Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Slysa og bráðamóttaka, Landspítali – háskóla- sjúkrahús, Fossvogi: Opin allan sólarhringinn og sinnir slysa- og neyðartilfellum. Sími slysa- deildar er 543 2000. Slökkvilið, sjúkrabifreið og lögregla: Neyð- arnúmer fyrir allt landið í síma 112. Hjálparsími Rauða krossins er 1717. Læknavaktin Smáratogi: Móttaka fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykja- vík, á Seltjarnarnesi, í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði á skírdag, föstudaginn langa, laug- ardag, páskadag og annan páskadag kl. 9– 23.30. Símaþjónusta og vitjanaþjónusta allan sólarhringinn í síma 1770. Á Akureyri er síminn 848 2600 sem er vaktsími læknis. Í síma 543 1000 fást upplýsingar um göngudeildir. Neyðarvakt tannlækna: Á skírdag, föstudaginn langa, laugardag og annan páskadag er opið kl. 11–13, hjá Bjarka Ágústssyni, Staðarbergi 2–4, Hafnarf., sími 565 1600. Á páskadag er opið kl. 11–13, hjá Kolbeini Nor- mann, Ármúla 26, Rvk, sími 553 2320. Á vegum Tannlæknafélags Íslands er ekki rek- in neyðarvakt um kvöld og nætur. Sjúklingum er bent á að snúa sér til slysadeildar sjúkrahús- anna þegar um alvarleg slys er að ræða. www.tannlaeknar.is. Apótek: Lyfja í Lágmúla og á Smáratorgi er opin kl. 8– 24 um páskana. Laugarnesapótek og Garðsapótek Lokað. Apótek Árbæjar og Rima Apótek Opið laug- ardag kl. 10–14. Lokað aðra daga um páskana. Lyfjaval Opið laugardag kl. 12–16. Lokað aðra daga um páskana. Bílaapótekið Opið kl. 10–23. Lokað föstudaginn langa og páskadag. Lyf & heilsa í Austurveri er opin um páskana til kl. 24. Önnur apótek Lyfja & heilsu fylgja hefðbundnum opnunartíma verslana. Apótekarinn á Akureyri Opið föstudaginn langa og páskadag kl. 15–17. Lokað aðra daga um páskana. Bilanir: Í Reykjavík skal tilkynna hitaveitu-, vatnsveitu- og rafmagnsbilanir í síma 516 6200, sem er sími hjá bilanavakt Orkuveitu Reykja- víkur. Ef óskað er aðstoðar vegna snjómokst- urs, hálku eða flóða á götum skal hringja í bil- anavakt borgarstofnana í síma 580 0430. Unnt Laugardalslaug og kl. 10–18 í Vesturbæjarlaug. Breiðholtslaug, Grafarvogslaug og Sundhöllin eru opnar kl. 10–18 en lokaðar föstudaginn langa og páskadag. Klébergslaug er opin kl. 11– 17 en lokuð föstudaginn langa og páskadag. All- ar sundlaugarnar eru opnar á laugardag. Skautahöllin í Reykjavík Opið alla daga kl. 13– 18. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Opið alla daga kl. 10–17. Leigubílar: Á Reykjavíkursvæðinu verða eft- irtaldar leigubílastöðvar opnar allan sólarhring- inn yfir páskana: BSR, sími 56 10000. Hreyfill Bæjarleiðir, sími 588 5522 og 553 3500. Bif- reiðastöð Hafnarfjarðar, sími 565 0666. Borg- arbílastöðin, sími 552 2440 er opin frá kl. 7–24 alla daga. Akstur Strætó bs.: Á skírdag og annan páska- dag er akstur samkv. sunnudagsáætlun. Á föstudaginn langa og páskadag hefst akstur kl. 13 og er ekið samkv. sunnudagsáætlun. Allar nánari upplýsingar má fá í þjónustusíma Strætó bs., 540 2700 og á www.bus.is Ferðir Herjólfs: Föstudaginn langa og páska- dag er farið frá Vestmannaeyjum kl. 16 og frá Þorlákshöfn kl. 19.30. Aðra daga samkvæmt áætlun. www.herjolfur.is, sími 481 2800. Innanlandsflug: Upplýsingar um innanlands- flug Flugfélags Íslands hf. eru veittar í síma 570 3030/460-7000 svo í símum afgreiðslu á landsbyggðinni. Sími sjúkra- og neyðarflugs Flugfélags Íslands er 894 5390. Skíðastaðir: Upplýsingar um skíðasvæðið í Blá- fjöllum, Skálafelli og Hengli eru gefnar í sím- svara 570 7711. Upplýsingar um skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri eru gefnar í símsvara 878 1515. Ferðir sérleyfishafa BSÍ: Nánari upplýsingar www.bsi.is og í síma 562 1011. er að tilkynna símabilanir í 800 7000. Neyð- arnúmer er 112. Afgreiðsla Endurvinnslustöðva: Opið á skírdag og laugardag kl. 10–18.30, lokað föstudaginn langa, páskadag og annan páskadag. Afgreiðslutími verslana: Verslanir Bónuss eru opnar á skírdag og laug- ardag kl. 10–19, lokað föstudaginn langa og páskadag. Opið annan páskadag í sunnudags- búðum kl. 12–18. Fjarðarkaup eru opin á skírdag og laugardag kl. 10–17, lokað verður föstudaginn langa, páskadag og annan páskadag. Verslanir Hagkaupa eru opnar á skírdag og laugardag kl. 10–18, lokað föstudaginn langa og páskadag. Annan páskadag er opið kl. 12–18, nema lokað í Kringlunni. Verslanir Nóatúns eru opnar á skírdag og laug- ardag kl. 10–21, lokað föstudaginn langa og páskadag. Annan páskadag er opið kl. 11–21. Verslanir Krónunnar eru opnar á skírdag kl. 11–21 og laugardag kl. 11–19. Lokað föstudag- inn langa, páskadag og annan páskadag. Verslanir 11–11 eru opnar á skírdag, laugardag og annan páskadag. Lokað föstudaginn langa og páskadag. Verslanir Nettó verða opnar á skírdag, laug- ardag og annan páskadag kl. 10–21, við Hring- braut, kl. 10–22 í Suðurveri og Hófgerði, kl. 10– 23 á Akureyri. Allar búðir verða lokaðar föstu- daginn langa og annan páskadag. Verslanir 10–11 eru opnar alla daga kl. 9–24. Verslanirnar í Lágmúla og Staðarbergi Hafn- arfirði og á Akureyri eru opnar allan sólar- hringinn. Bláa lónið Opið verður alla daga kl. 10–20. Sundstaðir í Reykjavík: Á skírdag, föstudaginn langa, páskadag og ann- an páskadag er opið kl. 10–20 í Árbæjarlaug og Minnisblað um páska Látin er í hárri elli móðursystir mín Dag- björt Gísladóttir (Dæja frænka) frá Suður-Nýjabæ í Þykkva- bæ. Hún vildi alltaf kenna sig við æskuheimilið eða æskuslóðirnar, enda lifði hún og starfaði í Þykkva- bænum öll „manndómsárin“. Hún var tæplega hálfsextug þegar hún flutti þaðan til höfuðborgarinnar og þar bjó hún til æviloka. Með Dagbjörtu genginni eru þau öll horfin yfir móðuna miklu systkinin frá Suður-Nýjabæ. Þetta eru því þáttaskil hjá okkur afkomendunum þeirra, tími minninga og söknuðar. Tímamót, „okkar“ tími styttist óðum. Dagbjört var 9. í röðinni af 14 systkinum. Tveir drengir létust í frumbernsku, en Jónína og Ágúst eldri létust á þriðja ári. Dagbjört upp- lifði því bróðurmissi þegar hún var 9 ára, en þá lést Ágúst eldri tæplega 3ja ára. Dagbjört tjáði sig oft um það við sína nánustu hvað sársaukinn og sorgin voru mikil við bróðurmissinn. Tíu systkinanna komust upp og náðu öll háum aldri. Það var mikil fátækt á stóra heimilinu í Suður-Nýjabæ en þrátt fyrir það ríkti þar glaðværð og gleði og öll systkinin litu með söknuði og trega til æskuáranna í foreldrahús- um. Þau ræktuðu líka arfinn við heimahagana og sambandið sín á milli og efndu m.a. til ættarmóta þar sem allir afkomendur foreldra þeirra, Guðrúnar og Gísla í Suður-Nýjabæ, voru velkomnir og flykktust að. Dagbjört kynntist ung séra Sveini Ögmundssyni, sóknarpresti í Þykkva- bæ, en hann varð ekkjumaður aðeins 38 ára að aldri. Þau giftust 1938 þegar Dagbjört var 23 ára. Sveinn átti fjög- ur börn af fyrra hjónabandi, þrjú þeirra fóru í fóstur hjá afa og ömmu og öðrum ættingjum en Steindór son- DAGBJÖRT GÍSLADÓTTIR ✝ Dagbjört Gísla-dóttir fæddist í Suður Nýjabæ í Þykkvabæ 19. maí 1915. Hún andaðist á hjúkrunarheim- ilinu Skógarbæ 3. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð gerð frá Þykkvabæjarkirkju 12. apríl. ur hans varð eftir hjá föður sínum. Hann fór síðar í Sjómannaskól- ann í Reykjavík en drukknaði í sjóslysi rúmlega tvítugur. Enn þurfti Dagbjört að glíma við sorg og sökn- uð. Dagbjört og Sveinn eignuðust þrjár dætur, og eru afkomendur þeirra nú orðnir níu. Hún var hamingjusöm í einkalífi og öryggi hennar og útgeislun jókst með aldri og þroska. Hún var stolt kona og sterk, allt lék í hönd- unum á henni, mikil hannyrðakona. Og þrátt fyrir að hún væri skapmikil þá var hún glaðlynd og létt, naut glað- værðar og umfram allt naut hún hennar í systkinahópnum. Hún var hjálpsöm að eðlisfari, heimsótti marga sem áttu erfitt, deildi með þeim tíma sínum. Það var þó alltaf eitt sem hún saknaði, en það var að hafa ekki gengið menntaveginn. Ekki skynjuðum við ættingjarnir að það hafi háð henni, hún nýtti sér námið í háskóla lífsins. Ég hafði mikið dálæti á Dæju frænku