Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 19 Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík · Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 · Hafnarfjörður sími: 510 9500 Salou frá kr. 34.995 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn í 5 nætur. Súpersólartilboð 18. maí. Bibione frá kr. 49.995 Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. 2 fullorðna og 2 börn á Planetarium Village í viku, 17. maí. Bókaðu núna á www.terranova.is Bókaðu sumarfríið núna! Búlgaría frá kr. 45.495 Netverð á mann með 10.000 kr. afslætti, m.v. hjón með 2 börn í viku á Club Paradise íbúðahótelinu 29. júní. E N N E M M / S IA / N M 21 27 8 sem við förum til þess að segja okkar sögu. Þetta er vegna þess að áhorfendur eða lesendur þessara miðla hafa áhuga á sögunni,“ segir Bjarni. „Vegna þess hversu grunn- þættir bankakerfisins eru sterkir þá held ég að sú umfjöllun sem undanfarið hefur orðið til þess að kasta rýrð á bankakerfið og á það hvernig við eigum viðskipti hér, geri ekkert annað en að styrkja okkur til lengri tíma.“ En getur umræða í fjölmiðlum um bankakerfið haft áhrif á þróun þess? Geta fjölmiðlar valdið banka- kreppu með umfjöllun sinni? „Já, þeir geta það. Fjölmiðlar eru virkir þátttakendur í skoð- anamyndun og sú miðlun upplýs- inga þarf að byggjast á þekkingu á viðfangsefninu. Rétt eins og íslenskt bankakerfi þarf að taka til sín gagnrýni, auka gagnsæi og koma sínum málum á framfæri, þurfa íslenskir fjölmiðlar að gefa gaum að gagnrýni sem að þeim beinist og byggja upp þekkingu á viðskiptalegum málefnum þannig að sú skoðanamyndun sem þeir standa fyrir með því að miðla upp- lýsingum og draga af þeim álykt- anir, sé fagleg og upplýst. Að sama skapi og innviðir samfélagsins, eins og sterkur seðlabanki og sterkt fjármálaeftirlit, er lykilatriði í sterku fjármálakerfi, er ekki nóg að fyrirtækin sjálf sem á markaði keppa séu sterk, bæði fjárhagslega og í öðru tilliti, heldur þarf allt umhverfið að spila saman. Þess vegna held ég að hið sameiginlega verkefni sem forsætisráðherra hef- ur ýtt úr vör geti haft víðtækari áhrif í þá veru að það skapist gagnkvæmari skilningur frá bankakerfinu á þörfum og eðli eft- irlitsaðila og frá yfirvöldum séð á því hversu mikið ímynd landsins og fyrirtækjanna helst í hendur og hversu mikilvægt það er fyrir landið.“ Eigum að bregðast við af auðmýkt „Vandi okkar hefur meðal ann- ars verið sá að Ísland og íslenskt viðskiptalíf hefur ekki verið inni í fréttaflæðinu. Við höfum okkar eigið tungumál, erum land- fræðilega fjarri öðrum löndum og erum með lítinn heimamarkað. Þess vegna hafa viðskiptafréttir frá Íslandi ekki þótt áhugaverðar í alþjóðlegum fjölmiðlum. Þetta hef- ur breyst með þátttöku íslenskra fyrirtækja, með bankana í far- arbroddi, í alþjóðlega viðskipta- samfélaginu. Það sem við höfum gert hefur vakið athygli og hingað til hafa menn notið mjög góðs af því í formi aðgangs að lánamörk- uðum og annars þvíumlíks. Nú heyrast efasemdarraddir og það er ekkert óeðlilegt. Við eigum að bregðast við því með ákveðinni auðmýkt og athuga hvað við getum gert betur og hvað það er sem við þurfum að laga. Það hafa verið nefndir ákveðnir þættir í skýrslum greiningardeilda og lánshæfismats- fyrirtækja sem við þurfum að taka tillit til. Hér má nefna þætti eins og gagnkvæmt eignarhald, það hversu fáir leikendur eru á fjár- málasviðnu og að það sé jafnvel samspil milli lánveitinga til hlut- hafa, sem þykir óæskilegt. Auk þess hafa ýmis tæknileg atriði ver- ið nefnd til sögunnar, svo sem að- ferðir við uppgjör á hlutabréfum sem eru aðrar hér en á öllum þró- uðum mörkuðum. Það ber að taka fram að þessir agnúar á íslenska kerfinu þýða ekki endilega að okk- ar kerfi sé verra, heldur að það er öðruvísi en önnur. En þegar horft er á hlutina í stærra samhengi er ljóst að meira gegnsæi í starfsemi fyrirtækjanna er nauðsynlegt og meiri og betri upplýsingagjöf al- mennt.“ Samdráttur í einkaneyslu Hvernig sérðu fyrir þér að íslenskt efnahagslíf muni þróast á næstu árum? „Það er ljóst að það þarf að leið- rétta það mikla ójafnvægi sem hér hefur myndast á undanförnum tveimur til þremur árum. Það mun kosta ákveðna kvöl. Þær miklu gengisbreytingar sem hafa orðið á krónunni að undanförnu eru nægar til að jafna viðskiptahallann, sem var að sjálfsögðu bráðnauðsynlegt. En þær munu þýða verðbólgu og verðbólguskot á þessu ári að mínu mati. Þær munu sömuleiðis þýða samdrátt í einkaneyslu og það get- ur kallað á lækkun húsnæðisverðs og eigna sem almenningur á eins og fram hefur komið í verðþróun á hlutabréfamarkaði að undanförnu. Ég held að næstu eitt til tvö árin hér á innlendum markaði verði að- lögunartímabil, en það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við að slíkt gerist eftir mjög mikinn vöxt í til- tölulega langan tíma. Ég er síðan bjartsýnn á framtíðaruppbyggingu og vöxt þjóðartekna í framhaldi af því. Fólk á Íslandi er bæði duglegt og hugmyndaríkt. Sjálfur horfi ég á myndina til lengri tíma litið og tel að það þurfi stjórnendur fyrirtækja að gera. Þeir þurfa að velta því fyrir sér hvers konar fyrirtæki og hvers konar samfélag við viljum byggja upp. Það er ljóst að al- þjóðavæðing bankanna hefur ekki bara skilað ríkissjóði auknum skatttekjum. Hún hefur líka skilað geysilega mörgum tækifærum fyrir ungt og vel menntað fólk á Ís- landi,“ segir Bjarni. Fjölbreytt viðskiptalíf orðið til „Það mikla vaxtarskeið sem við höfum notið að undanförnu, sam- hliða uppbyggingu í orku- og áliðn- aði, sem hefur leitt til aukinnar einkaneyslu ásamt breytingum á húsnæðislánamarkaði, er á und- anhaldi bili. Ef horft er til lengri framtíðar kemur í ljós að Íslend- ingar eiga mikil tækifæri í atvinnu- greinum á borð við stóriðju, enda bíða erlendir aðilar í röðum eftir að fá að fjárfesta hér. En við höf- um líka náð geysilegum árangri í öðrum greinum, með því að hafa skýra sýn og vera tilbúin að gera það sem þarf. Þetta á við um rekstur fjármálafyrirtækja, líf- tæknigeirann, framleiðslu á sam- heitalyfjum, stoðhnjám og mörgu fleiru. Undanfarin ár og áratugi hefur orðið til hér á landi við- skiptalíf sem er miklu fjölbreyttara en sú mynd sem erlendir aðilar hafa af landinu, þar sem sjávar- útvegurinn er meginstoð. Auðvitað verður sjávarútvegurinn alltaf mik- ilvægur, en það er ljóst að vöxtinn höfum við sótt annað og munum halda áfram að sækja hann annað. Í mínum huga er það alveg skýrt að ríkisvaldið á að búa hér til umhverfi fyrir fólk með hugmyndir svo þær geti náð fram að ganga. Ríkið á ekki að ákveða hvort ein hugmynd sé annarri betri. Lyk- ilatriði er líka að hafa öflugt fjár- málakerfi sem getur stutt við fyr- irtæki í þeim greinum sem líklegar er til að ná árangri. Í sjálfu sér snýst fjármálamarkaðurinn ekki um neitt annað en að skapa ákveð- inn þekkingargrunn til þess að miðla fjármununum þangað sem hann nær bestum árangri og er í takt við áhættuvilja þess sem læt- ur fjármagnið af hendi og áhættu þess sem fjármagnið er sett í. Þeim mun virkari fjármálamarkað sem ríki hafa, þeim mun betra. Það er auðvitað ljóst að til að mynda lönd eins og Bandaríkin hafa alþjóðlegt samkeppnisforskot hvað þetta varðar. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur sem þjóð að við höfum sterkt fjármálakerfi. Það er alveg ljóst ef horft er áratug aftur í tímann að öflugur verð- bréfamarkaður, öflugt lífeyriskerfi og uppbygging langtímasparnaðar hefur hjálpað geysilega við fjár- mögnun ýmissa sprotafyrirtækja sem hafa svo vaxið og dafnað til heilla.“ Ríkið stutt mjög við orkugeirann „Það er alveg ljóst að ríkisvaldið hefur stutt mjög við orkugeirann og það er líka ljóst að þar eru mik- il tækifæri. En að sama skapi urðu hér um áramótin mjög merkilegar breytingar á uppbyggingu orku- geirans samhliða samkeppni í framleiðslu annars vegar og sölu á orku hins vegar. Við erum að stíga mjög föst og ákveðin skref til nú- tímavæðingar orkugeirans eins og búið er að gera við bankakerfið. En allt tekur þetta tíma og maður getur í sjálfu sér fagnað því að við erum á réttri leið. Ég hef þá trú að sala á stóriðjufyrirtækjum eða nýt- ingu orkunnar til einkaaðila geti ekki verið langt undan.