Morgunblaðið - 02.09.2006, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 02.09.2006, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EN NE M M / SÍA • • • • • • • • • • • • Fræ›sla og sko›unarfer›ir um álveri› Hoppukastalar fyrir krakkana Myndlistars‡ningin Hin blí›u hraun í Straumsvík Alcanhlaupi› flar sem allir fá ver›laun Sunnudagskaffi í Straumsvík Í TVÍGANG hefur undirritaður fullyrt hér á vettvangi Mbl. að verð- tryggingarkerfið standist ekki stjórn- arskrá. Þessum pistli er ætlað að skýra þetta sjónarmið betur. Í upphafi er rétt að benda á hið augljósa að eignarréttindi í fasteign eru háð stöðu veðlána. Eignarhluturinn í fast- eignum er markaðs- verðmæti þeirra að frá- dreginni stöðu veðlána á hverjum tíma. Aðra augljósa stað- reynd þarf að nefna, þá að ekki er hægt að taka önnur húnæðislán á Ís- landi en verðtryggð. Málið varðar allar fjöl- skyldur í landinu án þess að þær hafi val um annað. Verðtryggingarkerfinu er ætlað að vernda lánveitandann fyrir veikingu gjaldmiðilsins (krónunnar) á vinnu- svæði sínu (Íslandi) óháð stöðu hans á gjaldeyrismörkuðum. Verðtrygging- arkerfinu er ekki ætlað annað hlut- verk en þetta sem er beint tengt styrk gjaldmiðilsins því tilvist þess er ein- göngu vegna hins veika gjaldmiðils og hlutverk þess að lágmarka skaðann af honum. Í reynd virkar kerfið þó á annan hátt einnig, þann að færa eign- ir milli lögaðila án þess að um það hafi verið samið. Löggjafinn mælir svo fyrir að verð- tryggingin taki mið af vísitölu neyslu- verðs. Það er hér sem keyrt er út af. Vísitalan mælir verðlagsþróun en hún mælir ekki endilega stöðu gjaldmiðils- ins á vinnusvæði sínu. Dæmi: Ef vara sem er inni í grunni neysluverðs- vísitölu hækkar á heimsmarkaði vegna atviks leiðir það til hækkunar á verði þess- arar vöru á Íslandi. Þessi hækkun á verði vörunnar þarf ekki að þýða að aðr- ar vörur á íslenskum markaði hækki einnig. Vísitala neysluverðs hækkar við þessar að- stæður og þar með höf- uðstóll allra veðlána. Ef gjaldmiðillinn hefur ekki veikst við atburðinn, þ.e. ekki hefur orðið almenn verðlagshækkun, þá leið- ir hækkun höfuðstóls veð- lánsins til eignarýrnunar, færslu á verðmætum frá húseigandanum til lánveitandans. Veðlán hækka en hvorki fasteignir né aðrar vörur nema sú eina sem fékk sjokkið á heims- markaði. Það er ekki verðbólga þegar ákveð- in vara hækkar í verði vegna atviks á heimsmarkaði, ekki fyrr en slík hækk- un leiðir til veikingar gjaldmiðilsins með þeim afleiðingum að vöruverð hækkar almennt. Af hverju ættu slíkar hækkanir á einstökum vörum vegna heimsmark- aðsaðstæðna að rýra eignir manna á Verðtryggingar- umhverfið og eignarrétturinn Örn Karlsson fjallar um verðtryggingu Örn Karlsson Í LJÓSI umræðna og blaðaskrifa undanfarið má vera ljóst að vímu- efnaneysla er algeng á meðal þeirra sem afplána refsingu í íslenskum fangelsum og talsvert hátt hlutfall fanga á við alvarlegan vímuefna- vanda að stríða. Enda er það svo að vímuefnaneysla og afbrot haldast oft í hendur. Samkvæmt World Health Organization eru innbrot og þjófn- aðir tíu sinnum algeng- ari meðal vímuefna- neytenda en meðal annarra íbúa. Ástæður afbrota eru ekki alltaf þær sömu, sum afbrot eru framin í þeim tilgangi að fjár- magna neyslu og önnur eru framin af því að viðkomandi er undir áhrifum vímuefna og stundum fer