Morgunblaðið - 17.06.2006, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 9
FRÉTTIR
K R I N G L U N N I
KRINGLU
KAST
- í fullum gangi til þriðjudagsAF ÖLLUM
SÖFNUNAR
Tilvalið tækifæri að versla
brúðkaupsgjafir & útskriftargjafir
Líttu á www.tk.is
OPIÐ SUNNUDAG
-HNÍFAPÖRUM
-STELLUM
-GLÖSUM
-20% af öllum MENU vörum
HM TILBOÐ
6 Bjórglös frá kr. 1.995.-
-20% af brúðhjónaglösum
RÚMFÖT verð frá 1.995.-
-20% af kristalskrónum
og mörg, mörg, fleiri
KRINGLUKAST - TILBOÐ Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Costa del Sol í júní. Bjóðum nokkraríbúðir á hinum vinsæla gististað Aquamarina á Torremolinos á frábæru
verði. Góðar íbúðir á besta stað á Torremolinos.
Skelltu þér til Costa del Sol og búðu vel á
meðan á dvölinni stendur.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Costa del Sol
29. júní, 6. eða 13. júlí
Sértilboð – Aquamarina
frá kr. 39.990
Góðar íbúðir á besta stað
Verð kr. 49.990
Netverð á mann, m.v. 2 í stúdíóíbúð á
Aquamarina í viku, 29. júní, 6. eða
13. júlí.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Viðbótargisting!
Aðeins 10 íbúðir í boði
Verð kr. 39.990
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og
2 börn, 2-11 ára, í íbúð á Aquamarina
í viku. 29. júní, 6. eða 13. júlí.
GUÐMUNDUR Ingi
Guðmundsson, skip-
stjóri og útgerðarmað-
ur í Vestmannaeyjum,
lést á Sjúkrahúsi Vest-
mannaeyja 14. júní sl. á
74. aldursári. Guð-
mundur Ingi fæddist
22. október 1932 í
Hafnarfirði og foreldr-
ar hans voru Guðmund-
ur Tómasson og Stein-
unn Anna Sæmunds-
dóttir.
Guðmundur Ingi fór
ungur á sjó og lauk
skipstjórnarnámi frá
Stýrimannaskólanum í Reykjavík
árið 1954. Hann kom til Eyja 1955 og
fór í eigin útgerð 1959 þegar hann
keypti Hugin VE 65 ásamt Óskari
Sigurðssyni. Guðmundur Ingi keypti
hlut Óskars árið 1958. Guðmundur
Ingi og fjölskylda hafa síðan átt þrjú
skip með sama nafni, en seinni skipin
voru skráð Huginn VE 55 og voru öll
nýsmíði. Einnig átti hann Sleipni VE
og var eigandi að Vestmannaey VE
54, sem hann og Krist-
inn Pálsson mágur
hans létu smíða í Jap-
an.
Guðmundur Ingi var
alla tíð farsæll skip-
stjóri og útgerðarmað-
ur og í dag er Huginn
VE eitt glæsilegasta
skip íslenska fiskveiði-
flotans.
Guðmundur Ingi var
virkur í félagsstarfi
skipstjóra og útvegs-
bænda í Vestmanna-
eyjum og Skipstjóra-
og stýrimannafélagið
Verðandi heiðraði hann fyrir vel
unnin störf. Einnig var hann félagi í
Akóges og Golfklúbbi Vestmanna-
eyja og studdi dyggilega við bakið á
ÍBV.
Eftirlifandi kona hans er Kristín
Pálsdóttir frá Þingholti í Vest-
mannaeyjum. Þau eiga fjögur börn,
Guðmund Hugin, Bryndísi Önnu, Pál
Þór og Gylfa Viðar, og barnabörnin
eru orðin ellefu.
GUÐMUNDUR INGI
GUÐMUNDSSON
GUNNAR Sigurðsson,
fyrrverandi flugvallar-
stjóri Reykjavíkurflug-
vallar, lést hinn 15. júní
á hjúkrunarheimilinu
Sóltúni, 89 ára að aldri.
Gunnar fæddist á Akur-
eyri 4. september árið
1916 og voru foreldrar
hans Sigurður Sigurðs-
son bóksali og Soffía
Stefánsdóttir. Gunnar
lauk námi í flugvallar-
stjórnun frá Parks Col-
lege of Aeoronautical
Technology í St. Louis
University í Bandaríkj-
unum árið 1944 og var settur flug-
vallarstjóri Reykjavíkurflugvallar
(1946–1947). Hann gegndi störfum
sem fulltrúi flugmálastjóra ríkisins
frá 1949–1951 og sem skrifstofustjóri
flugmálastjóra frá
1952–1956. Hann var
skipaður flugvallar-
stjóri Reykjavíkur-
flugvallar árið 1956 og
gegndi því starfi í lið-
lega 40 ár, eða til 1.
febrúar árið 1987.
