Morgunblaðið - 27.05.2006, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 27.05.2006, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 51 UMRÆÐAN Höldum áfram www.xb.is/kopavogur Kosningakaffi Framsóknarflokksins verður að Digranesvegi 12 í allan dag. Þeir sem óska eftir akstri á kjörstað geta haft samband í síma 554 1300. Kosningavaka verður að Digranesvegi 12 og mun standa fram eftir nóttu. Allir velkomnir Framsóknarflokkurinn í Kópavogi Kópavogsbúar SÍÐAN faðir minn fór á öldr- unarheimili hef ég verið fjárhalds- maður hans og séð um hans mál útá- við. Ég las þess vegna bréf sem honum var sent á dögunum frá Fram- sóknarflokknum undirritað af þér. Þar er verið að minna á kosningar framundan og barma sér vegna stöð- ugra árása frá pólitískum andstæð- ingum og talað um að ólík öfl hafi sameinast um að vega ódrengilega að flokknum. Reynt er að höfða til vit- undar eldra fólks með því að minna á ómaklegar árásir á Ólaf Jóhannesson þar sem einskis hafi verið svifist til að sverta mannorð hans. Fólk er hvatt til að nýta tímann fram að kosningum til að hringja í ættingja og vini um land allt til að safna atkvæðum og veita flokknum stuðning. Eftir lestur þessa bréfs get ég ekki orða bundist. Er virkilega svo illa komið fyrir Framsóknarflokknum að hann þurfi að kvabba í gömlu fólki um at- kvæðasnap? Fólki sem hefur með sín- um störfum komið þjóðinni frá fá- tæktarsnörunni sem hékk hér yfir á þess yngri árum. Þessu fólki er nú þakkað fyrir með því að skammta því svo nauma vasapeninga þegar það fer inn á öldrunarheimili að skömm er að. Í tilviki föður míns hefur hann 22.873 kr. í vasapening frá Tryggingastofn- un og 2.648 kr. frá lífeyrissjóði. Sam- tals 25.521 kr. til ráðstöfunar á mán- uði. Nú spyr ég: Vildir þú eða aðrir framsóknarmenn lifa á þessum tekjum í ellinni? Þó að fólk geti ekki lengur búið heima hjá sér er ekki sjálfgefið að það sé tilbúið að selja heimili sitt og skipta upp eigum sínum, það er þó tórandi ennþá! Þegar svo er þarf ýmislegt að borga, svo sem rafmagn, fast- eignagjöld, tryggingar og annað. Það þarf líka að borga sjálft fyrir ýmislegt á heimilunum til dæmis afþreyingu eins og hannyrðir, dagsferðir og fleira. Fyrir utan persónulegar þarfir eins og fatnað tannlækna og gler- augnakostnað, nú og svo langar það kannski til að geta glatt barnabörn og barnabarnabörn á afmælum og jól- um. Þessir vasapeningar duga ekki til í þetta, þannig að margir neyðast til að selja eigur sínar til að eiga upp í þennan kostnað. Nú spyr ég aftur: Ætlar Fram- sóknarflokkurinn að borga síma- reikning þessa gamla fólks eftir at- kvæðasnapið eða ætlar hann kannski að sjá sóma sinn í því að hækka vasa- peninga þess þannig að það hafi sjálft efni á að borga hann og ef ekki býst hann þá virkilega við stuðningi þess á kjördag? Flokkurinn ætti að afla sér sjálfur atkvæða af eigin verðleikum. Eitt er víst að eftir þessi skrif missti hann að minnsta kosti eitt at- kvæði, það er mitt atkvæði og eflaust fleiri úr þessari fjölskyldu. Akureyri 25. maí 2006 KRISTJANA KRISTJÁNSDÓTTIR Steinahlíð 7b, 603 Akureyri (utan Glerár). Opið bréf til Halldórs Ásgrímssonar Frá Kristjönu Kristjánsdóttur, sem skrifar vegna aldraðra framsóknarmanna: UNDANFARNA daga hafa fram- bjóðendur og stuðningsmenn Sam- fylkingarinnar birt fjölda blaða- greina um að ekkert sé að marka stefnu Sjálfstæðisflokksins í borg- armálum, því Heimdallur hafi ein- hvern tíma ályktað á skjön við hana. Þessum greinum virðist fjölga í öf- ugu hlutfalli við gengi Samfylking- arinnar í skoðanakönnunum. Hamr- að er á því að Heimdallur sé á móti styrkjum til menningar- og mennta- mála og hafni borgarreknum leik- skólum. Því hljóti það að verða fyrsta verk sjálfstæðismanna að leggja niður menningarnótt og loka leikskólunum, komist þeir til valda. Nú veit ég ekki hvort höfundar þessara greina eru nægilega skyn- samir til að trúa ekki því sem þeir sjálfir segja. En gagnvart kjós- endum held ég að þessi áróður hljóti að hljóma undarlega svo ekki sé meira sagt. Það vita allir sem vilja vita það, að stefnumál félaga ungra sjálfstæð- ismanna hafa oftsinnis verið á skjön við almenna stefnu Sjálfstæð- isflokksins, hvort sem litið er til samþykkta flokksins eða athafna. Og ósjaldan hefur Heimdallur gagn- rýnt athafnir og yfirlýsingar ráð- herra flokksins. Innan Sjálfstæð- isflokksins rúmast margar skoðanir. Menn takast opinskátt á um þær, komast að niðurstöðu og ganga síð- an sameinaðir til verka. Það er styrkur Sjálfstæðisflokksins. Fyrst fer fram umræða. Síðan eru ákvarð- anir teknar. Ekki öfugt eins og hjá R-listanum. Stefna Sjálfstæðisflokksins í kom- andi borgarstjórnarkosningum er skýr. Hún snýst um að þjóna borg- arbúum, ekki að segja þeim fyrir verkum. Hún snýst um að nýta fjár- muni borgarbúa þeim til hagsbóta, ekki í gæluverkefni gæðinga Fram- sóknarflokksins. Hún snýst um að stöðva þá gegndarlausu spillingu og dugleysi sem brothætt meirihluta- samstarf R-listans hefur leitt af sér. Við þurfum samhentan hóp til að hreinsa til eftir þetta fólk, sem strax fyrir kosningar er byrjað að rífast um borgarstjórastólinn. Við höfum tækifæri til þess nú. Glutrum því ekki niður! ÞORSTEINN SIGLAUGSSON, varaformaður Félags sjálfstæð- ismanna í Nes- og Melahverfi. Stjórnar Heimdallur Sjálfstæðisflokknum? Frá Þorsteini Siglaugssyni: EFTIR komandi bæjarstjórn- arkosningar mun verða dásamlegt að vera aldraður og munu öll helstu vandamál Akureyrarbæjar hverfa eins og hendi sé veifað. Þetta er reyndar allt undir því komið að kosningaloforðin haldist en ég ætla ekki að efast um það, enda hefur sagan ekki kennt mér annað en það að hvert kjörtímabil hefur verið enn eitt skrefið í átt að paradís. En þó ekki alveg. Það er alveg sama hvað ég blaða í bæklingum flokka sem nú gubbast inn um lúguna hjá mér. Enginn flokkanna hefur lofað hund- eigendum bættri aðstöðu. Að vísu hefur hundeigendum gefist kostur á að viðra vini sína á Blómsturvöllum en það er svolítið súrt að þurfa að keyra langleiðina inní Hörgárbyggð til þess arna. Á Blómsturvöllum hefur ekki bæjarstarfsmaður sést í háa herrans tíð og er bílaplanið eitt drullusvað og væri vel þegið að fá þar einn vörubílsfarm af grófri möl. Bílastæðið hefur aldrei verið rutt snjó eða þar tæmd ruslafata. Göngustígur hefur aldrei verið sleg- inn