Morgunblaðið - 23.07.2006, Side 18
18 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Kaðalhálsmen með hraun-
dýfu. Endubrætt hraun um-
lykur hnút á kaðli. Þegar búið
er að bræða hraunið aftur lík-
ist það Hrafntinnu, fær mik-
inn gljáa og verður kolbika
svart.
Málefni sem varða nátt-úru Íslands skiptaokkur flest miklumáli. Rithöfundar,myndlistarmenn,
leikskáld, tónlistarmenn og fleiri hafa
tjáð skoðun sína á stöðu náttúrunnar
á Íslandi í verkum sínum. Fyrir
þremur vikum útskrifaði Gerrit Riet-
veld Akademían í Amsterdam 177
nemendur frá 13 deildum. Fjórir
nemendur voru útskrifaðir úr skart-
gripadeild skólans, þar á meðal var
Hildur Ýr Jónsdóttir. Þetta er í
fyrsta skipti sem íslenskur námsmað-
ur er útskrifaður frá þessari deild.
Útskriftaverk Hildar Ýrar saman-
stóð af 9 hringum, 14 nælum og 3
hálsmenum og eru skartgripirnir all-
ir viðbrögð við stóriðjuframkvæmd-
unum á Íslandi.
Skartgripadeildin við Gerrit Riet-
veld-akademíuna er ein sú elsta sinn-
ar tegundar. Námið tekur um 3 ár en
yfirleitt eru nemendur um 4 til 5 ár að
klára það þar sem miklar kröfur eru
gerðar til þeirra. Þegar nemendur
standa ekki undir væntingum þurfa
þeir að endurtaka árið.
Ný sýn á kjarnann
Markmiðið er að nemendur skapi
sjálfstæða skartgripi sem eru byggð-
ir á hugmyndafræðilegum bakgrunni
og auðgaðir með persónulegri sýn.
Nemendum deildarinnar er veitt
mikið frelsi, allt er leyfilegt en um
leið fylgir mikil ábyrgð og krafa um
sjálfstæð vinnubrögð, nemendur
þurfa að sýna sannfærandi persónu-
lega sýn. Námið snýst ekki um að
endurvinna hefðbundna sýn á skart-
gripum, nemendur eiga að keppast
við að koma með nýja sýn sem tjáir
kjarna skartgripa.
Hildur Ýr hóf nám sitt við Gerrit
Rietveld-akademíuna fyrir fjórum
árum. Fyrsta árið er eins konar forn-
ám þar sem nemendur fá að kynnast
skólanum og möguleikum hinna fjöl-
mörgu og ólíku deilda sem hann býð-
ur upp á. Þegar kom að því að velja
námsleið stóð val Hildar Ýrar á milli
skartgripadeildarinnar og „free di-
rection“, sem hægt er að þýða sem al-
menn myndlistardeild. Hildur Ýr
segir að það sem gerði útslagið við val
á deild hafi ekki verið skartgripirnir
sjálfir heldur það frelsi sem nemend-
ur fengu til að prófa sig áfram með
ólík efni. Eins heillaði hana að vinna
með þessa stærð af verkum, þó að
nemendur geti vel gert stór verk þá
er oftast unnið í smærri hlutföllum.
Einnig er skargripadeildin frekar fá-
menn deild, um 20 nemendur í heild-
ina dreifðir á 3 ár. Þetta fámenni ger-
ir námið persónulegt og samskipti
nemenda og kennara verða mjög ná-
in.
Hildur Ýr segir það hafa tekið sig
nokkra mánuði þegar hún hóf nám
við deildina að komast inn í hugsun-
arháttinn. „Nútímaskartgripagerð
finnst svo til ekki á Íslandi þannig að
það opnaðist í raun nýr heimur fyrir
mér sem var mjög spennandi. Ég
þurfti að læra sögu nútímaskartgripa
á stuttum tíma, hvað hefur verið gert
og hvað ekki.
Aðaláherslan á fyrsta árinu er á að
nemendur leiti að sinni persónulegu
leið við gerð skartgripa, tilraunir og
opinn hugur eru það sem skiptir
mestu máli.
