Morgunblaðið - 27.05.2006, Síða 45

Morgunblaðið - 27.05.2006, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 45 KOSNINGARNAR í dag skipta miklu máli. Þær snúast um það hvaða stjórnmálaöfl munu fara með forystu í sveit- arfélögunum í land- inu næstu fjögur árin. Til eru þeir sem telja slíkt litlu varða. Það er þó lykilatriði í sveit- arstjórnum, líkt og í landsstjórninni, hvaða grundvall- arstefnu for- ystumennirnir hafa að leiðarljósi í störfum sínum. Skýr sýn til fram- tíðar, hug- myndafræði sem tekur tillit til ein- staklinganna og skilningur á þörfum íbúa og atvinnulífs skiptir mestu í því sambandi. Hlutverk sveitarstjórna er mik- ilvægt og sívaxandi. Margir mála- flokkar sem næst standa íslensk- um fjölskyldum eru á þeirra ábyrgð. Sjálfstæðisflokkurinn vill jafnt í sveitarstjórnum sem í rík- isstjórn tryggja svo vel sem verða má rétt allra til að búa sér og sín- um þá lífsumgjörð og umhverfi sem best hentar. Frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins um land allt byggja því kosn- ingabaráttu sína á traustum grunni. Þeir hafa unnið af einurð í baráttunni að und- anförnu og margir stað- ið í eldlínunni allt þetta kjörtímabil. Til liðs við reynt sveitarstjórn- arfólk hafa komið mörg ný andlit og tryggt þá endurnýjun sem hverj- um stjórnmálaflokki er nauðsynleg. Því ganga sjálfstæðismenn bjartsýnir til sveitarstjórnarkosninga í dag. Þar sem við höfum starfað í meirihluta, ýmist ein eða með öðrum, hefur tekist að koma mörgum framfara- málum í höfn. Frambjóðendur okkar stefna ótrauðir að því að ná enn betri árangri á næsta kjör- tímabili. Í aðdraganda þessara kosninga hef ég átt þess kost að fara víða um landið og hef heimsótt ríflega 30 sveitarfélög, hitt frambjóðendur og trúnaðarmenn Sjálfstæð- isflokksins og fjölda almennra kjósenda. Ég hef sótt hefðbundna stjórnmálafundi, fjölskylduhátíðir, grillveislur og aðra mannfagnaði og rætt við fjölda fólks. Alls staðar er kraftur og bjartsýni ríkjandi. Það hefur gengið vel víðast hvar í þjóðfélaginu undanfarin ár og þess sjást hvarvetna merki. Margt bendir til að Sjálfstæðisflokkurinn hafi nú verulegan byr í seglin og eigi möguleika á hreinum meiri- hluta víðar en síðast og auknum styrk í meirihlutasamstarfi í mörg- um sveitarfélögum. Slík niðurstaða mun styrkja okkur í aðdraganda næstu alþingiskosninga. Í Reykjavík benda kannanir til þess að raunhæfur möguleiki sé á því að Sjálfstæðisflokkurinn, undir forystu Vilhjálms Þ. Vilhjálms- sonar, geti náð meirihluta í fyrsta sinn frá 1990. Slík úrslit yrðu auð- vitað stórsigur fyrir flokkinn og fyrir Vilhjálm, sem er traustur og farsæll forystumaður með mikla reynslu. R-listinn sem ráðið hefur borginni undanfarin kjörtímabil hefur lagt upp laupana og verður fáum harmsefni. Valdatími hans hefur verið Reykvíkingum dýr- keyptur. Hættan er hins vegar sú að R-listinn gangi aftur í endurnýj- uðu samstarfi þeirra flokka sem að honum stóðu og e.t.v. fleiri. Eina leiðin til að koma í veg fyrir að það gerist er að veita Sjálfstæð- isflokknum brautargengi. Ég hvet kjósendur til að fylkja sér um frambjóðendur Sjálfstæð- isflokksins um land allt. Eftir Geir H. Haarde ’Alls staðar er krafturog bjartsýni ríkjandi. Það hefur gengið vel víð- ast hvar í þjóðfélaginu undanfarin ár og þess sjást hvarvetna merki.