Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.04.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. APRÍL 2006 47 HESTAR FRÉTTIR Einu sinni þegar ég var aðtala í símann heyrði égeinhvern fara framhjá áhesti og ég bað viðmæl- andann aðeins bíða á meðan ég liti út um gluggann,“ segir Gísli Ástgeirs- son, bóndi á Syðri-Hömrum 1 í Ása- hreppi, Rangárvallasýslu. Þessi litla saga er lýsandi fyrir brennandi áhuga Gísla á hestum og eiginkona hans, Unnur Óskarsdóttir, segir hann svo heyrnæman á hestana að hann vakni við skeifnaskrölt, þetta sé innbyggt í hann. Hann hefur stundað hestamennsku alla sína ævi, verður áttræður í haust og er enn að, með 11 hesta sína á húsi og nokkrar kindur sem þau hjónin hafa til eigin nota. Árið 2000 hófust þau handa við að breyta fjárhúsinu í hesthús og er komin myndarleg aðstaða, vel fer um hrossin í rúmum stíum. Það er heilmikil vinna sem felst í því að hirða hestana, gefa og moka undan þeim daglega – og líka að fara á bak – jafnvel tamningafolum. „Það hefur verið ósköp ræfilslegt í vetur en þetta er að byrja. Ég fékk mann til að járna fyrir mig, annars járnaði ég einn í 20–30 ár. Ég er ekki með nema sex hesta á járnum, það voru tólf í fyrravetur og líka veturinn 2004.“ Orradóttirin naglaprófuð Gísli fór í fyrra með Orradóttur sem hann á, Lipurtá, undir Rökkva frá Hárlaugsstöðum, og vonast til að það beri ávöxt. „Ég var að „nagla- prófa“ hana um daginn, hvort það væri folald í henni. Bragi Ágústsson frá Brúnastöðum sagði mér frá þess- ari aðferð nú í haust, þá er settur nagli í spotta og hafður hátt yfir bak- inu á hryssunni og naglinn á að hreyfast ef það er fyl, og hann fór al- veg í hring. Ég veit svo sem ekki hvort ég beitti réttu aðferðinni en þetta hefur verið notað bæði við kindur og hross. Það kemur ef það kemur. Síðast fékk ég rauð- stjörnóttan hest undan Andvara frá Ey, hann er ekki mikið taminn ennþá en það er a.m.k. gott það sem að hon- um stendur. Ég er líka með tvo brúnstjörnótta fola frá Ásgarði í Garði, annan fékk ég fyrir eldgamla Ferguson-dráttarvél og hinn átti að fella því það var ekki hægt að gelda hann nema að skera upp en eigend- urnir tímdu ekki að farga honum og buðu mér hann. Ég þáði hann og með meiri þroska tókst að gelda hann venjulega. Ég hef lítið komið á bak þessum brúnstjörnóttu og þeir fóru annað í tamningu.“ Þegar Gísli var að alast upp á Syðri-Hömrum var hesturinn þarf- asti þjónninn og daglega voru hross- in sótt í hagann því það voru engar girðingar eða skurðir sem héldu þeim og folaldsmerarnar voru hafðar í hafti. „Síðan var farið á engjarnar á hestum fram með Steinslæk frá bæj- unum þremur hérna í Hamrahverf- inu og það var aldeilis hópur,“ segir Gísli, en hann tamdi fyrsta hestinn 12 eða 13 ára. Hann er spurður hvort hestamennskan hafi þá verið honum í blóð borin. „Já, ætli það ekki. En ég efast um að hross í dag væru eins þæg og þá þegar var verið að reiða heim heyið með kannski 8–10 hesta í lest og það þurfti að brúa keldur og skurði. Þetta voru ekki breiðar brýr og þau fóru yfir það án nokkurrar hræðslu, ég hugsa það yrði erfitt að leika þetta eftir í dag en þau vöndust auðvitað á þetta.“ Gísli fór mörg haust á fjall á Holta- mannaafrétti, smalaði mest á Þóris- tungum enda að hans sögn mun skemmtilegra smalaland en fyrir vestan Köldukvísl. Einnig fór hann oft frá Kaldbak með fjársafnið inn á Rangárvallaafrétt. „Það var heil- mikið ferðalag, fetið inn úr og svo farið hraðar heim,“ segir Gísli sem enn í dag smalar heimahagana. Þá brast út spretturinn Segja má að Gísli hafi helgað sig hestunum og honum finnst greini- lega ekki ónýtt að eiga von á nýju gæðingsefni. „Ætli folöldin verði nú fleiri, og ef folald kemur í vor er ekki víst hvort ég kemst nokkurn tímann á bak þeim hesti. Flosi Ólafsson leik- ari þarf víst orðið tvö bretti til að komast á bak, ég þarf kannski að hafa þrjú bráðum,“ segir Gísli kank- vís og viðurkennir að hann sé enn nokkuð lipur í hnakkinn. „Maður er bara orðinn latari við þetta.“ Spurður um hrossaræktunina í dag segir hann ágætar framfarir hafa orðið, t.d. hafi margt gott komið frá Sauðárkróki og Hornfirðingarnir séu líka álitlegir. „En það hafa alltaf verið til góð hross. Ég man eftir Glettu hans Sigurðar Ólafssonar söngvara þegar hún tók mikla skeið- sprettinn á Þingvöllum.