Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yfir til þín, nei, yfir til þín, nei, yfir til þín, nei, nei, nei. Farsímanotkun eykststöðugt hér á landiog hefur hún tvö- faldast frá árinu 2000 samkvæmt tölulegum upplýsingum um íslenska fjarskiptamarkaðinn árið 2005, sem Póst- og fjar- skiptastofnun hefur safn- að. Stöðugt hefur dregið úr símtölum innanlands í almenna símnetinu frá árinu 2000. Í fyrra var minna talað í síma í al- menna símnetinu, í mínút- um talið, en árið 1997 þeg- ar mínútumæling var tekin upp. Farsímanotendum hefur fjölg- að jafnt og þétt og var fjöldi þeirra orðinn tæp 273 þúsund um mitt ár 2005. Þeim farsímanot- endum, sem nota fyrirframgreidd GSM-símakort fjölgaði örar en þeim sem voru í áskrift frá 2004 til 2005. Að sögn Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans, hefur þróunin verið sú meðal viðskipta- vina Símans að notkun talsíma hefur minnkað en eftirspurn eftir gsm-þjónustu aukist. Íslendingar séu fljótir að bregðast við nýjung- um á markaðnum og taka þær í notkun. Eva bendir á að notkun- armöguleikum gsm-síma hafi fjölgað. Fólk geti notað síma til þess að skoða fréttir, tölvupóst og fleira. Þá sé hægt að nota gsm- símann við margvíslega greiðslu- miðlun og sú þróun eigi eftir að halda áfram. Gísli Þorsteinsson, upplýsingafulltrúi Og Vodafone, tekur í svipaðan streng. Hann bendir á að Íslendingar hafi ávallt áhuga á því að kynnast tækni- möguleikum sem auðveldi lífið og því komi ekki á óvart að notkun gsm-síma og netsins hafi aukist jafn mikið og raun ber vitni síð- ustu ár. Nú geti viðskiptavinir Og Vodafone sótt sér afþreyingar- efni, svo sem myndskeið, MP3 hringitóna og fréttir í gegnum sérstaka Vodafone live! farsíma eða sýslað með tölvupóst með Vodafone BlackBerry. Slíkt hefði ekki verið mögulegt fyrir einu ári síðan. „Þessi tæki eru því skýr dæmi um þá öru þróun sem á sér stað á þessu sviði og ljóst að notk- unin á eftir að aukast enn meira á næstu árum,“ segir Gísli. Að- spurður segir hann það færast í vöxt að fólk kjósi að vera bara með gsm-síma og sleppa heimasímanum. „Þessi þróun á sér stað í nokkrum mæli, einkum meðal þeirra sem yngri eru. Hins vegar nota fjölmargir enn heima- símann og við gerum ekki ráð fyr- ir að notkun hans sé neitt á leið- inni út,“ segir Gísli. Háhraðatengingum fjölgar Fram kemur í upplýsingum Póst- og fjarskiptastofnunar að áskriftum að háhraðanettenging- um (xDSL) hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár. Voru þær orðnar nær 80 þúsund talsins í árslok 2005. Eva Magnúsdóttir segir vinsældir háhraðatenginga alls staðar vera að aukast. „Sem dæmi má nefna að Síminn nær til 93% landsmanna og ADSL kerfið nær til tæplega 60 staða, en það tengdust 11 nýir í fyrra. Þá var ADSL kerfið líka uppfært og þar er því hægt að fá gagnvirka þjón- ustu, en meðal annars er hægt að senda sjónvarp í gegnum ADSL,“ segir Eva. „Kollegar okkar hjá franska símanum hafa verið hér í heimsókn en þeir telja okkar við- skiptavini mjög fljóta að tileinka sér nýjungar á sviði gagnvirks sjónvarps. Það vakti undrun þeirra hversu hratt þessi nýjung var innleidd á Íslandi,“ segir Eva. Gísli Þorsteinsson bendir á að háhraðatengingar og afþreying- armöguleikar í gegnum þá tækni aukist ár frá ári. „Við megum því gera ráð fyrir að netið eigi eftir að verða enn stærri þáttur í lífi okk- ar á komandi árum,“ segir Gísli. Fram kemur í upplýsingum Póst- og fjarskiptastofnunar að markaðshlutdeild Landssíma Ís- lands sem ráðandi aðila á síma- markaði, jókst milli áranna 2004 og 2005 hvað varðar innanlands- símtöl í fastaneti, en nokkuð hafði dregið úr þessari hlutdeild á ár- unum 2001–2003. Markaðshlut- deild Landssímans hvað varðar GSM-áskriftir og kort í árslok 2005 var áþekk og verið hefur frá 2002. Tvö fyrirtæki veittu símaþjón- ustu á landsvísu og milli landa í al- menna símnetinu í fyrra líkt og í hitteðfyrra. Þrjú fyrirtæki veittu símþjónustu á landsvísu í al- menna símkerfinu á árunum 2001–2003 og fimm veittu sím- þjónustu milli landa á árunum 2001–2002. Í fyrra veittu þrjú fyr- irtæki farsímaþjónustu, líkt og verið hefur frá 2001. Spurð um hvort fákeppni ríki á markaðinum segir Eva að það hljóti að vera spurning hversu marga sam- keppnisaðila lítill markaður eins og Ísland beri. „Ísland er í raun örmarkaður. En það ríkir mjög mikil samkeppni á fjarskipta- markaði á Íslandi milli þeirra sem á honum eru,“ segir hún. Gísli bendir á að íslenskur fjar- skiptamarkaður