‘ Geir H. Haarde Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Kjósum Sjálfstæðisflokkinn Í DAG er hátíðisdagur. Í dag stöndum við frammi fyrir því mik- ilvæga verkefni að velja þá póli- tísku fulltrúa sem við treystum best til að stjórna bæjarfélaginu okkar næstu fjögur árin. Þessi ár geta skipt miklu fyrir framtíð barnanna okkar og vellíðan elstu kynslóðarinnar sem lagði grunninn að velferð okkar. Þau geta haft afgerandi þýðingu fyrir skipulag og gæði okkar nán- asta umhverfis og ráðið úrslitum um hvort sett verður skýr stefna til framtíðar fyrir okkar heimabyggð. Samfylkingin býður nú fram lista í eigin nafni í fimmtán sveit- arfélögum um land allt og á enn- fremur aðild að fjölmörgum sam- eiginlegum framboðum. Samfylkingin leggur í þessum kosningum áherslu á hugsjónina um sterkara samfélag þar sem allir einstaklingar fá tækifæri til að njóta hæfileika sinna og geta treyst á örugga almannaþjónustu þegar þeir þurfa hennar með. Megináhersla Samfylking- arinnar er sú að styrkja þurfi sveit- arfélögin með því að flytja til þeirra verkefni og tekjustofna. Um leið og verkefni eru flutt til sveitarfélag- anna þarf að flytja vald til íbúanna. Almenningur treystir sveitarfélög- unum betur en ríkisvaldinu til að sinna mikilvægum verkefnum á borð við málefni eldri borgara, heilsugæslu, framhaldsskóla og löggæslu. Það er ekki boðlegt fyrir eldri borgara að þurfa að horfa öllu lengur upp á reiptog milli ríkisstjórn- arinnar og sveitarfé- laganna um mikilvæg mál eins og uppbygg- ingu hjúkrunarrýma. Ríkisstjórnin hefur haft áratugi til að kippa þessum málum í liðinn en ekki staðið sig sem skyldi. Nú er mál til komið að höggva á hnútinn og flytja ábyrgðina að fullu yfir til sveitarfé- laganna. Þau tóku við grunnskóla- málum árið 1997 og hafa sýnt og sannað með ábyrgum hætti að þau hafa metnað og getu til að veita góða almannaþjónustu, fái þau til þess svigrúm og tekjur. Við njótum þeirra forréttinda á Íslandi að hér býr vel menntuð þjóð með góðan aðgang að upplýsingum. Stéttskipting er hér fremur lítil og áhugi á samfélagsmálum mikill. Þetta eru kjöraðstæður til að skapa raunverulegt lýðræðissamfélag. Nútímaleg stjórnmál kalla á aukið samráð við íbúana og Samfylkingin vill auka áhrifavald íbúanna, t.d. með almennum atkvæðagreiðslum um mikilvæg mál svo sem á sviði skólamála, skipulagsmála og um- hverfismála. Samfylkingin er nýr flokkur, stofnaður fyrir einungis sex árum, þó hann eigi rætur allt aftur til árs- ins 1916. Með stofnun Samfylking- arinnar varð að veruleika áratuga draumur margra jafnaðarmanna um að sameinast í einum stórum flokki sem gæti látið verkin tala. Allt frá fyrstu tíð hefur Samfylk- ingin dregið að sér kraftmikið hug- sjónafólk sem hefur þekkingu og atorku til að gera hugmyndir að veruleika. Í þessum kosningum er ég einstaklega stolt af þeim glæsi- lega hóp sem býður sig fram til starfa undir merkjum Samfylking- arinnar. Samfylkingin hefur haft forystu í nokkrum stórum bæjarfélögum á liðnu kjörtímabili, s.s. í Reykjavík, Hafnarfirði, Akranesi, Vest- mannaeyjum og Árborg og sannað með verkum sínum að hún hefur fólk sem þorir, kann og vill stjórna í þágu íbúanna. Afrekaskráin er löng en þar má nefna kraftmikla upp- byggingu í leikskólamálum, ein- setningu grunnskóla, mikilvægar nýjungar í fræðslumálum, mikla uppbyggingu atvinnu- og íbúðar- húsnæðis, flutning þjónustu nær íbúum, árangursríkar aðgerðir gegn kynjamisrétti, aukið umferð- aröryggi, trausta fjármálastjórn, aukið íbúalýðræði, bætta þjónustu við eldri borgara, lifandi menning- arlíf og mikilvægar fráveitufram- kvæmdir í þágu umhverfisverndar. Samfylkingin er flokkur sem kann að stjórna og verk hennar bera vott um stórhug, réttsýni og viðleitni til að bæta samfélagið með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi. Það skiptir máli hverjir stjórna. Valið í kosningum er skýrt. Þó flokkarnir séu stundum margir og virðist líkir, er á endanum tekist á um tvær meginleiðir. Sérhags- munagæslu Sjálfstæðisflokksins eða frjálslynda jafnaðarstefnu Samfylkingarinnar. Samfylkingin er flokkur með skýra sýn og leið- sögn um spennandi framtíð þar sem menntun, jafnrétti, öflug vel- ferðarþjónusta, umhverfisvernd og skapandi atvinnustefna skipa önd- vegi. Við leggjum okkar verk og framtíðarsýn með stolti í dóm kjós- enda. Megi dagurinn í dag verða landsmönnum öllum til heilla. Samfylkingin í sóknarhug Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur ’Samfylkingin er flokk-ur sem kann að stjórna og verk hennar bera vott um stórhug, réttsýni og viðleitni til að bæta sam- félagið.