindu eins og var og eins og nú er komið. Tveir þrestir byggðu birkigrein, þá batt með tryggðum ástin ein. En hjörtu þeirra harmur skar og hljóta’að skilja sárast var. Þeir hófu dapran sorgarsöng er sendi hljóm um skógargöng. Þá söng hinn fyrri „Sjafninn“ minn! Ég sáran harm við skilnað finn. Ég sakna þess er sæll ég naut, er sorgin fylgir mér á braut. Þó sjáumst aldrei ástin mín, ég allar stundir minnist þín. Þá klökkum rómi kvakar hinn: Nú kveðjumst við í hinsta sinn. Þeir héldu sinn í hvora átt og hurfu út í fjarskann brátt. En kveðja leið um himinshvel, í hinsta sinn: Far vel ! Far vel. (Þýtt úr dönsku Erla.) Elsku Linda og allir ástvinir Lúlla, megi góður guð gefa ykkur styrk og kraft til að takast á við það sem fram undan er. Hvíldu í friði, elsku Lúlli minn. Takk fyrir allt. Tengdó. Elsku hjartans Lúlli minn. Ég sakna þín meir en orð fá lýst. Stórt skarð hefur verið höggvið í fjölskylduna. Ég hef átt of fáar stundir með þér þar sem þér var kippt svo snögglega frá okkur. Eftir að ég frétti þetta byrjaði ég strax að hugsa um góðu stundir okkar saman. Og minnist ég þess helst hvað ég dáðist að þér. Ég var svo montin þeg- ar þú komst á mótorhjólinu til okkar í Dvergagil 6, við krakkarnir biðum spenntir í stofuglugganum og ef við vorum heppnir fengum við að taka nokkra hringi með þér. Þú hefur þurft að ganga í gegnum svo margt þrátt fyrir stutta ævi. En þú stóðst alltaf eins og klettur og dáðist ég að þér. Þú varst loksins búinn að finna stóru ástina þína. Konu sem kunni að meta það sem þú gerðir og hver þú varst. Þú og Linda voruð nýbúin að trúlofa ykkur og áttuð bjarta framtíð fyrir höndum. Ég verð ævinlega þakklát fyrir það ár sem ég bjó á Ak- ureyri. Þú, Linda og stelpurnar voru tíðir gestir í heimsókn hjá okkur mömmu. Ég minnist þess mest þegar við vorum að horfa á Liverpool leik í sjónvarpinu og þú lifðir þig svo inn í leikinn og gerðir hann svo miklu skemmtilegri. Þú hoppaðir, öskraðir og grýttir púðum ýmist af gleði eða reiði. Við sátum öll bara og hlógum að þér. Þú átt þrjá litla yndislega engla. Hafðu engar áhyggjur, elsku Lúlli minn, ég mun minna þær á í hvert einasta skipti sem ég get á þig og hversu frábær, yndislegur og lífsglað- ur maður þú varst. Þú varst nýkom- inn úr draumaferð þinni. Þú og Linda fóruð til Kúbu. Ég er svo innilega þakklát fyrir að þú hafir skemmt þér svona vel þarna úti og náð að slappa af með Lindu þinni. Elsku Lúlli minn, ég sakna þín meira en orð fá lýst og söknuðurinn er gífurlegur. Ég bíð enn eftir því að vakna af þessari martröð og bíð eftir að þú labbir inn hjá mömmu og litlu englarnir þínir komi æðandi hér inn. En svo er ekki. Ég veit þú vakir yfir okkur og ert flottasti engillinn í Liv- erpool-treyjunni þinni. Elsku fjöl- skylda, megi Guð styrkja ykkur í sorginni og vera með ykkur. Með stórri saknaðarkveðju, þín frænka, Anna Margrét. „Þeir deyja ungir sem guðirnir elska.“ Af hverju? Ég á svo erfitt með að skilja. Þetta líf er svo ósanngjarnt. Af hverju að taka líf frá börnum og ungu fólki, taka það frá fjölskyldu og vin- um? Ég spyr mig svo margra spurn- inga en fæ engan skilning, Lúlli minn. Það er svo sárt að þurfa kveðja þig, frændi minn, frænda sem ég hef litið upp til í einu og öllu frá því ég man eftir mér. Ég ætlaði sko að eiga og vera allt eins og þú, enda hafa vinir mínir oft gert grín að mér hvað ég var með þig á heilanum. En ég reyni að vera harður og bíta á jaxlinn, því þú varst sá allra harðasti. En þetta er bara allt svo sárt. En ég verð að reyna að hugsa um alla góðu tímana sem við áttum saman, hefði bara vilj- að að þeir hefðu getað orðið miklu fleiri. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert núna og vil ég að þú vitir að ég hugsa til þín dag og nótt, þú munt ávallt vera í mínum huga. Takk fyrir allt, Lúlli minn, og við sjáumst þegar þar að kemur. Hvíldu í friði, vinur minn. Þinn frændi, Jón Borgar. Elsku Lúlli frændi. Nú ertu horfinn á braut. Farinn þann veg sem við eigum öll eftir að fara, en þú fórst allt of snemma. Þú varst aðeins nýorðinn 33 ára. Hér stöndum við eftir og skiljum varla neitt ennþá. Þetta er eitthvað svo óskiljanlegt, við erum enn að átta okkur á því að þú sért farinn og komir ekki aftur. Við sáum þig svo sjaldan vegna þess að þú vannst upp við Kárahnjúka og finnst okkur þess vegna að þú sért ennþá þarna upp frá og sért bara að fara að koma bráðum heim. Þetta er staðreynd og þegar við systkinin fórum að sjá þig varstu svo fallegur og mikil værð yfir þér. Það var líka gott að sjá að þú varst klædd- ur í Liverpoolpeysuna þína en ekki í skyrtu og bindi. Það voru föt sem þú vildir helst ekki vera í og reyndir eins og þú gast að komast hjá því að vera í svoleiðis fötum. Við systkinin eigum margar góðar minningar um þig. Þú varst sá sem við litum alltaf upp til. Ég minnist þess mest þegar ég var lítill gutti á Krithóli hjá ömmu og beið á hólnum og vonaðist til að sjá þig birtast á mótorhjólinu á heimreiðinni. Þegar þú svo komst fór ég og fékk að setjast á og spurði þig um allt sem mig langaði að vita um ferðina sem þú varst að koma úr. Seinna meir þegar ég eignaðist mitt fyrsta hjól þá kom sér vel að eiga þig að þegar mig vant- aði hlífar, hjálm, skó og fleira. Þetta fékk ég allt frá þér ásamt dýrmætum leiðbeiningum um aksturinn og annað sem við kemur mótorhjólum. Það var nú samt svo margt fleira sem við átt- LÚÐVÍK ALFREÐ HALLDÓRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.