Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 39 Sjálfstæðisflokkurinnboðar nú, nokkrumvikum fyrir kosn-ingar, betri tíð fyrir aldraða. Hljómurinn í þeim boðskap er þó frekar holur svo ekki sé meira sagt og liggja til þess margar ástæður. Framkvæmdasjóður aldraðra skertur Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur farið með fjármálaráðu- neytið og ráðið mestu um rík- isútgjöld í 15 ár. Flokkurinn ber ábyrgð á lækkandi skatt- leysismörkum og þeirri smán að aldraðir jafnt og öryrkjar sem ekkert hafa sér til fram- færis nema strípaðar trygg- ingabætur borga engu að síð- ur skatta. Sjálfstæðisflokkurinn hefur um langt ára- bil staðið þannig að afgreiðslu fjárlaga að framkvæmdasjóður aldraðra sætir harka- legum skerðingum á eyrnamerktum tekjum til uppbyggingar í málaflokknum. Framkvæmdasjóður aldraðra var stofn- aður árið 1981 að frumkvæði Svavars Gestssonar, þáverandi heilbrigð- isráðherra, í þeim tilgangi að byggja upp öldrunarþjónustu. Fyrsta áratuginn fóru tekjur sjóðsins í framkvæmdir eins og til var stofnað, en árið 1991 ákvað ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks að láta hluta af tekjum sjóðsins renna til rekst- urs. Þannig hefur framkvæmdafé sjóðsins verið skert um 2,5–3 milljarða á rík- isstjórnarárum Sjálfstæðisflokksins, fyrst með atbeina Alþýðuflokks og síðan Fram- sóknarflokks. Fyrir þá upphæð hefði mátt byggja um 200–250 hjúkrunarrými! Það má merkilegt heita ef Sjálfstæð- isflokkurinn er fyrst núna að uppgötva að það búa aldraðir í þessu landi, það meira að segja vaxandi fjöldi, margir við kröpp kjör og þörfinni fyrir margvíslega upp- byggingu og þjónustu er hvergi nærri sinnt. Ríkisstjórnin sveltir sveitarfélögin Ríkisstjórnin hefur markvisst svelt sveitarfélögin undanfarin ár enda hafa mörg þeirra safnað skuldum og sveit- arstjórnarstigið sem heild hefur komið illa út í öllum samskiptum við ríkið. Að tala nú um flutning málefna aldraðra frá ríki til sveitarfélaga sem einfalt lausnarorð er með endemum óábyrgt, hreint lýðskrum í ljósi allra aðstæðna. Af hálfu Sjálfstæð- isflokksins er það að vísu viðurkenning á því að sjálfstæðismenn hafa gefið upp alla von um úrbætur í málaflokknum meðan hann er hjá ríkinu og þeir sjálfir fara með völd í fjármálaráðuneytinu. Mergurinn málsins er þó auðvitað sá að málaflokk- urinn er sveltur, meira að segja eyrna- merktur nefskattur framkvæmdasjóðs aldraðra skertur árlega af ríkisstjórn sjálfstæðismanna og framsóknarmanna og færsla frá ríki til sveitarfélaga án auk- inna fjármuna ekkert annað en sýnd- armennska. Í viðtölum við fjölmiðla eftir fund með flokksstjórn og frambjóðendum á Ak- ureyri í síðustu viku sagði Geir H. Haarde, formaður flokksins, efnislega á þá leið að sveitarfélögin fá með sér það sem ríkið er að eyða í þetta nú! Það stend- ur sem sagt ekki til af hálfu Sjálfstæð- isflokksins að veita meira fjármagn til málefna aldraðra, aðeins að velta vand- anum yfir á sveitarfélögin. Yfirboð Sjálfstæðisflokksins í mál- efnum aldraðra nú, hvort heldur er í Reykjavík eða á landsvísu, eru álíka lág- kúruleg og loforð Framsóknar í húsnæð- ismálum fyrir síðustu alþingiskosningar. Þá hafði Framsókn farið með stjórn hús- næðismála í 8 ár en lét eins og flokkurinn bæri enga ábyrgð, auglýsti ófremdar- ástand í húsnæðismálum og lofaði bót og betrun!! Lausnin fólst í 90% lánum, til að tryggja að fólk gæti safnað meiri skuld- um, í stað þess