Morgunblaðið - 27.05.2006, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Svona, upp í Húsdýragarð með ykkur, þetta eru alltof dýrmætar lóðir fyrir andarrassgöt.
Miklar breytingarhafa orðið á sóknÍslendinga út
fyrir 200 mílna lögsöguna
á síðustu 20 árum eða svo,
en þá var hún um það bil
engin. Fyrir mörgum ára-
tugum sóttu menn meira
út, togararnir veiddu við
Grænland og Nýfundna-
land og fóru austur í
Hvítahaf eins og það var
kallað. Síldarbátarnir eltu
síldina á sínum tíma norð-
ur að Svalbarða og stund-
uðu síðan veiðar í Norður-
sjó, þegar stofn norsk-ís-
lenzku síldarinnar hrundi. Meira
að segja voru síldveiðar stundað-
ar við Bandaríkin.
Sókn Íslendinga í úthafið jókst
mjög í upphafi síðasta áratugar.
Aflaheimildir á Íslandsmiðum
drógust þá stöðugt saman og
augu manna beindust út fyrir
landhelgina. Miklar og örar fram-
farir í þróun togveiðarfæra, sér-
staklega hins svokallaða flott-
rolls, gerðu íslenskum togurum
kleift að sækja í úthafið, s.s. út-
hafskarfa á Reykjaneshrygg í lok
9. áratugarins og í kolmunna upp
úr miðjum síðasta áratug. Ný
rækjumið voru uppgötvuð utan
lögsögu Kanada, áhugi á þorsk-
veiðum í Barentshafi kviknaði á
ný, auk þess sem norsk-íslenzki
síldarstofninn var nú að rétta úr
kútnum, sem var langþráður
draumur.
Á árunum frá 1990 og fram til
1996 gátu íslensk skip sótt að
kalla óheft í þessa gullnámu sem
úthafið var. Á síðari árum hefur
verið komið stjórn á þessar veið-
ar víðast hvar, nú síðast kol-
munnaveiðarnar. Aðeins er ósam-
ið um veiðar á norsk-íslenzku
síldinni. Staðan nú er sú að þorsk-
veiðiheimildir í Barentshafi eru
tæp 6.000 tonn, rækjuveiðiheim-
ildir á Flæmska hattinum um
4.500 tonn, kolmunnakvótinn er
um 352.000 tonn og af norsk-ís-
lenzku síldinni má veiða 153.000
tonn. Kvóti á úthafskarfa utan
lögsögu er um 5.000 tonn en
23.400 innan lögsögu.
Þegar mest var veiddu íslenzk
skip um 37.000 tonn af þorski í
Barentshafinu, mestur rækjuafli
okkar á Flæmska hattinum varð
20.700 tonn. Þegar mest var
veiddu Íslendingar tæp 63.000
tonn af úthafskarfa. Þegar mest
var skiluðu veiðarnar í úthafinu
meiru en 10 milljörðum króna og
skiptu miklu um afkomu útgerð-
arinnar.
Nú er hún Snorrabúð stekkur.
Veiðin hefur dregizt verulega
saman. Nú hefur eina skipið, sem
stundað hefur veiðar á Flæmska
hattinum, verið selt, en það hefur
verið að veiða um 4.000 tonn á ári.
Þó kvótinn nú sé aðeins 4.500
tonn hafa Íslendingar rétt til
veiða á mun meiru eða vel yfir
10.000 tonnum. Þrátt fyrir það er
allt útlit fyrir að þessar veiðar
leggist af. Þær hafa ekki skilað
viðunandi afkomu.
Sóknin í Barentshafið hefur
verið bundin við fá skip, sem hafa
leigt til sín heimildir frá öðrum.
Kvótinn í ár er tæp 6.000 tonn og
hafa 2.700 tonn verið veidd innan
lögsögu Noregs. Þessar veiði-
heimildir hafa yfirleitt náðst.
Veiðar á úthafskarfa hafa að
segja má hrunið. Síðasta vertíð
var sú langlélegasta frá því veiðar
hófust að nokkru marki, skilaði
aðeins 16.000 tonnum.
Sóknin í úthafið hefur því dreg-
izt verulega saman, bæði vegna
veiðitakmarkana og vegna þess
að veiðarnar eru ekki lengur hag-
kvæmar. Segja má að þessi sókn
takmarkist að mestu við uppsjáv-
arfiskitegundirnar norsk-ís-
lenzku síldina og kolmunnann.
