Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 23 ERLENT Ritstjórar bandaríska götublaðsinsThe New York Post hafa vikið einumdálkahöfunda sinna, Jared PaulStern, úr starfi eftir að greint var frá því að hann sætir rannsókn alríkisyfirvalda vegna gruns um að hann hafi reynt að kúga milljarðamæringinn Ron Burkle til að greiða sér 220.000 dollara, en fyrir vikið lofaði Stern að sjá til þess að umfjöllun á slúðursíðum New York Post um Burkle yrði síður neikvæð. Mál þetta hefur orðið tilefni mikillar umræðu í fjölmiðlum vestra, en það þykir vekja spurn- ingar um siðferði fjölmiðla og faglega blaða- mennsku, einkum að því er varðar umfjöllun um fræga og ríka fólkið. Helsti samkeppnisaðili The New York Post, blaðið Daily News, hefur gert sér mikinn mat úr þessu máli; en Daily News hefur eins og The New York Post haldið úti síðu þar birt er slúður um fræga fólkið og því hvergi hlíft. Hefur Daily News raunar einnig flett ofan af vafasömum starfsháttum yfirmanns Sterns, Richards John- son, en sá mun hafa þegið gjafir frá ýmsum þeirra, sem reglulega er fjallað um á blaðsíðu sex í New York Post, þ.e. í slúðurdálkunum áhrifamiklu. Segir m.a. í Daily News sl. mánu- dag að Joe nokkur Francis hafi flogið með Johnson og vini hans í einkaþotu til Mexíkó ný- verið, þar sem haldið var piparsveinapartí hon- um til heiðurs og sem mun hafa kostað alls 50.000 dollara. Segir í Daily News að reglulega birtist fréttir af Francis á blaðsíðu sex í New York Post, „næstum alltaf jákvæðar fréttir“. Kvartaði við Rupert Murdoch Mál lausapennans Sterns þykir hins vegar enn vafasamara. Ron Burkle, sem er 56 ára og hefur m.a. stundað fjáröflun fyrir Demókrata- flokkinn, mun um nokkurt skeið hafa verið afar óánægður með umfjöllun slúðurdálkahöfunda New York Post um hann. Telur hann að oft og iðulega hafi þar verið að finna tóma vitleysu um hann, en aldrei hafði blaðið fyrir því að bera fréttirnar undir hann. Er tekið sem dæmi að blaðið hafi nýverið sagt frá því að Burkle væri í tygjum við fyrirsætuna Gisele Bundchen, enn- fremur að ýmsum nafngreindum aðilum, þ.á m. leikaranum Tobey Maguire, hefði verið flogið í einkaþotu Burkles í nýársveislu í húsi hans í Aspen. Lögmaður Burkles segir hins vegar að Burkle og Bundchen séu vinir, þau hafi aldrei átt í rómantískum samskiptum. Ennfremur að hann eigi engar eignir í Aspen og enn síður hafi hann látið fljúga með Maguire eða aðra þangað. Mun Burkle hafa þótt þessi rangi fréttaflutn- ingur svo leiðigjarn að hann skrifaði sjálfum Rupert Murdoch, fjölmiðlakonunginum sem á og rekur New York Post, bréf þar sem hann kvartaði undan skrifunum. Engin breyting varð þó á skrifum blaðsins. Hefur Burkle sagt að hann hafi ekki verið að kvarta undan neikvæðum fréttum um sig, ein- ungis þeim sem bersýnilega ættu sér enga stoð í raunveruleikanum og sem hefði mátt afstýra, ef blaðamenn hefðu haft fyrir því að leita sannleik- ans. Segir Burkle hafa lagt gildru Burkle brá því á það ráð að eiga fund með Jared Paul Stern, sem er 36 ára gamall slúð- urdálkablaðamaður, og hafði alríkislögregluna, FBI, með í ráðum. Var fundur þeirra, 31. mars sl., tekinn upp á myndband. Er fullyrt að þar hafi Stern boðist til að sjá til þess að Burkle fengi friðhelgi fyrir neikvæðum fréttum, gegn því að hann borgaði honum 220.000 dollara, um 16,5 milljónir ísl. króna. Stern skrifaði aðstoðarmanni Burkles síðar tölvupóst þar sem hann gaf upplýsingar um það inn á hvaða bankareikning í hans eigu mætti leggja 100.000 dollara. Verður þó að fylgja sögunni að Stern neitar því algerlega í viðtali í The Washington Post að hann hafi gerst brotlegur við lögin. Sakar hann Burkle um að hafa lagt fyrir sig gildru, að hann hafi einungis verið að reyna að fá Burkle til að fjárfesta í fatalínu, sem hann hannar sjálfur, og jafnframt bjóða honum þjónustu sína sem sér- fræðings í almannatengslum. Mál þetta þykir hið athyglisverðasta, enda virðist það svipta hulunni af vafasömum vinnu- brögðum þeirra blaðamanna vestra sem fást við slúðurfréttir. Slúðurfréttamennska á sér raunar langa sögu vestra en gjarnan er talað um að Walter Winchell hafi fundið upp þá sérgrein, að fjalla um fræga fólkið, í blaðinu New York Evening Graphic fyrir mörgum áratugum síðan. Virðist sem hefð hafi síðar skapast fyrir því að ekki væri gerð sama krafa um nákvæmni til slúð- urblaðamanna og annarra, sem skrifa í dag- blöðin vestra. En þeirri spurningu er nú velt upp í The Baltimore Sun hvort slúðurfrétta- menn sverti ekki ímynd blaða sinna og fagsins í heild sinni ef það sé rétt að þeir þiggi gjafir gegn því að hagræða umfjöllun sinni eða vekja athygli á smástjörnu sem vilji koma sér á fram- færi, svo dæmi séu tekin. „Á 35 ára ferli hef ég aldrei heyrt annað eins,“ hefur Washington Post hins vegar eftir Martin Dunn, aðalritstjóra Daily News, um mál Sterns. „Ég veit að blaðamenn kunna í gegnum tíðina að hafa þegið flösku af viskíi frá ein- hverjum, en ég hef aldrei heyrt um að blaða- menn sneru dæminu alveg við, og segðu við við- mælendur sína að þeir gætu haft áhrif á hvort fréttir yrðu réttar eða rangar gegn því að þeim væru greiddar háar fjárhæðir í peningum. Þetta er alveg fáheyrt.“ Slúðurdálka- höfundur sakaður um fjárkúgun Málið þykir vekja áleitnar spurningar um sið- ferði og vinnubrögð götublaðanna bandarísku Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is AP Jared Paul Stern segir Ron Burkle hafa lagt fyrir sig gildru. Stern segist ekkert misjafnt hafa gert og ekki hafa brotið lögin. ’„Ég veit að blaðamenn kunna í gegnum tíðina að hafa þegið flösku af viskíi frá ein- hverjum, en ég hef aldrei heyrt um að blaðamenn sneru dæminu alveg við.“‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.