Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 2
2 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns-
son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson,
svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is
netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Morgunblaðið í dag
sunnudagur 17. 9. 2006
atvinna mbl.isatvinna
Gestir í vikunni 10.601 » Innlit 19.412 » Flettingar 164.088 » Heimild: Samræmd vefmæling
FUNDIR » TIL SÖLU » TIL LEIGU » TILKYNNINGAR »
KENNSLA » HÚSNÆÐI » ÞJÓNUSTA » UPPBOÐ »
HEKLA er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bílum og vélum. Markmið félagsins er að vera í
fararbroddi hvað varðar þjónustu til viðskiptavina og markaðssetningu þeirrar vöru sem fyrirtækið selur og
þjónustar.
Vélvirkjar/bifvélavirkjar sinna fjölbreyttum verkefnum sem lúta að
viðgerðum og viðhaldi á vörubílum og tækjum. Boðið er upp á
bæði góða aðstöðu og gott tæknilegt umhverfi ásamt miklum
möguleikum á þjálfun og endurmenntun
Vinsamlegast sendið umsókn og ferilskrá fyrir 29. september 2006, á netfangið va@hekla.is, svsi@hekla.is, eða í gegnum
heimasíðu okkar, www.hekla.is. Nánari upplýsingar veitir Sveinn Símonarson, þjónustustjóri vélasviðs í síma 590 5152.
VÉLASVIÐ HEKLU – ÞJÓNUSTA
Vélasvið HEKLU er staðsett í nýlegri og glæsilegri þjónustumiðstöð, Klettagörðum 8-10 sem er sér-
hönnuð með tilliti til starfsemi Vélasviðs. Er óhætt að fullyrða að þar sé um að ræða fullkomnustu
aðstöðu á landinu til þjónustu á atvinnutækjum.
Vélvirki / Bifvélavirki
Við leitum að kraftmiklu fólki í eftirfarandi starf:
- Reynsla af viðgerðum á vörubílum og tækjum
- Áhugi og þekking á vörubílum og tækjum
- Góð tungumálakunnátta.
- Haldgóð tölvuþekking
Hæfniskröfur:
Tæknimaður með rafmagnsþekkingu
Morgunblaðið óskar nú þegar eftir tæknimanni með rafmagnsþekkingu til starfa í prentsmiðju.
Starfið felst fyrst og fremst í bilanagreiningum, viðgerðum og fyrirbyggjandi viðhaldi.
Til greina koma m.a. rafvirkjar, tæknifræðingar, rafeindavirkjar og iðnfræðingar.
Hæfniskröfur: ● Þekking á iðnstýringum.
● Almenn tölvufærni.
● Geta til sjálfstæðra vinnubragða.
● Enskukunnátta.
Vinnutíminn er á daginn, en einnig er
bakvaktakerfi allan sólarhringinn alla daga.
Nánari upplýsingar veitir
Guðbrandur Magnússon,
framleiðslustjóri, í síma 569 1100.
Umsóknareyðublað er á mbl.is, neðst á forsíðu.
Þar er valið „sækja um starf“ og síðan valið „tæknimaður“.
Athugið að hægt er að setja ferilskrá og mynd í viðhengi við
umsóknareyðublað.
Lögfræðingur
Skrifstofa Alþingis óskar eftir að ráða lögfræð-
ing til starfa á nefndasvið Alþingis.
Nefndasvið Alþingis annast fjölbreytt verkefni,
svo sem þjónustu við fastanefndir Alþingis,
aðstoð við þingmálagerð, útgáfu Alþingistíð-
inda og skjalavinnslu. Á nefndasviði er 21
starfsmaður, þar af sjö lögfræðingar.
Starfssvið:
Lögfræðileg ráðgjöf
Umsjón með a.m.k. tveimur fastanefndum
Gerð lagafrumvarpa og annarra þingmála
Önnur verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Embættis- eða meistarapróf í lögfræði
Gott vald á íslensku og færni í að tjá sig
í ræðu og riti
Góð tungumálakunnátta, einkum í Norður-
landamálum og ensku
Sjálfstæði og öguð vinnubrögð
Færni í mannlegum samskiptum
Geta til að vinna undir álagi.
Til greina getur komið að ráða fleiri lögfræð-
inga til starfa tímabundið.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Félags
starfsmanna Alþingis.
Nánari upplýsingar veita Einar
Farestveit, forstöðumaður nefndasviðs, og
Sigrún Brynja Einarsdóttir aðstoðarforstöðu-
maður, í síma 563 0400.
