Morgunblaðið - 27.05.2006, Síða 65

Morgunblaðið - 27.05.2006, Síða 65
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 65 MINNINGAR Maja er mér fyrst og fremst minnisstæð fyrir tryggð hennar og skyldurækni við börn sín og barna- börn. Húsmóðurstörf á stóru heimili eins og Vindhæli voru erfið og reyndu eflaust mikið á hana en hún kvartaði ekki heldur ástundaði þol- inmæði og hina ljúfu lund sem öll skyldmenni hennar og vinir þekktu svo vel. Ég minnist hennar með söknuði og þeirri bjargföstu trú að hún hafi hlotið og muni njóta áfram þeirra launa sem hinum trúu þjónum eru ávallt ætluð. Hún var þó ekki trú og traust vegna neinna launa sem hún ætti í vændum heldur vegna þess að trúmennskan og sjálfsafneitunin voru þættir í eðli hennar sem henni kom aldrei til hugar að bregðast. Blessuð sé minning hennar. Hún hvíli í friði. Torfi Ólafsson. Elsku Maja mín, loks fékkstu frið- inn sem þú varst farin að þrá eftir svo erfið veikindi. Það var svo sárt að sjá þig svona veika og óbærileg tilhugsun að geta svo lítið gert. Það eru erfið spor að kveðja Maríu móð- ursystur mína, mér finnst það ótrú- legt að ég sé að fara að fylgja þér til grafar í dag. Þegar ég var barn fannst mér það hræðilegasta sem gæti gerst ef mamma eða þú mynd- uð hverfa frá mér. Þú varst og hefur alltaf verið eins og móðir mín í mín- um huga og verður ávallt. Eins verð- ur þú alltaf Maja amma í sveitinni eins og þú vildir að krakkarnir mínir kölluðu þig. Þú ólst upp í stórum systkinahópi í Stakkadal á Rauða- sandi en nú eruð þið fjórar syst- urnar búnar að kveðja þennan heim. Það er svo stutt síðan Stína frænka kvaddi og núna þú. Þið systkinin er- uð öll svo einstök og vel úr garði gerð og við afkomendur ykkar búum að því alla tíð. Mér er alltaf svo minnisstætt þeg- ar ég kom í sveitina með mömmu, þá var ég ekki nema fimm ára gömul. Ég klöngraðist niður úr flutingabíln- um hjá Hjalta. Þennan dag vissi ég ekki að þetta væri bara fyrsta ferðin mín af svo mörgum sem ég kom með Hjalta Skaftasyni norður í sveitina. Fyrsta sumarið fékk ég það verkefni að passa Dóru. Við lékum okkur mikið saman, reyndar fannst okkur rosalega gaman í dúkkuleik og stundum lentu kettlingar eða hvolp- ar í því að leika dúkkurnar. Það myndaðist langvarandi vinátta á milli okkar Dóru sem við varðveitum í hjörtum okkar og ræktum af hjart- ans list. Það voru mörg kvöldin sem var hlegið dátt eða þegar ég var að læðast út á eftir Palla eftir að flestir voru farnir að sofa, að ég taldi, en þá var sauðburðurinn enn í gangi. Mér fannst svo gaman að fara með hon- um út í fjárhúsin að fylgjast með og sjá rollurnar bera. Hann hafði vissu- lega gaman af þessari hnátu sem var svona áhugasöm um sveitamennsk- una. Elsku Maja, þú hefur kennt mér svo margt, þú gæddir líf mitt gleði, ást og hamingju. Þegar ég átti erfitt huggaðir þú mig og umvafðir mig af ást og umhyggju. Þú sagðir við mig: „Þetta gæti verið verra, Edda mín.“ Svo tiltókst þú á myndrænan hátt einhver dæmi svo að ég skildi allt miklu betur. Ég á svo mikið af góð- um minningum og dýrmætri reynslu sem hefur mótað mig að svo mörgu leyti kennt mér það sem ég kann í dag. Ég get aldrei fullþakkað það sem þú gafst mér, elsku Maja mín, eins og ég hef svo oft sagt þér. Vind- hæli er sveitin mín og það er hún í huga margra, systkinahópurinn frá Vindhæli er mér eins og systkini eins og allir afkomendur Maríu og Guðmanns eru mér kærir. Ég sé augu þín sem voru svo geislandi og glettin, ég finn í hjarta mínu hversu þakklát ég er fyrir að þau forréttindi að fá að eyða öllum sumarfríum í sveitinni hjá þér og eiga enn kost á því að heimsækja sveitina mína heim. Minningin um þig mun um alla tíð lifa í hjarta mínu sem fagurt ljós sem leiftrar af ást og friði. Ég votta börnum Maríu, fjöl- skyldum þeirra, eftirlifandi systkin- um, Palla, Gumma og ástvinum mína dýpstu samúð. Esther