Morgunblaðið - 27.05.2006, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 27.05.2006, Qupperneq 42
42 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN 1 Í DAG rennur upp tækifærið sem við Reykvíkingar höfum lengi beðið eftir. Tækifærið til að breyta og gera betur í borginni okkar. Tækifærið til að tryggja að hvergi sé betra að búa en í Reykjavík og tækifærið til að hér geti allir, jafnt ungir sem eldri, búið við heimsins bestu aðstæður. Kjördagur getur þannig markað upphafið að nýrri og öflugri sókn í Reykja- vík. Fyrir þessar kosn- ingar höfum við, fram- bjóðendur Sjálfstæð- isflokksins til borgarstjórnar, lagt sérstaka áherslu á mál- efni fjölskyldna, bætta stöðu eldri borgara og stórátak í samgöngu- og skipulagsmálum. Ástæða þess að við setjum þessi mál í for- gang er einföld. Við teljum að þarna sé mikið verk að vinna og þessir mála- flokkar muni skipta sköpum fyrir Reykjavík í framtíðinni. Við viljum aukið val borgarbúa sjálfra, aukin gæði í þjónustu borgarinnar og auk- inn árangur við stjórn og rekstur hennar. Þetta eru allt áherslur sem við teljum mikilvægt að innleiða í ríkari mæli í Reykjavík. Við treyst- um fólki og vali þess og viljum virða hvernig fólk telur best að lifa eigin lífi. Þess vegna leggjum við áherslu á aukið val foreldra um nám og þjón- ustu við börn, um leið og við viljum hrinda í framkvæmd áætlun um enn meiri gæði í skólastarfi og ganga skipulega til þess verks að hreinsa og fegra það umhverfi sem börn og fullorðnir njóta í borg- inni. Með sama hætti viljum við tryggja að eldri borgarar hafi meira val um húsnæði, þjónustu og aðstæður sínar almennt, hefja stórátak í byggingu hjúkrunarheimila, þjónustuíbúða og leigu- íbúða, ásamt því að gefa eldri borgurum tækifæri til að búa sem lengst í eigin húsnæði, t.d. með 25% lækkun fasteigna- gjalda á alla borgarbúa. Síðast en ekki síst leggjum við mikla áherslu á að borgarbúar fái aukið val í skipu- lags- og samgöngumálum með því að bjóða fjölbreytt framboð lóða á sanngjörnu verði, hefja uppbygg- ingu á nýjum og spennandi svæðum í borginni og leysa brýn samgöngu- verkefni á borð við Sundabraut og mislæg gatnamót við Kringlumýr- arbraut og Miklubraut. Allt eru þetta framfaramál sem skipta miklu máli fyrir borgarbúa í dag og munu skipta miklu fyrir Reykvíkinga og Reykjavík næstu fjögur árin. Reykjavík er góð borg en hún getur orðið enn betri og hún og íbúar hennar eiga aðeins það allra besta skilið. Þess vegna er mik- ilvægt að við Reykvíkingar nýtum það mikilvæga tækifæri sem við fáum í dag til að kjósa breytingar og betri tíma í borginni okkar. Tími til að breyta Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar í tilefni kosninganna ’Reykjavík er góð borgen hún getur orðið enn betri og hún og íbúar hennar eiga aðeins það allra besta skilið.‘ Hanna Birna Kristjánsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi. UNDANFARIÐ hafa kjósendur í Reykjanesbæ orðið fyrir vafasöm- um áróðri af hálfu frambjóðenda A-listans. Með til- vísan til tilfinningalífs kjósenda, hafa þessir ákveðnu frambjóð- endur reynt að heim- færa rekstur bæj- arins á þeirra eigin fjárhag. Tæki eins og „fasteignaleigureikni- vélin“ hafa verið not- uð á blekkjandi hátt til að leiða kjósendur frá kjarna málsins, gefa þeim skakka mynd af rekstri bæj- arins. Þegar fulltrúar A- listans síðan segja frá þessari reiknivél nota þeir dæmi um 25 milljóna króna fast- eign sem kostar sam- kvæmt reiknivélinni 173.250 krónur á mánuði. Við skulum því gera það líka. En berum hins vegar greiðslubyrðina sam- an við sambærilegt verðtryggt lán hjá íbúðarlánasjóði á 4,15% vöxtum. Miðum við að Seðlabanka Íslands takist til lang- frama að halda verðbólgumarkmiði sínu og verðbólga verði því 2,5%. Í ljósi þess að „fasteignaleigureikni- vélin“ gerir ekki ráð fyrir neinni ávöxtun eigin fjár, skulum við jafn- framt miða við að taka verði lán fyrir öllum 25 milljónunum og að það verði tekið til 40 ára svo greiðslubyrðin verði sem lægst. Þá yrði fyrsta afborgun af láninu vissulega lægri eða 