Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Þ
að er rétt sem Hans
Blix sagði í samtali við
Morgunblaðið þriðju-
daginn 4. apríl sl. að
Sameinuðu þjóðirnar
eru ómissandi samtök á vettvangi
heimsmálanna. Maður þarf ekkert
að vera pasifísti til að vera á þessari
skoðun. Sameinuðu þjóðirnar hafa
einfaldlega einstakt umboð, og
sinna þar af leiðandi einstöku hlut-
verki, sem felst í því að standa vörð
um frið í heiminum; auk þess sem
starf þeirra og ýmissa sérstofnana í
þágu bágstaddra og veikra getur
skilið á milli feigs og ófeigs.
Það er af þessum sökum svívirði-
legt hvernig ýmsir áhrifamenn vest-
ur í Bandaríkjunum hafa leyft sér
að tala um samtökin, líkt og þau séu
alfarið til óþurftar, eins konar
Þrándur í götu þeirra pólitísku
markmiða sem Bandaríkjamenn
telja að allur heimurinn eigi að setja
sér.
Hitt er aftur á móti alveg rétt, að
það er víða pottur brotinn hjá Sam-
einuðu þjóðunum. Ég ætla ekki að
gera að umtalsefni þá galla sem
kunna að vera því fylgjandi að reka
samtök þar sem rödd allrar 191 að-
ildarþjóðar þarf að heyrast – þeir
gera það ef til vill að verkum að
samtökin eru ekki eins beinskeytt
og fljót að bregðast við og ákjós-
anlegt væri, en á sama hátt eru þeir
þó til marks um hið besta hjá SÞ:
nefnilega að samtökin eru samtök
allra sjálfstæðra ríkja í heimi hér.
Skrifræðið er hins vegar mikið og
þar er umbóta þörf. Stjórnkerfi SÞ
er risaeðla sem hreyfir sig hægt –
og stundum alls ekki – þar þarf að
taka til hendinni.
Það má segja að ég hafi reynt
þetta á eigin skinni. Ég tók þátt í
prófi sem SÞ héldu hér á landi í
febrúar 2001 fyrir ungt fólk, sem
áhuga hefði á störfum fyrir sam-
tökin. Slík próf eru haldin víðs veg-
ar um heiminn á hverju ári, eftir því
hversu mikill skortur er á hæfu fólki
til starfa hjá SÞ frá hverri þjóð
hverju sinni. Var þetta, að því ég
kemst næst, í annað skipti sem slíkt
próf var haldið hér með formlegum
hætti.
Prófið var viðamikið og strembið,
síðan voru úrlausnir sendar með
hraði til yfirferðar í New York. Nið-
urstöður lágu þó ekki fyrir fyrr en
níu eða tíu mánuðum liðnum! Þá var
fólk kallað í viðtöl, ég fór til New
York á kostnað SÞ (þ.e. samtökin
endurgreiddu mér kostnað vegna
ferðarinnar, en það tók þau næstum
ár að standa skil á peningunum) og
síðan var mér tjáð í kjölfarið að ég
væri kominn í „örugga höfn“, færi á
„roster“, lista yfir fólk sem kalla
ætti til starfa í kerfi yfirstjórnar
(UN Secretariat) er stöður losnuðu.
Fjögur ár eru liðin frá því að ég
fékk þessa tilkynningu og enn hafa
þeir ekki fundið fyrir mig starf! Nú
er ekki ljóst hvort ég tæki tilboði frá
þeim, ef það bærist einhvern tím-
ann. Um er að ræða byrjunarstöður
sem ég var öllu spenntari fyrir fyrir
fjórum eða fimm árum heldur en ég
er í dag. En ég nefni þetta hér sem
dæmi um það hversu ómarkvisst
starf SÞ sumpartinn er og hversu
þunglamalegt kerfið getur verið.
En það var raunar ein af meg-
inniðurstöðum úttektar, sem svo-
nefnd Joint Inspection Unit hjá SÞ
gerði árið 2000, að helsti veikleiki
prófakerfisins væri sá hversu seint
og illa gengi að finna vænlegu
starfsfólki stað innan kerfisins.
Hafa ber í huga í því sambandi að
SÞ hafa umtalsverðan kostnað af
því að halda umrædd próf og fólkið
sem tekur þau leggur jafnframt á
sig ómælda vinnu til að sækja þau
og standast.
Í sömu skýrslu („Young Profess-
ionals in Selected Organizations of
the United Nations System: Recru-
itment, Management and Reten-
tion“) kemur fram að þegar fólk
kemur til starfa hjá SÞ fyllist það
oft örvæntingu; í ljós kemur að það
hefur haft of miklar væntingar til
starfsins, það lendir neðarlega í
metorðastiganum og sér litla von
um framgang, biðin eftir því að fá að
takast á við spennandi verkefni get-
ur verið löng.
