Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN TÍMINN er trunta sem æðir áfram á ógnarhraða og gerir nú- tímafólki erfitt fyrir að njóta lífs- ins. Margir vinna of mikið og börnin okkar dvelja lengi á leik- skólum dag hvern. Að afloknum hefð- bundnum vinnudegi eru flestir þó ekki hólpnir, nema síður sé. Þá hefst hið al- ræmda skutl sem allt barnafólk kannast við. ,,Jú, jú. Maður er svona í skutlinu bara. Það mætti segja að ég væri leigubílstjóri í fullri vinnu við að koma krökkunum á milli staða. Þetta er bara svona. Lítið við þessu að gera.“ Þessi vísa er oft kveðin meðal reyk- vískra foreldra. Börnin eru í karate hér, flaututíma þar, svo er það mód- elteiknun, heimspeki- námskeið og skátafundur. Það brestur á með keppnisferðalögum, leiksýningum og tónfundum. Fé- lags- og tómstundalíf reykvískra barna og unglinga er með lífleg- asta móti og það er svo sann- arlega ekki umkvörtunarefni. Við gætum allt eins kallað þetta lúx- usvandamál eða ,,blúndukreppu“. Framboð á hollu og örvandi tóm- stundaframboði er gríðarlegt og krafturinn í kennurum, þjálfurum og æskulýðsleiðtogum gæti dugað til að knýja nokkur álver. Og for- varnargildið hefur margsannað sig. Skutl, skutl, skutl En hvað með allt þetta skutl? Erum við ekki orðin dálítið þreytt á því? Reykjavík er engin stór- borg en hún er vissulega mjög stór borg. Það þarf að klifra upp í fjölskyldubílinn og stinga lyklinum í svissinn til að koma ungviðinu á milli staða svo þau geti spreytt sig og þroskað færni sína. Vegalengd- irnar eru kannski ekki langar mið- að við stórborgir Evrópu og Bandaríkjanna en tíminn er dýr- mætur þrátt fyrir það, sem og hreina loftið. Á síðustu árum og áratugum hefur umhverfi barna breyst gríð- arlega. Atvinnuþátttaka foreldra er mikil og undir stjórn fé- lagshyggjuafla í borginni hefur grunnskólinn verið efldur, einset- inn og nú síðast mötuneyt- isvæddur. Ekki má gleyma því hvað sveitarfélögin hafa lyft miklu grettistaki fyrir fólkið í landinu með uppbyggingu grunnskólans. Við kvörtum yfir skutli í eftirmið- daginn en þegar ég var að alast upp fór skutlið yfirleitt fram í há- deginu þar sem örvæntingarfullir foreldrar hömuðust við að koma börnunum í og úr skóla og í og úr pössun hjá skyldfólki og vinum. Tvö til fimm Grunnskólinn er aðsetur barnanna okkar frá morgni og þar dvelja þau í öryggi allt til klukkan fimm. Hverfi borgarinnar eru margvísleg og í mörgum þeirra búa börnin við að íþróttafélagið, tónlistarskólinn og skátaheimilið er steinsnar frá heim- ilinu og börnin geta sótt sína tíma á fæti á tímabilinu frá klukkan tvö til klukkan fimm. Bravó. En því miður er þetta ekki alls stað- ar í boði. Ég heyrði í föður í Grafarvogi um daginn sem sagði son sinn dvelja í frístunda- heimili frá klukkan 2–5 og horfa á tóman íþróttasal skólans all- an þann tíma. Klukk- an fimm fór sonurinn heim en mætti svo á fótboltaæfingu í þess- um sama íþróttasal hálftíma síðar. Íþróttasalurinn var lítið sem ekkert nýtt- ur á tímabilinu 2–5 og því fannst föðurnum gremjulegt að fótboltaæfingin gæti ekki farið fram á því tímabili. Víða er staðan þannig að yngstu flokkarnir eru á æfingum í kring- um kvöldmatarleytið og þetta er einnig upp á teningnum í tónlist- arskólunum þar sem síðustu tón- arnir þagna um sjöleytið á kvöld- in, einnig þegar yngstu börnin eiga í hlut. Þetta er ótækt. Síðastliðnar vikur hefur Sam- fylkingin rúntað um Reykjavík- urborg og tekið púlsinn á borg- urum; forkólfum í foreldrafélögum, æskulýðsstarfi, skólastjórnendum og íþrótta- félögum. Víða er fólk áhugasamt um víðtækt samstarf til að létta barnafólki