Morgunblaðið - 02.09.2006, Page 32
32 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Magnús Tumi Guðmundsson,prófessor í jarðeðlisfræði viðHáskóla Íslands, leggur tværspurningar um
Kárahnjúkastíflu fyrir
Landsvirkjun í miðopnu
Morgunblaðsins síðastlið-
inn þriðjudag, 29. ágúst, þá
seinni í þremur liðum. Um
alla efnisþætti spurning-
anna var fjallað á blaða-
mannafundi Landsvirkj-
unar 22. ágúst síðastliðinn
þar sem alþjóðleg, óháð
nefnd sérfræðinga sat fyrir
svörum ásamt fulltrúum
hönnuða og sérfræðiráð-
gjafa. Gögn, sem lögð voru
fram á þessum fundi, er að
finna á vefsíðunum www.karahnjukar.is
og www.lv.is. Landsvirkjun beindi fyr-
irspurnum Magnúsar Tuma til hönnuða
stíflumannvirkjanna, Kárahnjúkar Eng-
ineering Joint Venture (KEJV), og til
Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla Íslands í
jarðskjálftaverkfræði sem hefur end-
urmetið jarðskjálftaáraun á svæðinu og
rannsakað með reiknilíkani mögulegar
sprunguhreyfingar vegna fyllingar lóns-
ins.
Spurningar Magnúsar
Tuma og svör ráðgjafanna
eru eftirfarandi:
1) Eru til annars staðar í
heiminum jafnháar eða
hærri stíflur sem
byggðar hafa verið yfir
virkt sprungukerfi á
gliðnunarsvæði, hlið-
stætt sprungunum við
Kárahnjúka. Ef svo er,
hefur leki valdið vand-
ræðum við þær stíflur?
Rétt er að benda á að ekk-
ert verður staðhæft einhlítt
um virkni sprungukerfisins undir Kára-
hnjúkastíflu. Nýjustu jarðfræðirann-
sóknir á svæðinu hvorki staðfesta né úti-
loka hreyfingu á þessum sprungum eftir
síðasta jökulskeið. Síðasta greinanlega
hreyfing á sprun
siggengishreyfi
(ísöld) sem lauk
um. Samkvæmt
telst sprunga vi
öld.
Þetta er þó ek
Kárahnjúkastífl
hennar hefur fr
hreyfing kunni a
Svör við spurningum Magn
Tuma um Kárahnjúkastífl
Eftir Sigurð St. Arnalds » Síðastahreyfin
undir stíflu
ishreyfing
skeiði (ísöl
meira en 1
Samkvæm
skilgreinin
virk hafi h
eftir ísöld.
Sigurður St. Arnalds
Ó
víst er hversu mikið tjón
varð er marglyttur komust í
laxeldiskvíar hjá fiskeldis-
stöðinni Sæsilfri í Mjóafirði
aðfaranótt fimmtudags. Það
er þó talið umtalsvert og mikið áfall fyrir
laxeldið í firðinum. Menn sem starfa við
eldið líkja hinum óvænta, sterka haf-
straumi sem bar risavaxna marglytt-
utorfu inn með sér við náttúruhamfarir.
Fjórir Mjófirðingar vinna að jafnaði við
eldið auk þriggja til viðbótar.
Laxinn sem lenti í marglyttunum leitar
upp á yfirborð kvíanna og er nú unnið
sleitulaust nótt og dag að því að dæla hon-
um úr 14 kvíum í brunnbáta og flytja lif-
andi í sjó yfir í Neskaupstað, þar sem hon-
um er slátrað í laxasláturhúsi
Síldarvinnslunnar. Þá er fyrirséð að eitt-
hvað af fiski drepst í kvíunum.
Samtals geta brunnbátarnir tekið um
eða yfir 20 þúsund fiska í ferð, en fyrstu
tvo sólarhringana höfðu Sæsilfursmenn
aðeins á að skipa bát sem tók rúmlega
5.000 fiska í ferð, þannig að nú gengur
hraðar að koma sláturlaxinum yfir í Norð-
fjörð. Í laxasláturhúsinu þar vinna um 50
manns við slátrunina og hefur yfir 20
manns verið bætt við aukalega til að
hraða afköstum. Sá lax sem slátrað hefur
verið undanfarna tvo daga er ekki allur
kominn í fulla sláturstærð og er meðalvigt
hans um 3 kíló, en heppileg sláturstærð er
talin 4–5 kíló. Þá er fiskurinn heldur feit-
ur og í honum fóður, en menn búast við að
sá fiskur sem eftir er að slátra muni líta
mun betur út þar sem fóðurgjöf var hætt
á fimmtudag.