Þetta skýrir, skv. sömu skýrslu,
hvers vegna svo margir sem ráða
sig til SÞ með þessum hætti hverfa
þaðan á nýjan leik eftir eitt til tvö
ár, fara þangað sem launin eru betri
og væntingarnar til vinnunnar fást
uppfylltar.
Ég get raunar bent á áþreifanleg
dæmi hvað þetta varðar: þrír Ís-
lendingar komust alla leið í svo-
nefndri „Social affairs“-grúppu (ég
var sjálfur í prófi til „Political affa-
irs“-starfa) og höfðu allir verið kall-
aðir til starfa vorið 2004. Tveir af
þremur hættu hins vegar eftir eitt
ár hjá SÞ. Vinnan stóðst ekki vænt-
ingar, önnur verkefni heilluðu
meira.
Allt framansagt ætlaði ég að hafa
sem inngang að umfjöllun um þær
umbótatilraunir sem Kofi Annan,
núverandi framkvæmdastjóri SÞ,
hefur viðhaft á síðustu misserum.
Annan kynnti í mars hugmyndir að
uppstokkun þess kerfis, sem ég hef
hér að hluta lýst stuttlega, þeirrar
bjúrókrasíu sem allt virðist sliga.
Hann vill fá leyfi til að setja fjölda
fólks á eftirlaun, hafa meira frelsi til
að ráða gott fólk og greiða því góð
laun og hann vill fá að „útvista“ (e.
outsource) þýðingar, prentun og út-
gáfu á vegum SÞ. Þessar hug-
myndir hafa hins vegar fallið í
grýttan jarðveg hjá starfsmanna-
samtökum SÞ, en um 16.000 manns
heyra undir höfuðstöðvar (það sem
kallað er UN Secretariat) í New
York og víðar.
Þá hefur Annan farið fram á það
við allsherjarþing SÞ að það hætti
að demba yfir höfuðstöðvarnar
skýrslubeiðnum og öðru þess hátt-
ar; en í nýlegri könnun kemur fram
að 1.200 skýrslur komu út á vegum
SÞ á árinu 2005 um hin ólíkustu efni
og mannréttindaskrifstofan ein og
sér framleiddi 44.000 blaðsíðna efni;
sem síðan þurfti að þýða á sex op-
inber tungumál SÞ. Var einhver að
tala um skrifræði?
Umbóta er
þörf hjá SÞ
[…] í nýlegri könnun kemur fram að
1.200 skýrslur komu út á vegum SÞ á
árinu 2005 […] og mannréttinda-
skrifstofan ein og sér framleiddi 44.000
blaðsíðna efni; sem síðan þurfti að þýða
á sex opinber tungumál SÞ. Var einhver
að tala um skrifræði?
BLOGG: davidlogi.blog.is
VIÐHORF
Davíð Logi Sigurðsson
david@mbl.is
ÞAÐ er lífsspursmál fyrir hvert
landsvæði að þar sé öflugur byggð-
arkjarni sem veitir fjölbreytta og
góða þjónustu. Hver landshluti verð-
ur að vera samkeppnishæfur hvað
verslun, atvinnutækifæri, menntun
og fjölskylduþjónustu varðar, til þess
að geta vaxið til bættra lífsgæða.
Sveitarfélögin leggja sig fram um að
byggja upp öfluga
skóla- og velferð-
arþjónustu, verslanir
og þjónustufyrirtæki
spretta upp þar sem
þau sjá rekstr-
argrundvöll. Árborg-
arsvæðið er eitt mesta
vaxtarsvæðið á landinu
og hér er í boði öll
nauðsynleg og góð
grunnþjónusta. En
fleiri hálaunastörf
þurfa að vera í boði og
margir sækja vinnu á
höfuðborgarsvæðið.
Hvaða kubb vantar í púslið svo
vinnumarkaðurinn þróist enn frekar
og meðallaun hækki á svæðinu?
Ítrekað hefur komið fram að
„menntunarstig“, þ.e. hlutfallslegur
fjöldi íbúa með framhaldsmenntun af
einhverju tagi, er mun lægra „úti á
landi“ en á höfuðborgarsvæðinu.
Suðurland er þar engin undantekn-
ing. Nærri 30% Sunnlendinga á
vinnumarkaði hafa aðeins lokið
grunnskólaprófi og aðeins um 20%
framhalds- eða háskólaprófi, miðað
við 33% á landsvísu. Efling mennt-
unar á öllum skólastigum er mik-
ilvægasta viðfangsefni landsbyggð-
arinnar, ef styrkja á byggð og auka
lífsgæði þar til langs tíma.
