Morgunblaðið - 23.07.2006, Qupperneq 30
30 SUNNUDAGUR 23. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Íbúðir
HRÍSÁS - SKORRADALSHREPPI
Til sölu eru 75 m2 sumarhús í byggingu á
eignarlóð við Hrísás 17 í landi Indriða-
staða, Skorradalshreppi. Hér er um að
ræða óvenjulega glæsileg og íburðarmikil
hús. Allur frágangur til fyrirmyndar. Steypt
plata með hitalögn. Húsunum verður skil-
að með gólfefnum og hurðum en án inn-
réttinga og tækja. Fallega staðsett 3682
m2 kjarrivaxin eignarlóð.
Verð: 18,9 millj. 13957
Nánari upplýsingar á skrifstofu FM, s. 550 3000, einnig á fmeignir.is
SKÁLALÆKJAÁS - SKORRADALSHREPPI
Til sölu eru 97,1 m2 sumarhús í byggingu
á eignarlóð við Skálalækjarás 1 í landi
Indriðastaða, Skorradalshreppi. Hér er
um að ræða óvenjulega glæsileg og
íburðarmikil hús. Allur frágangur til fyrir-
myndar. Steypt plata með hitalögn. Hús-
unum verður skilað með gólfefnum og
hurðum en án innréttinga og tækja. Fal-
lega staðsett 3.963 m2 kjarrivaxin eignar-
lóð. 13956
Nánari upplýsingar á skrifstofu FM, s. 550 3000, einnig á fmeignir.is
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali.
Glæsileg húseign í hjarta miðborgarinnar.
Hér er um að ræða tæplega 400 fm eign
sem hefur verið mikið endurnýjuð á síðustu
tveimur árum. Eignin skiptist í 14 íbúðar-
herb., 4 baðherb., gott eldhús, borðstofu
og snyrtingu. Að auki er 2ja herb. íbúð með
sérinng. í kjallara. Lóðin er 309 fm eignarlóð
með aðkomu frá Lækjargötu. Húsið, sem er
teiknað af Rögnvaldi Ólafssyni arkitekt hef-
ur verið látið halda sem mestum uppruna
sínum.
ALLAR FREKARI UPPLÝSINGAR
Á SKRIFSTOFU.
Skólabrú - Heil húseign til leigu
BORGARTÚN - LAUST
Góð 444 fm skrifstofuhæð á 3. hæð miðsvæðis í Borgartúni.
Mjög sýnileg staðsetning. Góð aðkoma er að húsinu.
Hæðin er nú innréttuð sem 12 skrifstofuherbergi, kaffistofa og
snyrting. Möguleg aðstoð við fjármögnun. V. 69,9 m. 7432
Sími 511 2900
Áhugasamir hafið sambandi við skrifstofu
Leigulistans, eða Guðlaug í s. 896 0747.
Til sölu - Síðumúli
(allt húsnæði Gutenbergs)
www.valholl.is
www.nybyggingar.is
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30.
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.Sími 588 4477
Fjárfestingatækifæri!
Höfum fengið í einkasölu alla
húseignina við Síðumúla 16-18 í
Reykjavík, heildarstærð
eignarinnar er samtals 2320 fm.
Framhús, jarðhæð og önnur hæð,
verslun og skrifstofur, samtals ca
936 fm.
Bakhús, jarðhæð, lager, iðnaður,
samtals ca 1384 fm.
Mjög góð staðsetning. Aðkoma að húsnæðinu er mjög góð, næg bílastæði.
Afhending er samkomulag. Óskað er eftir tilboðum í eignina.
Húsið hentar undir hverslags rekstur, svo sem verslun, þjónustu, lager og/eða
framleiðslu.
Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í símum 588-4477 og 822-8242.
ÞAÐ var viðtekin regla hér á ár-
um áður að berja á landbúnaðinum
þegar stjórnvöldum
urðu á mistök í stjórn
efnahagsmála. Á síðari
árum hafa menn þó al-
mennt orðið víðsýnni
og gert sér grein fyrir
fjölþættu mikilvægi ís-
lensks landbúnaðar,
m.a. fyrir framleiðslu á
hollri neysluvöru og til
að treysta matvæla-
öryggi þjóðarinnar.
Sömuleiðis er öflugur
og fjölþættur landbún-
aður og iðnaður honum
tengdur forsenda fyrir
nýsköpun atvinnulífs,
byggðar og búsetu vítt
og breitt um landið.
Engu að síður er afar
brýnt að endurskoða
stefnu stjórnvalda í
landbúnaðarmálum.
Matvælanefnd for-
sætisráðherra á
villigötum
Yfirlýsingar fulltrúa
BSRB og Bænda-
samtakanna um störf
og áherslur Mat-
vælanefndarinnar s.k.
benda til að hún hafi
fyrst og fremst verið
sett á fót til að draga
fram andstæða hags-
muni neytenda og laun-
þega annars vegar og
íslensks landbúnaðar,
bænda og þess fólks
sem kemur að framleiðslu og vinnslu
landbúnaðarafurða hins vegar. Er
slík nálgun furðulega þröng því sam-
kvæmt erindisbréfi hafði nefndin
fengið það verkefni að leita leiða til
að ná niður verði á matvælum hér á
landi í víðum skilningi. Svo virðist
sem nefndinni hafi verið stýrt í það
gamla kratahjólfar frá síðustu öld að
berja á innlendri landbúnaðarfram-
leiðslu og þeim margvíslegu atvinnu-
greinum sem henni tengjast.
