Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Elín Guðjóns-dóttir fæddist í Syðri-Kvíhólma í Vestur-Eyjafjöllum 19. nóvember 1907. Hún lést á Kirkju- hvoli á Hvolsvelli að kvöldi miðviku- dagsins 5. apríl síð- astliðins. Foreldrar hennar voru hjónin Guðjón Jónsson, f. í Vallatúni 6.11. 1873, d. 10.11. 1943, og Steinunn Sigurðardóttir, f. í Mið-Mörk 17.9. 1878, d. 6.11. 1974, þau bjuggu í Syðri-Kví- hólma. Elín var næstelst í hópi átta systkina, hin eru Sigurjón, f. 6.9. 1903, d. 22.7. 1988, Matthías, f. 27.10. 1908, d. 16.7. 1980, Þór- arinn, f. 9.11. 1910, d. 25.3. 1972, Guðbjörg, f. 5.7. 1912, d. 1.11. 1993, Guðjón, f. 17.8. 1913, d. 27.3. 1995, Guðmundur, f. 19.7. 1921, d. 25.4. 1984, og Ragnar, f. 2.11. 1923, búsettur í Syðri-Kví- hólma. Uppeldissystir Elínar er Ásta Magnúsdóttir, f. 8.10. 1929, býr á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. El- ín giftist 25.4. 1946 Bjarna Brynj- ólfssyni, f. á Kálfsstöðum í Vest- 3.4. 1950, sambýliskona Hrafn- hildur Valgarðsdóttir, f. 6.5. 1971, búsett í Lindartúni. Sonur þeirra er Sindri Snær, f. 25.2. 2004. Dóttir Hrafnhildar er Klara Valgerður Jósefsdóttir, f. 29.8. 1989. Synir Brynjólfs eru, a) Bjarni Þórarinn, f. 18.8. 1981, dóttir hans Irmelin Svana, f. 14.12. 2003, og b) Elvar Örn, f. 6.4. 1983, sambýliskona Elva Björk Elvarsdóttir, f. 13.10. 1983. Dætur fyrri sambýliskonu Brynj- ólfs eru, a) Lísa Lotta Björns- dóttir, f. 5.1. 1974, maki Kjartan Glúmur Kjartanson, f. 11.2. 1969, börn þeirra Marta Lovísa, f. 25.2. 2002, og Sebastían Andri, f. 30.5. 2005, sonur Lísu Lottu er Hjörtur Elí, f. 11.10. 1994, og b) Marta Sólveig Björnsdóttir, f. 28.6. 1975, sambýlismaður Hallgrímur Ingimar Jónsson, f. 20.3. 1973, dóttir þeirra er Snærún Ynja, f. 10.5. 2004. Elín ólst upp í Syðri- Kvíhólma hjá foreldrum sínum en fór ung að árum í vist til Vest- mannaeyja. Árið 1945 hófu Elín og Bjarni búskap í Lindartúni og bjuggu þar allt til hann lést. Brynjólfur sonur þeirra tók við búinu árið 1974 og bjó hún með honum allt til ársins 1999 en þá fluttist hún á dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli. Útför El- ínar verður gerð frá Akureyj- arkirkju í Vestur-Landeyjum laugardaginn 15. apríl og hefst athöfnin klukkan 14. ur-Landeyjum 21.10. 1906, d. 19.5. 1983. Foreldrar hans voru Brynjólfur Gíslason, f. í Sigluvík 10.12. 1872, d. 31.12. 1931, og Margrét Bjarna- dóttir, f. á Kálfsstöð- um 16.12. 1874, d. 17.9. 1957. Þau bjuggu á Hrauki í Vestur- Landeyjum, síðar í Lindartúni. Elín og Bjarni eiga tvö börn. Þau eru: 1) Steinunn Guðbjörg, f. 22.9. 1946, maki Snorri Óskarsson, f. 1.2. 1946, búsett í Hafnarfirði. Þau eiga þrjá syni, þeir eru: a) Óskar Fannberg, f. 15.4. 1966, maki Ósk Waltersdóttir, f. 23.1. 1970, þau eiga tvö börn, Snorra Borgar, f. 29.6. 1987, og Elínu Dögg, f. 2.8. 1992. b) Bjarni Líndal, f. 27.4. 1969, sambýliskona Jóhanna María Gunnarsdóttir, f. 9.3. 1977, dóttir þeirra Heiða María, f. 21.4. 2005. Synir Bjarna eru Arnar, f. 25.11. 1991, og Jón Freyr, f. 5.9. 1993. c) Grétar, f. 6.8. 1981, sam- býliskona Þóra Gísladóttir, f. 15.1. 1977. 