Í Árborg er leikskólastarf með því
besta sem gerist á landinu. Grunn-
skólarnir stefna fram á veginn og
bryddað er upp á margskonar ný-
breytnistarfi sem þegar vekur at-
hygli skólafólks um land allt. Fjöl-
brautaskóli Suðurlands er án vafa
einn besti framhaldsskóli landsins,
og sannarlega í stöðugri þróun.
Körfuboltaakademía F.Su., sem hóf
starfsemi sl. haust, er einstakt ný-
breytniverkefni í íslenskri skólasögu,
og unnið er að þróunarverkefnum í
knattspyrnu og handknattleik við
skólann fyrir næsta skólaár. Þá hefst
einnig kennsla í hestamennsku. Skól-
inn hefur lengi sinnt fjölbreyttu verk-
og listnámi.
Fræðslunet Suður-
lands hefur um hríð
miðlað háskólanámi til
Sunnlendinga. Um 150
manns njóta þessarar
þjónustu árlega. Stórir
hópar hjúkrunar- og
viðskiptafræðinga hafa
t.d. útskrifast frá Há-
skólanum á Akureyri í
gegnum Fn.S. und-
anfarin ár. Fræðslunet
Suðurlands fær þó eng-
ar greiðslur frá ríkinu
fyrir að veita þessa
þjónustu. Segja má að algert stefnu-
leysi ríki í málefnum símennt-
unarstöðva og fjárveitingar til þeirra
taka ekki mið af þeirri þjónustu sem
þær veita. Ef engin breyting verður á
neyðist Fn.S. til að hætta miðlun há-
skólanáms.
Öflug háskólamenntun í héraði er
lykillinn að bættri samkeppnisstöðu
og eflingu allra hinna dreifðu byggða.
Þetta þarf ríkisvaldið að skilja og
sýna þann skilning í verki með því að
breyta um stefnu og veita sérstökum
fjármunum til allra fræðslumiðstöðva
sem miðla háskólanámi.
Mikilvægasta atvinnu- og byggða-
málið á Suðurlandi er uppbygging
menntakerfisins og aukið framboð á
háskólanámi. Til að hraðari þróun
verði hér í atvinnulífinu, fjölbreytni í
störfum aukist og fleiri hálaunastörf
verði í boði, þarf að hækka mennt-
unarstigið, fjölga fólki sem lýkur
framhalds- og háskólanámi. Mennt-
un í héraði eykur mjög líkurnar á því
að fólkið búi áfram „heima hjá sér“
eftir að námi lýkur og að sá mann-
auður sem verður til með aukinni
menntun skili sér inn í atvinnulífið á
svæðinu. Vel menntað fólk mun
skapa sér atvinnu með einum eða
öðrum hætti, t.d. stofna hátæknifyr-
irtæki þar sem rannsóknir og þróun
blómstra. Góð menntun skilar sér
beinustu leið í budduna.
Samfylkingin í Árborg hefur barist
fyrir framgangi „háskólamálsins“ og
mun áfram beita sér í því af fullum
krafti. Samtök sunnlenskra sveitar-
félaga skilja mikilvægi verkefnisins
og hafa samþykkt að leggja stóran
hluta stofnfjár Atvinnuþróunarsjóðs
Suðurlands til þess. Mennta-
málaráðuneytið hefur hafnað því að
greiða kostnað við miðlun háskóla-
náms á landsbyggðinni, segir það
byggðamál og bendir á iðnaðarráðu-
neytið. Suðurland kemur hvergi við
sögu í nýrri „stefnumótandi byggða-
áætlun“ og er því ekki byggð í skiln-
ingi ráðuneytisins.
Líkur eru á því að hér sé í uppsigl-
ingu enn eitt dæmið um að sveit-
arfélögin neyðist til að seilast inn á
verksvið ríkisins til að tryggja vöxt
og viðunandi þjónustu, nema afger-
andi breytingar verði í stjórn-
arráðinu í komandi Alþingiskosn-
ingum.
Bókvitið verður í askana látið
Gylfi Þorkelsson skrifar um
bæjarstjórnarmál í Árborg ’Vel menntað fólk munskapa sér atvinnu með
einum eða öðrum hætti
… Góð menntun skilar
sér beinustu leið í budd-
una.‘
Gylfi Þorkelsson
Höfundur er bæjarfulltrúi og
skipar 2. sæti á lista Samfylking-
arinnar í Árborg.
SUNNUDAGINN 2. apríl birtist
í Morgunblaðinu grein eftir Ólaf
Þór Gunnarsson öldrunarlækni,
fyrsta mann á lista Vinstri-grænna
hér í bæ. Að mörgu leyti var þessi
grein læknisins furðu-
lega fram sett, með
rangfærslum, villandi
fullyrðingum og hrein-
um ósannindum. Það
er vissulega rétt að
Sunnuhlíðarsamtökin
hafa unnið stórkost-
lega gott starf hér í
Kópavogi. Enginn
mun draga það í efa.