Reyndar hefur stærsti hluti kol-
munnaaflans verið tekinn innan
íslenzkrar lögsögu undanfarin ár,
en síldin veiðist enn að mestu ut-
an lögsögunnar. Það er þó í síld-
inni, sem mestu verðmætin verða
til eftir að farið var að flaka og
frysta nánast alla síldina úti á sjó.
Sömu möguleikar liggja í kol-
munnanum. Það er þó alveg ljóst
að útrásinni er lokið. Úthafið
skiptir ekki eins miklu máli leng-
ur, bæði eru möguleikarnar tak-
markaðir og áhuginn sömuleiðis.
Fréttaskýring | Veiðitakmarkanir og
óhagkvæmni draga stöðugt úr sókninni
Úthafið gefur
nú mun minna
Veiðar Íslendinga á rækju á Flæmska
hattinum eru nú að leggjast af
"#$% $ $$ &'' (!)
* $ $#$ +# ,$-,
' # ()(#( *!% &+!(+(
(#,$-#( .(! /## 0( (1
! /## *+ /1!% &+!(+(2
,3! *
4 4 4 4 4
4 4 4 4 4 4 4 !%!*(
Norsk-íslenzka síldin
veiðist utan lögsögu
Veiðar utan íslenzku lögsög-
unnar byggjast að mestu á
norsk-íslenzku síldinni. Þrátt
fyrir að hún gangi nú í vaxandi
mæli inn fyrir hana, veiðist mest
í Síldarsmugunni, við Jan Mayen,
Svalbarða og innan lögsögu Fær-
eyja. Eftir að vinnsluskipin fóru
að vinna síldina um borð hefur
hagkvæmni veiðanna aukizt
verulega og aflaverðmætið
margfaldazt, enda allt unnið til
manneldis.
Eftir Hjört Gíslason
hjgi@mbl.is
Síldinn er ennþá silfur hafsins.
Innihaldið
skiptir máli
„EFTIR að hafa skoðað þessar hug-
myndir eins og þær líta út núna, tel
ég að það sé of langt gengið,“ sagði
Steinunn Valdís Óskarsdóttir borg-
arstjóri eftir að hafa tekið við mót-
mælum við fyrirhugaðar fram-
kvæmdir við Úlfljótsvatn, á
borgarbókasafninu í gærdag, en þar
hyggst Orkuveita Reykjavíkur í
samstarfi við fasteignafélagið Klasa
reisa 600–700 lóða sumarhúsabyggð.
Steinunn sagðist vilja beita sér
fyrir því að málið yrði endurskoðað
að því leyti að starfsemin geti verið í
sátt við hagsmunaaðila og náttúr-
una. „Ég legg hins vegar áherslu á
að þetta svæði sé áfram nýtt undir
frístundabyggð,“ sagði Steinunn
Valdís og vísaði þar í sumarhús
Starfsmannafélags Reykjavíkur sem
standa við vatnið. Hún sagðist sjálf
hafa dvalið og notið náttúrunnar við
Úlfljótsvatn oft og mörgum sinnum
og telji hún svæðið kjörið til útivist-
ar, og sumarhúsabyggðar. „Það er
hins vegar spurning um hvernig við
vinnum þetta þannig að sátt sé á
milli uppbyggingarinnar og nátt-
úruverndarsjónarmiða. Ég skal ekki
láta mitt eftir liggja við að reyna ná
því fram gagnvart Orkuveitu
Reykjavíkur og öðrum aðilum.“
Bergur Jónsson er forsvarsmaður
hóps fólks, sem lætur sig framtíð og
náttúru Úlfljótsvatns varða. Hann
afhenti borgarstjóra mótmælin en
einnig fulltrúum borgarstjórn-
arflokkanna. Í mótmælunum segir
m.a. að „Auðvelt [sé] að auka gildi
landsins til framtíðar sem útivist-
arsvæði skáta og almennings og hlúa
að þeirri skógrækt sem fyrir er“.
Jafnframt er bent á alþjóðlegar
tilnefningar sem svæðið í kringum
Úlfljótsvatn hefur hlotið sökum sér-
stæðs lífríkis.
Í mótmælaheftinu er einnig kynnt
niðurstaða úr skoðanakönnun sem
gerð var á vefsvæði mótmælenda. Af
tæpum fimm hundruð manns sem
tóku þátt voru 84% andvíg fram-
kvæmdunum. Einnig voru birtar at-
hugasemdir sem skrifaðar voru í
gestabók mótmælenda á vefnum.
Morgunblaðið/Eyþór
Bergur Jónsson afhendir Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra
mótmæli gegn framkvæmdum við Úlfljótsvatn.
Hópur fólks mótmælir
framkvæmdum
við Úlfljótsvatn