2) Brynjólfur Már, f. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku amma mín, nú ert þú orðin engill og passar mig. Situr uppi á skýj- unum og fylgist með okkur. Ég kom í Lindartún þegar ég var aðeins 5 ára gömul og eitt það fyrsta sem þú sagðir við mig var „kallaðu mig bara ömmu, það gera það allir“. Þótt við höfum ekki verið blóðtengdar þá hefur þú alltaf verið alvöru amma mín. Oft sátum við saman inni í herberginu þínu og sung- um, man ég þá mest eftir Þórsmerk- urljóðinu. Þá notaði ég hitapokann þinn fyrir gítar og þú söngst. Einnig var líka bara gott að sitja hjá þér og hlusta á glamrið í prjónunum á meðan þú prjónaðir sokkana og vettlingana sem þú gafst svo börnum og barna- börnum. Eftir að þú fluttir á Kirkju- hvol hættir þú ekkert að fylgjast með mér. Þú sýndir alltaf áhuga á öllu sem var að gerast hjá mér og spurðir alltaf hvernig gengi í skólanum. Þér fannst nú alltaf gott þegar ég kom með bland í poka handa þér eftir ferð í búðina. Nokkur hlaup í poka voru alltaf vel þegin. Einn veturinn kom ég alltaf til þín áður en ég fór í tónlistarskólann, sátum við þá og spjölluðum um heima og geima. Ég vil þakka þér fyrir að vera amma mín, þú varst góð amma. Þín Klara Valgerður. Elsku amma, það fyrsta sem ég man af okkar kynnum var þegar ég hitti þig fyrst. Þá sagðir þú við mig: ég heiti Lína, en kallaðu mig bara ömmu. Þetta var alveg ótrúleg heppni að eignast ömmu bara upp úr þurru að manni fannst. Ég gleymi því aldrei. Það var ósjaldan sem ég sat hjá þér og afa og horfði á ykkur prjóna. Þér féll aldrei verk úr hendi. Hvort sem það var þegar þú varst að fylgjast með í útvarpinu eða þegar við vorum í fjósinu. Maður átti að vera iðinn og haska sér. Vá, það er eins og það hafi verið í gær. Maður var kannski ekki nógu fljótur að verkunum að þínu mati og átti að hraða sér. Lærdómurinn sem þú gafst manni í framtíðina gleymist aldrei. Það er ekki langt síðan þú hættir að sinna verkunum þínum, eins og þú kallaðir það. Þegar ég fór í skóla á Selfoss og hitti þig bara um helgar þá varð ég að komast inn til þín í sófann eða sitja á rúminu þínu og horfa á þig prjóna eða lesa. Ég gleymi heldur aldrei skírnardegi Hjartar Elí. Þú og Binni komuð í kirkj- una og þið mamma sátuð fremst. Síðan þegar nafnið hans var sagt þá hvíslaði mamma að þér að hann héti í höfuðið á þér. Þá heyrðist í þér: hvað er hún að gera, skíra barnið eftir mér? Ég veit líka að þér þótti mjög vænt um að fá Hjört Elí í heimsókn þegar hann fór í bíltúr með pabba sínum og þeir skruppu á Hvolsvöll að hitta þig. Hann heldur mikið upp á ömmu Línu og á eftir að sakna hennar eins og við öll. Það var gott að fara til þín þegar ég flutti austur. Þá hittirðu Glúm í fyrsta sinn, síðan ári seinna hana Mörtu Lovísu. Síðan hittumst við í fyrrahaust og þá hittir þú Sebastían Andra. Þess- ar árlegu heimsóknir mínar voru nauð- synlegar þegar maður var svona langt í burtu frá þér. Elsku besta amma, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt mér og gefið mér. Ég veit að þér líður miklu betur núna, loksins komin til afa. Minning þín verður alltaf sterk í okkar hjarta. Það var