Umsóknir ásamt greinagóðum upplýsingum
um menntun og fyrri störf skulu sendar skrif-
stofu Alþingis, Kirkjustræti 8, 150 Reykjavík,
merktar „Lögfræðingur“, fyrir 1. október. Gert
er ráð fyrir að ráðið verði í starfið frá 1. nóvem-
ber. Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknir
gilda í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
ATVINNA » TILBOÐ » ÚTBOÐ
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Sjónspegill 58
Veður 8 Myndasögur 62
Staksteinar 8 Dagbók 66/67
Forystugrein 32 Víkverji 68
Reykjavíkurbréf 36/
37
Staður og stund
68/69
Umræðan 42/48 Menning 56/63
Bréf 47 Leikhús 54
Minningar 50/53 Bíó 58/61
Hugvekja 50 Sjónvarp 62
* * *
Innlent
Símalína var grafin í sundur við
Húnaflóa og leiddi til þess að sam-
skiptakerfi Landhelgisgæslu Ís-
lands og Vaktstöðvar siglinga á
svæðinu frá Látrabjargi og austur
að Langanesi varð sambandslaust.
Með NMT farsímakerfinu tókst að
koma á sambandi til bráðabirgða, en
engin alvarleg hætta skapaðist. Við-
gerðum var lokið á sunnudag. »72
Hraðleið strætós í Árbæjarhverfi
mun byrja að ganga að nýju í næstu
viku, að því er Vilhjálmur Þ. Vil-
hjálmsson borgarstjóri sagði á fundi
hverfisráðs Árbæjar á laugardags-
morgun. »2
Framlög íslenskra fyrirtækja til
góðgerðar- og menningarmála hafa
nærri sjöfaldast frá árinu 1998 og
nema nú tæpum 1,3 milljörðum
króna á ári. Einstaklingar eru einnig
duglegir að styrkja góðgerðarstarf
og er það m.a. rakið til aukinnar vel-
megunar. »10
Viðskipti
Avion Group hefur fest kaup á
frönsku ferðaskrifstofunni Vacances
Heliades sem sérhæfir sig í ferðum
til Grikklands og Kýpur. Kaupin
voru gerð gegnum XL Leisure
Group, dótturfélags Avion Group, og
verður XL Leisure Group með
kaupunum fimmti stærsti ferðaþjón-
ustuaðili Frakklands. »1
Erlent
Vatíkanið sendi frá sér yfirlýs-
ingu í gær, þar sem kom fram, að
Benedikt XVI. páfi væri „einstak-
lega leiður“ yfir því að hafa móðgað
múslíma í ræðu sinni á þriðjudag.
Ræðan hefur verið harðlega gagn-
rýnd og er óvíst hvort afsökunar-
beiðnin muni slá á reiði múslíma, eft-
ir að páfi tengdi saman ofbeldi og
íslam. »1
Þegar síðustu skoðanakannanir
fyrir þingkosningarnar í Svíþjóð í
dag voru birtar um helgina benti
flest til að borgaraflokkarnir myndu
hafa sigur og að kjósendur hefðu
kosið að binda enda á tólf ára setu
jafnaðarmanna í ríkisstjórn. Forskot
bandalags mið- og hægriflokkanna
fjögurra var þó mismikið. »1
Morgunblaðinu fylgir
KFUM og KFUK blaðið.
Á FUNDI hverfisráðs Árbæjar í
gær kynnti Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son borgarstjóri að hraðleið hæfi á
ný akstur á álagstímum í Árbæjar-
hverfi. Ekki sé þó útilokað að frekari
leiðréttingar á þjónustunni í hverf-
inu komi til að lokinni úttekt á
rekstri Strætós bs.
Stofnleið 5, sem fór um Árbæjar-
hverfi, var lögð niður í júlímánuði og
var það liður í aðgerðum til að lækka
rekstrarkostnað hjá fyrirtækinu.
Þessi ákvörðun mæltist misvel fyrir
hjá íbúðum Selás-, Ártúnsholts- og
Norðlingaholtshverfa og fyrr í þess-
um mánuði var stofnaður undirbún-
ingshópur íbúa þessara hverfa, sem
ætlað var að efna til aðgerða gegn
niðurskurði Strætós í hverfunum.
Þá lagði borgarstjórnarflokkur
Samfylkingarinnar það til á fundi
borgarstjórnar að niðurlagning
hraðleiðar Strætós bs. í Árbæjar-
hverfi, S5, yrði endurskoðuð og að
ekið yrði á 10 mínútna fresti á öllum
hraðleiðum í vetur.
Í bókun Dags B. Eggertssonar,
borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, á
fundi hverfisráðsins í gær segir að
það sé áfangasigur fyrir baráttu íbúa
í Árbæjarhverfi að horfið verði frá
þeirri ákvörðun að leggja af hrað-
leiðina.
