Morgunblaðið - 17.09.2006, Síða 52
52 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Tryggvi Ingv-arsson fæddist í
Hafnarfirði 11.
september 1930.
Hann lést á Hrafn-
istu í Hafnarfirði
10. september síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Ingvar
Júlíus Björnsson, f.
2. júlí 1889, d. 11.
febrúar 1976, og
Valgerður Brynj-
ólfsdóttir, f. 28.
september 1900, d.
18. apríl 1991.
Systkini Tryggva eru Guðrún, f.
1921, býr á Hrafnistu í Hafnar-
firði, Jóhann, f. 1923, látinn,
Skúli, f. 1926, lát-
inn, og Bryndís, f.
1934, látin.
Börn Tryggva
eru Óskar, f. 1950,
Elínborg, f. 1952,
Guðrún, f. 1954, Jó-
hanna, f. 1956, Ingv-
eldur, f. 1960, Guð-
mundur, f. 1965,
Ingvar Júlíus, f.
1975, og Ragnhild-
ur, f. 1978.
Tryggvi ólst upp í
Hafnarfirði og vann
lengst af sem raf-
virki hjá Rafveitu Hafnarfjarðar.
Útför Tryggva var gerð í kyrr-
þey.
Elsku afi. Núna er svo skrýtið að
keyra framhjá Hrafnistu og geta
ekki komið til þín. Við söknum þín
óendanlega mikið, þú varst jákvæð-
asti maður sem við þekktum og betri
afa var ekki hægt að hugsa sér. Þú
varst svo duglegur að fylgjast með
okkur og vissir alltaf allt sem við vor-
um að bralla og ef við vorum eitthvað
of fjörugir að mömmu mati sagðir þú
alltaf við hana: „Það væri annars
eitthvað að ef það heyrðist ekkert í
þessum strákum, Ragnhildur mín.“
Í hvert skipti sem við komum til
Reykjavíkur þá fórum við alltaf út að
borða á KFC því það þótti þér best.
Það var mjög tómlegt og skrýtið að
hafa þig ekki með þegar við fórum
þangað á afmælisdaginn þinn, dag-
inn eftir að þú kvaddir þennan heim,
við vitum að þér líður örugglega vel
þar sem þú ert núna og fylgist vel
með okkur.
Minning þín er ljós í lífi okkar.
Þínir afastrákar,
Andri Snær og Arnar Freyr.
Þá er lífshlaupi tengdaföður míns
Tryggva Ingvarssonar lokið, og vil
ég þakka honum þau örfáu ár sem
við þekktumst.
Það var fyrir tæpum fjórum árum
að ég kynntist Ingu dóttur hans, og
hófust kynni okkar Tryggva upp úr
því. Hann kom mér fyrir sjónir sem
hressilegur, spaugsamur maður, en
gat held ég staðið fastur á sínu ef því
var að skipta.
Okkur Tryggva kom vel saman, og
þótti mér gaman að sitja og spjalla
við hann um heima og geima, hann
var ágætlega fróður og gaman var að
hlusta á hann segja frá, en ég hef
mjög gaman af að heyra fólk segja
frá atburðum frá seinni hluta síðustu
aldar, og að sjáfsögðu var Tryggvi
með sína þekkingu á þeim.
Tryggvi hefði orðið 76 ára gamall
þann 11. september, en náði því þó
ekki, því hann dó að kvöldi 10. sept-
ember.
Ég gat ekki annað séð en hann
tæki örlögum sínum af æðruleysi, og
vona ég að hans hafi beðið góðar
móttökur annars staðar.
Tryggvi minn, ég vil þakka þér
þær alltof fáu stundir sem við áttum
saman.
Guð geymi þig.
Guðmundur Valtýsson.
Elsku besti afi minn, þá er komið
að kveðjustund, þó hefði ég viljað að
hún hefði verið öðruvísi, eins og einn
koss á kinn og smá knús en svona er
þetta, við ráðum víst ekki öllu, þótt
við séum nú bæði þekkt fyrir að
halda það.
