Morgunblaðið - 27.05.2006, Page 83

Morgunblaðið - 27.05.2006, Page 83
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MAÍ 2006 83 EINS og nafnið bendir til er kom- ið að lokum kvikmyndasögu X- manna, sem kemur mikið á óvart. Fyrri myndirnar tvær gengu mjög vel og voru hin besta sum- arskemmtun. Í Hollywood snýst allt um vörumerki, „franchise“ er töfraorð dagsins og kláralega lyg- inni líkast að kvikmyndaver, sem hyggur á gerð þriðju myndarinnar um fresskött, ætli (með fullri virð- ingu fyrir Gretti vini mínum) að loka bálknum um Marvel- teiknimyndahetjurnar í miðjum klíðum. Ég kem til með að sakna þeirra, þó mér hugnist mátulega myndir byggðar á teiknimynda- sögum. Aðall myndanna er sem fyrr leikararnir og litríkar teikni- myndahetjurnar sem þeir túlka, einkar magnaður og fjölbreyttur hópur. Fyrir þeim fer Hugh Jack- man sem Logan/Wolverine, Ian McKellen leikur Eric Lensherr/ Magneto, leiðtoga myrkraaflanna, Halle Berry er Ororo Munroe/ Storm og Patrick Stewart leikur leiðtoga X-mannanna góðu, Charl- es Xavier/Prof. X. Þessar og aðrar kempur mynd- anna þarf ekki að kynna fyrir þeim sem hyggjast sjá X-Men: The Last Stand, en nokkrar koma nýjar inn og ber mest á hinum menntaða og fágaða Beast, sem Kelsey Grammer leikur með til- þrifum. Ben Foster leikur Angel og Vinnie Jones er klæðskerasnið- inn í hlutverk svolans Jugger- nauts. X-Men III hefst á að Jean Grey (Janssen), ein úr hópi þeirra, sem lést í myndinni á undan, snýr aft- ur undir áhrifum hinnar illu Phoe- nix. Hún er vágestur sínum gömlu félögum sem og öllu mannkyni. Það bregst við með því að finna upp lækningu sem gerir þá stökk- breyttu að ofurvenjulegum, dauð- legum mönnum. Lækningin þýðir endalok þeirra stökkbreyttu um aldur og ævi. Illa gengur að ná sáttum á milli þeirra og stjórnar Bandaríkjanna og ófriður blossar upp milli mann- anna og illmennanna undir stjórn Magnetos (McKellen). Síðar dragast X-mennirnir inn í stríðið, sem verður það síðasta í þeirra sögu. Maður setur spurningarmerki við lokapunktinn, annað eins hefur gerst í Hollywood og að upp séu vaktar hálfgrafnar hugmyndir. Ef X-Men III gengur jafnvel og fyr- irrennararnir verður freistingin mikil að nota vörumerkið betur, til þessa hafa myndbálkar aðeins dá- ið úr einni sótt sem nefnist að- sóknarbrestur. Lokakaflinn lítur mjög vel út, hann er hraður, spennandi og tæknilega best gerður af þrenn- unni. X-Men III hefur því flest það til að bera sem prýða má létt- meti sumarsins. Lokakaflinn er sterk sjónræn upplifun, fagmann- leg samflétta leikinna og tölvu- teiknara atriða þar sem eitt af þjóðartáknum Bandaríkjanna fer út og suður. Leikhópurinn er gjör- samlega skotheldur, Rattner (Rush Hour) gefur Bryan Singer lítið sem ekkert eftir í leik- stjórastólnum. Fislétt, heilalaus sumargleði. Endasprettur á Alcatraz Sæbjörn Valdimarsson „Lokakaflinn lítur mjög vel út, hann er hraður, spennandi og tæknilega best gerður af þrennunni. X-Men III hefur því flest það til að bera sem prýða má léttmeti sumarsins,“ segir m.a. í dómi Sæbjörns Valdimarssonar. KVIKMYNDIR Smárabíó, Laugarásbíó, Regn- boginn, Sambíóin Álfabakka og Keflavík, Borgarbíó Akureyri. Leikstjóri: Brett Ratner. Aðalleikarar: Hugh Jackman, Ian McKellen, Halle Berry, Patrick Stewart, Famke Janssen, Kelsey Grammer, Vinnie Jones, Shawn Ashmore, Daniel Cudmore, Alan Cumm- ing, James Marsden, Rebecca Romijn- Stamos, Anna Paquin, Aaron Stanford. 100 mín. Bandaríkin 2006. X-Men: The Last Stand  400 KR. Í BÍÓ * * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu Sími - 551 9000 -bara lúxus Sýnd kl. 5, 8 og 10:50 B.i. 14 ára eeee -LIB, Topp5.is eeee -MMJ kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 B.i. 16 ára LEITIÐ SANNLEIKANS HVERJU TRÚIR ÞÚ? X-Men kl. 3, 6, 8.30 og 10.50 B.i. 12 ára Da Vinci Code kl. 3, 6 og 9 B.i. 14 ára Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 3, 6 og 10 Rauðhetta/Hoodwinked m. ísl. tali kl. 3 og 6 Cry Wolf kl. 8 B.i. 16 ára Prime kl. 8 og 10.15 ANS - HVERJU TRÚIR ÞÚ? Mannbætandi og þrælfyndin rómantísk gamanmynd með með Uma Thurman og Meryl Streep í fantaformi! TA MYND Í HEIMI! eee VJV - TOPP5.is VINSÆLASTA MYND Í HEIMI! Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10:20-POWER B.i. 12 ára eee VJV - TOPP5.is eee S.V. MBL. Sýnd kl. 4 ísl. tal Skrolla og Skelfir Á SALTKRÁKU 400krVERÐ ÍSLENSKT TAL HEIMSFRUMSÝNING LOKAUPPGJÖRIÐ Í HINUM STÓRKOSTLEGA X-MEN SAGNABÁLKI. NÚNA MUNU HINIR STÖKKBREYTTU BERJAST INNBYRÐIS SIGURVEGARINN RÆÐUR ÖRLÖGUM MANNKYNS. MEÐ HVERJUM HELDUR ÞÚ? www.xy.is 200 kr afsláttur fyrir XY félaga Sýnd kl. 6 og 10:20 B.i. 10 Salma hayekpénelope cruz 400 KR. Í BÍÓ GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐU Sýnd kl. 2 ísl. tal Sýnd kl. 2 ísl. tal POWERSÝNING KL. 10:20 Á STÆRSTA thx TJALDI LANDSINS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.