lífið og gera smáfólkinu kleift að leggja stund á heilbrigt og fjölbreytilegt tómstunda- og listnám á kristilegum tíma. Ég sé fyrir mér að við byrjum á yngstu bekkjunum sem komast ekki einir síns liðs í strætó eða yfir langan veg í tómstundastarf. Við skulum leita eftir samstarfi við íþrótta- félögin, tónlistarskólana og æsku- lýðshreyfinguna. Í mörgum hverf- um er einhvers konar samstarf til staðar og þá er um að gera að prjóna við, bæta og efla. Önnur hverfi eru verr sett og þar þarf að bretta upp ermarnar. Spennandi verkefni Verkefnið er geysilega spenn- andi og má aldrei hafa yfir sér blæ miðstýringar. Hver skóli hef- ur sína sérstöðu og sérþarfir, hvert hverfi hefur sína land- fræðilegu sérstöðu og foreldrar á hverjum stað eru auðvitað best nýttir í ráðgjöf því þeirra eru börnin og þeirra er fjölskyldubíll- inn, slitinn af skutli um borg og bý. Þetta verður fjörugt og skap- andi samstarf margra aðila og ef við höfum hag barnanna að leið- arljósi verður enn einu grettistak- inu lyft, íbúum borgarinnar til góða. Börnin okkar eru dýrmæt, þeirra er tíminn og hann er auð- ævi í sjálfu sér. Ef litið er um öxl og horft yfir breytingarnar á öllu nærumhverfi barna og unglinga undir stjórn félagshyggjuafla í borgarstjórn síðastliðin 12 ár er ljóst að mikið og gott starf hefur verið unnið. Næst á dagskrá er tíminn milli klukkan tvö og fimm. Þar er verk að vinna og klukkan tifar. Við erum tilbúin í slaginn. Af tíma og skutli í Reykjavík Oddný Sturludóttir fjallar um skólamál vegna borgarstjórnarkosninga Oddný Sturludóttir ’Börnin okkareru dýrmæt, þeirra er tíminn og hann er auð- ævi í sjálfu sér.‘ Höfundur skipar 5. sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, er píanókennari og rithöfundur. Þorsteinn Gestsson fjallar um vímuefni. Marteinn Karlsson: „Vegna óbilgjarnrar gjaldtöku bæjar- stjórnar Snæfellsbæjar af okkur smábátaeigendum, þar sem ekk- ert tillit er tekið til þess hvort við megum veiða 10 eða 500 tonn, ákvað ég að selja bátinn og flytja í burtu.“ Sigríður Halldórsdóttir skrifar um bækur Lizu Marklund sem lýsa heimilisofbeldi. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar ÆTLAR almenningur að kyngja því að gott framhaldsskólanám sem greitt er af almannafé verði rýrt til muna? Ætlar almenningur að sætta sig við að vegið sé að félagslegum gæð- um sem tekist hefur að ná fram á undanförnum árum? Hér er átt við þau forréttindi að allir eigi kost á framhalds- skólanámi eins og það er í dag, greiddu af al- mannafé. Framhalds- skólanám á Íslandi hefur samkvæmt skýrslunni „Breytt námsskipan til stúd- entsprófs“ sem gefin var út af mennta- málaráðuneytinu árið 2003, um 18% fleiri klukkustundir til náms að stúdentsprófi en á hinum Norðurlönd- unum. Námið hér er fjölbreyttara, á fleiri námsbrautum og undirbýr nemendur betur, með almenna menntun fyrir líf í lýðræðisþjóð- félagi og til háskólanáms. Ekki veit- ir af þeim undirbúningi sem stúd- entsprófið gefur til náms við erlenda háskóla. Hví skyldi fólk taka því þegjandi og hljóðalaust að gera framhaldsskólaprófið innihaldsrýr- ara og missa þar með sjálfsögð rétt- indi til að ljúka prófi eins og það er í dag og hefur gefist vel. Helstu rök menntamálaráðherra fyrir því að skerða nám til stúdentsprófs eru þau, að taka þurfi upp sömu til- högun og á hinum Norðurlöndunum. Rökin missa þó vægi sitt þegar heyrist að um þessar mundir sé hugað að því að lengja framhalds- skólann þar um eitt ár, til samræmis við það sem gert er hér. Það mætti halda að sú þróunarvinna og metn- aður sem leitt hefur til þess að fram- haldsskólanámið hefur verið