“ En hvar liggur þá framtíðin helst? Í stóriðju, fjármálalífinu eða jafn- vel á sviði líftækni? „Ég held að þetta sé ekki hægt að svara þessu með annaðhvort eða. En þessu má reyndar svara með því að spyrja annarra spurn- inga. Hver hefði trúað því fyrir fimm árum að við ættum þriðja stærsta fyrirtækið í framleiðslu á samheitalyfjum í heiminum? Hver hefði trúað því fyrir 10 árum að við værum virkur þátttakandi á heims- vísu í smíði og þróun á flokk- unarkerfum fyrir kjúklinga- og svínaiðnaðinn? Ég tel að hlutverk þeirra sem stefnuna mynda fyrir landið sé að búa til hagfellt um- hverfi fyrir fyrirtæki til þess að þroskast í, með hagstæðu skatta- umhverfi, með aðgangi að menntun og með samfélagi þar sem fólk vill búa og líður vel í.“ Er þetta nokkuð sem stjórnvöld ættu að stefna að í ríkara mæli en þau hafa gert? „Ég held það. Ef horft er til iðn- væðingartímabilsins sést að þá flutti fólk þangað sem tækifærin var að hafa. Það hefur stutt við og stýrt borgarmyndun alls staðar í heiminum. Í dag erum við að nota æ stærri hluta tekna okkar í þætti eins og fjarskipti og í upplýs- ingatækni, notkun netsins og fleira sem jafnframt stuðlar að hagræði í samfélaginu. Þetta veldur því að í vaxandi mæli er myndin að snúast við. Fyrirtæki eru að færa starf- semi sína þangað sem fólk vill búa. Ég held þess vegna að það haldist miklu meira í hendur en margur gerir sér grein fyrir að hagfellt umhverfi fyrir einstaklingana sé það besta sem fyrir fyrirtæki getur komið.“ Frábært samfélag „Hér á Íslandi erum við í raun með frábært samfélag og ég tel að það skýri hvers vegna Íslendingar eiga meira af börnum en nokkur önnur Vestur-Evrópuþjóð. Við höf- um spilað skynsamlega úr nýtingu okkar náttúruauðlinda og ég held að sú umræða sem á sér stað í dag um hvernig að því skuli staðið til framtíðar, sem er í raun meiri en ég hef nokkurn tíma upplifað, sé af hinu góða og nauðsynleg. Ég held að við eigum að hafa allt til að bera til þess að búa hér til bæði fallegt og gott samfélag, en það er að sjálfsögðu undir okkur sjálfum komið, einstaklingum, fyrirtækjum og yfirvöldum.“ Hvað er fallegt og gott samfélag? „Það er samfélag þar sem fólk hefur frelsi til þess að þroskast og taka ákvarðanir sem það telur sjálfum sér og sínum nánustu fyrir bestu. Það er líka samfélag þar sem er stuðlað að barnvænu og fjölskylduvænu samfélagi, vegna þess að samhliða þroska sam- félagsins hefur það gerst nánast undantekningarlaust að barn- eignum fólks hefur fækkað og þær hefjast síðar á æviskeiði fólks. Þetta veldur og mun valda ýmsum samfélögum miklum erfiðleikum og hér má nefna Ítalíu, Þýskaland og Japan sem dæmi. Þessi samfélög eru að verða gömul og þau hafa ekki byggt upp eignir til þess að standa straum af lífeyrisréttindum. Í vaxandi mæli munu því byrðar þeirrar kynslóðar sem er að ganga hvíla á herðum færri og færri. Við höfum sem betur fer borið gæfu til þess að byggja upp annars konar kerfi þar sem við höfum greitt af ævitekjum okkar yfir æviskeiðið til uppbyggingar efri áranna. Ég held að við eigum að gera það sem við höfum gert hingað til, að nýta okk- ur smæðina til þess að byggja upp fjárhagslega skynsamlegt sam- félag, en jafnframt að átta okkur á því að við þurfum að taka áhættu á hverjum tíma til þess að bæði við- halda og auka þá velmegun sem hér ríkir. Við Íslendingar erum ekki á neinn hátt betur gefnir en þjóð- irnar í kringum okkur, né erum við í sjálfu sér sérstaklega betur menntaðir. Hinsvegar vinna Ís- lendingar mun meira en okkar helstu nágrannaþjóðir. Við nýtum okkur samfélagsgerðina betur og nálægðina betur og hér erum við með stærri samheldnari fjöl- skyldur. Það hefur sýnt sig í síð- ustu efnahagslægðum að við erum fljót að aðlaga okkur. Þess vegna hef ég fulla trú á því að við verð- um fljótt aftur komin hratt á vaxt- arbraut.“ elva@mbl.is ’Vandi okkar hefur meðal annars veriðsá að Ísland og íslenskt viðskiptalíf hef- ur ekki verið inni í fréttaflæðinu. Við höfum okkar eigið tungumál, erum landfræðilega fjarri öðrum löndum og erum með lítinn heimamarkað. Þess vegna hafa viðskiptafréttir frá Íslandi ekki þótt áhugaverðar í alþjóðlegum fjölmiðlum.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.