þetta tvennt saman. Í úttekt sem gerð var á gögnum lögreglu á árunum frá 1999 til 2004 um rán á Íslandi kemur fram að mikill meiri- hluti þeirra sem gáfu upp ástand sitt sagðist hafa verið undir áhrifum vímuefna þegar ránið var framið. Í um þriðjungi tilfella var ástæðan sem gefin var fyrir ráni sú að ræn- inginn var drukkinn eða undir áhrif- um fíkniefna. Á árunum 2003–2004 var fíkni- efnaskuld oftar nefnd sem ástæða ráns, en hún var nefnd í um 37 pró- sentum tilvika á því tímabili. Í flest- um tilfellum ætluðu ræningjarnir að eyða ránsfengnum í fíkniefni, annaðhvort til að kaupa fíkniefni eða borga fíkniefna- skuldir. Víða erlendis er brugðist við þessum vanda með því að bjóða upp á meðferð- arúrræði í fangelsum og hefur það gefið mjög góða raun. Fjöl- margar rannsóknir hafa sýnt að af- brotamenn háðir vímuefnum ná bestum árangri við að ná tökum á fíkn sinni og afbrotum ef þeir ljúka afplánun sinni í langtímavímuefnameðferð. Bestum árangri ná þeir sem að auki taka þátt í eftirmeðferð sem hjálpar þeim að aðlagast samfélaginu á nýj- an leik. Þannig sýndi matsrannsókn sem gerð var í R.J. Donovan- fangelsinu í San Diego í Kaliforníu að tæpu ári eftir lausn úr fangelsinu höfðu aðeins 20% þeirra síafbrota- manna sem höfðu hlotið meðferð í fangelsis-meðferðarsamfélaginu ásamt eftirmeðferð verið hand- teknir á móti 76% af samanburð- arhópi sem enga meðferð fékk. Þá hafa langtímarannsóknir á borð við TOPS-rannsóknina í Bandaríkj- unum (Treatment Outcome Pro- spective Study) leitt í ljós að ein- staklingar sem er vísað í meðferð af dómstólum eða fangelsisyfirvöldum ná jafngóðum árangri og þeir sem koma til meðferðar af sjálfsdáðum eða af öðrum ástæðum. Það er rakið til þess að skjólstæðingar úr dóms- kerfinu dvelja að jafnaði lengur í meðferð en aðrir, sem leiðir til betri árangurs þeirra. Aðgerðir til að stemma stigu við neyslu vímuefna og þeim vanda sem tengist henni eru mikilvægt sam- félagslegt viðfangsefni. Fjölmargar kostnaðargreiningar á vímuefna- meðferðum almennt hafa leitt í ljós að hagur samfélagsins af með- ferðum er meiri en kostnaðurinn við þær. Þannig sýndi kostnaðargrein- ing byggð á NTORS-rannsókninni í Englandi (National Treatment Out- come Research Studies) að hver eining sem eytt var í vímuefna- meðferð skilaði þreföldum sparnaði í félags- og heilbrigðiskostnaði. CALDATA-rannsóknin (The Calif- ornia Drug and Alcohol Treatment Assessment) sem framkvæmd var í Bandaríkjunum leiddi í ljós sjöfald- an sparnað fyrir hverja eydda ein- ingu þegar auk félags- og heilbrigð- iskostnaðar var tekið tillit til kostnaðar vegna afbrota og rétt- arkerfis. Það þarf að taka á meininu sem veldur því að sömu einstaklingarnir eru á stöðugu flakki inn og út úr fangelsum. Niðurstöður þeirra rannsókna sem hér hafa verið rakt- ar sýna að stofnun meðferð- ardeildar á Litla-Hrauni er löngu tímabær. Það verður áhugavert að fylgjast með hvaða afstöðu fjár- laganefnd Alþingis tekur þegar hún fjallar um málið á næstu vikum. Vímuefnameðferð í fangelsum, af hverju? Björk Ólafsdóttir fjallar um vímuefnameðferð í fangelsum » Aðgerðir til aðstemma stigu við neyslu vímuefna og þeim vanda sem tengist henni eru mikilvægt samfélagslegt viðfangsefni. Björk Ólafsdóttir Höfundur er MA í matsfræðum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.