Morgunblaðið - 17.06.2006, Side 26

Morgunblaðið - 17.06.2006, Side 26
Hólmavík | Verið er að slá kop- arklæðningu á þak Hólmavík- urkirkju þessar vikurnar. Fyrir tveimur árum var settur kopar á þak turnsins en nú verður allt þakið klætt kopar. Hólmavíkurkirkja stendur á Brennhól og setur mikinn svip á bæinn. Hún var byggð á árinu 1952. Kopar er nú settur á þakið í stað bárujárns til þess að minnka viðhaldskostnað. Áætlað er að verkinu ljúki um miðjan júlí. Þegar rigningunni slotar má því búast við að fag- urlega glampi á koparinn í sól- skininu og Hólmavíkurkirkja verði enn fallegri. Kopar á þak Hólmavíkurkirkju Byggingar Suðurnes | Akureyri | Árborg Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri sími 569-1100, Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, 669-1114. Vesturland Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Hólmvíkingar ætla eins og aðrir lands- menn að halda þjóðhátíðardaginn hátíð- legan í dag, sautjánda júní. Hátíðarhöldin hefjast með keppni í 100 metra sundi með frjálsri aðferð fyrir hádegi. Eftir hádegi safnast íbúar svo saman í Hvamminum við kirkjuna, skrýðast fánum, blöðrum og veifum og fara í skrúðgöngu að Íþrótta- miðstöðinni þar sem skemmtunin fer fram. Farið verður í leiki, fjallkona flytur ávarp og ungir og aldnir íbúar gleðjast saman.    Grunnskólakennarar á Hólmavík ásamt öðru starfsfólki skólans og mökum eru ný- komnir heim úr ferð til vinabæjarins Hole í Noregi. Þar skoðuðu ferðalangarnir skóla og aðra áhugaverða staði í sveitarfé- laginu og hlutu höfðinglegar móttökur hjá vinunum norsku. Vinabæjarsamskiptin eflast svo og styrkjast enn frekar þessa helgi, en tveir fulltrúar hins nýsameinaða sveitarfélags Hólmavíkur- og Broddaneshrepps eru staddir á vinabæjarmóti í Finnlandi. Mót- ið er að þessu sinni haldið í Merimesku og Kustavi og hittast þar fulltrúar allra nor- rænu vinabæjanna og bera saman bækur sínar.    Námskeið fyrir starfsfólk í þjónustustörf- um var haldið á Café Riis á Hólmavík á fimmtudaginn. Útflutningsráð Íslands stóð fyrir námskeiðinu og Samtök ferða- þjónustunnar og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, ATVEST, komu einnig að því. Fyrirlesari námskeiðsins var Margrét Reynisdóttir frá Útflutningsráði. 20 manns sóttu námskeiðið og komu frá Hólmavík, Drangsnesi og Stykkishólmi. Fjallað var um helstu þjónustuþætti eins og ásýnd, áreiðanleika, viðmót og fram- komu. Þátttakendur voru margir af yngri kyn- slóðinni, úr ýmsum þjónustugreinum og konur í miklum meirihluta. Margt áhuga- vert kom fram á námskeiðinu og virtist mikil vakning til að gera betur og deildu þátttakendur reynslu sinni í því skyni. Úr bæjarlífinu HÓLMAVÍK EFTIR KRISTÍNU SIGURRÓS EINARSDÓTTUR FRÉTTARITARA Egilsstaðir | Í dag verður ljósmyndasýn- inginn Brot úr sögu bílaaldar opnuð í anddyri Safnahússins á Egilsstöðum. Myndefnið er bifreiðin og hvernig hún á 20. öldinni leysti af hólmi þarfasta þjón- inn. Sýningin er á vegum Ljósmynda- safns Austurlands og eru myndirnar all- ar teknar á Austurlandi eða tengdar Austfirðingum. M.a. eru á sýningunni myndir af bílum KHB, teknar á 6. ára- tugnum, eftir Kristján Ólason sem var áhugaljósmyndari, búsettur á Reyð- arfirði. Einnig eru sýnd skjöl frá ýmsum tíma, svo sem