og hún og Sveinn reyndust mér einstaklega vel. Meðal annars tóku þau mig að sér í upplestri fyrir landsprófið á sinni tíð og sennilega á ég Sveini að þakka að ég slampaðist í gegnum það. Þar með opnuðu þau fyrir mér menntaveginn, veginn sem Dæja saknaði alltaf að hafa ekki gengið. Séra Sveinn lést 1979 og Dæja frænka mín var því ekkja síð- ustu 27 ár ævinnar. Hún missti ekki aðeins eiginmanninn heldur einnig öll systkini sín. Sorgarferlin urðu því mörg, en allt þetta stóð hún frænka mín af sér, enda naut hún alltaf mikils stuðnings dætranna og fjölskyldna þeirra. Síðustu árin var minnið farið að bila og hún dvaldi á hjúkrunar- heimilinu Skógarbæ þrjú síðustu ævi- árin. Þar hlaut hún hægt andlát. Ég votta öllum afkomendum Dæju og öðrum aðstandendum mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu Dagbjartar Gísladóttur. Gísli G. Auðunsson. Mig langar að senda fáein kveðjuorð um vinkonu mína Guð- björgu Friðriksdóttur Whalen, þótt seint sé. Við kynntumst ungar sem flugfreyjur og urðum fljótt mjög nánar vinkonur. Guð- björg var sérlega trygglynd mann- GUÐBJÖRG FRIÐRIKSDÓTTIR ✝ Guðbjörg Frið-riksdóttir fædd- ist í Reykjavík 22. júní 1938. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri 9. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 17. mars. eskja og bar aldrei skugga á okkar vin- áttu í 45 ár, þar til leið- ir skildi við fráfall hennar. Foreldrar okkar tengdust mikl- um vináttuböndum í gegnum okkur. Við unnum saman hjá Loftleiðum og þeg- ar ég giftist til Banda- ríkjanna kom hún oft- ast við hjá okkur á ferðum sínum. Hjá okkur kynntist hún manni sínum Mike sem var besti vinur Dicks, mannsins míns. Við bjuggum svo í nálægð hvor við aðra á Long Island og var mikill samgangur á milli heimilanna þar sem synir okkar Gunnar og Friðrik voru bestu vinir. Guðbjörg og Mike áttu sér alltaf þann draum að flytja til Flórída í sól- arríkið og varð það úr þegar Mike fór á eftirlaun. Þau nutu verunnar þar þann stutta tíma sem hann lifði þar. Eftir fráfall Mikes dvaldist Guð- björg áfram í Flórída þar sem hún elskaði að vera. Guðbjörg var sér- lega gestrisin og trú vinum sínum sem alltaf nutu þess besta hjá henni. Hún var gædd þeim eiginleika að segja aldrei styggðaryrði um náung- ann. Það er mér sár missir að missa svo tryggan og góðan vin sem Guðbjörg var mér. Var það mér því mjög erfitt að koma þessum fáu orðum á blað. Ég bið góðan guð að varðveita og styrkja Friðrik, Huldu og litla Mich- ael Frey í sorg sinni. Kveðja. Ingibjörg Sigurðardóttir Cordes. Elskulega amma mín dó að kvöldi 17. mars sl. Hún amma Fjóla var yndisleg, jákvæð, dugleg og hlý kona, hún var alltaf svo góð við mig. Ég man að þegar amma kom suður þá fór hún oft á snyrti- stofur og lét dekra við sig því hún vildi alltaf vera svona fín. Amma var þekkt fyrir öll hekluðu milliverkin og prjónuðu ungbarnaskyrturnar og buxurnar að ógleymdum vettlingun- um og sokkapörunum sem hún átti alltaf nóg af handa okkur krökk- unum. Þótt amma hefði stórt heimili í gegnum árin hafði hún alltaf tíma fyrir fólkið sitt og handavinnuna. FJÓLA ELÍASDÓTTIR ✝ Fjóla Elíasdóttirfæddist í Helg- árseli í Garðsárdal í Eyjafirði 13. apríl 1914. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum á Sel- fossi 17. mars síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Hrunakirkju 31. mars. Ömmu þótti gaman að vera í góðum vinahópi og skemmta sér, hún var mikill fjörkálfur. Á Syðra-Seli var eld- húsið hennar ömmu aðalstaðurinn í hús- inu, þar sat hún oftast við eldhúsborðið sitt og lagði kapal eða heklaði. Hún var mjög ánægð þegar einhver kom og tók í spil með henni, það stytti henn- ar stundir. Elsku amma, þakka þér fyrir þína ást og væntumþykju sem þú gafst mér. Ég mun muna þig sem einstaka konu. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Farðu í friði og guð geymi þig, elsku amma mín. Þín nafna Fjóla Björk. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr- ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.