Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 28
mannlíf
28 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
75% afsláttur af sígarettum
Síðustu dagana áður en mat-
vörubúðinni var lokað síðasta föstu-
dag var 75% afsláttur af sígarettum
og 90% afsláttur af heilsuvörum. En
verðið hækkaði hins vegar á rakara-
stofunni. Fleira var lokað á föstudag-
inn var, svo sem líkamsræktarstöð-
inni, kvikmyndahúsinu og
fatahreinsuninni. Engir einkabílar
eru eftir á götunum, ekki einu sinni á
Valhallarveginum, og nóg að gera hjá
Hafsteini Emilssyni á SS bílaleig-
unni, því margir varnarliðsmenn hafa
viljað skoða Ísland í síðasta skipti áð-
ur en þeir fóru utan. „Það hefur verið
vinsælast að fara til Akureyrar og að
Jökulsárlóni,“ segir hann.
Það má segja að hann hafi verið
eins og fluga á vegg í þessu samfélagi
í fimmtán ár. „Áður en tilkynnt var
um lokun var þetta mjög einangrað
og sérstakt samfélag – fólkið á heið-
inni. Þetta var nánast eins og titill á
hryllingssögu. Enda hefur þetta
breyst í draugabæ, allar byggingar
standa tómar. Ég held að þessi þróun
hafi verið meira áfall fyrir marga
Bandaríkjamenn en Íslendinga, því
mörgum þeirra fannst gott að búa
hér á landi og höfðu ráðgert að vera
hér þrjú til fjögur ár til viðbótar. Það
á ekki bara við um okkur að finnast
gott að búa á Íslandi.“
Mjög dapurlegt
Keilusalnum hefur verið lokað þeg-
ar blaðamann ber að garði, verið er
að taka niður brautirnar og kúlurnar
komnar í ker, eins og netakúlur.
Sumir eru fisknari en aðrir. Chris
Bennett gerir út á þessi mið. Hann er
mikill áhugamaður um keilu og fylg-
ist með þegar öllu er snúið á hvolf
eins og í fellu. Þetta er staður sem á
sér ríka sögu, til dæmis var Bobby
Fischer tíður gestur þar seint á
kvöldin og á næturnar meðan á ein-
víginu við Spassky stóð.
„Þetta er mjög dapurlegt,“ segir
Bennett alvarlega, sem unnið hefur
að starfsmannamálum innan varn-
arliðsins, meðal annars því sem lýtur
að velferð og afþreyingu. „Mér þykir
þetta miður persónulega því ég hef
eignast marga íslenska vini á til-
tölulega skömmum tíma í gegnum
keiluna.“
Hann segist hafa notið þess tæpa
árs sem hann hafi búið á Íslandi. „Því
fylgir alltaf tregi að pakka búslóðinni,
kveðja vini og kunningja, og segja
skilið við uppáhaldsveitingastaðina.“
Á leið til Guantanamo
Bennett á tvö börn með Körlu eig-
inkonu sinni, sem er herlög-
reglustjóri varnarliðsins. Börnin eru
9 og 11 ára og þegar komin til afa og
ömmu í Bandaríkjunum. „Ég verð
Fimm stjörnu kaffihús
Í höfuðstöðvum varnarliðsins er
varla sála á ferli og stjórnstöðv-
arherbergið tómt, en þar var áður
vakt allan sólarhringinn, einkum til
þess að mæta því ef Landhelg-
isgæslan þurfti aðstoðar við vegna
björgunarstarfa, að sögn Friðþórs
Eydals.
Á einni skrifstofunni er Sean Le-
pera birgða- og fjármálastjóri sem
gekk í sjóherinn árið 1995. Hann lítur
á landkrabbastarfið sem tilfallandi,
en nauðsynlega hvíld frá sjómennsk-
unni, – „það væri ekki gott að vera
um borð í skipi í tíu ár“.
Hann hefur unnið í aðalstöðvum
varnarliðsins í tæp fjögur ár og verð-
ur síðastur þaðan til að fara af landi
brott og verður það 28. september.
„Þetta hefur verið góður tími, enda
engin ástæða til að ætla annað. Hér
er engin umferð og ef framdir eru
glæpir, þá hefur það alveg farið fram
hjá mér.
Maturinn er góður á níu af hverj-
um tíu veitingastöðum, jafnvel kaffi-
hús eru með fimm stjörnu máltíðir.