Sigurðardóttir. Amma, það er erfitt að hugsa til þess að þú ert ekki lengur hjá mér. Ég mun alltaf elska þig. Ég veit að ef einhver vakir alltaf yfir mér verður það þú. Ég þarf því aldrei að vera hrædd, þú munt alltaf verða hjá mér og passa mig, það veit ég fyrir víst. Þú varst eins og móðir móður minnar og ég veit vel að hún elskar þig og talar alltaf um hversu góð og dásamleg þú hafir verið. Ég fæ aldrei fullþakkað þér fyrir það. Maja amma, þú varst góð og verð- ur ævinlega í hjarta okkar allra. Blessuð sé minning þín. Þín Sunna Mjöll. Elsku amma, takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína. Ég veit ekki hvernig ég á að koma orð- um að því sem mig langar til að segja því engin orð geta lýst því hvaða áhrif þú hefur haft á líf mitt. Þú varst eintök manneskja og hef ég ekki kynnst neinum þínum líka fyrr eða síðar. Þarfir annarra voru ávallt mikilvægari en þínar eigin, þú hugs- aði aldrei eigingjarna hugsun. Börn- in þín, barnabörnin og langömmu- börnin voru það mikilvægasta í þínu lífi, það var svo yndislegt að sjá hvernig þú ljómaðir þegar þú varst umkringd þeim er þú elskaðir. Ég mun verða að eilífu þakklát fyrir að hafa haft þig í lífi mínu, þú veittir mér öryggi og hamingju þegar ég þarfnaðist þess mest. Að vera í sveitinni hjá þér og afa eru án efa bestu tímar ævi minnar. Ég mun gera mitt besta og reyna að lifa lífi mínu þannig að þú verðir stolt af mér. Elsku amma mín, guð varðveiti þig og blessi, minningin um þig mun vara að eilífu. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu, gerðu svo vel og geymdu mig, Guð í skjóli þínu. (Höf. ók.) Þín María Guðrún. Elsku amma mín. Nú ertu farin frá okkur, farin á miklu betri stað. Nú ertu komin til afa, Dóru, Guggu, Stínu, Bjarka og foreldra þinna. Ég veit að það var vel tekið á móti þér. Það eru svo margar góðar minning- ar sem ég á síðan maður var í sveit- inni hjá ömmu og afa.. Mér fannst við systurnar alltaf vera heppnastar af öllum ömmustelpunum þínum að búa næst ykkur og að við gátum far- ið í sveitina þegar við vildum. Þú varst besta amma sem ég hefði getað átt og núna fær Bjarki litli að kynnast þér, njóta þín eins og við fengum. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér og eiga þig að. Elsku amma, ég kveð þig nú með söknuð í hjarta. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Takk fyrir allt. Þín ömmustelpa Anna María. Þegar ég frétti lát vinkonu minn- ar, hennar Maju í Stekkadal, þá streymdu minningarnar fram í hug- ann. Minningar um æskuárin á Rauðasandi og vináttuna við Stekkadalssystur, ekki síst Maju, enda vorum við á líkum aldri. Í minningunni var alltaf sólskin á þessum árum. Maja var bara fimm ára þegar faðir hennar lést frá börn- unum sínum sjö, því yngsta á fyrsta ári. Má nærri geta þá erfiðleika sem Anna, móðir hennar, tókst á við að koma öllum hópnum sínum til manns, en henni tókst að halda áfram búskapnum í Stekkadal. Sam- heldni var alltaf mikil á Sandinum og hjálp sem nágrannar létu í té var bara sjálfsögð. Þó má segja að vinur Ólafs, föður Maju, Halldór Júl- íusson, hafi bjargað því að tókst að halda búskapnum áfram. Börnin voru hörkudugleg að hjálpa til, þeg- ar þau komust nokkuð á legg. Oft þurftum við Maja að skreppa í heimsókn hvor til annarrar, þótt við þyrftum að labba u.þ.b. 45 mínútur, hvora leið. Þær systur áttu fínar brúðustofur í hornum í litla bænum. Dóri var á togurum á veturna og færði þeim fínar brúður, þegar hann fór í siglingar með fisk. Ekki smá- gaman að skoða og leika í búinu! Svo voru hornabú og stórbúskapur á þeim vettvangi. Árið 1945 keypti Sigurvin, föður- bróðir Maju, jörðina Saurbæ, sem var talin eitt af höfuðbólum Vest- fjarða. Flutti þá Stekkadalsfjöl- skyldan að Saurbæ, en Halldór gerðist þar ráðsmaður. Sigurvin bjó í Reykjavík. Anna varð þarna hús- móðir og dæturnar unnu við búið. Við þetta lengdist nokkuð leiðin