Morgunblaðið - 02.09.2006, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 02.09.2006, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 21 GLEÐILEGT NÝTT LEIKÁR! Opið hús í Borgarleikhúsinu á morgun, sunnudag, kl. 15.00–17.00 Boðið verður upp á veitingar fyrir unga sem aldna. Starfsfólk Borgarleikhússins, með leikhússtjórann í broddi fylkingar, bakar vöfflur fyrir gesti og gangandi. Heitt á könnunni og svaladrykkir fyrir börnin. Kynning verður á viðburðum vetrarins: Grettir, Amadeus, Dagur vonar, Mein Kampf, Fagra veröld, Lík í óskilum, Belgíska Kongó, Viltu finna milljón?, Ronja ræningjadóttir, Sönglist, Íslenski dansflokkurinn. Leikfélag Reykjavíkur 110 ára: Um helgina bjóðum við sérstakt afmælistilboð sem leikhúsunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara, 3 sýningar á aðeins 3.000 krónur!* Dagskrá: Forsalur: Kl. 15.15 Eggert Þorleifsson og Laddi syngja lag úr Viltu finna milljón? Kl. 15.25 Hansa syngur valin lög úr Gretti og Paris at night. Kl. 15.40 Krakkar úr Sönglist syngja. Kl. 15.50 Ronja, Birkir og Lovísa syngja lög úr Ronju ræningjadóttur. Kl. 16.00 Ronja veitir verðlaun fyrir teiknisamkeppnina „Ronja í sumarfríi”. Kl. 16.15 Krakkar úr Sönglist syngja. Kl. 16.30 Söngatriði úr Footloose. Kl. 16.45 Lög úr Gretti og Sól og Mána. Arnbjörg Hlíf og Hansa syngja. Tarzan tekur lagið í lok dagskrár. Nýja sviðið: Kl. 15.20 Opin æfing – Íslenski dansflokkurinn. Kl. 15.50 Opin æfing – Mein Kampf. Kl. 16.20 Opin æfing – Amadeus. Opnuð verður myndlistasýning barnanna „Ronja í sumarfríi”. Hitler, Ronja, Birkir, Tarzan og hjónakornin Mozart og Konstansa heilsa upp á gesti og gangandi. Geirfuglarnir spila og skemmta á milli atriða af sinni alkunnu snilld. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 6 5 7 *Gildir á Mein Kampf, Dag vonar og sýningu að eigin vali hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Miðasala 568 8000 www.borgarleikhusid.is Í KVIKMYNDINNI United 93 er sett á svið það sem átti sér stað um borð í farþegavél í flugi United- flugfélagsins númer 93 sem fórst með öllum farþegum á akri í Penn- sylvaníu í Bandaríkjunum hinn ör- lagaríka 11. september 2001. Fjórir hryðjuverkamenn höfðu þá freistað þess að taka yfir stjórn vélarinnar til að brotlenda henni á eða í grennd við Hvíta húsið, þar sem forseti Bandaríkjanna hefst við. Telja margir að farþegum flugvél- arinnar hafi tekist að yfirbuga mennina og afstýra með því frekari hörmungum en áttu sér stað þenn- an dag. Samþykki aðstandenda Breski leikstjórinn Paul Green- grass byggir sviðsetningu þess sem fram fór í vélinni að stærstum hluta á símtölum frá farþegum hennar, bæði til yfirvalda og ástvina sinna. Greengrass átti í nánu samstarfi við aðstandendur fórnarlambanna, fékk samþykki frá fjölskyldum allra fjörutíu farþeganna fyrir gerð myndarinnar og lagði mikið upp úr að komast sem næst sannleikanum um það sem gerðist um borð. Hon- um þykir hafa tekist vel upp og myndin hefur fengið góðar viðtökur þrátt fyrir háværa gagnrýni í fyrstu um réttmæti þess að gera kvikmynd um atburðinn þegar ekki var lengra liðið frá honum. Eftir sýningu myndarinnar á kvik- myndahátíðinni í Cannes blés hann á slíka gagnrýni enda væru fjöl- miðlar búnir að velta sér upp úr þessum atburðum í fimm ár. Og þrír aðstandendur, sem komu með honum til Cannes, tóku undir þetta. Greengrass sagðist þar ekki hafa vitneskju um hvað nákvæmlega gerðist um borð í flugvélinni en vit- að væri hvað gerðist annars staðar og byggt væri á því. Hann efast ekki um að myndin sýni raunsanna mynd af því sem gerðist, nær því verði ekki komist. Vildi alls ekki hlutverkið Khalid Abdalla leikur einn flug- ræningjanna í myndinni og sagðist hann hafa þurft að hugsa sig vel um áður en hann tók hlutverkið að sér. „Ég vildi alls ekki fá þetta hlut- verk og fór óviljugur í prufu, bæði vegna steríótýpunnar og hatursins sem fylgir þessu. En eftir að hafa séð myndir Pauls og talað við hann ákvað ég að slá til. Hann spurði mig meðal annars hvort ég teldi að það væri mögulegt að gera þessa mynd rétt. Ég er ekki bara að leika hryðju- verkamanninn heldur manninn sem passaði ekki inn í steríótýpuna og hafði samband við fjölskyldu sína meðan á þessu stóð. Maður hlýtur því að gera ráð fyrir að eitthvað hafi komið upp á, svo sem tafir eða mótmæli. Þarna voru fáir menn sem stóðu fyrir milljónir múslima og ég var meðal þeirra sem þeir rændu. En allar steríótýpur eru rangar og þetta er mitt framlag til að breyta því,“ sagði Abdalla. Engir hetjustælar „Paul tók líka strax fyrir það að sýna einhvern hetjuskap meðal far- þega,“ bætti David Basche við, sem leikur einn farþeganna í myndinni. „Hann vildi enga John Wayne- stæla og enginn átti að skera sig úr. Viðbrögð farþeganna voru þannig að þeir voru allir hetjur og hugrakkir. Þú gerir það sem þú heldur að sé rétt og þetta ókunnuga fólk kom saman sem einn í hetjuskap.“ United 93 var frumsýnd í kvik- myndahúsum í gær. Flug United 93 sviðsett Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Aðstandendur Fjölmargir ástvinir þeirra sem létust í flugvél United 93 komu til Cannes til að fylgja mynd Greengrass úr hlaði, en myndin var unnin í náinni samvinnu við aðstandendur farþeganna. Eftir Soffíu Haraldsdóttur soffia@islandia.is Kvikmyndir | Hryðjuverkin 11. september
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.