Morgunblaðið - 27.05.2006, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 27.05.2006, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FRAM eru komnar upplýsingar um að dómsmálaráðherrar á fimmta, sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar hafi fengið dóms- úrskurði um heimild til hlerana á símum tiltekinna aðila vegna örygg- is ríkisins. Af fréttum að dæma var síðasta dæmið um þetta í tengslum við utanríkisráðherrafund NATO 1968. Þann 24. maí s.l. birti Morg- unblaðið grein eftir Björgvin G. Sigurðs- son, þingmann Sam- fylkingarinnar. Þar krefst Björgvin þess að Alþingi komi að málinu og fjalli um það, annað hvort með því að skipa sérstaka rannsóknarnefnd eða setja sérstök lög um rannsókn. En hver er tilgangur þessarar rannsóknar. Er það ætlun Björg- vins að rannsóknin leiði til þess að einhver verði dreginn til ábyrgðar vegna málanna? Ef svo er, þá eru fjölmörg ljón í veginum. Í fyrsta lagi er ljóst að Alþingi getur ekkert gert í þessum málum. Skv. 2. gr. stjórnarskráinnar fara dómstólar með dómsvaldið, ekki Al- þingi. Dómstólar fjölluðu á sínum tíma um þær beiðnir sem fyrir þá voru lagðar og samþykktu þær. Þeim úrskurðum snýr Alþingi ekki við, til þess hefur það ekki vald. Í öðru lagi felur það, að Alþingi tekur málið upp, í sér að gripið sé fram fyrir hendur lögreglu og ákæruvalds. Það liggur alveg ljóst fyrir að fyrir utan málshöfðun fyrir Landsdómi fer Alþingi ekki með ákæruvaldið í landinu. Hvað bóta- kröfur varðar þá er ljóst að Alþingi getur hvorki verið bótakrefjandinn né umboðsmaður þeirra. Mögulegir bótakrefjendur gætu þeir einir ver- ið sem ættu lögvarðar kröfur vegna meintra misgjörða, það er þeir sem voru í raun hleraðir. Í þriðja lagi þá geta dómstólar nútímans ekki fellt dóm um málið vegna Res judicata-áhrifa úrskurð- anna um heimild til hlerunar. Ef dómstóll felldi nú dóm um refsi- eða bótaskyldu yfir manni vegna þess- ara meintu hlerana, sem gerðar voru á samkvæmt úrskurði frá hlið- stæðum dómstól, þá væri sá dóm- stól að ganga gegn réttaráhrifum hins fyrri úrskurðar. Það leyfir réttarskipanin ekki. Og þessum úr- skurðum var ekki skot- ið til Hæstaréttar á sínum tíma og því ljóst að þeir sæta ekki end- urskoðun hans núna. Í fjórða lagi þá verð- ur ekki komið fram ábyrgð gagnvart þeim sem settu beiðnirnar fram þar sem þeir munu nú allir vera látnir. Það er meg- inregla að refsiábyrgð einstaklinga fellur nið- ur við andlát. Sjá um það 83. gr. B almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með síð- ari breytingum (hér eftir sk.st. HGL) og b. lið 132. gr. laga nr. 19/ 1991 um meðferð opinberra mála. Sjá og orð í greinargerð með IX. kafla hegningarlaganna. Og hvað bótakröfur varðar þá hygg ég að skiptum á dánarbúum þessara manna sé löngu lokið og endur- upptökuheimildir takmarkaðar. Í fimmta lagi þá er ljóst að þótt þessir menn væru ennþá á lífi þá eru allar kröfur á hendur þeim, hvort heldur er refsi- eða bótakröf- ur, löngu fyrndar. Það eru ca. 38 ár eru frá því síðasti úrskurðurinn féll. Ákvæði 131. gr. HGL sem fjallar um ólögmætar aðferðir við opinbera rannsókn hefur þriggja ára refsi- ramma sem þýðir að brot gegn þeim fyrnast á 5 árum sbr. 2. tölu- ulið 1. mgr. 82. gr. HGL. Brot gegn 132. gr. HGL sem felur í sér vægari aðferð en 131. gr. fyrnast á aðeins 2 árum. Í sjötta lagi þá er ljóst að þar sem dómstólar samþykktu beiðn- irnar á sínum tíma, þá voru allir þeir sem að málinu komu í góðri trú um lögmæti aðgerðanna. Þar með eru hugræn refsiskilyrði ekki fyrir hendi. Í sjöunda lagi þá er ekki ljóst hvort símahleranirnar fóru nokkurn tíma fram. Hinn refsiverði eða