109.818 krónur en vegna verðbólgu og vaxta myndi þessi tala svo smám saman hækka og yrði 294.301 króna við lok lánstímans. Hins vegar yrði meðalgreiðslubyrðin 187.186 krón- ur eða 13.936 krónum hærri en leigugreiðslan. Eigandinn þarf enn- fremur að greiða viðhaldskostnað, tryggingar o.fl. sem fylgir því að eiga fasteign. Eignamyndun er einstaklingnum mikilvæg vegna forsendna sem sveitarfélagið býr ekki við. Einstaklingurinn reiknar með því að fyrr en síðar komi að þeim tímapunkti að hann hætti að vinna og tekjur hans dragist saman. Þeg- ar að því kemur minnkar hann við sig og leysir út eign sína. Ef rétt er á spilunum haldið kemur hins vegar aldrei að þeim tímapunkti í rekstri sveitarfélags. Markmið sveitarfélaga eru því ólík mark- miðum einstaklingsins. Því ætti það ekki að vera markmið sveitar- félaga að binda fé útsvarsgreið- enda í steinsteypu, heldur búa sem best að íbúum sínum á hverjum tíma. Vissulega er Reykjanesbær vel rekið sveitarfélag og hefur þar af leiðandi aðgang að hagstæðari lánum en því sem nefnt var í dæminu hér á undan. Fasteign er einmitt gott dæmi um þann metnað sem ríkir í rekstri bæj- arins. Með þessu fyr- irkomulagi hefur tekist að ná niður viðhalds- kostnaði með hag- kvæmni stærðarinnar og reglubundnu við- haldi, gert er við hlut- ina strax í stað þess að fresta viðgerðum og nota peningana í eitt- hvað annað. Bygging- arkostnaður hefur lækkað gríðarlega, dæmi eru um 300 milljóna króna sparnað í vaxtagreiðsum og út- borgunum á leigutíma einnar eignar. Síðast en ekki síst hefur bær- inn ávaxtað þá fjár- muni sem hann lagði inn í Fast- eign. Bæði hefur hagnaður félagsins skapað bænum arð, en þó er líklega enn athygliverðari sú ávöxtun sem orðið hefur á hlutafé í félaginu, Reykjanesbær á um 35% í félaginu og verðmæti bréfanna hefur vaxið verulega samfara því að eignir félagsins hafa vaxið úr 8 milljörðum í 12 á stuttum líftíma þess. Þegar upp er staðið er því ekki bara líklegt heldur er það reynsla Reykjanesbæjar að samanburður á þessum tveimur leiðum sé fast- eignafélaginu mjög hagstæður. Enda var það niðurstaða bæjarfull- trúa Samfylkingarinnar eftir slíkan samanburð að ganga ætti í Fast- eign. Þrátt fyrir ítrekaðar áskor- anir um að birta útreikninga máli sínu til stuðnings, hafa A-lista menn ekki enn getað sýnt fram á neinar nýjar forsendur í málinu. Enda er ekki útlit fyrir að þeir út- reikningar geti staðist. Það lítur þvert á móti út fyrir að þeir séu byggðir á pólitískum for- sendum, en ekki þeim við- skiptalega grunni sem Eign- arhaldsfélagið Fasteign hf. er byggt á. Að leigja eða eiga fasteignir Sigurgestur Guðlaugsson skrifar um Eignarhaldsfélagið Fasteign og Reykjanesbæ Sigurgestur Guðlaugsson ’Fasteign er einmitt gott dæmi um þann metnað sem ríkir í rekstri bæj- arins. ‘ Höfundur er nemi við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. Í ÁRSREIKNINGI bæjarsjóðs Vestmannaeyja fyrir árið 2005 kemur í ljós að staða bæjarsjóðs er nú sú versta í sögu bæj- arfélagsins. Skuldir á íbúa námu í árslok 2005 1.071.000. Með öðrum orðum: rúmlega millj- ón á mann. Vest- mannaeyjar tróna þarna á toppnum. Þvert gegn vilja eða óskum íbúa bæj- arfélagsins. Þessi nið- urstaða hlýtur að kalla á opna umræðu, hvert verið er að stefna og hvað sé að gerast í stjórnun Vest- mannaeyjabæjar. Heildarskuldir og skuldbindingar samstæðu Vestmannaeyjabæjar námu 4.471 milljón króna í árslok 2005 en voru 4.242 milljónir kr. í árs- lok 2004. Skuldir hafa hækkað um 229 milljónir á milli ára. Skuldbind- ingar hækka um 103 milljónir króna. Langtímaskuldir hækka sömuleiðis um 103 milljónir króna. Jafnframt hækka skammtímaskuldir. Skulda- aukning á sér stað þrátt fyrir að tekjur aukist. Heildartekjur sam- stæðunnar námu 2.348 milljónum króna árið 2005 en voru 2.125 millj- ónir kr. árið 2004. Tekjuaukning milli ár- anna 2004 og 2005 er 10,5%. Framkvæmdir hafa nánast engar verið svo ekki skýra þær þessa afleitu stöðu. Rekstrarniðurstaða samstæðu Vest- mannaeyjabæjar 2005 er tap að fjárhæð 424,4 milljónir króna. Athygli vakti er Þró- unarfélag Vm. var leyst upp, sem og er ráða- menn í Eyjum og fólk í trúnaðarstörfum fyrir Vest- mannaeyjabæ tók þátt í að veðsetja vatnsból Eyjaskeggja. Þessum mál- um er ólokið enn! Mikið hefur gengið á í bæjarstjórn á kjörtímabilinu. Þrír meirihlutar hafa verið myndaðir. Það sem einkennt hefur bæjarmálin í Eyjum er að ekki hefur verið vilji til að taka á erfiðri stöðu bæjarfélagsins. Sjálfstæðisflokkurinn bjó að mestu til þessi vandræði en hefur reynst ófær um að leysa þau. Síðustu tvö ár hefur Samfylkingin þjónustað Sjálfstæð- isflokkinn í aðgerðarleysinu. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hefur fylgst með þróun mála hjá Vestmannaeyjabæ. Sömu- leiðis lýsa skoðunarmenn reikninga yfir miklum áhyggjum af stöðunni. Þeir eru ekkert að skafa utan af hlut- unum er þeir ræða um rekstr- argjöldin í greinargerð sinni með árs- reikingunum. Orðrétt segir þar: „Rekstrargjöld hafa hækkað. Rekstr- argjöld án afskrifta og fjármagnsliða að lífeyrisskuldbindingu meðtalinni í A-hluta námu 109,36%. Enn er þetta hlutfall óásættanlegt.“ Ég tek heils- hugar undir orð skoðunarmanna. Niðurstaða ársreikninga undir stjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar er óásættanleg. Meirihluti þessara flokka í bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur brugðist bæjarbúum og flestir íbúar gera sér fullkomlega grein fyrir þessari alvarlegu stöðu. Auðvitað hlýtur það að valda þeim áhyggjum að kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn skuli ekki vilja eða geta komið Vest- mannaeyjum í svipaða stöðu og sam- bærileg sveitarfélög hvað varðar framkvæmdir, þjónustu og álögur. Hægt og sígandi hefur sigið á ógæfu- hliðina, þó aldrei sem hin síðustu tvö ár. Framkvæmdir litlar sem engar, þjónustan á í vök að verjast og allar álögur á íbúa eru í hámarki. Er meirihluti Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks var myndaður 2004 voru þau fyrirheit gefin að fjárhags- staða bæjarins væri sérstakt við- fangsefni. Jafnframt að friður og framfarir væru höfð að leiðarljósi. Ekkert af þessu hefur gengið eftir. Í sem stystu máli má segja að strax var friðurinn úti og meirihlutinn í raun óstarfhæfur frá upphafi. Meirihluti sem byggður var á óheilindum var eðli málsins samkvæmt dæmdur til að mistakast. Ósætti og aðgerðarleysi hafa fyrst og síðast bitnað á íbúum bæjarfélagsins. Nú er komið að þeim og þeir hafa framtíðina í hendi sér. Meirihlutinn í bæjarstjórn hefur brugðist bæjarbúum og fyrirheitin hafa snúist í andhverfu sína. Nið- urstaðan er óásættanleg. Óásættanlegt Andrés Sigmundsson fjallar um skuldastöðu Vestmannaeyjakaupstaðar Andrés Sigmundsson ’Meirihlutinn í bæjar-stjórn hefur brugðist bæjarbúum og fyrirheitin hafa snúist í andhverfu sína. Niðurstaðan er óásættanleg.‘ Höfundur er bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum. FRAMBJÓÐENDUR Sam- fylkingarinnar, þeir Stefán Jón Hafstein og Stefán Jóhann Stef- ánsson, hafa nú undanfarið reynt að kalla afgreiðslu Borgarráðs á styrkveitingu til Fram, sem gerð var með fulltingi Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks, „fyrirgreiðslupólitík“. Ómerki- legra getur það nú varla verið. Sannleikurinn er sá að einungis einn fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn ÍTR lagðist gegn því að Fram fengi viðbótarframlag upp á 25 milljónir króna á árinu 2009 vegna framkvæmda við hús fé- lagsins. Allir aðrir fulltrúar í stjórn ÍTR voru því fylgjandi, m.a. hinn fulltrúi Samfylking- arinnar í stjórninni. Faglegt mat starfsmanna Íþrótta- og tóm- stundasviðs borgarinnar var á þá leið að veita ætti umræddan styrk og færðu þeir rök fyrir því við af- greiðslu málsins í borgarráði. Þetta er því ekki spurning um fyr- irgreiðslupólitík heldur miklu frekar, af hverju leggst Samfylk- ingin gegn rökum ÍTR? Er það til þess eins að vera á móti Fram? Guðmundur B. Ólafsson Samfylkingin og Fram Höfundur er formaður Knatt- spyrnufélagsins Fram. ókeypis smáauglýsingar mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.