SVÞ vill græða en hverra
erinda gengur ASÍ?
Í yfirlýsingum frá Alþýðu-
sambandi Íslands (ASÍ) og Sam-
tökum verslunar og þjónustu (SVÞ)
er þess krafist að tollar á innfluttar
mjólkur- og kjötvörur verði taf-
arlaust lækkaðir, en sú aðgerð opnar
á hömlulítinn innflutning á þeim
vörum. Slík sjónarmið geta verið
skiljanleg út frá þröng-
um sjónarmiðum Sam-
taka verslunar og þjón-
ustu sem í
fákeppnisumhverfi sjá
fram á aukinn sjálf-
tökugróða. Erfiðara er
að skilja viðhorf ASÍ en
innan þeirra samtaka
er einmitt fjöldi fólks
sem á atvinnu sína, bú-
setu og eignaverð und-
ir því að matvælaiðn-
aðurinn haldist í
landinu og nái að
þróast og dafna frekar
en hitt. Verður manni
hugsað til samtaka
launafólks á Blönduósi,
Sauðárkróki, Ak-
ureyri, Kópaskeri, Sel-
fossi og víðar sem eiga
allt sitt undir þessari
vinnslu.
Athyglisvert er að
hjá BSRB, hinum
stærstu launþega-
samtökum landsins,
kveður við allt annan
tón. Í yfirlýsingu
þeirra er lögð áhersla á
að verðið eitt skipti
ekki öllu máli, einnig
verði að horfa til gæða,
hollustu og fram-
leiðsluöryggis gagn-
vart neytendum. Þá
beri að leggja áherslu
á byggða- og búsetu-
sjónarmið og vernda
atvinnu fjölda fólks í tæknivæddum
matvælaiðnaði. Bent er á að Íslend-
ingar hafi nú þegar afnumið tolla á
meginþorra innfluttra matvæla,
gagnstætt því sem til dæmis er í
ríkjum Evrópusambandsins.
Gæði, hollusta og öryggi inn-
lendra kjöt- og mjólkurvara
Við höfum verið stolt af færni okk-
ar og þekkingu í mjólkuriðnaði og
kjötiðnaðurinn sækir hratt fram. En
það er ekki sjálfgefið að þessi þekk-
ing, störf og háþróaði iðnaður hald-
ist í landinu. Fyrir nokkrum árum
stóðum við framarlega í skip-
smíðaiðnaði og nýjungum og tækni-
framförum á því sviði. Þau stjórn-
völd sem nú sitja sneru við honum
baki og síðan hefur bæði verkþekk-
ingin og skipasmíðin að mestu horfið
úr landi. Samkeppnisþjóðir okkar
stóðu vörð um sinn skipasmíðaiðnað.
Sömu sögu má segja um mörg önnur
tækifæri í iðnaði og annarri nýsköp-
un sem hafa hrakist úr landi í tíð
þessarar ríkisstjórnar.
Matvælaframleiðsla er dýrmætur
þáttur í sjálfstæði og innra öryggi
hverrar þjóðar og því skyldi varlega
gengið fram í að fórna henni.
Vinstri græn vilja þjóðarsátt
um íslenskan landbúnað
Skoðanakannanir meðal almenn-
ings sýna mikinn og afdráttarlausan
stuðning við landbúnaðinn og
dreifða búsetu í sveitum landsins.
Vinstrihreyfingin – grænt fram-
boð hefur lagt til að stuðningur rík-
isins við landbúnaðinn verði í aukn-
um mæli bundinn búsetunni,
jörðunum, vörslu landgæða og sjálf-
bærum, heilnæmum fram-
leiðsluháttum. Koma þarf í veg fyrir
raðuppkaup á jörðum og fram-
leiðslurétti, draga úr magntengdum
ríkisstuðningi, setja honum takmörk
og afnema framsalsrétt á þeim
greiðslum. Tryggja þarf möguleika
ungs fólks til að taka við búum eða
koma ný inn í búskap.
Þingmenn Vinstri grænna hafa
ítrekað flutt tillögur um að Alþingi
kjósi nefnd skipaða fulltrúum allra
þingflokka sem ásamt samtökum
bænda og öðrum hlutaðeigandi al-
mannasamtökum móti nýjan grund-
völl fyrir búvöruframleiðsluna og
geri tillögur um hvernig treysta
megi grunn fjölskyldubúsins og bú-
setu í sveitum landsins.
Þótt lækkun á tollum gagnvart
innfluttum kjöt- og mjólkurvörum
geti vel komið til greina við
ákveðnar aðstæður og þegar til
lengri tíma er litið er það ótvírætt að
einhliða aðgerðir af því tagi nú án
þess að annar virkur stuðningur sé
kominn til framkvæmda er algjört
glæfraspil. Ég er sannfærður um að
meginþorri þjóðarinnar er sammála
okkur í Vinstri grænum um, að
standa beri vörð um fjölþættan ís-
lenskan landbúnað, holla innlenda
matvælaframleiðslu, fjölskyldubú-
skap og öfluga byggð í sveitum
landsins.
„Að treysta á landið“!
Jón Bjarnason vill standa
vörð um öflugan og fjölþættan
landbúnað
’Erfiðara er aðskilja viðhorf
ASÍ en innan
þeirra samtaka
er einmitt fjöldi
fólks sem á at-
vinnu sína, bú-
setu og eigna-
verð undir því að
matvælaiðnaður-
inn haldist í land-
inu og nái að
þróast og dafna
frekar en hitt.‘
Jón Bjarnason
Höfundur er alþingismaður VG.