Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 8
8 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Terra Nova býður 5 nátta helgarferð til þessarar spennandi borgar á
Balkanskaganum. Einstaklega spennandi kynnisferðir í boði um mikl-
ar söguslóðir. Vinsældir þessarar höfuðborgar Búlgaríu fara vaxandi
enda er Sofia heillandi borg sem býður ferðalöngum fjölskrúðugt
mannlíf, menningu, skemmtun og fleira. Bjóðum gistingu á nýjasta
fimm stjörnu glæsihóteli borgarinnar, Hotel Anel á ótrúlegum kjörum.
Frábær aðbúnaður. Takmarkaður fjöldi herbergja í boði á þessu
verði.
frá kr. 49.990
M.v. 2 í herbergi í 5 nætur á Hotel Anel *****
með morgunverði, 28. september.
Netverð á mann.
5 stjörnur - 5 nætur - örfá herbergi í boði
Lúxushelgi
í Sofia
28. september
Verð frá kr. 49.990
5 stjörnu lúxus - ótrúlegt verð!
Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000
Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500
www.terranova.is
- SPENNANDI VALKOSTUR
Laumaðu þér frekar í lundann, góði, þar getuðu veitt í áratugi án veiðileyfis, án þess að
nokkur taki eftir því.
VEÐUR
!"
#$%
& '
( &
) *
+
, $
-
.
)+
/0
/
1
2
0
+ 0
(+
3/
#
4
&56
7 2
"&
8
("9:;!!
!
(
""
9 (
" #!
!
! $ %
<0
< <0
< <0
" $#
!& '(!)*
:= " +
6
+!!
,
!-
'.! !/
!
!
"-!!0 '
1!2
! !
!
.! !!" '
.! !#
!#
!!
1
4
0
+!!-!(!
'
!
.! !
!
'1!3$ '
! 1
9
4 #!.!!- !(.! '!#
! '1!5
!
% !!
!!
!!
.
!!" '
1
6/!!77
!!0 !& '
1%23>2
>(<3?@A
(B,-A<3?@A
*3C.B',A
18
1
.
.
1 1 1
1 8
18
18
1
1 .
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.8
Ef marka má grein Sverris Her-mannssonar, fyrrum alþingis-
manns og ráðherra, hér í blaðinu í
gær virðist hann telja bezt fara á
því, að Framsóknarflokkur samein-
ist Sjálfstæðisflokki.
Sverrir segir:„Framsókn-
arflokkurinn og
Sjálfstæðisflokk-
urinn hafa endan-
lega skriðið í eina
sæng saman.“ Og
síðar: „Þeir eru og
verða rígbundnir
hvor öðrum og um
alla framtíð von-
andi.“
Ef rétt er munað hefur annar mað-ur, Hannes Hólmsteinn Gissur-
arson, viðrað áþekkar hugmyndir.
Er þetta raunhæfur kostur?
Tæplega.
Í áratugi voru Sjálfstæðisflokkurog Framsóknarflokkur helztu
andstæðingar í íslenzkum stjórn-
málum. Þessir tveir flokkar skiptust
á um að manna forsætisráðuneytið.
Raunar eru ekki nema þrjú dæmi úr
síðari tíma sögu Íslands um að for-
sætisráðherra komi úr öðrum flokk-
um. Ríkisstjórn Stefáns Jóhanns
Stefánssonar 1947–1949, Emils
Jónssonar 1958–1959 og Benedikts
Gröndals 1979 til 1980.
Þótt vel hafi farið á með þessumtveimur flokkum á síðustu tæp-
um 12 árum eru engar forsendur
fyrir sameiningu þeirra, þegar litið
er til þess jarðvegs sem þeir eru
sprottnir úr.
Það gæti svo verið skemmtilegtumræðuefni við Sverri Her-
mannsson, hvort Frjálslyndi flokk-
urinn hafi misst af sögulegu tæki-
færi til sameiningar við Sjálfstæðis-
flokk með þeim snúningi til vinstri,
sem Guðjón Arnar lýsti á dögunum.
STAKSTEINAR
Sverrir
Hermannsson
Sameining?