til dæmis að hækka vaxta- og húsnæðisbætur eða stuðla að auknu framboði húsnæðis til kaupa eða leigu á hagstæðum kjörum. Allir vita síðan hvernig til tókst. Fasteignaverð hefur rokið upp og gert miklu meira en éta upp ávinninginn af hærri lánum og einhverri lækkun vaxta. Ódýr flótti frá hinum raunverulega vanda Áherslur stjórnmálaflokka nú um að henda málefnum aldraðra í sveitarfélögin er ódýr flótti frá hinum raunverulega vanda – sem er skortur á fjármagni til mála- flokksins. Vitaskuld er mikilvægt að sam- ræma betur heimaþjónustu og heima- hjúkrun og það geta sveitarfélögin vel annast á grundvelli þjónustusamninga við ríkið, sem reynsluverkefni eða með verk- stjórn á vettvangi eins og dæmin sanna. Sannarlega kemur einnig vel til greina að flytja allan málaflokkinn til sveitarfélaga ef almennileg ríkisstjórn kemst til valda í landinu og tekjusamskipti ríkis og sveitar- félaga verða með eðlilegum hætti. Engin von er til þess að núverandi stjórn- arflokkar bæti ráð sitt gagnvart sveit- arfélögunum sem þeir hafa markvisst reynt að svelta til hlýðni undanfarin ár. Öllum er ljóst að framtíðin ber vaxandi útgjöld til málefna aldraðra í skauti sér. Nægir þar að líta á einfaldar, fyrirliggj- andi staðreyndir af lýðfræðilegum toga, sem sagt að þjóðin eldist. Einnig breytast kröfur um þjónustu í takt við tímann. Hvernig á að tryggja vaxandi tekjur til málaflokksins með aukinni þörf á kom- andi árum ef verkefnið verður komið til sveitarfélaga? Á það að vera innbyggt í ferlinu eða á að takast á um það árlega þar sem annar aðilinn, þ.e. löggjafinn og fjárstjórnarvaldið, hefur algerlega und- irtökin? Vinstri-græn vilja stórbætta þjónustu og fleiri hjúkrunarrými Vinstrihreyfingin – grænt framboð tel- ur brýnt að stórbæta þjónustu við aldr- aða, m.a. með samþættri heimaþjónustu og heimahjúkrun sem verði á einni hendi. Ennfremur teljum við vinstri-græn að gefa þurfi þeim sem það kjósa og geta tækifæri til að búa lengur heima. Þar kemur aukin og bætt þjónusta að sjálf- sögðu inn í myndina en einnig aðgerðir eins og aukinn afsláttur aldraðs tekjulágs fólks af fasteignagjöldum. Þessu til við- bótar þarf að gera verulegt átak í að fjölga hjúkrunarrýmum, ekki síst á höfuðborg- arsvæðinu. Nú eru yfir 400 manns í brýnni þörf fyrir hjúkrunarrými og bið- tíminn er langur. Það ástand verður ekki þolað lengur. Reykjavíkurborg hefur til reiðu lóðir undir ný hjúkrunarheimili en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks hefur ekki verið reiðubúin að tryggja fjármagn til framkvæmda. Er þeim flokkum frekar treystandi fyrir mál- efnum aldraðra í borgarstjórn sem dregið hafa lappirnar í málinu í landsstjórninni? Nýjast og frægast að endemum er hvern- ig ráðherrar ríkisstjórnarinnar vísa hver á annan þegar kemur að ófremdarástandi líðandi stundar hvað varðar launakjör ófaglærðra á daggjaldastofnunum. Væri nær fyrir ráðherrana að fylgja fordæmi meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur og stórhækka laun lægst launuðu kvenna- stéttanna. Aldraðir eiga betra skilið en ódýr loforð stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka sem eru með allt niður um sig þegar frammistaða þeirra í málaflokknum er skoðuð ofan í kjölinn. Nýtilkomin umhyggja Sjálfstæðisflokksins fyrir öldruðum Eftir Árna Þór Sigurðsson og Steingrím J. Sigfússon ’Mergurinnmálsins er þó auðvitað sá að málaflokk- urinn er svelt- ur …‘ Árni Þór er