Við áttum nú þó gott og innilegt
símtal um daginn og er ég þakklát
fyrir það, maður er nú bara svo
sjálfselskur að maður vill alltaf
meira, en svona er lífið og jú dauð-
inn. Það er nú gaman að segja frá því
þegar þú birtist mér í draumi sama
dag og þú kvaddir þennan heim. Þú
varst svo ánægður, hress, ungur og
myndarlegur að þegar ég vaknaði
var ég alveg viss um að nú liði þér vel
og ég hefði nú eignast einn góðan og
traustan verndara á himnum sem
bíður mín þegar röðin kemur að mér
og við hittumst aftur í næsta ævin-
týri eins og við kölluðum það um
daginn.
Þinn helsti kostur var án efa að
vera frábær afi og langafi og var
gjafmildi þín mjög mikil, það eru sko
ófáir hlutir á mínu heimili sem minna
mig á þig, sem þú hefur búið til
handa mér og mínum í gegnum tíð-
ina.
Einn af mínum uppáhaldshlutum
eða mynd sem þú saumaðir handa
strákunum mínum er bláa myndin af
englunum, því, jú, við erum nú engl-
arnir þínir eins og þú kallaðir okkur
alltaf og nú ert þú orðinn ekta alvöru
engillinn okkar og ekki slæmur eng-
ill þar á ferð.
Þú munt alltaf vera mér ofarlega í
huga og hjarta um jólin, jólakúlurnar
Tryggvi Ingvarsson
Í æskuminningunni er Reykjavík
ekki stór borg. Þingholtin voru at-
hafnasvæðið og afar sjaldan áttum
við krakkarnir erindi í aðra bæjar-
hluta.Við höfðum einfaldlega allt sem
við þurftum í næsta nágrenni, fjöl-
skylduna og vinina sem allir bjuggu
innan seilingar. Þannig varð Sjafn-
argata 4 mitt annað heimili þar sem
Helga, æskuvinkona mín og frænka,
bjó. Vinskapur og frændsemi var alla
tíð mikil á milli heimilanna og sér-
staklega mæðra okkar, sem voru
systkinabörn og miklar vinkonur.
Gígja Björnsson
✝ Gróa Torfhildur(Gígja) Björns-
son fæddist í
Reykjavík hinn 28.
apríl 1919. Hún lést
á hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni hinn
29. ágúst síðastlið-
inn og var útför
hennar gerð 5. sept-
ember.
Í formála minn-
ingargreina um
Gróu í Morgun-
blaðinu 5. septem-
ber féll niður nafn fóstursystur
hennar, Unu Kjartansdóttur, f.
24. júlí 1921, d. 4. september
2004.
Sjafnargatan var fjöl-
skylduhús. Gígja og
Henrik bjuggu á efstu
hæðinni, amma Guðný
á miðhæðinni og Una,
fóstursystir Gígju á
þeirri neðstu. Með
frænku minni Gígju er
genginn enn einn
fulltrúi þeirrar kyn-
slóðar sem í uppvext-
inum auðguðu líf okkar
frændsystkinanna og
vinanna. Það er jú lífs-
ins gangur.
Heimilið á Sjafnar-
götu var menningarheimili. Gígja og
Henrik voru einstakir fagurkerar
eins og heimili þeirra bar glöggt vitni
um. Tónlist var í hávegum höfð enda
Gígja fiðluleikari auk þess sem hún
lék vel á píanó. Fjölskyldan dvaldi oft
og lengi erlendis vegna starfa Hen-
riks sem sendiherra. Þegar heim
kom mátti merkja á heimilinu nýja
strauma – eitthvað nýtt og spennandi
fyrir okkur sem voru ekki jafnfor-
frömuð. Meðal annars aðrar áherslur
í matargerð, tónlist, myndlist og
fleira og fleira. Mér er til dæmis
minnisstætt þegar Henrik sat í eld-
húshorninu og malaði sjálfur kaffið í
litlu kaffikvörninni að lokinni máltíð
að frönskum sið.