‘ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Í DAG ganga landsmenn að kjörborðinu og kjósa fulltrúa í sveitarstjórnir næstu fjögur árin. Til þess að lýðræðið vinni með eðlilegum hætti þarf a.m.k. tvennt að vera til staðar. Annað eru skýrir valkostir kjósendum til handa þannig að þeir geti valið úr og fylgt þeim að mál- um sem þeir eiga besta samleið með og treysta best. Hitt er upplýst um- ræða og kynning á mismunandi stjórn- málastefnum og þeim einstaklingum sem bera þær fram og nægur áhugi almennings til að mynda sér skoðun og fylgja henni eftir á kjördag. Siglum í meðbyr Að þessu sögðu vil ég í fyrsta lagi leggja á það áherslu að sem allra flestir og helst allir sem á því hafa nokkur tök, sinni þeirri skyldu sinni við lýðræðið að kjósa. Í öðru lagi að menn láti málefnin ráða. Fátt er dapurlegra en að sjá vísvitandi tilburði til að reyna að fá fólk til að ráðstafa atkvæði sínu á einhverjum öðrum for- sendum, t.d. með hræðsluáróðri um að at- kvæðið annaðhvort falli dautt eða kunni að nýt- ast betur svona eða hin- segin. Stjórnmálasann- færing á að vera hafin yfir alla tölfræði. Skoðanakannanir jafnt og til- finning reyndra þátttakenda í stjórnmálum gefa skýrar vísbend- ingar í þá átt að við vinstri græn eigum nú góðan hljómgrunn meðal kjósenda með okkar stefnumál og siglum í meðbyr. Barátta okkar hefur verið jákvæð, uppbyggileg og fyrst og fremst gengið út á að kynna okkar áherslur, okkar fólk og það sem við stöndum fyrir. Við látum öðrum eftir auglýs- ingamennskuna og loforðaskrumið og sem betur fer virðist vaxandi fjöldi kjósenda kunna að meta ein- mitt þannig baráttu. Ekki ríkisstjórnar- flokkana með sína hægri stefnu í ráðhúsið Margt bendir til að góður sigur V-listans, vinstri grænna, í Reykja- vík verði til þess að tryggja að möguleiki á myndun félagslegs meirihluta í borginni verði áfram til staðar. Það er geysilega mik- ilvægt og hefur mikla landspólit- íska þýðingu að ríkisstjórnarflokk- arnir nái ekki völdum í ráðhúsi Reykjavíkur og að sigur fé- lagslegra afla þar verði upptakt- urinn að myndun velferðarstjórnar að ári. Atkvæði greitt Vinstri grænum, öflugasta málsvara um- hverfisverndar og félagslegs rétt- lætis í íslenskum stjórnmálum, er lóð á rétta vogarskál til að svo verði. Ég hvet að lokum kjósendur til að nýta sér kosningarétt sinn og fylgja aðeins sinni eigin sannfær- ingu í kjörklefanum. Látum lýðræðið virka Eftir Steingrím J. Sigfússon ’Atkvæði greitt Vinstrigrænum, öflugasta mál- svara umhverfisverndar og félagslegs réttlætis í íslenskum stjórnmálum, er lóð á rétta vogarskál til að svo verði.‘ Steingrímur J. Sigfússon Höfundur er formaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs. íðustu fjórum árum hefur því verið fjölgað um 15 fyrsta ári í deildinni. Einnig hefur Háskólinn á Akureyri fjölgað nemdum í hjúkrunarfræði. „Það r auðvitað ákveðin bót, en það þarf að gera mun etur.