borgarfulltrúi og skipar 2. sætið á V-lista Vinstri grænna í Reykja- vík. Steingrímur er alþingismaður og er formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Steingrímur J. Sigfússon Árni Þór Sigurðsson Hvað gerist? Hópurinn rðin liggur eins og hjálmur m, skoðanaskiptum, gagn- gartillögum. kki haldið fram að markmið ga niður í starfsfólkinu órnendur þar hafi að mark- einhvers konar Sovétríki. er fyrirbærið LSH, stofn- ltof stórt bákn. Það er troð- u, hugmyndaríku, gáfuðu ðu fagfólki (mínus 100 ingum) sem lemst og berst a hvalsins, galar upp í kok- nær ekki í gegn. Þó að LSH tali á alþjóðlega vísu er rir Ísland. amleitt fræðingum? ndi eftirspurn eftir hjúkr- m á ýmsum sviðum atvinnu- ðari sem vinnuaðstæður ndnum vinnustöðum egra er að þeir leiti annað n hefur sannarlega áttað menntun, þjálfun í mann- tum og færni í stjórnun rfræðinga tilvalda til að onar verkefnum í atvinnu- r enginn annar stundað flókin hjúkrunarstörf. Það tekur 4 ár að mennta hjúkrunarfræðinga til starfa og undanfarin ár hefur verið beitt fjöldatak- mörkunum fyrst og fremst vegna núver- andi skiptingar fjármagns innan Háskól- ans, en einnig vegna takmarkaðs framboðs á námsplássum í sumum sér- greinum. Þetta eru verkefni sem þarf að leysa. Þetta eru ekki óyfirstíganleg vandamál. Það þarf að endurskoða fjár- framlög til hjúkrunarmenntunar og taka einarða afstöðu til þess hversu þjóðhags- lega óhagkvæmt það er að búa við viðvar- andi skort á hjúkrunarfræðingum. Það er verðugt verkefni fyrir einn af hundrað bestu háskólum í heimi að sjá til þess að háskólaspítalann vanti ekki 100 hjúkrunarfræðinga. Eru hjúkrunarfræðingar að gera eitt- hvað sem aðrir gætu gert? Góð spurning! Vafalaust er það svo þegar grannt er skoðað. En hverjir geta gert hvað? Hvað gera hjúkrunarfræðingar sem enginn annar getur gert? Er það ekki þetta sem þarf að skoða? Er kominn tími til að bregðast við krísu með öðru en bráða- lausnum og skyndiplástrum og snúa sér að því að taka allt skipulagið í nefið? Ætti að skoða hvað þarf að gera til að hjúkrunarfræðingurinn geti verið rólegur við rúm sjúklingsins sem er að vakna upp úr svæfingu, fylgst með hverri hreyfingu, hverjum andardrætti, hvatt hann, huggað og stutt, fyrirbyggt að hann fái lungna- bólgu, blóðtappa og legusár? Eru ein- hverjir snúningar, símsvörun, ljósritun, skráning, þrif, fundir og lyfjatiltekt sem væri hægt að skipuleggja á annan hátt? Til dæmis með því að ráða aðstoðarfólk í þessi viðvik og skera þannig utan af nú- verandi starfssviði hjúkrunarfræðinga allt sem aðrir geta gert? Já, það er hægt. Ég veit það. Hvað er það sem hjúkrunarfræðingar meina þegar þeir segjast aðeins geta upp- fyllt grunnþarfir en ekki veitt góða hjúkr- un? Fólk er fólk en ekki vélar. Ef maðurinn væri vél þá væri fullnægjandi að gefa hon- um eldsneyti, fylgjast með gangverkinu, gera við það sem bilar, skipta um hluti o.s.frv. En fólk er flókið. Það hefur sál, það hefur hugsun, það hefur alls kyns reynslu í pokanum sínum. Það hræðist, það er kvíðið, það finnur til, það þarf upp- lýsingar, rétt lyf, rétta fæðu, aðstoð við að anda, pissa, tala. Það þarf að upplifa ör- yggi og það þarf að vita hvernig planið er, hvað gerist næst, af hverju og í hvaða til- gangi. Það er þetta sem hjúkrunarfræð- ingar meina þegar þeir segjast bara geta uppfyllt grunnþarfir. Hitt verður útundan og árangur meðferðarinnar getur því ekki orðið eins góður og hann ætti að