Morgunblaðið - 27.05.2006, Side 26

Morgunblaðið - 27.05.2006, Side 26
26 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR ÁRBORGARSVÆÐIÐ LANDIÐ Aðaldalur | Gríðarleg vinna hefur verið að steypa brúargólfið á nýju Laxárbrúnni við Aðaldalsflugvöll. Mörg hundruð rúmmetra af steypu þarf í mótin og hafa starfsmenn lagt nótt við dag að járnabinda og undirbúa þetta mikla verk. Byrjað var fyrir kl. sex í gær- morgun en búast má við að steypu- vinnan taki u.þ.b. sólarhring. Á myndinni má sjá að brúin er að taka á sig mynd og hafa margir beðið eftir því að fá tvöfalda brú yfir Laxá. Brúargólfið steypt Morgunblaðið/Atli Vigfússon Hveragerði | Hugmynd PK arki- tekta ehf. fékk fyrstu verðlaun í sam- keppni um rammaskipulag byggðar austan Varmár í Hveragerði. Úrslit- in voru kynnt á dögunum og verðlaun afhent en sýning á verðlaunatillög- unum stendur yfir á Bókasafni Hveragerðisbæjar til 2. júní næst- komandi. Efnt var til samkeppninnar í fram- haldi af samningi Hveragerðisbæjar og Eyktar ehf. um skipulag og upp- byggingu á áttatíu hektara land- svæði austan Varmár í Hveragerði. Arkitektafélag Íslands stóð að sam- keppninni með bænum og Eykt. Með samkeppninni var leitast við að fá fram góðan grunn að deiliskipu- lagi í samræmi við þau markmið sem samningsaðilar settu sér um yfir- bragð og eðli byggðar á svæðinu. Sex tillögur bárust og valdi dómnefnd hugmynd PK arkitekta ehf. til fyrstu verðlauna sem voru ein milljón kr. Í umsögn dómnefndar kemur fram að í tillögu PK sé sett fram einföld og aðlaðandi hugmynd um heildarskipu- lag. Tillagan komi mjög vel til móts við kröfur keppnislýsingar og gefi fyrirheit um aðlaðandi yfirbragð byggðar og fallegt samspil við nátt- úru. Hún taki tillit til landslagsein- kenna og felli áform um byggð vel að landi, sem og hugmyndir um götur, stíga og tengingar. Þá kemur meðal annars fram að tillagan sýni lág- stemmdar og einfaldar rýmismynd- anir í anda Hveragerðisbæjar. Önnur verðlaun hlaut tillaga frá Batteríinu ehf. arkitektum og þriðju verðlaun tillaga frá Arkitektastof- unni OÖ og Tangram arkitektum. Ljósmynd/Páll Guðjónsson Til sýnis Gestir lögðust yfir verðlaunatillögurnar þegar úrslit höfðu verið kynnt í Bókasafni Hveragerðisbæjar. Verðlaunatillagan í anda Hveragerðisbæjar Selfoss | „Ég tók stúdentsprófið á þremur árum, jú þetta tekur svolít- ið á en það er gaman að hafa nóg að gera og mér fannst þetta skemmti- legt,“ sagði Guðrún Nína Óskars- dóttir, stúdent af náttúrufræði- braut, sem náði bestum heildar- árangri brautskráðra og fékk sérstaka viðurkenningu skóla- nefndar Fjölbrautaskóla Suður- lands við brautskráningu nemenda 19. maí. Guðrún fékk einnig af því tilefni námsstyrk frá Hollvarða- samtökum skólans. Þá fékk hún að auki sjö önnur verðlaun fyrir náms- árangur í einstökum námsgreinum. Guðrún Nína ætlar í verkfræði í Háskóla Íslands í haust en sagðist ekki hafa ákveðið hvaða grein inn- an verkfræðinnar hún myndi ein- beita sér að en iðnaðarverkfræði kæmi vel til greina. „Mér finnst skemmtilegast að fást við stærð- fræði og tungumál og hef sér- staklega gaman af frönskunni,“ sagði Guðrún Nína en hún hefur auk hefðbundins náms lagt stund á tónlistarnám og hefur tekið 5 stig hjá Tónlistarskóla Árnesinga á fiðlu og píanó. „Ég hef mjög gaman af tónlist, ferðalögum og því að vera með vinum mínum,“ sagði Guðrún Nína Óskarsdóttir dúx Fjöl- brautaskóla Suðurlands sem vinnur í Glitni sem gjaldkeri í sumar ásamt því að vinna aðra hverja helgi í Sundhöll Selfoss. Alls brautskráðust 82 nemendur frá Fjölbrautaskóla Suðurlands föstudaginn 19. maí, þar af 40 stúd- entar. 