“ Einnig er tilfinnanlegur skortur á sjúkraliðum, ó mest á tveimur sviðum spítalans, öldrunarsviði g geðsviði. „Sjúkraliðar finna talsvert fyrir manneklunni í hjúkrun, það eykur vinnuálagið á á,“ segir Anna. Til að bregðast við er að fara af tað svokölluð „sjúkraliðabrú“, sem gerir þeim em hafa reynslu af hjúkrun, en hafa ekki fag- menntun, kleift að mennta sig sem sjúkraliða, með ví að taka tvö ár í Heilbrigðisskólanum við Ár- múla. En líkt og með hjúkrunarfræðinga er fyrirséð ð fjölmennir árgangar sjúkraliða hætti störfum á LSH innan skamms vegna aldurs. Við því er að ögn Önnu nauðsynlegt að bregðast fljótt. Erfitt sumar framundan Sumarið framundan verður erfitt á LSH, að ögn Önnu. „Það verður verra ástand í sumar en r núna. Það er órói og það er kvíði í starfsfólk- nu,“ segir Anna. Að 1.200 hjúkrunarfræðingar ari í sumarleyfi á nokkurra vikna tímabili er meira en að segja það eins og staðan er í dag, að ögn Önnu. Á sama tíma hefur verið ákveðið að raga minna úr starfsemi sjúkrahússins í sumar n oft áður. „Við mönnum deildirnar að ákveðnu marki með hjúkrunarfræðinemum,“ segir Anna og endir á að þeir séu ómissandi við afleysingar á pítalanum á hverju sumri. Einnig mun um 50 manna hópur hjúkrunarfræðinga sem útskrifast í or úr hjúkrunarfræðideild HÍ hefja störf á LSH á æstu vikum. Þá má ekki gleyma 20 dönskum júkrunarfræðingum sem hefja störf á spítalanum lok júní og verða í níu vikur, en ráðning þeirra akti hörð viðbrögð forystu Félags íslenskra júkrunarfræðinga. „Félagið varpaði sprengju inn í spítalann með firlýsingum sínum, sem eru ekki réttar heldur illandi,“ segir Anna en FÍH sagði Danina fá mun ærri laun en íslenska kollega sína. „Hinn 28. apríl l. undirritaði FÍH nýjan stofnanasamning við LSH ásamt öðrum BHM-félögum. LSH hefur kki fengið ráðrúm til að útfæra þann samning og ú geysist formaður FÍH fram með yfirlýsingar em gera í raun lítið úr þeim samningi,“ segir Anna. Hún segir að mikil reiði hafi blossað upp meðal starfsmanna og þótt ekki hafi borið á upp- ögnum sé mikið rætt um þær. Anna segir ekki ægt að bera saman laun þessara hópa, Danirnir éu verktakar sem eigi eftir að borga af sínum aunum veikindarétt, orlof og tryggingar. Hún egir sjúkrahúsið hafa reynslu af ráðningu er- endra hjúkrunarfræðinga, fyrst og fremst frá Norðurlöndum, og sé hún góð. Leitað lausna „Lausn númer eitt er að útskrifa fleiri hjúkr- narfræðinga og sjúkraliða,“ segir Anna, spurð vernig hægt sé að draga úr mönnunarvandanum, en það er langtímamarkmið. Þannig að verkefnið úna er að koma í veg fyrir að fólk hætti störfum.“ Anna segir að eftir tvö ár á sömu deild eða fimm r í starfi séu mestar líkur á að hjúkrunarfræð- ngar hætti. Draga þurfi úr þessu brottfalli og mun sérstaklega verða rætt við þessa hópa á æstunni í þeim tilgangi. En betur má ef duga skal og ætla stjórnendur pítalans að kanna möguleika á að nýta sér ákvæði jarasamninga til að umbuna tryggum starfs- mönnum sérstaklega fyrir störf sín. Er m.a. verið ð kanna möguleika á að greiða þeim starfs- mönnum sem vinna 100% vaktavinnu allan ársins ring uppbót á launin. „Samningurinn sem við innum eftir núna býður upp á þennan sveigj- nleika,“ segir Anna. „Við viljum umbuna þessu tarfsfólki sem er kjölfestan í starfsemi spítalans.“ Einnig verður í haust stofnuð svokölluð „hjúkr- narsveit“, færanlegt teymi níu hjúkrunarfræð- nga sem hafa þá reynslu og þekkingu sem þarf til ð ganga með stuttum fyrirvara inn í verkefni þar em þörfin er mest hverju sinni. Að auki er nú unnið í því að fjölga aðstoð- rmönnum inni á deildunum, t.d. riturum og tarfsmönnum sem sjá um að flytja sjúklinga milli eilda svo dæmi sé tekið. Mikill tími fari í slík erkefni og lendi þau á hjúkrunarfræðingum og júkraliðum svo þeir geta ekki sinnt eiginlegri júkrun sem skyldi. En það er ekki hlaupið að því ð fá fólk til starfa og því hefur gengið erfiðlega að áða í þessi störf. „Við viljum halda í okkar hjúkrunarfræðinga, ið viljum hafa gott fólk, við þurfum á þeim að alda og við viljum að þeim líði vel í vinnunni,“ egir Anna. „Við verðum að finna leiðir til að minnka vinnuálagið og að þeir beri meira úr být- m fyrir vinnuna sína.“ krahúsi var fyrirséður ta inga unna@mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.