Fólkið er alúðlegt og sýnir manni
virðingu. Ef stjórnmálin væru tekin
út úr jöfnunni og það sem gengið hef-
ur á í samskiptum Bandaríkjanna og
Íslands undanfarna mánuði og ein-
ungis væri horft á landið og fólkið, þá
væri þetta mín útópía!“
Hann segir að margir hafi sagt að
þeir geti ekki beðið eftir að komast
aftur til Bandaríkjanna, en það eina
sem hafi komið upp í hugann á sér
hafi verið minningar af því að sitja
fastur í umferð sem ekki hreyfðist.
Fjölskylda hans fór frá Íslandi í vor
og varði sumrinu í Ástralíu, en eig-
inkona hans er þaðan. „Við eigum tvö
börn,“ segir hann. „Sonur minn er
þriggja ára og það vantar tvo mánuði
upp á að dóttir mín fæðist.“
Að sögn Lepera er erfitt að vera
einn eftir án fjölskyldunnar. „Sonur
minn bjó á Íslandi fyrstu þrjú æviár-
in og allt tengist minningum um
hann. Hann er of ungur til að skilja af
hverju pabbi hans er ekki hjá honum.
En þetta fylgir því að vinna hjá sjó-
hernum. Ég kann ferðalögum vel, en
óvissan er erfið og hún er fyrirferð-
armikil í þessu starfi.“
Lepera hefur ferðast vítt og breitt
um Ísland, meðal annars farið hring-
inn. „Þó að ég hafi ekki ekið hvern
vegkrók, þá hef ég skoðað sand-
sléttur og ísjaka og allt þar á milli –
og alls staðar er fallegt. Það eina sem
mér líkar ekki er kuldinn.
Í raun er þetta eins og negatívan af
Havaí, þar sem ég var áður stað-
settur. Þar má finna allt það sama og
hér; það er nýleg eyja með hrauni og
fossum. En hér eru engin pálmatré,
blóm eða regnskógar.“
staðsettur í Illinois með þeim, en
Karla fer héðan til að sinna örygg-
isgæslu í Guantanamo næsta eitt og
hálfa árið. Við verðum aðskilin þann
tíma, en þannig getur þetta verið hjá
hjónum sem velja sér starf hjá hern-
um.“
Hann segir að þau hafi líklega
ferðast meira um Ísland en margir
Íslendingar. „Ég er ekki að setja mig
á háan hest með því að segja það,“
bætir hann við. „Við fórum í níu daga
ferðalag hringinn á Íslandi, meðal
annars að Dettifossi, Gullfossi, til
Papeyjar og Akureyrar. Þegar við
sögðum íslenskum vinum okkar frá
ferðalaginu komumst við að því að
margir þeirra höfðu aldrei farið á
suma staðina. Það er erfitt að átta sig
á af hverju þegar um svo stuttar
vegalengdir er að ræða, en fyrir Ís-
lendingum er langur akstur frá
Reykjavík til Keflavíkur. Þá taka þeir
sér kaffipásu!“
Karla kemur aðvífandi og spyr
bónda sinn með stolti: „Sagðirðu hon-
um frá hringferðinni?“ Hann kinkar
kolli og blaðamaður notar tækifærið
til að spyrja út í ferðina til annarrar
eyju sunnar á hnettinum – Kúbu. „Ég
virðist alltaf vera staðsett á eyjum, en
það er nú einu sinni grundvöllurinn
að starfsemi flotahersins – maður er
alltaf nálægt hafi,“ segir hún bros-
andi, þó að svipurinn sé harður.
Hún segist ekki geta tjáð sig mikið
um starfið í Guantanamo að öðru
leyti en því að hún megi ekki fara út
fyrir fangelsið meðan á dvölinni þar
standi, nema það sé til að stíga upp í
flugvél til Bandaríkjanna.“
Erfiðar aðstæður á Íslandi
Í stóru flugskýli við flugbrautina
Morgunblaðið/Sverrir
Litríkar Keilukúlurnar leggja upp í ferðalag á næsta áfangastað.
Veggspjald áritað af klappstýrum Dallas Cowboys sem komu til landsins.
Flutningar Örninn hefur sig vart til flugs á ný frá heiðinni.
Sannleikurinn Lítið er eftir sem minnir á frétta- og þáttagerð á varnarstöðinni, þó að sannleikurinn sé boðaður á
veggspjaldi.