bóta- skyldi verknaður kann því aldrei að hafa farið fram og málssókn á grundvelli þess að þeir hafi falið í sér meint lögbrot því ekki möguleg. Í áttunda lagi vil ég benda á að jafnvel þótt þessar hleranir hefðu farið fram, þá liggur ekkert fyrir um að af þeim hafi orðið nokkuð tjón. Ekkert tjón, engin bótakrafa. Í níunda lagi, hvað varðar ráð- herraábyrgð og mögulegan Lands- dóm, þá er ljóst að hann verður ekki kallaður saman vegna svona máls, enda löngu liðinn sá 3 ára frestur sem til þess er settur í 14. gr. laga um ráðherraábyrgð. Í tíunda lagi vil ég benda á það að hinir látnu dómsmálaráðherrar njóta enn æruverndar skv. lögum. Það að Alþingi setji upp einhvers konar rannsóknarrétt yfir þeim án dóms og laga og án þess að þeir eða þeir sem hafa með höndum æru- vernd þeirra skv. lögum sbr. 3. mgr. 25. gr. HGL geti sett fram nokkrar varnir, í því skyni einu að hafa af þeim æruna í pólitískum hráskinnaleik nútímans gengur þvert gegn hugmyndinni um rétt- arríkið. Ég hefði haldið að heim- spekingurinn Björgvin G. Sigurðs- son bæri meiri virðingu fyrir réttarríkinu en þetta. Af öllu þessu má ráða að rann- sókn Alþingis myndi engin rétt- aráhrif hafa að íslenskum lögum. Það eina sem fengist með því að sett væri upp slík rannsókn væru nútíma nornaveiðar. Það eru meira en þrjár aldir síðan síðasta galdra- brennan fór fram á Íslandi. Ég sé enga þörf á að endurvekja þann sið. Er ekki nær að láta sagnfræð- ingana um þetta mál og nýta tíma Alþingis í eitthvað nytsamlegra? Er tíma Alþingis best varið í nornaveiðar? Jón Einarsson fjallar um Alþingi og rannsókn á símahlerunum ’Af öllu þessu má ráða aðrannsókn Alþingis myndi engin réttaráhrif hafa að íslenskum lögum. Það eina sem fengist með því að sett væri upp slík rannsókn væru nútíma nornaveiðar.‘ Höfundur er lögfræðingur. Jón Einarsson ÞAÐ er ekki oft sem umfjöllun um áfengi er af því tagi að hún geti flokkast undir eitthvað vitrænt, venjulega er það lofsöngur einn og þá aldrei að afleiðingum vikið. Nýlegt dæmi í blaðagrein mátti m.a.s. sjá á dögunum þar sem baksað var við það að bera blak af Bakkusi í tilteknu leiðindamáli, raunar hvítþvo áfengið sem sökudólg og blöskraði mér sann- arlega. Það kvað held- ur betur við annan og vitrænni tón í grein Stefáns Mána rithöf- undar í Morgunblaðinu 19. maí, en þar var kveðið fast að orði og sannindi í heiðri höfð. Við sem amlað höfum gegn hinni gagnrýn- islausu dýrkun áfengisneyzlunnar svo víða, þó steininn taki úr í hinum óbeinu sem beinu auglýsingum sem gylla og tæla, fögnum sannarlega þegar menn stíga fram á ritvöllinn með rökin augljós gegn neyzlunni og ekki er það lakara þegar sá sem það gjörir stýrir svo vel stílvopni sínu. Við viljum einfaldlega halda því fram að áfengið sé mikilvirkasta eit- urefnið og það sem mestum sam- félagslegum usla veldur, þó hvergi sé af okkar hálfu gjört lítið úr dauðans alvöru annarra eiturefna, þar sem upphaf neyzlunnar er raunar oftast að finna í fylgd áfengisins. Alltof oft vilja menn framhjá þessum sann- indum horfa af þeim sem vilja skipta eiturefnunum í góð og vond, þar sem áfengið er að sjálfsögðu í flokki hinna góðu að ekki sé sagt algóðu. Hjá Stefáni Mána kveður við ann- an og heilbrigðari tón og engin tæpit- unga töluð og því viljum við enn frek- ar vekja á orðum hans athygli, en grein Stefáns Mána heitir einfald- lega: EITUR. Ég vitna hér orðrétt í hann. Hans ályktunarorð eru einföld og sönn: „Drukkið fólk er hættulegt.