Morgunblaðið - 27.05.2006, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 27.05.2006, Qupperneq 72
72 LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Tilboð/Útboð ÚU T B O Ð Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar - viðbygging jarðvinna Útboð nr. 14077 Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, óskar eftir tilboðum í jarðvinnuframkvæmdir við Heilbrigðisstofn- un Siglufjarðar. Verk þetta nær til uppgraftar úr grunni viðbygg- ingar heilbrigðisstofnunarinnar, förgun á því efni og þjappaðar fyllingar með burðarhæfu efni. Verkið skal vinnast fyrir ágústlok og er miðað við að framkvæmdartíma verði haldið sem skemstum, ekki lengri en þrjár vikur. Gert er ráð fyrir að verktaki verji vinnusvæðið með viðeig- andi öryggisgirðingum. Helstu magntölur eru: Gröftur 1.800 m³ og þjappaðar fyllingar 1.860 m³. Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 31. ágúst 2006. Útboðsgögn eru til sýnis og sölu á kr. 3.500 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík. Útboðsgögn verða ennfremur til sýnis hjá bygg- ingarfulltrúanum á Siglufirði. Tilboðin verða opnuð hjá Ríkiskaupum þriðjudaginn 13. júní 2006 kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Félagslíf 28.5. Ingólfsfjall Brottf. frá BSÍ kl. 10:30. Verð 2.500/2.900 kr. 9.-11.6. Fimmvörðuháls Brottf. frá BSÍ kl. 17:00. Verð 12.000/14.700 kr. 16.-18.6. Lómagnúpur Brottf. frá BSÍ kl. 18:00. Hinn tignarlegi Lómagnúpur gnæfir yfir Skeiðarársandi og heillar flesta sem um sandinn fara. Sjá nánar á www.utivist.is Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Freyjugata 6, fnr. 222-2850, Suðureyri, þingl. eig. Vélsmiðja Suður- eyrar ehf., gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Ísafirði, miðvikudaginn 31. maí 2006 kl. 11:30. Hafnarstræti 1, 50% eignarhl. gþ., fnr. 212-6458, Flateyri, þingl. eig. Hólmfríður H. Guðjónsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbanki Íslands höfuðstöðvar, miðvikudaginn 31. maí 2006 kl. 14:00. Ránargata 8, fnr. 212-6551, Flateyri, þingl. eig. Hrefna Björg Waage Björnsdóttir og Guðjón Svanur Hermannsson, gerðarbeiðendur Landsbanki Íslands höfuðstöðvar og Sveitarfélagið Skagafjörður, miðvikudaginn 31. maí 2006 kl. 13:30. Sýslumaðurinn á Ísafirði, 27. maí 2006, Una Þóra Magnúsdóttir fulltrúi. Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi Hlíðarsmára 19 - Akstur á kjördag Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi að Hlíðarsmára 19 verður opin í dag á meðan kjörstaðir eru opnir. Þeir sem vilja veita Sjálfstæðisflokknum í Kópavogi aðstoð á kjördag við hringingar og akstur gefi sig fram við Björn Hermannsson kosningastjóra og aðstoðarfólk hans á kosningaskrifstofunni. Upplýsingar um kjörstaði og annað er viðkemur kosningunum eru veittar í síma 564 6410. Jafnframt er hægt að óska eftir akstri á kjörstað í sama símanúmer. Stuðningsmenn og velunnarar velkomnir. Heitt á könnunni. Sjálfstæðismenn, mætum öll á kjörstað og nýtum atkvæði okkar. Þannig tryggjum við góð kosningaúrslit! Sjálfstæðisfélögin í Kópavogi Kosningavaka Sjálfstæðismanna á T.G.I. Fridays í Smáralind Ágætu Kópavogsbúar. Kosningavaka Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi verður haldin í kvöld á veitingastaðnum T.G.I. Fridays í Smáralind. Húsið opnar klukkan 21:30. Fylgst verður með kosningatölum og kosningaúrslitum fram á nótt. Sjálfstæðismenn, gerum okkur glaðan dag í góðra vina hópi. Allir hjartanlega velkomnir. Sjálfstæðisfélögin í Kópavogi Ársfundur 2006 Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitar- félaga verður haldinn þriðjudaginn 13. júní nk. kl. 10:00 í fundarsal BHM á 3. hæð að Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðin), Reykjavík. Dagskrá: 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins. 2. Önnur mál löglega upp borin. Allir sjóðfélagar, fulltrúar aðildarfélaga BSRB, BHM og KÍ svo og launagreiðendur eiga rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétti og eru þeir hvattir til að mæta. Fundargögn verða afhent á fundarstað fyrir setningu fundarins. Reykjavík, 14. mars 2006. Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga. Styrkir Styrkur til framhaldsnáms Blikastaðasjóður Blikastaðasjóður auglýsir lausa til umsókna styrki til framhaldsnáms á skólaárinu 2006- 2007. Hlutverk Blikastaðasjóðsins er að styrkja nemendur sem lokið hafa háskólanámi frá Landbúnaðarháskóla Íslands til framhalds- náms erlendis eða til rannsókna í landbúnaðar- vísindum eftir því sem stjórn sjóðsins ákveður. Umsóknarfrestur er til 20. júní nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um námsárangur og fyrirhugað framhaldsnám skulu sendar til skrifstofu rektors Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri, 311 Borgarnes. Reiknað er með að styrkveitingar fari fram í júnílok. Raðauglýsingar sími 569 1100 Atvinnuauglýsingar sími 569 1100 Fréttir á SMS FRÉTTIR Fáskrúðsfjörður | Hótel Bjarg á Fáskrúðsfirði hefur verið opnað að nýju eftir að hafa staðið lokað í marga mánuði. Karvel Ögmundsson, veitingamaður úr Njarðvík, hefur fest kaup á hótelinu og hefur opið um helgina. Karvel, sem hefur verið með veitingarekstur í Kali- forníu í mörg ár, er með ýmsar hugmyndir um rekst- urinn en fyrst um sinn hyggst hann einbeita sér að gistiþjónustu og matsölu í Hótel Bjargi. Ætlar hann einnig að opna þar kaffihús, sem jafnframt verður bjórstaður. Hann vinnur að því að setja upp kerfi, þar sem hann ætlar að bjóða upp á sýningu heimsmeist- arakeppninnar í fótbolta, sem er að hefjast. Samfara hótelrekstrinum er uppi ráðagerð um dansleiki í hús- inu. Hótelið verður opnað formlega í dag með kosn- ingavöku, þangað sem allir eru boðnir velkomnir. Kosningavaka á Hótel Bjargi Morgunblaðið/Albert Kemp Karvel Ögmundsson fluttur heim frá Kaliforníu og hef- ur keypt Hótel Bjarg á Fáskrúðsfirði. TALSVERÐUR erill var hjá lög- reglunni í Reykjavík aðfararnótt fimmtudags. Þurfti lögregla m.a. að hafa afskipti af 12 einstaklingum vegna minniháttar fíkniefnamála, þar af voru níu með fíkniefni í fór- um sínum á einum og sama skemmtistaðnum í miðborginni. Tvö minniháttar fíkniefnamál komu upp í Kópavogi í fyrrinótt að sögn lögreglu. Lögreglan hafði af- skipti af tveimur ökumönnum sem voru með fíkniefni í fórum sínum, þeir voru færðir á lögreglustöðina og tekin af þeim skýrsla. Í fram- haldinu var farið í húsleit á tveimur stöðum og fannst lítið magn fíkni- efna sem ætlað var til eigin neyslu. Málið telst upplýst. Níu með fíkniefni á skemmtistað HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt karlmann á fertugsaldri til þriggja mánaða fangelsis- vistar, en ástæða þótti til að skil- orðsbinda dóminn til þriggja ára. Ákærða er gefið að sök að hafa stolið fatnaði úr verslun í versl- unarmiðstöðinni Smáralind og játaði hann brot sitt skýlaust. Hann hefur áður hlotið dóm fyrir auðgunarbrot ásamt því að hafa ítrekað brotið gegn umferðar- lögum, með ölvunar- og svipt- ingarakstri. Finnbogi H. Alexandersson hér- aðsdómari kvað upp dóminn. Guð- mundur Siemsen fulltrúi lög- reglustjórans í Kópavogi flutti málið af hálfu ákæruvaldsins. Dæmdur fyrir fataþjófnað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.