„Það er mikilvægt að viðurkennt
sé að ákvörðunin um að leggja þessa
leið niður studdist ekki við nokkur
rök. Það eru því ákveðin vonbrigði að
úrbæturnar nái aðeins til álagstíma
og að hraðleið gangi ekki um helgar.
Það hlýtur að vera skýlaus krafa að
Árbæjarhverfi njóti jafnræðis við
önnur hverfi og sveitarfélög á höf-
uðborgarsvæðinu. Það þýðir að leið-
in þjóni hverfinu ekki aðeins á álags-
tímum heldur verði þjónustan í
Árbæ sambærileg við önnur hverfi
borgarinnar,“ segir í bókun Dags B.
Eggertssonar.
Hraðleið Strætós snýr
aftur í Árbæjarhverfi
Mun keyra á álagstímum á meðan rekstrarúttekt er unnin
Í HNOTSKURN
»Akstur hraðleiðar um Ár-bæjarhverfi var lagður
niður í júlí á þessu ári af
sparnaðarástæðum.
»Sú ákvörðun var óvinsælmeðal íbúa hverfisins, sem
barist hafa fyrir því að akstur
hefjist að nýju.
»Hraðleiðin mun nú snúaaftur á álagstímum, eða
þar til lokið verður við úttekt
á rekstri Strætós.
KEPPNIN Sterkasti fatlaði maður heims fór fram í
Reykjavík og Hafnarfirði um helgina.
Keppnin hefur verið haldin fimm sinnum áður hér á
landi en keppendur eru frá Íslandi, Finnlandi, Svíþjóð
og Færeyjum.
Kraftagreinarnar hafa verið lagaðar að fötlun kepp-
enda og er keppt bæði í standandi flokki og hjólastóla-
flokki.
Meðal annars var keppt í bóndagöngu og drumba-
lyftu en á myndinni má sjá keppanda taka rækilega á
því í bíladrætti á höndum sem fram fór á Lækjartorgi.
Draga þurfti bíl sem vó hálft þriðja tonn.
Morgunblaðið/Eyþór
Með krafta í kögglum
VERÐSTRÍÐ lágvöruverðsverslana
á fyrri hluta síðasta árs var horfið
um haustið og enn bætir í hækkan-
irnar, að því er fram kom í könnun
verðlagseftirlits ASÍ í vikunni. Jó-
hannes Gunnarsson, formaður Neyt-
endasamtakanna, segir ljóst að neyt-
endur borgi allan kostnaðinn við
verðstríðið.
Jóhannes segir að sala á vöru und-
ir kostnaðarverði, eins og dæmi voru
um, sérstaklega á mjólk, sé ekki til
hagsbóta fyrir neytendur. „Við þurf-
um að borga brúsann og fyrirtæki
eru misvel sett. Sum gefast upp, svo
þetta getur leitt af sér aukna sam-
þjöppun á markaðnum, sem er ærin
fyrir. Það er reyndar ekki óheimilt
að selja einstaka vöru undir kostn-
aðarverði, en þegar markaðsráðandi
aðili gerir það ættu samkeppnisyf-
irvöld að grípa í taumana, enda getur
þetta skekkt samkeppni.“
Samkeppnisyfirvöld virðast
sérstaklega þolinmóð
Guðmundur Ólafsson hagfræðing-
ur tekur í sama streng: „Sala á vöru
undir kostnaðarverði er alltaf óeðli-
leg og mér finnst að markaðsráðandi
fyrirtæki geti ekki leyft sér að bolast
svona á samkeppnisaðilum. Sam-
keppnisyfirvöld sáu hins vegar enga
ástæðu til að gera neitt í þessu, enda
virðast þau alveg sérstaklega þolin-
móð.“
Neytendur
borga brúsann
Neytendur greiða | 16
TVEIR héraðsbúar óku bifreið sinni
inn á Kárahnjúkastíflu fyrir hádegi í
gær og lá vinna niðri til skamms tíma
vegna þess. Voru þar komnir mót-
mælendur sem reistu fánastöng – og
drógu fána í hálfa stöng. Þeir sendu
frá sér tilkynningu þar sem fram
kemur að mótmælin hafi m.a. verið
vegna alvarlegrar skerðingar á lífs-
gæðum þeirra og komandi kynslóða
með virkjuninni. Vildu þeir einnig á
það minna að ekki hafi ríkt einróma
sátt eystra með framkvæmdirnar.
Fóru sjálfviljugir
Óskar Bjartmarz, yfirlögreglu-
þjónn á Egilsstöðum, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að lögregla
hefði ekki þurft að hafa afskipti af
mótmælendunum sem hafi farið
sjálfviljugir. Hann segir að mál
þeirra verði skoðað á næstu dögum.
Drógu fána
í hálfa stöng