mikill heiður að fá að kynnast þér. Vertu ævinlega marg- blessuð og Guð geymi þig. Þín Lotta. Elsku amma Lína, nú er komið að kveðjustund. Þú varst frábær amma og það verður erfitt að geta ekki heim- sótt þig og fundið þá ást frá þér sem þú gafst mér. Ég á alltaf eftir að muna eft- ir þér í hjartanu mínu og veit að nú ert þú komin við hliðina á afa þar sem þið munuð alltaf fylgjast með okkur. Þú gafst mér stofuklukkuna ykkar afa fyr- ir nokkrum árum, hún slær alltaf í stof- unni hjá mér til minningar um þig. Sá tími sem við áttum saman er mér í fersku minni þar sem þú varst mér mikils virði og kenndir mér svo margt. Ég ólst upp að hluta til hjá þér í sveit- inni. Þau voru ekki fá skiptin sem við vorum saman úti í fjósi að mjólka kýrn- ar og ég dáðist alltaf að þér þegar þú varst að handmjólka þær kýr sem þurfti. Það var alltaf jafn gaman að koma og vera hjá þér á sumrin í sveit- inni. Þú varst vinnusöm og nákvæm, vildir alltaf gera hlutina á réttum tíma og ekki fresta því til morguns sem hægt var að gera í dag. Þú varst alla tíð í uppáhaldi hjá mér og heimsótti ég þig eins oft og ég hafði kost á. Bestu gjaf- irnar sem ég fékk frá þér voru hlýju og mjúku ullarsokkarnir sem þú prjónað- ir á mig, sem betur fer á ég ennþá nokkur pör frá þér sem ég fer í þegar kalt er í veðri. Þegar litið er um öxl er tíminn minn með þér einn dýrmætasti tíminn á upp- vaxtarárum mínum. Að umgangast konu með svona mikla elju, dugnað og þrautseigju eins og þú varst, það er ekki annað hægt en að hrífast af því og tileinka sér þessa eiginleika. Þú mót- aðir mig að miklu leyti í þann einstak- ling sem ég er í dag og ég þakka þér fyrir það. Það er ekki langt síðan ég kom í heimsókn til þín á dvalarheimilið Kirkjuhvoli með Heiðu Maríu dóttur mína tæplega eins árs. Það var mikið gaman að sjá brosið sem færðist yfir andlitið þitt þegar þú sást yngsta lang- ömmubarnið þitt. Ég kveð þig með söknuði, elsku amma Lína, og veit að núna ertu á góð- um stað. Bjarni Líndal Snorrason. Elsku amma, ég man eftir því þegar við hittumst fyrst, lítil ráðvillt stelpa sem kom til þín og þú tókst blítt á móti henni og sagðir mér að kalla þig ömmu. Þú varst Amma með stóru a-i. Enginn þeirra sem komu í Lindartún, hvort heldur sem var til lengri eða skemmri tíma var ósnortnir af góðmennsku þinni. Fyrir mig að eignast ömmu á þessum tímapunkti var ómetanlegt. Ég þegar ég loka augunum og sé mynd af þér í huga mér þá sé ég fyrir mér litla konu í litlum stígvélum sem vann hröðum höndum. Eða þá að þú sast og prjónaðir, ég man aldrei eftir að þér félli verk úr hendi. Blíð höndin þín og mjúk kinnin er annað sem ég man svo vel eftir. Þó svo að ég hafi ekki hitt þig oft þessi síðustu ár þá er mynd af þér í hjarta mér alla tíð. Ég þakka Guði fyrir það að hafa kynnt mér fyrir þér því án þín hefði mikið vantað í mitt líf. Ég veit þér líður betur núna þar sem þið afi eruð saman á ný hjá Guði. Drottinn blessi minningu þína. Marta Sólveig Björnsdóttir. Elsku Lína mín. Minningin sem ég á um þig er eitt- hvað sem ég gleymi aldrei. Allt frá fyrstu stundu þegar ég kem inn á heimili þitt, brotin