SIGMUND
RÍKISSJÓÐUR fékk í sinn hlut um
6,6 milljarða króna á seinasta ári
vegna margvíslegra neyslu- og leyf-
isgjalda sem innheimt eru fyrir
þjónustu og eftirlit. Þannig námu
t.d. tekjur ríkissjóðs af innritunar-
gjöldum 859 milljónum sem var 151
milljón kr. meira en á árinu á undan.
Þessar upplýsingar koma fram í
ríkisreikningi fyrir seinasta ár, sem
kominn er út. Greiðslur sem runnu
til ríkisins fyrir aðgang að opinber-
um skrám voru 48 milljónum kr.
meiri á seinasta ári en á árinu á und-
an og námu alls 411 milljónum kr.
Hæsti tekjuþátturinn er hins vegar
afnotagjöld RÚV en þau voru tæp-
lega 2,5 milljarðar á árinu 2005.
Þá fékk ríkið 163 milljarða vegna
greiðslna fyrir ljósrit og endurrit úr
embættisbókum og jukust tekjur af
þessum greiðslum um 69,3% á sein-
asta ári frá því sem var árið á und-
an.
Landsmenn greiddu 192 milljónir
kr. vegna vegabréfa á seinasta ári,
sem er 47 milljónum kr. meira en á
árinu á undan. Göngudeildargjöld
urðu alls 112 milljónir, nokkru meiri
en á árinu 2004 og greiðslur fyrir
þinglýsingu urðu alls 242 milljónir,
sem er 46 milljónum kr. hærri upp-
hæð en á árinu á undan.
Fram kemur í ríkisreikningi að
dómsektir drógust umtalsvert sam-
an á seinasta ári frá árinu á undan
og urðu alls 221 milljón samanborið
við 616 milljónir 2004. Einnig kemur
fram að sala ríkisins á landi og rétt-
indum skilaði 277 milljónum í fyrra
sem var 91 milljón kr. meira en við
sölu lands og réttinda á árinu 2004.
6,6 milljarðar í neyslu- og leyfisgjöld
Í HNOTSKURN
»Neyslu- og leyfisgjöld ríkis-ins eru greiðslur fyrir ýmsa
þjónustu og eftirlit sem skylt er
að inna af hendi og eingöngu er
veitt af hinu opinbera.
»Þessi gjöld eru 1,6% af heild-artekjum ríkissjóðs á árinu.
»Heildartekjur ríkisins í fyrravoru 421 milljarður eða
42,3% af landsframleiðslu.
BIRGIR Ár-
mannsson alþing-
ismaður hefur
ákveðið að leita
eftir kjöri í 3. til 5.
sæti í prófkjöri
Sjálfstæðis-
flokksins í
Reykjavík vegna
alþingskosning-
anna í vor. Stefnir
Birgir að því að
skipa 2. til 3. sætið á framboðslista
flokksins í öðru hvoru Reykjavíkur-
kjördæminu en stefnt er að sameig-
inlegu prófkjöri sjálfstæðismanna í
Reykjavík.
„Ég var kjörinn á Alþingi vorið
2003 og hef fengið tækifæri til að
sinna fjölbreyttum viðfangsefnum á
þeim vettvangi. Ég hef einkum beitt
mér á sviði skattamála, efnahags- og
atvinnumála, málefna viðskiptalífs-
ins, löggæslu og dómsmála, auk ut-
anríkis- og varnarmála,“ segir Birgir
í tilkynningu til fjölmiðla.
Á yfirstandandi kjörtímabili hefur
Birgir verið einn af varaforsetum Al-
þingis og jafnframt setið í efnahags-
og viðskiptanefnd og allsherjar-
nefnd. Þá hefur hann tekið mikinn
þátt í alþjóðasamstarfi og utanrík-
ismálum, gegnt formennsku í Ís-
landsdeildum Vestnorræna ráðsins
og þings Evrópuráðsins. Hann hefur
auk þess setið í stjórnarskrárnefnd.
Birgir
sækist eftir
3.–5. sæti
Birgir
Ármannsson