bætt og lengt á Íslandi, sé þyrnir í augum menntamálaráðherra. Aldur við lok háskólaprófs hefur auk þess verið svipaður hjá Íslendingum og Dönum svo ekki er að sjá að það flýti fyrir því að fá háskólamenntað fólk til starfa að hafa 3 ár, en ekki 4 til stúdentsprófs. Ókostir við skerðingu náms til stúdentsprófs eru helstir: námið verður einhæfara og sérhæfð- ara á þrengri sviðum, og undirbún- ingur í íslensku, náttúrufræði, stærðfræði, tungumálum og íþrótt- um verður lakari. Valgreinum verð- ur þrengri kostur búinn. Þetta hlýt- ur að verða svo, þrátt fyrir að þröngvað verði nokkrum einingum niður í grunnskólann, frá framhalds- skólanum við fyrirhug- aða skerðingu. Hvern- ig á að vega þessa skerðingu upp nema með undirbúningsnámi eða grunnnámi í há- skóla, með tilheyrandi námslánum og búsetu- röskun fyrir fjölda námsmanna, fyrr en ella. Það vantar fram- haldsskóla á höf- uðborgarsvæðið, en þar eru hins vegar komnir háskólar sem keppa um nemendur og vilja fá þá í undirbúningsnám 19 ára. Nú á að leysa húsnæðisvandann með því að hafa aldurshópinn 19–20 ára í háskólum eða á vinnumarkaði. Þeir sem hafa talað fyrir vænt- anlegum arði þjóðfélagsins vegna styttingar framhaldsskólans hafa ekki gefið upp tapið vegna þess að færa árganginn 19–20 ára frá sam- félaginu þar sem hann er í dag. Elsti árgangur framhaldsskólanna skilar miklum félagslegum auði til sam- félagsins þar sem hann er í dag og auðvitað hvar sem hann er. Hversu margir bera uppi félags-, íþrótta- og tómstundastarf þar sem þeir eru hver í sínu hverfi, heimahéraði eða í næsta framhaldsskóla? Þeir sem ekki fara í háskólanám að loknu framhaldsskólaprófi fara nú tvítugir út á vinnumarkaðinn með 20 ein- ingum ríkara nám en yrði, ef af þessari skerðingu verður. Gerum fyrst úttekt á síðustu námskrárbreytingu Óðagot menntamálaráðuneytisins er slíkt til breytinga, að ekki hefur gefist tóm til að fara í saumana á áhrifum síðustu námsskrárbreyt- inga, en vorið 2004 útskrifuðust fyrstu stúdentarnir samkvæmt námskrá sem tekin var upp 1999. Það er fyrst í vetur sem umræða hefur orðið um það, hvernig sú nám- skrá hefur gagnast stúdentum til háskólanáms. Það mætti gera á því faglega úttekt áður en farið er í næstu námskrárbreytingu. Stytting námstíma er annað en fækkun eininga, hefur almenningur gert sér grein fyrir því? Það er hins vegar sjálfsagt mál að nemendur geti flýtt sér í námi og tekið stúdentspróf eða annað fram- haldsskólapróf á skemmri tíma en fjöldinn gerir. Hvort sem nemendur kjósa að ljúka náminu á tveimur eða þremur árum, þarf að auka mögu- leika þeirra sem vilja flýta sér með námið. Nemendur sem hyggja ungir á háskólanám hafa þörf fyrir góða undirbúningsmenntun og því van- hugsað að rýra hana frá því sem nú er. Í mínum skóla höfum við ekki legið á liði okkar við þróun nýrra kennsluhátta og vinnubragða sem krafist er með síaukinni upplýs- ingatækni og nýjum námsgreinum. Samskipti við innlenda, jafnt sem erlenda skóla og ýmiss konar verk- efnavinna hefur aukið möguleika til fjölbreyttara náms, svo sem dreif- náms og fjarnáms. Fólk má ekki láta blekkjast og kyngja því að jafn- gott stúdentspróf fáist með því að klippa af náminu, jafnvel þó snara eigi nokkrum einingum niður á milli skólastiga. Til aðgreiningar frá því sem nú er stúdentspróf, ætti að nefna það próf öðru nafni, sem yrði um 20 einingum rýrara. Skerðing náms til stúdentsprófs Kristín Sigfúsdóttir fjallar um breytingar á námi til stúdentsprófs ’Til aðgreiningar frá þvísem nú er stúdentspróf, ætti að nefna það próf öðru nafni, sem yrði um 20 einingum rýrara.