hafi tekið veru- legum breytingum á skömmum tíma. Í upphafi hafi fjölmörg fyr- irtæki hafið starfsemi á þessu sviði og lagt í samkeppni gegn ríkinu. Fyrirtæki eins og Tal, Ís- landssími og Halló hafi hins vegar séð sér hag í að sameinast. Fréttaskýring | Íslendingar nota nýja fjarskiptatækni í miklum mæli Minni notkun talsíma Farsímanotendum fjölgar jafnt og þétt – orðnir tæplega 273 þúsund í fyrra Farsímar eru vinsæl samskiptatæki. Ákveðin mettun í notkun sms-boða úr farsímum  Notkun sms-skilaboða er mikil hér á landi að því er fram kemur í upplýsingum Póst- og fjar- skiptastofnunar. Árið 2000 voru send sms-skilaboð úr farsímum í farsíma um 60 milljónir talsins, en tæplega 160 milljónir sms- skilaboða voru send árið 2005. Ekki varð mikil fjölgun á sendum sms-boðum á milli 2004 og 2005 og því virðist ákveðin mettun hafa átt sér stað á þessu sviði. Eftir Guðna Einarsson og Elvu Björk Sverrisdóttur HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt ís- lenska ríkið og fæðingarlækni til að greiða foreldrum barns, sem lést skömmu eftir fæðingu, samtals 2,7 milljónir króna í miskabætur auk dráttarvaxta. Einn dómara, Ólafur Börkur Þor- valdsson, skilaði séráliti og komst að þeirri niðurstöðu að bæturnar ættu að vera nokkuð hærri, eða 4,5 millj- ónir króna. Í báðum tilvikum voru bæturnar þó lægri en í héraðsdómi, þar sem miskabætur námu alls 7 milljónum króna. Forsaga málsins er sú að gerð var legvatnsástunga á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í nóvember 2002 vegna vísbendinga um blóðleysi hjá barninu. Við stunguna kom upp blæðing úr æð í fósturyfirborði fylgjunnar og nokkru síðar fór hjart- sláttur barnsins að aukast til muna. Var þá ákveðið að taka barnið með keisaraskurði en það lést fjórum sól- arhringum síðar sökum súrefnis- skorts við fæðingu. Í málinu var aflað álits sérfræð- inga sem töldu að meðferðin hefði verið eðlileg fram að þeim tíma að ákvörðun um keisaraskurð var tekin en óeðlilega langur tími hafi liðið þar til aðgerðin var framkvæmd, eða 46 mínútur. Hæstiréttur vísaði til þess að sérfróðir meðdómsmenn í héraðs- dómi hefðu komist að þeirri niður- stöðu að „stórkostlega gáleysislegt“ hafi verið að bregðast svona seint og illa við og að sú niðurstaða hefði ekki verið hrakin fyrir Hæstarétti. Voru foreldrarnir því taldir eiga rétt á miskabótum og voru þær ákveðnar 1,5 milljónir til móðurinn- ar en 1,2 til föðurins. Þá var niður- staða héraðsdóms um þjáningarbæt- ur staðfest, en þær námu um 120 þúsund krónum til móðurinnar og rúmum 85 þúsund krónum til föð- urins. Ólafur Börkur Þorvaldsson dóm- ari skilaði séráliti þar sem hann var ósammála bótafjárhæð meirihlut- ans. Ólafur Börkur vildi dæma alls 4,5 milljónir króna í miskabætur. Hæstiréttur lækkaði talsvert bæt- ur miðað við niðurstöðu héraðsdóms sem dæmdi alls 7,6 milljónir króna í bætur, þar af samtals 7 milljónir króna í miskabætur. Í Hæstarétti dæmdu þau Hrafn Bragason, Árni Kolbeinsson, Guð- rún Erlendsdóttir, Markús Sigur- björnsson og Ólafur Börkur Þor- valdsson málið. Skarphéðinn Þóris- son hrl. og Björn Jóhannesson hdl. fluttu málið fyrir hönd ríkisins, Karl Axelsson hrl. fyrir hönd læknisins og Ragnar Aðalsteinsson hrl. og Sig- ríður Rut Júlíusdóttir hdl. fyrir hönd foreldranna. Foreldrum dæmdar 2,7 milljónir í miskabætur ÓLAFI Ásgeirssyni þjóðskjalaverði var á dögunum afhentur riddara- kross ordre des Arts et des Lettres við athöfn í franska sendiráðinu. Heiðursmerkið sem Ólafur var sæmdur er veitt fyrir framlag á sviði vísinda og lista. Einkum fær Ólafur þessa viðurkenningu fyrir störf sín á vettvangi alþjóðaskjala- ráðsins en hann hefur setið í nefnd- um ráðsins um árabil. Ólafur á nú sæti í aðalstjórn Alþjóðaskjalaráðs- ins og stýrir verkefnastjórn þess sem lýtur að vísindalegum verk- efnum skjalavarða og skjalasafna um heim allan. Ólafur segir það hafa komið sér fullkomlega á óvart að öðlast þessa miklu viðurkenningu fyrir störf sín á alþjóðavettvangi, þau störf séu innt af hendi í þágu þróunar mál- efna skjalasafna hér heima en óvænt að þau störf skuli svo mikils metin með öðrum þjóðum. Franskur riddarakross fyrir störf að málefnum skjalasafna Nicole Michelangeli, sendiherra Frakklands, Ólafur Ásgeirsson þjóðskjala- vörður og Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti Íslands, við afhendingu heiðursmerkisins ordre des Arts et des Lettres í franska sendiráðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.