Í minningunni erum við Helga litl-
ar stelpur að skottast ýmist á Sjafn-
argötu eða Laufásvegi og oftar en
ekki með prakkarastrik eða að fá
óstöðvandi hláturskast þegar síst
skyldi. Ég minnist þess ekki að við
höfum verið skammaðar en samt
vissum við okkar takmörk. Lúmskt
höfðu Gígja og Henrik gaman af
uppátækjunum og það vissum við vel.
Amma Guðný var kannski ekki alltaf
á sama máli.
Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að
dvelja á heimili Gígju og Henriks
tvisvar sinnum sumarlangt í London.
Fyrir unglingskrakka að fá slíkt
tækifæri var vissulega ómetanlegt,
bæði þroskandi og skemmtilegt.
Ekki man ég eftir öðru en okkur hafi
alla tíð verið fullkomlega treyst í
stórborginni og voru nauðsynleg
skilaboð um sett takmörk gefin án
margra orða. Í öllum samskiptum
var einfaldlega gagnkvæm virðing.
Yfir Gígju var alla tíð reisn og
glæsileiki, stutt í brosið, hláturinn og
húmorinn og „glimt í øjet“ var á sín-
um stað fram á síðasta dag. Sem
sendiherrafrú erlendis til margra ára
var hún glæsilegur fulltrúi þjóðar
sinnar.
Ég kveð mína elskulegu frænku
með þakklæti og virðingu. Fyrir mín-
um hugskotssjónum situr hún í djúp-
um stól í stofunni á Sjafnargötu, oft-
ast með einhverja handavinnu sem
hún hafði mikið yndi af. Hún fagnar
mér innilega og mér líður strax vel í
návist hennar. Við spjöllum um menn
og málefni og ekki er komið að tóm-
um kofunum. En skýrast í myndinni
minni er húmorinn og „glimt í øjet“.
Blessuð sé minning hennar.
Helgu, Níní, Sveini, mökum þeirra
og börnum vottum við Kristján okkar
innilegustu samúð.
Sesselja Snævarr.
Vönduð og persónuleg þjónusta
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj.,
s. 691 0919
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
HELGA GUNNLAUGSDÓTTIR,
áður til heimilis í Laugargötu 3,
Akureyri,
sem lést á dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn
8. september, verður jarðsungin frá Akureyrar-
kirkju mánudaginn 18. september kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Þórey Sveinsdóttir, Hreinn Hreinsson,
Gunnlaugur Búi Sveinsson, Signa Hallsdóttir,
Tómas H. Sveinsson, Rannveig Sigurðardóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang-
amma og langalangamma,
SÓLVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR,
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð,
Kópavogi,
áður til heimilis á Álfhólsvegi 38,
sem lést fimmtudaginn 7. september verður jarð-
sungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn
19. september kl. 15.00.
Örn Óskarsson, Anna Karin Wallin,
Rós Óskarsdóttir, Helgi Helgason,
Ásdís Óskarsdóttir, Jón B. Hermannsson,
Ævar Óskarsson,
Steinunn B. Valdimarsdóttir,
Kjartan Valdimarsson, Þóra Grímsdóttir,
Brynjar Valdimarsson, Sunneva Hafsteinsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EGILL HJARTARSON
leigubifreiðastjóri
frá Knarrarhöfn,
áður til heimilis
í Skaftahlíð 32,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn
18. september kl. 13.00.
Hjörtur Egilsson, Erna Hannesdóttir,
Kristín Egilsdóttir, Þorsteinn Aðalsteinsson,
Finnur Egilsson, Guðbjörg Einarsdóttir,
Ingunn Egilsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Eiginmaður minn,
SKARPHÉÐINN BJARNASON,
Flyðrugranda 6,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðjudaginn
19. september kl. 13.00.
Sigríður Karlsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
LENA BERG,
Hlíðargötu 62 (Stafholti),
Fáskrúðsfirði,
verður jarðsungin frá Fáskrúðsfjarðarkirkju mánu-
daginn 18. september kl. 14.00.
Eiríkur Stefánsson,
Rúnar Stefánsson,
Gestur Stefánsson,
Sigurður Stefánsson,
Erleen Berg,
tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Minningargreinar