“ Gísla líkar góð skeiðhross, eins vill hann ekki hafa hesta of stóra, þá séu þeir lipr- ari, og við eigin ræktun nýtti hann hesta hrossaræktarfélags í Áshverf- inu. „Ég man fyrst eftir Hornfirðingi sem var kallaður Hugleikur og var frá Hólum, þá kom Tvistur frá Skáldabúðum, sonarsonur Skarðs- Nasa, og síðar sambandshestarnir – með þeim fyrstu var Gáski frá Hrafnkelsstöðum undan Skugga frá Bjarnanesi. Ég fékk tvö brún folöld undan honum, hest og hryssu. Hest- inn kallaði ég Sveip og ég tel hann þann besta sem hefur verið hér, óhemjumikill skeið- og viljahestur, og undan hryssunni og Stykkis- hólms-Sörla fékk ég annan brúnan, Blakk, sem er núna 25 vetra. Báðir þessir hestar hafa reynst mér vel hvað ganghæfni og vilja snertir. Blakkur er mikill töltari og einu sinni mældi bíll sem keyrði á eftir mér hraðann á klárnum á töltinu og hann reyndist á 40–50 km hraða. Útilokað var að teyma með honum, þá brast út spretturinn. Það voru reyndar til slíkir vilja- hestar hér áður fyrr. Ég man eftir móálóttum reiðhesti hérna og það réð enginn við hann í samreið. Eitt sinn fórum við á mót út í Villingaholt í Árnessýslu og Mósi var með í för. Eitthvað dróst á langinn að fara heim því það var ball á eftir og ég gleymi ekki hvað Mósi varð æstur heim, með í för var maður stór og mikill sem varð að halda með í annan tauminn á honum til að hemja hann. Hann var harður á brúnina þá. Móðir mín, Arndís Þorsteinsdóttir, átti hestinn og hún var ekkert hrædd þótt hann tæki sprettinn,“ segir Gísli og sýnir gestinum myndir af horfn- um gæðingum og nýrri, sem á stund- um hljóta viðurnefni eins og Fúll á móti og Frekjutá. Tíminn hefur flog- ið í hlýlegu eldhúsinu og komið er að gegningum. Gísli Ástgeirsson á Frey sínum frá Syðri-Hömrum um 1945. Hann var undan Glóu og Tvist frá Skáldabúðum. „Freyr var óhemjustór og ég eignaðist þennan fyrsta hest minn seytján ára.“ Vaknar við skeifnaskröltið Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is Morgunblaðið/Þuríður M. Björnsdóttir Myndarleg aðstaða er í hesthúsinu en fyrir nokkrum árum voru fjárhúsin innréttuð sem hesthús. Fóðurgangurinn er í stallhæð og vel fer um hrossin. Gísli byrjaði að temja hesta um tólf ára aldur og er enn að, 79 ára. ÞAU mistök urðu við vinnslu Morg- unblaðsins í gær að málsgrein féll út úr frétt um útboð á lóðum í Akra- hverfi og Helgafellslandi. Í greininni var fyrst fjallað um útboð á lóðum í Akrahverfi, en svo fjallað um Helga- fellsland. Féll þar út upphaf þess þáttar fréttarinnar, sem gerði það að verkum að niðurlag hennar var óskiljanlegt, og gæti skilist sem nið- urlagið eigi líka við um Akrahverfi en ekki Helgafellsland. Var þar vitn- að í Hannes Sigurgeirsson, fram- kvæmdastjóra Helgafellsbygginga, sem sagði að útboð á lóðum í Helga- fellslandi hefði gengið vel. Er beðist velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Málsgrein féll út A-LISTINN í Reykjanesbæ hefur tilkynnt að bæjarstjóraefni fram- boðsins er Reynir Valbergsson, fyrrv. fjármálastjóri Reykjanes- bæjar, sem skipar sjötta sæti listans. Til þess að fá meirihluta í bæjarstjórn þarf A-listinn, sem er sameiginlegt framboð minni- hlutaflokkanna Samfylkingar og Framsóknar auk óháðra, að fá sex menn kjörna. Reynir verður fagleg- ur framkvæmdastjóri bæjarins, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá A-listanum. „Rekstrarþekking Reynis er óyggjandi og afar mikilvæg fyrir bæjarfélagið til að bregðast hratt og örugglega við mikilli skuldasöfn- un síðustu fjögurra ára,“ segir í til- kynningu listans. Reynir er með meistaragráðu í viðskiptafræði (MBA) frá Edinborg- arháskóla og véltæknifræðingur frá Tækniháskólanum í Árósum. Reyn- ir starfar nú sem fjármálastjóri hjá ITS sem er eitt af dótturfélögum Icelandair-Group. Áður starfaði hann sem fjármálastjóri Reykjanes- bæjar til níu ára og sjö ár sem ráð- gjafi hjá Verkfræðistofu Guð- mundar og Kristjáns. Reynir er Suðurnesjamaður í húð og hár og er hann kvæntur Unu Steinsdóttur, útibússtjóra Glitnis í Reykjanesbæ. Reynir bæjarstjóra- efni A-listans ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.