Það er líka rétt að
bæjarfélagið hefur í
gegnum tíðina stutt
þau með marg-
víslegum hætti svo sem sjálfsagt
er.
Ekkert í 16 ár!
Ólafur Gunnarsson segir að ekk-
ert hafi verið gert í 16 ár í mál-
efnum aldraðra hér í Kópavogi.
Mér finnst að frambjóðandinn ætti
að kynna sér mál hér í Kópavogi
betur áður en hann skrifar um þau í
víðlesnu blaði. Þetta er nefnilega
rangt! Svo eitthvað sé nefnt, þá
hafa Sunnuhlíðarsamtökin byggt
viðbyggingu með 27 eins manns
herbergjum, 25 fermetrar hvert
herbergi. Glæsilegt húsnæði sem
svarar kröfum tímans. Í þessari
framkvæmd tók bæjarfélagið þátt í
40% kostnaðarins. Verið er að
hanna eina hæð ofan á Sunnuhlíð
og yrði þá fækkað 2ja manna her-
bergjum á annarri hæð og þeim
breytt í eins manns herbergi. Með
nýju byggingunni mundu bætast
við hátt í 30 ný eins manns her-
bergi. Við treystum því að vel muni
ganga að sigla þessu máli í höfn. Til
þess er Sunnuhlíðarsamtökunum
best treystandi í samstarfi við
Kópavogskaupstað.
Roðasalir
Ekki minnist læknirinn einu orði
á heimilið í Roðasöl-
um. Finnst það sjálf-
sagt ekki ómaksins
vert. Þar er rekin dag-
vist fyrir 20 minn-
isskerta einstaklinga.
Þar eru einnig tvær
íbúðir fyrir sjúklinga
sem verr eru settir.
Ef læknirinn hefur
ekki komið þarna, sem
mér þykir líklegt, þar
sem hann segir fullum
fetum að ekkert hafi
verið gert í 16 ár, þá
ætti hann að fara í heimsókn í
Roðasali. Þar verður örugglega
tekið vel á móti honum.
Úrræði fyrir aldraða
Við Ólafur Þ. Gunnarsson erum
sammála um að hjúkrunar- og dval-
arrými fyrir aldraða vanti hér í bæ.
Það segir ekki að vilji bæjaryf-
irvalda hafi ekki verið fyrir hendi
um lausn vandans. Við vitum líka að
bygging dvalar- og hjúkrunarheim-
ila er á hendi ríkisins. Fé úr rík-
issjóði hefur einfaldlega ekki feng-
ist.
Þess vegna voru það góðar fréttir
sem bárust um samstarfssamning
Hrafnistu og Kópavogskaupstaðar
um byggingu hjúkrunaríbúða við
Boðaþing í Vatnsendalandi.
Þar er ný hugsun um rekstr-
arform á ferðinni. Megininntakið er
að einstaklingurinn sé áfram og svo
lengi sem hann hefur heilsu til sem
mest sjálfstæður og frjáls í sinni
ákvarðanatöku. Hann á að stjórna
sjálfur sínum fjármálum en ekki
sviptur fjárráðum – hann skal halda
sinni mannlegu reisn. Aldraður ein-
staklingur verður ekki gerður að
sjúklingi, en verður studdur og að-
stoðaður með fjölmörgum úrræðum
sem munu standa til boða. Þannig á
að bæta líðan hvers og eins og auka
öryggi hans.
Viðbrögð læknisins
Einhver hefði reiknað með að
læknirinn mundi fagna þessum
samningi. Svo er nú aldeilis ekki. Í
fyrrnefndri blaðagrein rífur hann
allt niður, skekkir og skrumskælir,
og hallar réttu máli.
Víst er hér um nýjung í rekstri
að ræða. Ég hef ráðfært mig við
nokkra sérfróða menn á þessu sviði
og líst þeim öllum vel á þetta fyr-
irkomulag. Af rekstri sem þessum
er löng og góð reynsla í Danmörku
og í Hollandi. Ég hef trú á því að
þetta fyrirkomulag muni einnig
reynast vel hér á landi þó hugs-
anlega þurfi að sníða það eitthvað
að íslenskum staðháttum.
Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri
var ekki að finna upp hjólið eins og
læknirinn og frambjóðandinn bend-
ir á. En spyrja má: Er hjólið hans
Ólafs Þ. Gunnarssonar kannski fer-
kantað?
Læknirinn segir ekki satt –
Ferkantað hjól frambjóðandans
Guðni Stefánsson svarar grein
Ólafs Þórs Gunnarssonar um
málefni aldraðra í Kópavogi ’Mér finnst að frambjóð-andinn ætti að kynna sér
mál hér í Kópavogi betur
áður en hann skrifar um
þau í víðlesnu blaði. ‘
Guðni Stefánsson
Höfundur er stálvirkjameistari og
fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi.