Morgunblaðið - 17.09.2006, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 17.09.2006, Qupperneq 68
68 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ICELAND FILM FESTIVAL 2006 Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGA 30. ÁGÚST - 21. SEPTEMBER A COCK AND BULL... / AKUREYRI / KEFLAVÍK SparBíó 400 KR. MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDIR KL. 1:4 RENAISSANCE HAGATORGI • S. 530 1919 eeee TOMMI KVIKMYNDIR.IS eeee S.U.S. XFM 91,9. V.J.V. TOPP5.IS eeee eee S.V. - MBL eee V.J.V - TOPP5.IS eeeee blaðið DOWN IN THE... ÖSKRANDI API... THE PROPSITION Forsýning kl. 5:50 B.i. 16.ára. The Libertine kl. 3:30 B.i.12 .ára. Renaissance kl. 3:30 - 10:15 B.i. 12.ára. Down in the Valley kl. 8 B.i. 16.ára. Where the Truth Lies kl. 5:45 B.i.16 .ára. A Cock and Bull Story kl. 5:45 B.i.16 .ára. Öskrandi Api, ballett í leynum kl. 8 B.i.12 .ára. WHERE THE TRU...THE LIBERTINE eeee V.J.V. TOPP5.IS eeee TOMMI/KVIKMYNDIR.IS eeeee H.J. MBL HEIMURINN HEFUR FENGIÐ AÐVÖRUN BJÓLFSKVIÐA eeee blaðið eee H.J. - MBL HETJAN... SKRÍMSLIÐ... GOÐSÖGNIN. DÝRASTA KVIKMYND SEM GERÐ HEFUR VERIÐ Á ÍSLANDI. eeee S.U.S. XFM 91,9. eeee TOMMI KVIKMYNDIR.IS V.J.V. TOPP5.IS eeee FRAMLEIDD AF TOM HANKS. MEÐ HINUM EINA SANNA JACK BLACK OG FRÁ LEIKSTJÓRA “NAPOLEON DYNAMITE” KEMUR FRUMLEGASTI GRÍNSMELLURINN Í ÁR. BÖRN KVIKMYND EFTIR RAGNAR BRAGASON BÖRN kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10.15 B.i.12 AN INCONVENIENT TRUTH kl. 8 - 10:15 LEYFÐ BJÓLFSKVIÐA kl. 3:30 - 8 - 10:15 B.i.16 PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 10:15 B.i. 12 MAURAHRELLIRINN m/Ísl. tali kl. 3:30 - 6 LEYFÐ UNITED 93 kl. 8 - 10:15 B.i. 12 LADY IN THE... kl. 10:10 B.i. 12 ÞETTA ER EK... kl. 8 Leyfð MAURAHRE... kl. 2 - 4 Ísl tal. Leyfð LITTLE MAN kl. 6 B.i. 12 YOU, ME AND... kl. 5:45 B.i. 12 GRETTIR 2 m/ísl. tali kl. 2 - 3:50 Leyfð NACHO LIBRE kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10 Leyfð STEP UP kl. 6 - 8 Leyfð MAURAHR... Ísl tal. kl. 2 (400 KR.) - 4 Leyfð UNITED 93 kl. 10 B.i. 12 LEIKARARNIR, ÓLAFUR DARRI, NÍNA DÖGG OG GÍSLI ÖRN FARA HREINLEGA Á KOSTUM UNDIR TRYGGRI LEIKSTJÓRN RAGNARS BRAGASONAR. www.haskolabio.is FRÁ EINHVERJUM MEST SPENNANDI LEIKHÓP SEM ÍSLENDINGAR EIGA Í DAG, VESTURPORT, KEMUR HREINT ÚT SAGT MÖGNUÐ KVIKMYND BÖRN! eeee HEIÐA MBL MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Víkverji hefur miklaskemmtun af að ganga í fögru umhverfi víðs vegar á Suð- vesturlandshorninu og í öðrum landshlutum þegar hann er á ferð- inni um landið. Ekki skemmir að Víkverji er í hópi skemmtilegra ferðafélaga. Það hefur komið Víkverja og félögum mikið á óvart hvað gamalkunnar þjóð- leiðir eru illa merktar – sumar ekkert, þannig að göngumenn vita stundum ekki hvar þeir eiga að hefja göngu um ákveðnar gam- alkunnar þjóðleiðir. Sveitarfélög víðs vegar um landið ættu að taka vinnubrögð Orkuveitu Reykjavíkur sér til fyrirmyndar. Hún hefur merkt Hengilssvæðið og svæðið í kringum Nesjavelli á glæsi- legan hátt. Þar er fjöldi gönguleiða merktur með vegstikum á svæðinu til upplýsingar fyrir ferðafólk. Það má segja að svæðið, sem er afar fjöl- breytt, sé draumasvæði útivist- armannsins. Greinarmunur er gerð- ur á gönguleiðum og eru toppar gulra tréstikanna málaðir eftir því, hvort sé um að ræða auðveldar, stuttar, eða erfiðar og brattar gönguleiðir. Víkverji og félagar fóru norður á strandir á dögunum og ákveðið var að ganga frá Ing- ólfsfirði, yfir Seljanes- fjall, til Ófeigsfjarðar. Við áttum í mestu erf- iðleikum með að finna gömlu þjóðleiðina um Brekkuskarð – það var ekki fyrr en við vorum komin nær alla leið upp skarðið, sem við sáum troðning, sem var líklega gamla þjóð- leiðin. Þegar farið var upp á Reykjanes- hyrnuna fórum við ekki upp þar sem vegvísir benti á hyrnuna, heldur fór- um við eftir frásögn úr bókinni Ís- lensk fjöll, gönguleiðir á 151 tind, sem er ómissandi fyrir göngumenn. Bókin hefur að geyma hafsjó af skemmtilegum upplýsingum og í henni eru kort af fjöllunum og sýnt hvernig auðveldast og best er að komast upp á þau. Hér er um að ræða frábæra bók fyrir göngu- áhugamenn og útivistarfólk. Sveitarfélög ættu að nýta sér upplýsingar úr bókinni og setja upp vegvísa þar sem best er að hefja gönguna. víkverji skrifar | vikverji@mbl.is   Orð dagsins: „Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera.“ (Lúk. 12, 34.) Í dag er sunnudagur 17. september, 260. dag- ur ársins 2006 velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Á bara að smygla fíkniefnum? Í Morgunblaðinu 11. september sl. er sagt að í varnarleysi Íslands, eftir að ratsjárstöðvum varnarliðsins var lokað, sé leik- ur einn að smygla hingað fíkniefnum á smáflugvélum – sem enginn verður þá var við að hverfi úr landhelgi annarra þjóða og séu lengi í burtu. Ætli sé þá ekki hægt að smygla ýmsu öðru? Til dæmis fólki, sem þá væri enginn til að fylgjast með hvað gerði eða hvort fengi eitthvað borg- að ef það kæmi til að vinna hjá öðr- um? Eða sprengiefnum og vopnum. Ef einhver sæi sé hag eða skemmtun í þess háttar dóti? Ef þetta er á annað borð raunhæf- ur möguleiki getum við á von á ýmsu sem kannski er ekkert minna hættu- legt en fíkniefni, þegar öllu er á botninn hvolft. Sigurður Hreiðar. Enga friðarsúlu í Viðey VONANDI er ekki enn orðið of seint að spyrna við fótum og mótmæla þeirri sjónmengun, sem Stefán Jón Hafstein og Alfreð Þorsteinsson ætla að standa fyrir í Viðey með Yoko Ono. Viðey er ein af perlum okkar Reykvíkinga – sögulegur minningarstaður á Sundunum. Ég er síður en svo á móti því að Orkuveitan greiði eins og 30.000.000 króna til endurbóta í Viðey. En þeim peningum ætti að veita til íslenskrar uppbyggingar til að greiða fyrir þeim sem sækja eyjuna heim og bæta aðstöðu gesta á þessum sögu- fræga stað. Viðey á ekki að vera geymslu- staður fyrir listaverk og uppákomur erlendra listamanna eða annarra at- hyglisjúkra sérvitringa. Yoko Ono hefur í hyggju að auglýsa sig með því að veita tvo 3,5 milljóna króna styrki og taka um leið fyrstu skóflu- stungu að friðarsúlu sinni í Viðey 9. október næst komandi. Styrkþegar eru sjálfsagt allra góðra gjalda verð- ir, Læknar án landamæra og Mið- stöð stjórnarskrárvarinna réttinda. En 3,5 milljónir! Er þetta grín? Það þarf 10 svona styrki til að greiða kostnað við súlubygginguna. Ferðast fulltrúar þessara virtu stofnana heimsendanna á milli til að eltast við 3,5 milljónir íslenskra króna? Ég virði allar 10–12 ára telpur sem halda tombólu og gefa andvirð- ið, oft nokkur hundruð krónur, til góðra mála hér heima. Hér er falleg hugsun að verki. En …? Það er kannski eins konar öf- ugmæli að mótmæla friðarsúlu í dag, 11. september, en þessi verknaður Stefáns Jóns, Alfreðs og Yoko er eins og úr sögu H.C. Andersens, Nýju fötin keisarans, en þar sagði litla barnið: „En hann er ekki í neinu.“ Gunnar Torfason, Reykvíkingur. Kastljós - frábært framtak MÉR finnst það alveg frábært fram- tak hjá þáttastjórnendum Kastljóss að fjalla um umferðarslysin og af- leiðingar þeirra í vikunni. Ég skora á alla sem málið varða að koma á um- ferðarfræðslu í síðustu bekki grunn- skólans. Þar ætti að sýna ungling- unum þennan þátt af myndbandi og finnst mér enginn betur til þeses fallinn heldur en Birgir Þór Braga- son. Ég held að krakkarnir taki mark á honum. Allt okkar unga fólk hefði gott af að sjá þennan þátt, hann er góð for- vörn. Sigríður. árnað heilla ritstjorn@mbl.is Brúðkaup | Gefin voru saman 15. júlí sl. í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði af séra Braga Ingibergssyni þau Lára Ólafsdóttir og Sveinn Andri Sigurðs- son. Þau eru til heimilis í Hafnarfirði. Mynd, ljósmyndastofa. Brúðkaup | Gefin voru saman 2. sept- ember sl. í Víðistaðakirkju í Hafn- arfirði af sr. Írisi Kristjánsdóttur þau Ragna Björk Ragnarsdóttir og Heimir Halldórsson. Þau eru til heimilis í Hafnarfirði. Mynd, ljósmyndastofa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.