af bæjarstarfsmanni og aldrei verið týnt rusl af svæðinu. Það litla starf sem unnið hefur verið til að bæta Blómsturvelli hefur alfarið verið unnið af hundeigendum. Staðreyndin er sú að á hverju ári þarf hundeigandi að greiða reikning upp á 8.500 kr. til að geta talist lög- hlýðinn. Ef ég set mig nú í töl- fræðistellingar og reikna með að það séu 300 skráðir hundar á Ak- ureyri þá segir reiknivélin 2.550.000 kr. Ég hef ekki hugmynd um hvað þessi peningur fer í og hef ég aldrei fengið neina gáfulega útskýringu á þessari innheimtu. Vissulega fara hundarnir mínir í hundahreinsun einu sinni á ári og fá þar sína töflu og lifrarpylsubitann með. Verður þetta að teljast frekar dýr pilla nema það sé sláturbitinn sem ég er að greiða fyrir. Ef hundeigandi er svo óheppinn að seppinn hans týnist og lendi í höndunum á hundafang- ara Umhverfisdeildar þá þarf sá hinn sami að greiða lausnargjald sem myndi duga fyrir hugljúfri nótt á svítu Hótel Holts. Af þessu má sjá að ekki er peningurinn að renna óskiptur í starf tengd hundum. Hef ég lúmskan grun um að eitthvað af honum fari í kattahald og eyðingu geitungabúa en það er nú bara minn þankagangur. Á öllum huggu- legum grænum svæðum Akureyr- arbæjar hefur verið bannað að vera með lausa hunda og fær maður óblíðar kveðjur ef maður brýtur það bann. Íslendingar eru einkennilegir þegar kemur að hundamálum. Er- lendis þykir eðlilegt að hundurinn kíki með á pöbbinn en hérna mega þeir ekki einu sinni fara inn í sund- laugargarðinn í taumi. Mér er hulin ráðgáta hver sé ástæða þessarar hundafælni Íslendinga. Staðreyndin er nefnilega sú að hundur reynist fólki oft betur en þunglyndislyf eða kort í ræktina. Það er sannað að það að halda hund getur rofið fé- lagslega einangrun. Þegar hundur vill út þá duga engar málamiðlanir og afsakanir frá eiganda. Hundar geta því reynst ágætustu einka- þjálfarar. Ótalin er gagnsemi fólks af leitarhundum, fíkniefnahundum og blindrahundum sem vinna heil- mikið starf bak við tjöldin og er sjaldan hampað. Fjölmiðlar eru hinsvegar snöggir til þegar hundur glefsar eða hundaskítur finnst á gangstétt. Ef bæjarstjórn Akureyrar vantar fyrirmynd að góðu hundasvæði þá leyfi ég mér að benda á það svæði sem Akraneskaupstaður hefur útbúið. Þar labba hundeigendur sem aðrir sáttir og ekkert stórslys hlotist af því ennþá. HILMAR TRAUSTI HARÐARSON hundeigandi og nemi í HA, Sólvöllum 3, Akureyri. Hundapólitík á Akureyri Frá Hilmari Trausta Harðarsyni: Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn ÉG, Halldór Eiríkur S. Jónhildarson (Don), Kópavogi, prófkjörs- og kosn- ingastjóri Alþýðuflokksins í Kópavogi og Reykjaneskjördæmi hinu forna, heimilisfastur í Kópavogskaupstað, lýsi því yfir að ég styð ekki og mun ekki greiða Samfylkingu eða Vinstri- grænum atkvæði mitt í komandi borgar-, bæjar- og sveitarstjórn- arkosningum. HALLDÓR EIRÍKUR S. JÓNHILDARSON (Don), prófkjörs- og kosningastjóri Alþýðuflokksins í Kópavogi og Reykjaneskjördæmi hinu forna, Kópavogi. Yfirlýsing prófkjörs- og kosninga- stjóra Alþýðu- flokksins Frá Halldóri Eiríki S. Jónhildarsyni:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.