Í 14 kvíum Sæsilfurs í Mjóafirði voru 3
þúsund tonn, eða 600–700 þúsund stykki
af laxi þegar marglyttufárið reið yfir og
þyngd hans frá 1,5 kg upp í 5 kg. Slátra
má 4.000 tonnum á þessu ári og vaninn að
taka hverja kví af annarri miðað við hvar
fiskurinn stendur í þroska, en það skipu-
lag riðlast nú.
Laxinn drepst nánast strax
Þetta var þriðja marglyttuskotið sem
fiskeldið í Mjóafirði verður fyrir í sumar,
eitt var síðast í júlí og annað um miðjan
ágúst og var skaðinn í þeim tveimur til-
fellum ekki stórvægilegur, enda réðu
varnargirðingar við að halda marglytt-
unni frá. Við marglyttubruna í augu og
tálkn laxins drepst hann nánast strax.
Brenni aðeins hreistrið getur fiskurinn
hugsanlega jafnað sig, en fái hann sár get-
ur tekið margar vikur og mánuði fyrir
hann að dragast upp og drepast. Því berj-
ast menn nú v
skapa þannig v
hann verða sjál
„Við erum að
ólfur Sigfússon
silfri í Mjóafir
blaðið í gæ
yfirborðinu og
af áður en hann
að takmarkað
hverja fjármun
erfitt að giska á
að slátra. „Ka
sem við þurfum
plús kannski an
til að það fari
veit ekki hvað
tálkn- og augn
fljótt til botns í
en þær er hæg
andi fer að hæ
okkur og svo sj
Marglyttustrau
líkt við náttúruh
Morgunblaðið/Kristín Ágú
Laxaslátrun Lokaskolun áður en laxinum verður pakkað.
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
og Kristínu Ágústsdóttur
Stórtjón Unnið er allan sólarhringinn hjá Sæsilfri við að bjarga verðmætum eftir marglyttuárás í viku
SAMA TÓBAKIÐ
Ósvífni tóhaksframleiðenda erengin takmörk sett. Árumsaman rengdu þeir gegn betri
vitund niðurstöður vísindamanna um
hætturnar, sem fylgja tóbaksreyking-
um. Þótt hver rannsóknin á fætur ann-
arri sýndi fram á tengsl á milli reyk-
inga og krabbameins í lungum
þráuðust þeir við og jusu fé í áróður,
sem ætlað var að telja fólki trú um
skaðleysi tóbaks.
Nú er komið í ljós að tóbaksfyrir-
tækin eru enn við sama heygarðshorn-
ið. Samkvæmt fréttum, sem komu
fram í vikunni, hefur nikótínmagn í
sígarettum aukist um 10 af hundraði á
undanförnum sex árum. Samkvæmt
könnun, sem heilbrigðisyfirvöld í
Massachusetts í Bandaríkjunum birtu
á þriðjudag, á þetta við um allar helstu
sígarettutegundirnar og var eitt dæmi
nefnt um að nikótínmagnið, sem endar
í lungum reykingamannsins, hefði
aukist um 20 af hundraði. Eins og seg-
ir í skýrslu um málið hefur þetta í för
með sér að það er erfiðara fyrir reyk-
ingafólk að hætta og auðveldara verð-
ur að ánetjast eitrinu.
Ekki er nóg með þetta. Á undan-
förnum dögum hefur einnig verið
fjallað um markvissan blekkingarleik,
sem tóbaksfyrirtækin stunda með því
að merkja sígarettur með þeim hætti
að neytandinn heldur að þær séu
hættuminni en aðrar. Samkvæmt
gögnum, sem fram komu í tengslum
við dómsmál í Washington-borg, hafa
tóbaksfyrirtækin vitað frá því á sjö-
unda áratugnum að sígarettur, sem til
dæmis eru merktar „léttar“ og „mjög
léttar“ eru alveg jafn hættulegar
heilsunni og aðrar sígarettur. 85 af
hundraði reykingamanna reykja „létt-
ar“ sígarettur í þeirri trú að þær séu
öruggar, en átta sig ekki á því að þær
eru jafnhættulegar og sígarettur, sem
ekki bera slíkar merkingar. Sam-
kvæmt rannsóknum er ástæðan sú að
fíkillinn verður að fá sinn nikótín-
skammt og sé skammturinn í „léttu“
sígarettunni ekki nógu stór reykir
hann einfaldlega stífar, dregur and-
ann dýpra, heldur fyrir örlitlar holur í
síunni eða fær sér fleiri sígarettur.
Þetta gera 95 af hundraði allra reyk-
ingamanna.