og ein, opnaðir þú stóran mjúkan faðm þinn fyrir mér og einu djásnunum sem ég átti í þessu lífi, dætrum mínum. Við áttum saman ógleymanlegar stundir þú og ég. Þú hefur alltaf spilað stóra rullu í lífi mínu. Þú varst ómet- anleg fyrirmynd fyrir mig þegar ég kom inn á heimili þitt. Þér féll aldrei verk úr hendi og þú varst alltaf fyrst af stað þegar átti að gera eitthvað. Þú varst bæði góð amma og tengda- mamma. Ég sé þig í minningunni þar sem þú varst á hlaupum á eftir strák- unum okkar. Sé þig sitja og segja krökkunum sögur, syngja eða lesa fyr- ir þau. Ég veit að nú ertu ánægð, nú ertu komin til Bjarna heitins, þar sem þú þráðir að vera. Elsku Lína mín, ég á eftir að sakna þín mikið. Blessuð sé minning þín. Svana A. Daðadóttir. Gömul kona hefur lagst til hvílu í hinsta sinn. Hún Lína í Lindartúni er ELÍN GUÐJÓNSDÓTTIR Elsku mamma, tengdamamma og amma, ANNA J. JÓNSDÓTTIR, Sóltúni 2, Reykjavík, áður Skipagötu 2, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðvikudaginn 5. apríl. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 18. apríl kl. 13.30. Sigrún Pálsdóttir, Sveinn Gíslason, Sigurbjörg Pálsdóttir, Finnur Birgisson, Anna Pála Pálsdóttir, Helena Pálsdóttir, Sverrir Þórisson, Páll Tómasson, Sigríður Agnarsdóttir og ömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGLJÓT SIGURJÓNSSON, áður til heimilis á Aflagranda 40, andaðist á Hrafnistu, Reykjavík, föstudaginn 31. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunar- deildar H2 á Hrafnistu. Hildur Júlíusdóttir, Auður Júlíusdóttir, Friðrik Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, HULDA SALÓME GUÐMUNDSDÓTTIR frá Úlfsá, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði miðvikuda- ginn 12. apríl. Gunnar Veturliðason, Valdís Friðriksdóttir, Valdís Veturliðadóttir, Steinþór Steinþórsson, Sveinfríður Hávarðardóttir, Ólöf Veturliðadóttir, Guðmundur Einarsson, Guðmunda Veturliðadóttir, Þórir Sturla Kristjánsson, Stefán Veturliðason, Helga Kristjánsdóttir, Jón Veturliðason, Ásta Svana Ingadóttir, Magni Veturliðason, Harriet Andreassen, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Móðir okkar, amma og tengdamóðir, HULDA R. JESSEN, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 7. apríl. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 18. apríl kl. 15.00. Kristján R. Jessen, Rhona Pearson, Inger R. Jessen, Jóhann Axelsson, Viggó K. Jóhannsson, Guðrún H. Sigurðardóttir, Laufey Soffía Þórsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur sa- múð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar og mágs, EINARS ELLERTSSONAR frá Meðalfelli, Asparfelli 2, Reykjavík. Sérstakar þakkir til heimahjúkrunar Karítas og lík- nardeildar LSH í Kópavogi svo og allra þeirra sem sýndu honum hjálpsemi og alúð síðustu mánuði. Elín Ellertsdóttir, Haukur Magnússon, Sigríður Sæmundsdóttir, Eiríkur Ellertsson, Ólafía Lárusdóttir, Gísli Ellertsson, Steinunn Þorleifsdóttir, Finnur Ellertsson, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Jóhannes Ellertsson, Sigurbjörg Bjarnadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.