umsóknir um bifreiða- kaup, ábyrgðir vegna kaupa á Ford sjálfrenningi og gömul ökuskírteini. Ljósmynd/Minjasafn Austurlands Brot úr sögu bílaaldar Guðmundur Frið-jónsson skáld áSandi skrifaði um eldgamlar vísur og kall- aði barnagælur: Blessuð lóan syngur sætt og segir dýrðin. Það er hennar þakkargjörðin, þegar hún kemur hér í fjörðinn. Hann segir, að svan- urinn komist eigi til jafns við lóuna á alþýðuskálda vörum. Þessa vísu hafi hann lært barn um hann og enga aðra, en finnur að því, að svo veglegur söngvari eigi eigi heima þarna: Sungu með mér svanur, örn, smyrill, kría, haukur, keldusvín og krummabörn, kjói og hrossagaukur. Og enn fremur skrifar Guðmundur Friðjónsson skáld á Sandi: Minn er Glói mesta þing, margan spóa eltir, hleypur móa hratt um kring, hátt við sjóinn geltir. Blessuð lóan syngur sætt pebl@mbl.is ♦♦♦ Keflavík | Sparisjóðurinn í Keflavík hefur ákveðið að veita sérstök hvatningarverð- laun við upphaf Ljósanætur í haust. Verð- launin, sem nema einni milljón króna, renna til fyrirtækis eða einstaklings, sem þótt hefur skara fram úr við uppbyggingu og atvinnusköpun á Suðurnesjum. Hugmyndin að því að efna til verð- launanna kviknaði innan sparisjóðsins þeg- ar tilkynnt var um uppsagnir hundruð starfsmanna varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli fyrr á þessu ári. Verðlaununum er ætlað að örva og hvetja fyrirtæki og ein- staklinga til þess að sækja fram og byggja upp nýja atvinnumöguleika á Suðurnesj- um. Þriggja manna dómnefnd mun ákvarða hver hlýtur verðlaunin. Ábendingar um fyrirtæki og einstaklinga sem taldir eru verðskulda verðlaunin eru vel þegnar, seg- ir í fréttatilkynningu, og er áhugasömum bent á að senda uppástungur á netfangið: hvatning@spkef.is, ásamt rökstuðningi. Hvati Geirmundur Kristinsson, Þorsteinn Erlingsson og Baldur Guðmundsson. SpKef efnir til hvatning- arverðlauna Mývatnssveit | Sólveig Illugadótt- ir hefur opnað sýn- ingu í Reykjahlíð- arkirkju. Yfirskrift sýningarinnar er Íslensk náttúra og villt dýr. Á sýningunni gefur að líta þjóðarfjallið Herðubreið, spendýr, sjávardýr og fugla. Nokkrum verkanna fylgja örsögur sem listakonan hefur spunnið við myndirnar. Sýningin sem er 27. einkasýning Sólveig- ar, er opin alla daga frá kl. 10 til 18 fram til 15. ágúst. Íslensk náttúra í Reykjahlíðarkirkju 15. – 22. ágúst Landbúnaðarferðin okkar er að þessu sinni til Bæjaralands í Þýskalandi og Austurríkis og er fyrir alla þá sem hafa mikinn áhuga á landbúnaði. Lögð verður áhersla á heimaframleiðslu á hinum ýmsu landbúnaðarvörum, heimsóttir bæir sem gefa hvað fjölbreyttasta mynd af því sem í boði er og ekki má gleyma hefðbundnum búskap. Flogið er til München og gist þar eina nótt áður en haldið er sem leið liggur til Austurríkis þar sem að gist er í 2 nætur. Seinni hluta ferðar verður gist í 4 nætur í bænum Kempten. Í ferðinni verða áhugaverðir ferðamannastaðir að sjálfsögðu skoðaðir í leiðinni. Fararstjóri: Inga Sigga Ragnarsdóttir s: 570 2790www.baendaferdir.is K Y N N T U Þ É R S É R F E R Ð I R F E R Ð A Þ J Ó N U S T U B Æ N D A Landbúnaðarferð Verð: 96.300 kr. á mann í tvíbýli. Suður Þýskaland og Austurríki Sp ör - Ra gn he ið ur In gu nn Ág ús ts dó tti r

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.