Svo virðist sem tóbaksfyrirtækjun-
um hafi ekki aðeins tekist að blekkja
almenning heldur einnig yfirvöld. Bú-
in var til aðferð til að mæla nikótín og
tjöru í sígarettum. Gallinn við hana er
sá að hún líkir ekki eftir hinum hefð-
bundna reykingamanni og veitir því
ómarktækar niðurstöður. Mælingar
hennar gefa til kynna að sígarettur
séu mun hættuminni en þær eru í
raun. Meðferðir til að hjálpa fólki að
hætta að reykja miða við þessar nið-
urstöður og segja sérfræðingar að nú
þurfi að breyta hlutfalli nikótíns í til
dæmis plástrum og tyggigúmmíi.
Yfirvöld í Massachusetts hafa hins
vegar líkt eftir reykingamanninum í
sínum mælingum, meðal annars með
því að halda fyrir loftgöt í sígarettusí-
um og gera ráð fyrir dýpri öndun.
Samkvæmt þeim voru 93% af þeim 179
tegundum af sígarettum, sem prófað-
ar voru árið 2004, í efsta flokki nikó-
tíns. Það átti við um 84% af þeim 116
tegundum, sem prófaðar voru árið
1998. Einu gildir um merkingarnar,
þetta er allt sama tóbakið.
Tóbaksfyrirtækin hafa verið neydd
til þess að setja viðvaranir á vöru sína,
en það er óhætt að segja að ekki fylgi
hugur máli. Í gögnunum, sem fram
komu við áðurnefnd réttarhöld, segir
á einum stað að tilhneiging reykinga-
manna til að hætta alveg að reykja
geti skapað „sérstakan vanda fyrir
sígarettuiðnaðinn“. Nú er ljóst hvern-
ig tóbaksfyrirtækin hafa brugðist við
þessum vanda. Þau hafa ofið vef
blekkinga. Þau hafa vísvitandi villt um
fyrir neytendum með því að telja þeim
trú um að með því að reykja „léttar“
sígarettur væri hættan á sjúkdómum
á borð við krabbamein minni. Þetta er
lygi. Tóbaksfyrirtækin hafa neitað að
svara spurningum fjölmiðla um þessi
mál. Vinnubrögð tóbaksframleiðenda
eru fyrirlitleg og framleiðsla þeirra
ætti að vera undir ströngu eftirliti. Nú
má búast við að þrýstingur skapist á
bandarísk heilbrigðisyfirvöld að koma
á eftirliti með tóbaksiðnaðinum, en ís-
lensk heilbrigðisyfirvöld verða einnig
að gera kröfur um þá vöru, sem flutt
er inn í landið. Tóbaksiðnaðinum er
ekki treystandi til að hafa eftirlit með
sjálfum sér. Ástæðan er einföld.
Hagsmunir hans og neytenda fara
ekki saman.
BARÁTTA BOLVÍKINGA
Barátta Bolvíkinga fyrir tilverusinni er skiljanleg. Í eina tíð börð-
ust þeir fyrir brimbrjót til þess að
tryggja bátum sínum betri höfn. Brim-
brjóturinn í Bolungarvík var reglulegt
fréttaefni í Morgunblaðinu á þeim tíma
enda helzti baráttumaður fyrir þeim
hagsmunum Bolvíkinga á Alþingi, Sig-
urður Bjarnason frá Vigur, sem þá var
líka ritstjóri Morgunblaðsins og lifir
nú í hárri elli.
Nú berjast Bolvíkingar fyrir örugg-
um samgöngum á landi og láir þeim
enginn, sem ekið hefur fyrir Óshlíðina.
Í fyrrakvöld ók bílafloti frá Bolung-
arvík eftir Óshlíðarvegi til Ísafjarðar
undir forystu röggsamrar húsmóður,
Valrúnar Valgeirsdóttur, til þess að
undirstrika kröfur Bolvíkinga.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að
leggja milljarð í jarðgangagerð til þess
að losa Bolvíkinga úr þeirri prísund,
sem þeir raunverulega eru í.
Það er full ástæða til að standa með
Bolvíkingum í baráttu þeirra fyrir
bættum samgöngum. Bolvíkingar og
þeir sem rætur eiga í Bolungarvík eiga
að taka höndum saman um að knýja á
um þessar framkvæmdir með eins
miklum hraða og nokkur er kostur.
Jónas Guðmundsson sýslumaður
sagði af þessu tilefni að fólk ætti ekki
að fara um Óshlíð nema brýn þörf væri
á. Það er rétt hjá sýslumanninum og
þau ummæli hans eru enn ein undir-
strikun á því hversu alvarlegt ástandið
er á þessu slóðum.
Baráttunni fyrir brimbrjótnum er
löngu lokið en baráttunni fyrir jarð-
göngum og þar með öruggum sam-
göngum til og frá Bolunarvík á ekki að
ljúka fyrr en ný göng hafa verið opnuð.