“ Síðar segir hann: „Áfengi er við- bjóður sem skerðir dómgreind og gerir fólk að fíflum, dónum, glæpamönnum og fórnarlömbum. En vegna þess að áfengið hefur fylgt okkur svo lengi og vegna þess að það er löglegt er fólk orðið blint fyrir þess- um augljósu stað- reyndum, orðið dofið fyrir þeim neikvæðu áhrifum sem neysla áfengis hefur á sálarlíf neytandans.“ Sannindi orðanna augljóst hverj- um sem algáðum augum lítur á málin. Stefán Máni ber svo saman tób- ak og áfengi eftir að hafa tekið réttilega und- ir skaðsemi tóbaksins: „Það hefur nánast eng- inn misst vitið eftir að hafa reykt tóbak. Enginn hefur keyrt á mann vegna áhrifa tóbaks. Enginn hefur lamið einhvern í tóbaksvímu. Enginn hefur myrt neinn vegna of- reykinga,“ og síðar segir hann: „Tób- ak er vont fyrir líkamann … en það skemmir ekki sálina eins og áfengið. Manneskja með sígarettu skelfir ekki börn, en það gerir sú sem er undir áhrifum áfengis.“ Stefán Máni kveður skýrt að orði, en er það ekki nauðsynin mest í þessu hræsnisfulla samfélagi okkar, þessu samfélagi sjálfselskunnar sem fríar áfengið allri sök af því að þess er neytt svo ríkulega af svo ótalmörgum. Og okkur þykir líka gott að sjá þessi orð Stefáns Mána eftir reiðilest- urinn: „Já, já, hlæið bara að mér: Hversu oft hefur ekki verið hlegið að aðvörunarorðum okkar sem ekki neytum áfengis með því kalda kæru- leysi um annarra hag og heilsu sem einkennir allt um of þá sem vilja fela afleiðingar áfengisneyzlu bak við skrúðmælgi upploginnar dýrðar.“ Við þökkum þessa rödd, þessi sannleiks- orð Stefáns Mána og segjum aðeins: Orð í tíma töluð. Í tilefni greinar- innar: Eitur Helgi Seljan fjallar um áfengismál ’Við þökkumþessa rödd, þessi sannleiksorð Stefáns Mána og segjum aðeins: Orð í tíma töluð.‘ Höfundur er formaður fjölmiðlanefndar IOGT. Helgi Seljan FYRIR tuttugu og fimm árum ið- aði sjórinn í Fossvoginum af lífi flesta daga sumarsins. Öflugir sigl- ingaklúbbar voru sinn hvorum megin við Vog- inn. Krakkar lærðu undirstöðuatriði sigl- inga á seglbátum. Margur knár ýtti þá úr vör frá Kópavogi og tók land Reykjavík- urmegin. Frá því borgarstjór- inn fyrrverandi renndi sér í Ylströndina á nýja bolnum hefur upp- bygging aðstöðu fyrir siglingar á svæðinu setið á hakanum. Ábyrgð þessa hlýtur að liggja hjá borgarfulltrúum öllum. Ráðist var í framkvæmdir og glæsilegur kantur byggður, keypt flotbryggja, landgangur og allt sem þurfti til. En þetta passar engan veg- in saman og hefur engum nýst þau 6 ár sem liðin eru frá framkvæmdum. Þegar undirritaður ýtti við málinu kom skýrt og afdráttarlaust svar frá umráðamönnum svæðisins þar sem notað var orðið ,,hallærisgangur“ um verklag það. Hópur skemmtibáta heimsótti Nauthólsvík í hitabylgju ágústmán- aðar 2005. Bryggjan var á floti, en við blasti landgangur uppi á landi sem alls ekki passaði sem tenging á milli lands og bryggju. Skemmtibátasjómenn gátu með öðrum orðum ekki farið í land nema synda. Þó ylvolgt hitaveituvatnið hafi vermt fyrrum borgarstjóra í setlaug- inni um árið þá lögðust sæfarar þessir ekki til sunds enda rennslið með minna móti úr tönkunum. Og þar við situr. Er von að einhverjum blöskri? Síðustu svör ráðamanna voru m.a. að aðdýpi við enda bryggjunnar væri lítið og mikill munur væri á flóði og fjöru. Þetta eru staðreyndir sem legið hafa fyrir lengi og réttlæta ekki að framkvæmdir eða verklag sé með þeim hætti sem lýst hefur verið. Við skorum á Reykjavíkurborg að bæta hér úr. Reykjavíkurhöfn Allar höfuðborgir Norður- landanna skreyta sig með skemmti- bátum í eða við miðborgina. Fiski- bátarómantíkin er sem betur fer á undanhaldi í miðbæjarhöfninni en búa þarf vaxandi skemmtibátaeign landsmanna aðstöðu. Snarfari er staðsettur miðsvæðis í Reykjavík. Óvissa er um hvort félagið fær áframhaldandi stað við Naustavog. Aðstaða félags