vera. Það er staðreynd að ef hjúkrunarfræðingar hafa of marga sjúklinga í sinni umsjá á hverjum tíma aukast líkur á mistökum, skaða, jafnvel ótímabærum dauðsföllum. Að lokum Gott heilbrigðiskerfi með valinn mann í hverju rúmi, skýra verkferla, skýra hlut- verka- og ábyrgðarskiptingu, hámarks- nýtingu á mannafla, fjármunum og tíma með áherslu á gæði þjónustunnar er einn af hornsteinum heilbrigðs, skapandi og hugrakks samfélags sem er að gera stór- merkilega hluti á mörgum sviðum. Hjúkr- unarfræðingar eru einn af hornsteinum heilbrigðiskerfisins. Hlustum á hvað þeir hafa að segja og vinnum með þeim að úrbótum í bráð og lengd. ndrað stykki, takk það sem hjúkr- ngar meina þegar st aðeins geta upp- nþarfir en ekki hjúkrun?‘ Höfundur er hjúkrunarforstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. nginn d í or- og etta ð ók- s og manni m ð var ólýsanleg tilfinning að keyra úti á ballarhafi áður en við komum inn á skagann þar sem er Horton-áin. Daginn eftir tók við djöfullegur kafli. Það var yfir 50 km svæði að fara sem þakið var lággróðri í mitt- isdjúpum snjó. Þarna var ég líka orðinn veikur með 40 stiga hita og þess vegna var þetta æði þungur dagur. Þegar við vorum komnir fyrir Horton-ána höfðum við ekki eldsneyti til baka og vissum heldur ekki hvernig framhaldið yrði. Það var um tvær leiðir að ræða, 40 km upp með Horton-ánni í gegnum skarð sem við hefðum getað spilað okkur í gegnum. Hin leiðin var að fara út á hafísinn sem við og gerð- um. Það var ekki auðhlaupið því það var rétt hjá heimamönnum að hafísinn lá upp að ströndinni með jaka á stærð við einbýlishús. En þar sem ísinn var ótraustur gátum við ekki farið langt út á hann. Þess vegna þurftum við á allri okkar jeppareynslu að halda. Við fórum spönn út, gistum um nóttina við Smokey Hills og sú upplifun var mögnuð; við vissum ekki hvort við kæmumst áfram vegna ótrausts íss, eða hvort við kæmumst til baka vegna eldsneytisskorts. Frostið var 37 stig og norðurljósin dönsuðu eins og frekast þau máttu. Það lýsti af tungli og himinninn var stjörnubjartur. Þarna var einnig hætta á því að ísbirnir gerðu vart við sig þannig að nóttin sem við áttum undir Smokey Hills var mögnuð. Daginn eftir héldum við áfram og notuðum keðjusög, ál- karla, skóflur og þannig gátum við brotið okkur leið. Okkur var létt þegar þetta var afstaðið.“ Víða á leiðinni vakti bílaflotinn mikla athygli enda hafði hvorki bíll komið á margar þær slóðir sem leiðangursmenn fóru um, né taldi fólk að leiðin væri yfirhöfuð fær bílum. Þegar loks var komið til Gimli var haldin hátíð þar sem veglega var tekið á móti leiðangursmönn- unum af á annað hundrað manns. Víða var ekið um slóðir Vestur- Íslendinga og segir Ómar athygl- isvert að hugsa til þess hvernig fyrstu kynslóðir þeirra á 19. öld- inni ferðuðust um svæðið eins erf- itt og það var fyrir tækjakost þess tíma. Leiðangurinn hélt úti heimasíð- unni arctictrails.is en formlegt heiti félagsskaparins er Hið mikla heimskautafélag. d kílómetra að baki í Norður-Kanada óðum úlfa og ísbjarna erða- nn. Víða á leiðinni vakti bílaflotinn athygli heimamanna. Hér eru leiðangursmenn ásamt Willard Jackson, f.v.: Ómar Friðþjófsson, Halldór Sveinsson, Willard, Kristján Kristjánsson, Karl Rútsson og Friðþjófur Helgason. Ljósmynd/Friðþjófur Helgason nzie-fljótinu fólust í þunnum ís og vökum auk þess sem dýpið þar er mikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.