milli okkar vinkvennanna. Svo skildi leiðir. Maja flutti norð- ur í Húnavatnssýslu, með honum Manna sínum, og bjuggu þau á Vindhæli. Þar ól hún upp barnahóp- inn sinn og við hittumst sjaldan. En þá komu bréfaskipti til sögu og öll búskaparárin okkar var þáttur í jólahaldinu hjá mér að fá og lesa jólabréfin frá henni vinkonu minni. Eftir að Maja flutti suður hitt- umst við oftar, og alltaf var ráðgert að labba í gömlu sporin, út Hólana, yfir bæjartóftirnar í Hlíðarhvammi og Klúku, ganga um hlaðið í Gröf og athuga hvort við fyndum holuna í Kattarhvamminum, þar sem sagt var að köttur hefði skriðið inn og komið út aftur undir Látrabjargi! Aldrei varð samt af þessari göngu okkar um lönd minninganna, enda fór heilsu Maju hrakandi. Síðast þegar við fundumst, á áliðnu síðasta hausti, var vinkona mín komin á sjúkrahús, en samt brugðum við okkur í huganum í ferðina okkar. Mér finnst það hafi þurft meira en meðalmanneskju til að anna störfum hennar Maju í búskapnum á Vind- hæli. Tveir bræður Guðmanns bjuggu þar með þeim, einnig tengdamóðir hennar og svo sex börn þeirra hjóna. Á fyrstu búskaparár- unum var lítið um heimilistæki þau, sem nú þykja sjálfsögð og fólk kemst varla af án. Ég þykist vita að starfsdagurinn hafi oft verið langur. Ég sendi börnunum hennar Maju og fjölskyldum þeirra mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Einnig systk- inum hennar. Við finnumst síðar, hinum megin landamæranna, og þá förum við í ferðina okkar um Hólana í glaða- sólskini. Hafðu þökk fyrir allt. Sigríður Guðbjartsdóttir. Guðmundur Jóhannsson f. 10. 6. 1932 d. 8. 3. 1989 Minning þín lifir Hvíl í friði LEGSTEINAR SteinsmiðjanMOSAIK Hamarshöfða 4 – sími 587 1960 www.mosaik.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÉTUR GUÐLAUGSSON, Austurbrún 37, Reykjavík, lést á líknardeild LSH í Kópavogi föstudaginn 19. maí sl. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju mánu- daginn 29. maí kl. 13.00. Halldóra E. Jónmundsdóttir, Valur Karl Pétursson, Sigríður H. Jensdóttir, Soffía Margrét Pétursdóttir, Vilhelm Jónsson, Guðrún Karólína Pétursdóttir, Jóhann Pétur Pálsson og barnabörn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AÐALBJÖRG JÓAKIMSDÓTTIR frá Hnífsdal, Drápuhlíð 27, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 25. maí. Ólafur Geirsson, Gunnar J. Geirsson, Ólöf J. Stefánsdóttir, Aðalsteinn Geirsson, Helga Björk Ólafsdóttir, Styrmir Geir Ólafsson, Anna M. Þorbjörnsdóttir, Geir Ólafsson og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA JÓNSDÓTTIR, Víðilundi 20, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri miðviku- daginn 24. maí. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 2. júní kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Anna Guðmundsdóttir, Guðmundur Lárusson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Hallur Albertsson, Jón Þór Guðmundsson, Hildur Jóhannsdóttir, Elín Guðmundsdóttir, Hermann Haraldsson, Þorsteinn Guðmundsson, Hildur Sigurðardóttir, ömmu- og langömmubörn. GUÐLEIF JÓHANNSDÓTTIR frá Siglufirði, lést á heimili sínu í Grimsby miðvikudaginn 19. apríl. Útförin fór fram miðvikudaginn 26. apríl í Grimsby. Jóhannes Jónsson, Sigríður Einarsdóttir, Carol Ann Robertsson, Vivien Evelyn Burkett, Hafdís Eyland Gísladóttir, Árni Haraldsson, Sverrir Eyland Gíslason, Sigurrós Sveinsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, JÓHANN EGGERT JÓHANNSSON vélstjóri og pípulagningameistari, Lerkihlíð 9, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn 24. maí. Útförin verður auglýst síðar. Unnur Guðmundsdóttir, Guðjón Jóhannsson, Auður Inga Ingvarsdóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Jón Þór Sigurðsson, Ægir Jóhannsson Gróa Másdóttir, barnabörn og barnabarnabörn, Valdimar Jóhannsson, Jóhanna Þ. Aðalsteinsdóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.