Óður og ádeila
Hildur Ýr segir að hún hafi fljótt
farið að vinna með Ísland sem eins-
konar þema en með mjög mismun-
andi hætti bæði í efnisvali og hug-
myndum. „Í byrjun var það meira
óður til landsins en núna í lokin meiri
ádeila. Eftir því sem ég bjó lengur í
Hollandi saknaði ég Íslands meir og
meir og þá náttúrunnar frekar en
endilega samfélagsins, sem leiddi
hugann sterkt að öllum þessum virkj-
anaframkvæmdum sem eru að eyði-
leggja þessa stórbrotnu íslensku
náttúru. Ég vildi búa til mína náttúru
hér í Hollandi þar sem allt er marflatt
og ekki laust við að manni líði eins og
sardínu í dós.“
Hildur Ýr gerði seríur af fjalla-
hringum; hringi sem eru í laginu eins
og stór og voldug fjöll sem sitja föst
og stöðug á fingrunum. Fjallahring-
irnir eru mjög ólíkir sem og efnisval-
ið, ein serían var gerð úr kopar og
plastleir, aðrir hringar voru steyptir í
silfur, og fjöll prjónuð úr ull eða vír.
Hluti af lokaverkefninu eru líka
fjallahringir gerðir úr raunverulegu
hrauni; mismunandi molar hafa feng-
ið gat fyrir fingur og útkoman er
tignarlegur hringur sem færir nátt-
úruna nær þeim sem hringana bera.
Hildur Ýr hefur unnið með efni
sem tengjast Íslandi eins og til dæm-
is ull, bein og ýmis skinn. „Í hvert
skipti sem ég byrja að vinna með eitt-
hvað efni þarf ég að finna mína leið
með það, athuga hvað er hægt að
gera og finna mörkin. Ég ákvað að
vinna með roð sem er eins konar
„tabú“-efni á Íslandi þar sem það hef-
ur verið notað oft á mjög ófrumlegan
hátt. Ég sauð og steikti og gerði alls-
konar tilraunir með roðið þangað til
ég fann mína leið.“
Grunnhandtök í tækni
Nemendur deildarinnar hafa mjög
ólíkan bakgrunn. Um helmingur
þeirra hefur einhvers konar hefð-
bundna tækniþekkingu, yfirleitt úr
silfur- og gullsmíði, og koma þeir
nemendur þá oft í deildina til þess að
brjóta sig frá hinum hefðbundna
hugsunarhætti sem ríkir í þeim fög-
um. „Þeir nemendur sem höfðu litla
sem enga tækniþekkingu eins og ég
þurfa á fyrsta árinu að mæta í tækni-
kennslu þar sem kennd eru grunn-
handtökin, hvernig meðhöndla eigi
verkfæri, og svo er fræðsla um
málma og önnur efni og aðferðir.“
Ísland, virkjanir og álverksmiðjur
Lokaárið í deildinni er eingöngu
ætlað lokaverkefninu, í september á
grunnhugmyndin að verkefninu að
vera fædd. Árið skiptist í tvær annir.
Fyrri önnin er notuð fyrir rann-
sóknavinnu, prufur og tilraunir. Í
janúar er svo nemendum gefið grænt
eða rautt ljós sem gefur til kynna
hvort þeir geta haldið áfram með
verkefnið og þróað hugmyndir sínar
til enda og útskrifast um sumarið.
Nemendur þurfa einnig að skrifa BA-
ritgerð meðfram vinnu að verkefninu
sjálfu.
„Síðasta sumar kviknaði hug-
myndin mín að lokaverkefni, ég vildi
halda áfram að vinna með Ísland og
virkjanir og álverksmiðjur voru ofar-
lega í huga mér. Upphafspunkturinn
var að vinna með efnið ál og reyna að
láta það taka yfir önnur efni svipað og
þegar hraun rennur eftir eldgos.“
Hildur Ýr notaði nokkra mánuði í
að finna sína leið með álið og eftir
margar tilraunir fann hún sína eigin
tækni þar sem hún bræddi ál og
steypti utan um bein og við. Meðfram
tilraunum með álið gerði Hildur Ýr
aðra tilraun þar sem hún var að at-
huga hvort hún gæti endurbrætt og
endurformað hraun og fjallaði BA-
ritgerðin um þá tilraun. Tilraunirnar
tóku langan tíma en kennarar deild-
arinnar gefa nemendum frjálsræði til
að detta ofan í flókna og tímafreka til-
raunastarfsemi. Skólinn bjó ekki yfir
nógu fullkomnum bræðsluofnum og
tækjum fyrir tilraunir Hildar Ýrar
þannig að stór hluti af verkefninu var
unninn í Ungverjalandi við Alþjóð-
lega keramikstúdíóið í Keckemét.