‘ Kristín Sigfúsdóttir Höfundur er líffræðikennari við Menntaskólann á Akureyri og skipar 2. sætið á framboðslista Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs á Akureyri til sveitastjórnarkosning- anna í vor. BRÁTT mun koma að því að Reykjavíkurborg axli ábyrgð á því að efla og styrkja móðurmáls- umhverfi barna af er- lendum uppruna. Það er staðreynd að í borginni eru töluð hátt í eitt hundrað móðurmál og er staða þeirra afar mismun- andi. Sum hafa sterka stöðu í samfélagi þjóðanna eins og enska og spænska en önnur eru fjölmenn hér á landi eins og pólska og taílenska. Möguleikar sam- félagsins til að efla og styðja móðurmálin eru afar mis- munandi en að því skal stefnt að styrkja umhverfi allra móðurmála í samfélaginu. Móðurmál sérhvers einstaklings er svo nátengt sjálfsmynd hans að ekki verður hjá því vikist að upp- lýst þjóð eins og Íslendingar átti sig á mikilvægi þess að bera mikla virðingu fyrir mismunandi móð- urmálum. Móðurmálið er jafnan líka lykill að hugtakaforða, heims- mynd, félagsþroska og menning- arlegri sjálfsmynd hvers og eins. Þótt íslenskumenntun sé afar mik- ilvæg fyrir alla sem hafa annað móðurmál verður að horfast í augu við mikilvægi stuðnings við fjölbreytta móðurmálsflóru til að styðja við öflugt og fjölmenning- arlegt samfélag í borginni. Unnt er að styðja við móðurmál á marga vegu og þá fleiri vegu en með beinni kennslu. Til að mynda má auka umtalsvert fræðslu um mikilvægi móðurmáls, hvetja fólk af erlendum uppruna til að nota sitt móðurmál á heim- ilinu og í samskiptum við börn sín. Þannig er unnt að nýta enn betur máltökuskeið barna, þ.e. þann tíma sem þau eru móttæki- leg fyrir því að læra mál á náttúrlegan hátt. Þannig er innra tengslanet fjölskyld- unnar eflt sömuleiðis og þar með tilfinn- ingalegt og félagslegt nærumhverfi barns- ins. Sérstaklega þarf að huga að því að efla faglega og öfluga túlka- þjónustu á sem flestum tungu- málum og efla þannig málin sem sterk tæki til samskipta um flókin málefni og viðkvæm. Starfandi tal- málstúlkar þurfa hér að njóta tækifæra til starfsþróunar og end- urmenntunar og efla þar með þjónustu sína og gera hana fag- legri og metnaðarfyllri. Móðurmálstengill – ný hugmynd Vel er hægt að hugsa sér að til staðar verði móðurmálstenglar í borginni sem starfa í tengslum við þjónustumiðstöðvarnar og geta komið börnum til aðstoðar að því er námsefni og heimanám varðar. Þar sem um er að ræða fámenn tungumál væru fáir í slíku hlut- verki en hugsanlegt er að í sum- um tungumálum væru slíkir móð- urmálstenglar ráðnir til starfa við einstaka skóla. Vert er að koma í kring námskeiðum fyrir móð- urmálstengla á vegum borg- arinnar í samvinnu við Kenn- araháskóla Íslands. Loks er ótalin sú leið sem við blasir en það er sú að bjóða upp á beina móðurmálsmenntun og þá með frambærilegu námsefni og menntuðum kennurum í hverju tungumáli fyrir sig. Móta þarf stefnu um tvítyng- ismenntun og móðurmálsstuðning í borginni. Hún er hluti af þeirri stefnu sem við tökum í því að taka á móti fólki af fjölbreyttu þjóð- erni, sem lita, efla og styrkja borgarlífið. Þannig aukum við að- gengi nýrra borgarbúa að borg- inni og aukum möguleika þeirra til að hafa áhrif í borginni og taka þátt í því að móta áherslur fram- tíðarborgarinnar. Tvítyngi og mikilvægi móðurmáls Svandís Svavarsdóttir fjallar um móðurmál og tungumálakennslu ’Vel er hægt að hugsasér að til staðar verði móðurmálstenglar í borginni sem starfa í tengslum við þjónustu- miðstöðvarnar.‘ Svandís Svavarsdóttir Höfundur skipar 1. sæti á lista Vinstri grænna í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.