seglbátaeigenda í Reykjavíkurhöfn var rifin nýlega vegna byggingar Tónlistarhúss. Starfsemi þeirra í höfninni er nú í uppnámi vegna þeirra framkvæmda. Heimsóknir erlendra skemmtibáta hafa aukist mikið og vantar mikið upp á að aðstaða fyrir þá sé sam- bærileg við það sem gerist á Norð- urlöndunum. Þjóð sem býr í slíkri nálægð við hafið getur ekki boðið siglingafólki upp á þessar aðstæður. Viðey Rétt úti fyrir ströndinni við Sæ- braut er eyja ein, tæplega 2 ferkíló- metrar að stærð, með allmerkilega sögu. Hafsteinn Sveinsson, frum- kvöðull og fyrsti formaður Snarfara, gerði mikið átak í að opna eyna fyrir Reykvíkingum og öðrum lands- mönnum með reglulegum siglingum á milli Viðeyjar og lands. Í framhaldi af meiri mannaferðum í Viðey opnuðust augu manna fyrir þessari perlu Kollafjarðar. Síðar keypti Reykjavíkurborg eyna og hóf endurbætur húsakosts, enda um sögulegar minjar að ræða sem þá lágu undir eyðileggingu. Viðeyj- arstofa opnaði endurbætt sem veit- ingastaður árið 1988. Þjónustu við gesti í Viðey hefur því miður farið aftur síðustu ár. Veit- ingastaður var á síðasta ári aðeins opinn þegar um skipulega dagskrá var að ræða. Skipulagðar ferðir Viðeyjarferju standa aðeins frá 6. maí til og með 10. september. Á öðrum tímum er siglt eftir pöntunum. Gestakomum til Viðeyjar hefur því fækkað mjög á síðustu árum, en með sameiginlegu átaki má bæta þar úr. Snarfari – félag sportbátaeigenda í Reykjavík hefur beitt sér fyrir bættri aðkomu skemmtibáta til Við- eyjar með tillögum um byggingu nýrrar bryggjuaðstöðu austar á eynni. Tillögur félagsins samrýmast mjög framtíðarsýn stýrihóps Reykjavíkurborgar sem samþykkt var í nóvember 2001. Efst á aðgerða- lista þeirrar samþykktar segir að hafnaraðstaða verði bætt í Viðey og síðar í ferðaþjónustukaflanum segir að sköpuð verði skilyrði fyrir marg- víslega afþreyingu og SJÁV- ARSPORT í Viðey, t.d. siglingar, sjóbretti, sjóstangaveiði, FLOT- BRYGGJUR o.s.frv. Snarfari hefur boðist til að koma að slíkum framkvæmdum í Viðey með einum eða öðrum hætti, enda býr félagið yfir áratugareynslu af framkvæmdum sem þessum. Það er ósk þess sem þetta skrifar að fleirum verði gefinn kostur á að heimsækja „perlu Reykjavíkur“ eins og Viðey hefur oft verið nefnd. Til þess að það geti orðið þarf að búa þeim fjölmörgu sem hafa yfir bátum að ráða aðstöðu til lendingar á eynni, án þess að til árekstra þurfi að koma vegna eðlilegrar starfsemi Viðeyj- arferju. Skemmtibátum á Íslandi hefur fjölgað mikið síðustu ár. Lang- stærstur hluti þeirra er staðsettur á Reykjavíkursvæðinu. Skráðir skemmtibátar voru samkvæmt upp- lýsingum Siglingastofnunar um 400 árið 2005. Þar er eingöngu talað um skoðunarskylda báta yfir 6 metrum. Reikna má með tvöfalt fleiri bátum sem ekki eru skoðunarskyldir. Það er því ærin ástæða fyrir stjórnvöld í Reykjavík og frambjóð- endur til að taka tillit til þessa hóps sem sannarlega mun heyrast meira frá hér eftir en hingað til. Snarfari – félag sportbátaeigenda í Reykjavík skorar á Fram- kvæmdaráð borgarinnar að taka hið fyrsta jákvæða afstöðu til frambor- innar tillögu Kjartans Magnússonar frá 27. fundi ráðsins þann 13. mars sl. um málefni Viðeyjar og bættrar hafnaraðstöðu þar. Aðstaða skemmtibáta í Reykjavík Jóhannes Valdemarsson fjallar um aðstöðu fyrir sportbáta í Reykjavík ’Snarfari – félag sport-bátaeigenda í Reykjavík hefur beitt sér fyrir bættri aðkomu skemmti- báta til Viðeyjar með til- lögum um byggingu nýrrar bryggjuaðstöðu austar á eynni.‘ Jóhannes Valdemarsson Höfundur er formaður Snarfara, félags sportbátaeigenda í Reykjavík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.