Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 59

Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 59 menning Undirrituðum þykir sér- kennilegt að plat- an sem hér er til umfjöllunar skuli ekki hafa hlotið meiri (neikvæða) umfjöllun í formi lesendabréfa og/ eða í umræðuþáttum í útvarpi og sjónvarpi. Kókaín og kvenfyrirlitn- ing eru meginþemun á Dirty Slutty Hooker Money, og hvort tveggja er æskilegt að dómi Dr. Mister og Mr. Handsome. Menn hafa nú verið hengdir í fjölmiðlum fyrir minna. Drengirnir klæða kókið og „kell- ingarnar“ í elektróskotinn dansbún- ing með fjöldamörgum vísunum til danstónlistar tíunda áratugarins. Lagið „Kokaloca“ hefur fengið að hljóma á útvarpsstöðvum og dans- stöðum síðan í vor, og ekki að ástæðulausu. Það er erfitt að stand- ast bassalínuna sem stekkur átt- unda á milli, líflegar breakbeat- trommurnar og einfaldan en gríp- andi textann. Enn betra er „Is it Love?“ – skemmtilegur ska-taktur heldur laginu gangandi og frásögnin af því hvernig sögumaður verður skotinn í stúlku á barnum er skemmtilega hversdagsleg í stíl. Sagan tekur óvænta beygju þegar sögumaður hættir að greina á milli hrifningarinnar og eiturlyfjavímu, og enn furðulegri eftir að heim er komið og parið neytir kókaíns í sameiningu. Textinn er for- vitnilegur allan tímann („and I told her all about Iceland …“) og verður aldrei ósmekklegur. Fjöldamargir listamenn leggja Dr. Mister & Mr. Handsome lið og þeirra á meðal er Svala Björgvins. Svala sagði fyrir stuttu í útvarps- þættinum Rokk og kaffi á Rás 2 að hún hygðist snúa sér að „house“- tónlist. Það er rökrétt spor sé tekið mið af ferli hennar á fyrri hluta tí- unda áratugarins. Hún stígur skref að nýju inn á dansbrautina með Dr. Mr. og Mr. Handsome í flutningi á laginu „Was that all it was?“ sem Jean Carne flutti upphaflega. Svala stendur sig með stakri prýði og út- setningin er skemmtileg. Ég vona að hún haldi áfram í þessa átt, stefnan er langtum meira spennandi en það sem heyrðist á Bird of Free- dom. Þessi þrjú lög – „Kokaloca“, „Is it Love?“ og „Was that all it was?“ – bera höfuð og herðar yfir allt annað á plötunni; einungis „My new Atti- tude Shoes“ kemst með tærnar þar sem hin hafa hælana, og þessi lög eru númer 3, 5, 6 og 7. Restin ber þess augljóslega merki að vera unn- in í miklum flýti, bæði hvað varðar hljóm og lagasmíðar. Textar plötunnar fjalla sem fyrr sagði um kókaín og „kellingar“ – án nokkurra undantekninga. Ívar Örn, maðurinn á bak við Dr. Mister, sagði í viðtali við Morgunblaðið að textar sveitarinnar væru svartur húmor og að verið væri „að gera grín að þessari klúbbamenningu hjá hljómsveitum eins og Scooter“, en er brandarinn ekki orðinn full- langur á 57 mínútum? Svartur húm- or er besti húmorinn, en í honum felst alltaf einhver mótsögn, einhver kaldhæðni, og það er þar sem kímn- in verður til. Hvað er „fyndið“ við eftirfarandi textabrot: „She’s a dirty slut / take advantage of her dirty butt / drag her to the toilet and I coke her up […] / and then la- ter on I’ll have my way with her.“ Það er ekki hægt að segja og gera hvað sem er og lýsa því síðan yfir í blaðaviðtali að þetta hafi allt verið grín – „kóksvartur húmor“. Maður þolir einungis svo og svo mikið af „toosh“, „girlie“ og „koka“ og því miður er bara bætt í ósmekk- legheitin eftir því sem líður á plöt- una. Einræða „krakkhórunnar“ í titillagi plötunnar er ekki dæmi um raunsæistexta sem kallar á umbæt- ur, og það er ekkert skemmtilegt eða fyndið við hann heldur. Gáskinn sem er til staðar í „Is it Love?“ og „Kokaloca“ er víðsfjarri og eftir sit- ur ófögur og jafnframt ósmekkleg mynd. Það er erfitt að skilja hverju þessi plata á að áorka – í heildina er hún of drungaleg í partíið, hún er hvorki ádeilin né framúrstefnuleg, en um leið of ágeng til að henta sem bakgrunnstónlist. Þau stöku lög sem hafa náð vinsældum í útvarpi eru öll vel að því komin, en nái lög af síðari helmingi plötunnar vin- sældum, t.d. „Dirty Slut“, þá fer undirritaður bókstaflega að óttast um siðferðisþrek landans. Dr. Mister & Mr. Handsome hafa augljóslega hæfileika til þess að gera grípandi danstónlist – „Is it Love“ er besta dæmið, og sam- starfið við Svölu Björgvins gefur einnig góð fyrirheit. Ef hljómsveitin gefur sér betri tíma til þess að vinna næstu plötu, og einhvern ann- an til að sjá um textasmíðarnar, þá eru Dr. Mister & Mr. Handsome meira en færir um að ná þeim há- leitu markmiðum sem þeir hafa sett sér. Smekkleysa TÓNLIST Geisladiskur Öll lög eru eftir Dr. Mister (Ívar Örn Kol- beinsson) og Mr. Handsome (Guðna Rún- ar Gunnarsson) nema „Is it Love?“ sem er einnig eftir Pétur Jökul og „Was that all it was?“ sem er eftir Jean Carn. Snake (Egill Tómasson) annast gítarleik. Pétur Jökull leikur ennfremur á hljóm- borð í „Boogie Woogie Sensation“. Jo- hnny leikur á bassa og Stulli á gítar í „Is it Love?“. Svala Björgvins syngur í „Is it Love?“ og „Was that all it was?“. Unnur Pétursdóttir syngur í „Dirty Slut“ og „The Highs and Lows“. Krummi Björgvins syngur í „Dirty Slutty Hooker Money“ og „Dancing with Girlies“. Diddi DMX tekur upp og hljóðblandar ásamt Dr. Mister & Mr. Handsome í Stúdíói Sýrlandi. Flex hljómjafnaði í Írak. V. Warén hannaði um- slag. Cod Music gefur út 2006. 13 lög, 57’13’’. Dr. Mister & Mr. Handsome – Dirty Slutty Hooker Money Atli Bollason Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.