Gunnar sat í flugráði
um nokkurra ára skeið
og var í stjórn Íslensk-
ameríska félagsins frá
1954 og formaður þess
frá 1961–1963.
Gunnar hlaut ýmsar
viðurkenningar vegna
starfa sinna að flug-
málum og var m.a. sæmdur riddara-
krossi hinnar íslensku fálkaorðu.
Eiginkona Gunnars, Elínborg Sig-
urðsson, lést árið 2003 og láta þau
eftir sig þrjú uppkomin börn.
Andlát
GUNNAR
SIGURÐSSON
FRAMLEIÐSLA rafmagns úr sjáv-
arstraumum með skoskri tækni, yf-
irbyggð skíðabrekka í Reykjavík,
stofnfrumubanki og lággæslufang-
elsi þar sem fangar vinna við lífrænt
kúabú eru meðal þeirra viðskipta-
hugmynda sem nemendur á 1. ári í
viðskiptafræði og lögfræði hafa
unnið að í Háskólanum í Reykjavík í
vetur og kynnt voru í skólanum á
fimmtudag.
Frá því að Háskólinn í Reykjavík
var stofnaður árið 1998 hafa nem-
endur á 1. ári unnið viðskiptaáætl-
anir að stofnun fyrirtækja. Ásta
Bjarnadóttir, forstöðukona BSc-
náms í viðskiptafræði við skólann,
segir að námskeiðið sé komið til
vegna hlutverks Háskólans í Reykja-
vík, sem sé að efla samkeppnishæfni
íslensks atvinnulífs. Markmið nám-
skeiðsins er að allir í skólanum
kunni að stofna fyrirtæki og þeir
hafi þá hugsun að þeir eigi að gera
það. Nú stendur til að víkka nám-
skeiðið frekar út. „Á næsta ári munu
verkfræðinemar, laganemar og við-
skiptafræðinemar vinna saman við
verkefni. Við viljum fá hugmyndir
sem tengjast hátækni og hugmyndir
þar sem þekking mismunandi aðila
nýtist vel,“ segir Ásta. Hún bendir á
að rannsóknir sýni að hlutfall frum-
kvöðla sem eru háskólamenntaðir sé
hér lægra en í nágrannalöndunum
og því þurfi að breyta. Með því að
hvetja fólk með háskólamenntun til
að koma hugmyndum sínum í fram-
kvæmd sé hægt að auka nýsköpun í
íslensku atvinnulífi.
Alls voru 32 viðskiptaáætlanir
unnar af nemendum í vetur. Einn
hópurinn fann upp á nýrri gerð leik-
fanga með rafeindaskynjurum, ann-
ar vann að áætlun um framleiðslu
mjólkurvara úr stoðmjólk og enn
annar skoðaði möguleika á sögu-
safni við Bláa lónið þar sem fólk
gæti tekið þátt í og upplifað kafla úr
Íslandssögunni.
Morgunblaðið/ÞÖK
Nemendur í Háskólanum í Reykjavík kynna viðskiptaáætlun sína um stofn-
un stofnfrumubanka, eina þeirra 32 áætlana sem unnar voru í vetur.
Fangar vinni á lífrænu kúabúi
NÆR helmingur foreldra eða 42,8%
hefur ekki sett börnum sínum nein-
ar reglur um netnotkun og 45,5%
foreldra hafa lítið sinnt því að ræða
við börn sín um öryggi á netinu.
Þetta kemur fram í könnun sem
Gallup hefur gert fyrir Símann og
SAFT (Samfélag, fjölskylda og
tækni).
Síminn og SAFT, vakningarverk-
efni hjá Heimili og skóla um örugga
notkun barna og unglinga á netinu
og tengdum miðlum, hafa í samein-
ingu gefið út leiðbeiningaspjald þar
sem fjallað er um öryggi á netinu og
í farsímanum og hvaða atriði er
mikilvægast að ræða við börn og
unglinga varðandi net- og far-
símanotkun. Spjaldinu verður dreift
til allra foreldra 6–14 ára barna.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra og Sjöfn Þórð-
ardóttir, formaður foreldrafélags
Grunnskóla Seltjarnarness, tóku við
fyrstu leiðbeiningaspjöldunum í
verslun Símans í Smáralind.
42% ekki sett reglur um netnotkun
F.v. Anna Margrét Sigurðardóttir, verkefnisstjóri SAFT, Eva Magnús-
dóttir, upplýsingafulltrúi Símans, börnin Aron Freyr og Elín Helga Lár-
usarbörn, Sjöfn Þórðardóttir, formaður Foreldrafélags grunnskóla Sel-
tjarnarness, og Lárus B. Lárusson ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur
menntamálaráðherra sem veitti viðtöku fyrsta spjaldinu.
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111