8 nemendur brautskráðust af tveimur brautum. Stefanía Ósk Garðarsdóttir fékk fern verðlaun auk námsstyrks frá Hollvarða- samtökunum. Edda Karlsdóttir og Lilja Jóhannesdóttir fengu tvenn verðlaun hvor, og þau Alda Marín Kristinsdóttir, Anna Hansen, Árni Már Einarsson, Harpa Rún Garð- arsdóttir, Herdís Ólöf Kjartans- dóttir, Karen Ýr Sæmundsdóttir, María Katrín Fernandez, Ragnar Gylfason, Reynir Arnar Ingólfsson og Tryggvi Rúnar Guðnason eina viðurkenningu hvert. Það er gaman að hafa nóg að gera Ljósmynd/Magnús Hlynur Dúx Guðrún Nína Óskarsdóttir útskrifaðist sem stúdent frá Fjöl- brautaskóla Suðurlands. Eftir Sigurð Jónsson Hveragerði | Bjarni Jónsson list- málari hefur opnað sína árlegu mál- verkasýningu í Eden í Hveragerði. Hann sýnir þjóðlífsmyndir, ekki síst varðandi sjósókn, en einnig fleiri tegundir málverka. „Við Bragi í Eden höfum verið vinir í yfir þrjátíu ár og hann hefur viljað fá mig til að sýna í skálanum. Þjóðlífsmyndirnar passa vel hér, það hafa margir áhuga á þeim. Svo er staðan einnig þannig að við þessir eldri atvinnumyndlistarmenn kom- umst ekki inn í sýningarsalina í Reykjavík,“ segir Bjarni og tekur fram að gott sé að sýna í Eden. Þar fái hann miklu betri aðsókn en í hefðbundnum sýningarsölum. „Ég hef alltaf notið þess að vera þarna,“ segir Bjarni. Sýning Bjarna í Eden er opin til annars dags hvítasunnu, 5. júní. Alltaf notið þess að vera í Eden Morgunblaðið/Arnaldur Þjóðlíf Bjarni Jónsson sýnir meðal annars þjóðlífsmyndir í Eden. Selfoss | Selurinn, tómstunda- klúbbur fatlaðra á Suðurlandi, hefur starfað um árabil í Árborg, fyrst að frumkvæði Þroskahjálpar á Suður- landi og síðan á vegum sveitarfé- lagsins með stuðningi Þroskahjálp- ar. Félagar hafa komið víða að af Suðurlandi og hefur starfsemi klúbbsins því ekki einskorðast við Árborgarsvæðið. Skráðir félagar í Selnum eru 35 en virkir eru um 20 og fer þeim fjölgandi. „Meginmarkmið Selsins er að efla skilning félaga á ýmsum þeim þátt- um í samfélaginu sem nauðsynlegir eru hverjum einstaklingi auk þess að standa fyrir skemmtilegum uppá- komum af ýmsu tagi,“ sagði Sig- hvatur Blöndal, umsjónarmaður Selsins undanfarin tvö ár, er Selur- inn bauð til grillveislu við Félags- miðstöðina í Tryggvagötu í vikunni þar sem kynntar voru áherslur klúbbsins og stuðningsaðilum afhent blóm og þeim þökkuð liðveislan. Framundan er hápunktur í starf- semi klúbbsins, en það er sumarferð til Mallorka 29. júní. Þar munu 17 félagar dvelja í eina viku ásamt 7 fararstjórum. Stuðningsaðilar þess- arar ferðar eru Sveitarfélagið Ár- borg og þrjár fasteignasölur á Sel- fossi, Bakki, Árborgir, hjá Lög- munnum Suðurlandi og ferðaþjón- ustufyrirtækið Guðmundur Tyrf- ingsson ehf. Gott tómstundastarf hjá Selnum Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Undirbúningur Félagar í Selnum og stuðningsaðilar sumarferðarinnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.