Lokaverkefni Hildar Ýrar kallast
Iceland under attack! „Ég ákvað að
hafa stóran og afgerandi titil, ég vildi
vekja fólk til umhugsunar með verk-
efninu og bjó ég til bók með myndum
frá virkjunarsvæðum til þess að geta
frætt fólk um stöðuna.“
Skartgripirnir sjálfir eru fallegir
en á sama tíma sérkennilegir og dul-
arfullir. Náttúrulegt form efnanna
fær að halda sér, hlutirnir hafa ekki
baklið eða framhlið, festingarnar á
nælunum eru jafnmikilvægar og
framhliðin. Festingar og samsetning-
ar eru mjög mikilvægur hluti í skar-
gripagerð og illa úthugsuð festing
getur eyðilagt merkingu hlutarins.
Skartgripir Hildar Ýrar eru úr
hlutum sem finna má í náttúrunni og
umhverfinu. Í augum margra er efni-
viðurinn verðlaust drasl, og því er
mikilvægt að festingar og frágangur
á skartgripunum séu sterk og sann-
færandi. Festingar á nælum eru úr
gömlum nöglum og vír þannig að
nælan nær að mynda heildarheim.
Verðlausum hlutum er breytt í
áhrifaríkan skartgrip sem hefur sögu
og merkingu.
Útsendarar frá helstu skartgripa-
galleríum og söfnum í Evrópu mæta
á útskriftasýningu skartgripadeildar
Gerrit Rietveld-akademíunnar og
velja til sín verk frá nemendum.
Nokkur verk frá nemendum í helstu
skartgripadeildum Evrópu eru valin
á sýningu Hollenska einkasafnsins
Marzee sem efnir til árlegrar keppni
um bestu útskriftarverkin í byrjun
ágúst. Nokkur verk frá Hildi Ýr voru
valin í ár sem er mikill heiður fyrir
upprennandi skartgripasmið.
Í hlutarins eðli | Nýverið út-
skrifaðist Hildur Ýr Jóns-
dóttir úr skartgripadeild
Gerrit Rietveld-akademí-
unnar í Amsterdam. Bryn-
hildur Pálsdóttir ræddi
meðal annars við hana um
útskriftarverkefnið, sem
endurspeglar skoðanir á
stóriðjuframkvæmdum.
Roðhálsmen – Hildur Ýr fann sér nýjar
leiðir til að vinna með fiskiroð, hún sauð
og blés upp roðblöðrur sem eru festar á
gamalt fiskireipi. Útkoman er áhugavert
hálsmen sem minnir á gróðurinn í fjör-
unni.
Næla úr viðarbút og áli. Í fjarlægð minnir næl-
an á forna nælu en þegar nær er komið kemur
í ljós hið óvænta. Álið tegir sig yfir viðarbútinn
eins og tyggjó og situr fast.
Fiskibeinsnæla með áli sem hefur náð að brenna sig fast við beinið.
Hraunhringur. Voldugur hringur úr hraunmola, náttúrulegt formið er
ósnert og fær að njóta sín. 100 prósent hraun.
Hildur Ýr með skartgrip sem er bæði næla og hálsmen úr íslenskri ull og áli.
Saman mynda þessi efni einskonar sveigjanlegt landslag sem hægt er að
festa á óteljandi vegu á líkamann.
Fjallahringir og fleira skart
hannar@mbl.is
Höfundur er vöruhönnuður
Ál sem hefur
runnið yfir flot-
holt fest á
gamlan kaðal
var eitt af háls-
menum Hildar
Ýrar, stóriðjan
rennur yfir sjáv-
arútveginn.
’ Nútímaskartgripa-gerð finnst svo til
ekki á Íslandi þannig
að það opnaðist í
raun nýr heimur
fyrir mér. ‘