Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 51

Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 51 MINNINGAR      Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, ALMA ANDREASEN GUÐMUNDSSON, hjúkrunarheimilinu Eir, áður til heimilis á Hjarðarhaga 54, er látin. Útförin hefur farið fram. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Sérstakar þakkir til starfsfólks 3N, hjúkrunarheimilinu Eir, fyrir hlýhug og góða umönnun. Heinz H. Steimann, Erla H. Ísaksen, Guðrún Alma Steimann, Carles Wallace, Jóhann V. Steimann, Margrét Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.             !      "# $ Oft á tíðum hef ég verið spurður hver hún móðir mín sé og hef ég svarað: Það er hún Alla Lúth- ers. Það vissu ekki allir hver hún var en ég get sagt ykkur að hún var glys- gjörn, góðhjörtuð og gjafmild kona sem öllum vildi gott gera. Aldrei varð hún neitt sérstaklega efnuð kona en samt alltaf reiðubúin að gefa sína síð- ustu krónu ef einhver þurfti á að halda og það gerði hana ríkari en nokkurn mann getur dreymt um að vera því hún var rík af ást og um- hyggju og gerði allt sem hún gat fyr- ir okkur systkinin og barnabörn. Ég get nú ekki sagt að ég hafi allt- af verið sammála hennar lífsstíl og oft rifumst við um óþarfa hluti sem maður hefði nú betur getað látið kyrrt liggja en eins og sagt er er gott að vera vitur eftir á. Ég veit nú ekki hvort það á við mig og mömmu því við virtumst alltaf vera að rífast um sama hlutinn, ég held að það hafi bara verið okkar leið til að segja hvað okkur þótti vænt hvoru um annað. Æi, mamma hvað ég á nú eftir að sakna þín, þú varst alltaf til staðar fyrir mig, ég þurfti bara hringja eitt símtal og þar varstu. En þegar ég hringdi í þig frá Flórída og fékk ekk- Alla Lúthersdóttir ✝ Alla Lúth-ersdóttir fædd- ist á Akureyri 25. apríl 1944. Hún lést á lungnadeild Land- spítalans í Fossvogi hinn 4. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Keflavíkur- kirkju 15. sept- ember. ert svar vissi ég að eitthvað var að og seinna um kvöldið fékk ég hringingu sem stað- festi það. Af hverju þú, þú sem varst svo lífs- glöð og yndisleg kona? En allt tekur enda og ég er viss um að þér er ætlað stærra hlutverk annars staðar þar sem þú ert frjáls frá áhyggjum og erfiði og þó þú sért farin verður þú ávallt á lífi í mér. Ég veit þú munt ætíð fylgja mér, hvar svo sem í heiminum ég verð. Mamma, ég elska þig meira en orð fá lýst og næst þegar ég verð spurður hver hún móðir mín sé, mun ég geta sagt fullur stolts: Það er hún Alla Lúthers, yndisleg móðir og amma. Vertu blessuð, elsku mamma mín, ég veit þú hvílir á betri stað. Við Ismael og Daníel elskum þig. Þinn sonur Ólafur. Ég sit í íbúðinni þinni og finnst eins og þú sért þar, Bergþóra gengur um og leitar að þér, en þú ert ekki þarna, þú ert farin. Ég get ekki lýst sorginni og söknuðinum sem býr í hjartanu. Þú skilur eftir stórt skarð sem ekki er hægt að fylla í. Elsku mamma, við vorum ekki alltaf sáttar enda báðar líkar í skapi. Þér þótti sopinn góður, þó á seinni árum væri ekki mikið gert af því enda lifðir þú fyrir barnabörnin. Þú hafðir gaman af lífinu þó það væri erfitt og ósanngjarnt á köflum og elskaðir að hafa alla í kringum þig. Þegar við komum með Bergþóru upp á sjúkrahús þá glaðvaknaðir þú til að geta spjallað við hana og hún sagði alltaf að þú værir svo fín og að þú værir að kúra. Þessar sjö vikur sem þú lást á spítalanum voru þér erfiðar en þú hélst gleðinni og húmornum og sagðir alltaf að þú færir heim á morg- un eða í vikunni. En elsku mamma mín, það kom að því að veikindin urðu þér um megn og þú varðst að kveðja, við sátum hjá þér allan sólarhringinn síðustu daga og vorum undirbúin að eitthvað myndi gerast á morgun en ekki í dag. Hvíl í friði og takk fyrir allar þær stundir sem þú áttir með okkur, við elskum þig og minningin um þig mun ylja okkur um hjartarætur. Þú komst, og þú sólargeisla sendir í sál mína, og ljós á minn veg ég áður var andlega blinduð, nú enginn er skyggnari en ég. Þig leit ég – þú fögnuð mér færðir þess fullviss er sála mín, að með þér er ljúfast að lifa, en lífið er dauði án þín. (Alla Lúthersdóttir) Þín dóttir, tengdasonur og dóttur- dóttir Sigríður Alma, Kári og Bergþóra. Nú er komið að kveðjustund, elsku mamma. Þetta er allt svo óraunveru- legt, þú kvaddir okkur allt of fljótt og eftir stöndum við sem elskuðum þig svo mikið og eigum erfitt með að trúa því að þú eigir ekki eftir að birtast allt í einu í eldhúsinu okkar eins og þú varst vön að gera. Komst bara til að segja hæ eða heilsa upp á ömmu- strákana þína sem þér þótti svo vænt um. Þetta á eftir að verða erfitt hjá þeim þar sem þú varst alltaf til stað- ar fyrir þá. Þegar Rúnar byrjaði í leikskólanum þá sóttir þú hann fyrstu mánuðina strax eftir hádegisl- úrinn því að þér fannst allt of langur tími fyrir hann að vera allan daginn. Og Stefán gat alltaf treyst á að þú værir komin heim til okkar til að taka á móti honum þegar skólinn var bú- inn. Þú áttir fallegt heimili og hafðir gaman af því að gera fínt í kringum þig. Allt glingrið og dótið sem þú komst svo haganlega fyrir, ég er ekki frá því að þú hafir verið svolítill sí- gauni í þér. Þú fékkst þinn skerf af erfiðleikum og mótlæti í lífinu en allt- af gastu litið á björtu hliðarnar og haldið í góða skapið. Þetta sást best þegar þú varst fársjúk á spítalanum og við vissum að það gat brugðið til beggja vona. Þú helst alltaf í vonina og áttir þér marga drauma sem þú varst viss um að þú hefðir nægan tíma til að framkvæma. Þú hélst uppi glaðværðinni og það var mikið hlegið og fíflast svo að hjúkrunarkonum þótti stundum nóg um. En þar kom að því að þú varðst að játa þig sigr- aða. Þegar við vissum báðar að hverju stefndi þá gaf ég þér loforð. Og þegar minn tími kemur þá mun- um við verða saman aftur og hvíla hlið við hlið. Söknuðurinn og sárs- aukinn er næstum óbærilegur en ég veit að með tímanum mun eftir standa minningin um yndislega móð- ur og ömmu. Elsku besta mamma mín, takk fyr- ir allt. Sigrún. Allir sem ég þekki sakna ömmu. Enda var hún góð kona, svo góð að ég þurfti aldrei að fara til dagmömmu þegar ég var lítill því að hún passaði mig. Ég vildi óska að hún væri enn hjá mér. Guð passi ömmu mína, von- andi líður henni vel þar sem hún er núna. Takk fyrir allt sem að þú gerðir fyrir mig, amma mín. Stefán Már. Í janúar 1995 kom Fjóla vinkona mín til mín og sagði mér frá manni sem hún hafði kynnst. Ég sá strax að þessi maður hafði snert strengi í brjósti vinkonu minnar. Ég man að ég hugsaði að eitt- hvað hlyti þessi maður að vera sérstakur því að Fjóla var sko ekki auðhrifin. Þegar ég svo hitti Inga stuttu síðar fann ég og sá að svo Ingi Rúnar Ellertsson ✝ Ingi Rúnar Ell-ertsson skip- stjóri fæddist á Eystri-Reyni í Innri-Akranes- hreppi 21. janúar 1954. Hann lést á líknardeild LSH 1. september síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Há- teigskirkju 12. sept- ember. sannarlega var þessi maður sérstakur og eignaðist ég góðan vin í Inga. Hann hafði frábæra kímni- gáfu og það var ekki margt sem við gátum ekki séð eitthvað fyndið við og oft var hlegið dátt þegar við hittumst eða töluðum saman í síma. Allt sem Ingi tók sér fyrir hendur gerði hann vel, hvort sem það var að stýra skipi á sjó eða laga og fegra heim- ilið. Hann var ekkert að stressa sig eða að fárast yfir hlutunum, enda kom þetta æðruleysi hans vel í ljós í þessum erfiðu veikindum hans. Ingi bar ætíð hag fjölskyldu sinnar fyrir brjósti og hann lagði sig allan fram við að gera allt sem hann gat fyrir hana. Samband Inga og Fjólu var alveg einstakt og þó að árin þeirra saman hafi verið allt of fá nýttu þau hverja stund til fullnustu. Ingi minn, ég þakka þér vinátt- una og samfylgdina í tæp tólf ár og ég bið algóðan Guð að styðja og styrkja Fjólu mína, börnin, barna- börnin og aðra ástvini þína. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp var þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, Og svanur á bláan voginn. (Davíð Stef.) Guð blessi minningu Inga Rún- ars Ellertssonar. Kristjana Hafdís. Nú hefur hún Odda okkar kvatt og erum við vissar um að fagnaðarfund- ir hafi orðið á þeim góða stað sem hún nú dvelur á. Við kveðjum þig með söknuði en eftir lifa minningar um þig í hjarta okkar. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson.) Valdís og Kristín. Oddný Sigbjörns- dóttir ✝ Oddný Sigbjörnsdóttir fædd-ist á Sævarenda við Fáskrúðs- fjörð 6. mars 1931. Hún lést á Landakotsspítala þriðjudaginn 22. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Langholtskirkju 28. ágúst. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amma, SÓLVEIG GÍSLADÓTTIR frá Seyðisfirði, lést á Dvalarheimilinu Víðinesi, Kjalanesi, miðvikudaginn 6. september. Að ósk hinnar látnu hefur útförin farið fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir til starfsfólks Víðines fyrir góða og hlýja umönnun síðastliðin 4 ár. Þökkum auðsýnda samúð. Pálína Gunnmarsdóttir, Ásgeir Kjartansson, Ásgeir Þór Ásgeirsson, Sólveig Ásgeirsdóttir. Kær vinkona er kvödd og þakkað fyr- ir langa og góða sam- fylgd sem aldrei bar skugga á. Við lékum okkur saman í bernsku, ferðuð- umst saman á unglingsárum og studdum hvor aðra alla tíð. Erna sem alltaf þráði útivist og frelsi var flest sumur með fjölskyldu sinni í sumarbústöðum hér og þar í ná- grenni Reykjavíkur, hjá Straumum sunnan Hafnarfjarðar, nálægt Hólmi, lengst hjá Lögbergi og Erna Óskarsdóttir ✝ Guðríður ErnaÓskarsdóttir fæddist í Reykjavík 10. janúar 1924. Hún lést á Drop- laugarstöðum 31. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Dómkirkj- unni 8. september. seinna á Þingvöllum. Ekki lét hún sig það skipta þó þröngt væri, vatnslítið, erfið heimreið eða lélegur prímus eina eldhús- áhaldið. Bara að fá að vera frjáls úti með krakkana sína og stundum fleiri börn, t.d. börn systra sinna, og eitt sumar voru mínir krakkar hjá þeim Jóni. Glaðvært viðmót, hreinlyndi, jafnlyndi og æðru- leysi einkenndi allt hennar fas. Hún hafði fengið gott uppeldi hjá fóstru sinni og gott veganesti frá foreldrunum. Það var mikið guðslán að eiga hana að vini og verður seint full- þakkað. Hvíli hún í friði. Vigdís Pálsdóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Undirskrift | Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.