Morgunblaðið - 17.09.2006, Síða 30
stangveiði
30 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
útrás
E
r besti tíminn fyrir lax-
inn ekki alltaf að fær-
ast aftar? Er sept-
ember kannski orðinn
besti tíminn?“
Veiðileyfasalanum sem ég var að
ræða við fannst þetta; nú væri
kjörtími laxveiðimannsins; nú væri
kominn september, allar aðstæður
hinar ákjósanlegustu og laxinn
væri að taka flugur og annað agn
veiðimanna í ám um allt land. Að
minnsta kosti í þeim ám sem enn
þá er verið að veiða í.
Veiðimenn hafa haft um margt
að ræða þetta sumarið. Þeir sem
stunda laxveiði hafa margir talað
um laxa sem ganga óvenjuseint,
vissulega sé minna af honum en í
fyrra – en það var ekki að marka
sumarið í fyrra, segja menn – og
svo voru aðstæðurnar bara þannig
að fiskurinn sem var í ánum vildi
ekki taka! Fyrr en kannski nú í
september.
Víst er að gaman er að setja í
og kljást við nýrunninn lax, silfur-
gljáandi og spengilega fiska, sem
ætla ekki að lúta í lægra haldi.
Nýrunninn er laxinn líka bestur til
matar. En þegar líður að hausti og
dregur úr göngum, þekkja margir
veiðimenn æsinginn sem færist í
hængana sem reyna við hrygnur í
djúpum hyljum. Þá er hægt að fá
eftirminnilegar tökur reiðra og
rauðsleginna fiska, sem hægt er að
sleppa varlega aftur út í árnar – ef
það tekst að hafa á þeim hendur.
Öll köstin – allar þessar flug-
ur
Hjá mér var þetta sumar ótelj-
andi kasta og fjölbreytilegrar
flugnafánu, sem skilaði þó frekar
litlu. Í fiskum talið, því ánægjan
við veruna á bökkum vatnanna er
ómælanleg. Mér finnst ég aldrei
hafa lagt jafnhart að mér og próf-
að jafnmörg afbrigði fluguveið-
anna, til að ná svo fáum löxum.
Um hvað er ég að tala? Jú, fjór-
ar vaktir í opnun stórkostlegs
veiðisvæðis, Nesveiða í Laxá í Að-
aldal. Það var fyrsta heimsóknin á
svæðið, og hvílík dýrð. Ég fékk að
kasta á fornfrægum veiðistöðum
og mér auðnaðist líka að reisa eða
setja í nokkra laxa. En hafði ekki
hendur á neinum.
Næsti leiðangur skilaði meiru. Í
Miðfjarðará hafði ég veitt tvisvar
áður og það hjálpaði til. Á þremur
vöktum setti ég í tvo laxa og land-
aði báðum. Sá fyrri var silfraður
tíu pundari á göngu og tók þýska
Snældu áður en honum var sleppt,
sá síðari var einn þeirra sem þarf
að hafa mikið fyrir en áætlunin
gekk upp.
Ég var að veiða Vesturá og lax-
ar voru rétt að byrja að tínast í
ána. Um morguninn hafði sá sem
var á móti mér á svæði skyggnt
hinn fræga Túnhyl og ekki séð
einn einasta fisk. Ég ók samt
þangað uppeftir fyrir lok vakt-
arinnar og leyfði mér að gægjast
ofan í þennan vettvang ótal veiði-
sagna og viti menn; ég sá hvar
einn stakur lax renndi sér inn í
hylinn. Honum vildi ég gjarnan ná.
Áætlun var samin og fram-
kvæmdir hófust. Fyrst renndi ég
gárutúpu tíu sinnum yfir hylinn,
alltaf á sama stað, yfir laxinum.
Það átti að vekja athygli hans. Þá
setti ég undir litla svarta Frances
og strippaði til hans tíu sinnum
eftir sömu braut. Það átti að gera
hann pirraðan. Loks seti ég undir
lítinn Sunray shadow, þverkastaði
og um leið og túpan lenti dró ég
hana eins hratt að mér og ég gat.
Þá varð laxinn brjálaður. Réðst á
túpuna og skall utan í stein með
gusugangi, en náði henni ekki. Ég
beið augnablik, til að gefa laxinum
færi á að leggjast aftur. Þá fór
túpan aftur út, ég dró hratt að
mér og nú var hún negld. Þetta
var 79 cm hrygna.
Sumarið leið og ekki setti ég í
fleiri laxa, utan einn sem tók
Snældu í dýrðinni á svæði IV í
Stóru-Laxá og annan sem vissi
ekki að hann var á silungasvæðinu
í Vatnsdal.
Þetta var tími árangurslítillar
veiði. Árangursleysið náði efsta
stigi með átta fisklausum vöktum í
röð í ágústlok. Fyrst missti ég tvo
í Ytri-Rangá. Þá voru sex vaktir í
Flekkudalsá; fiskur í ánni en hún
svo vatnslaus að hægt var að tipla
yfir hana hvar sem manni sýndist.
Allt var reynt en til einskis. Þá ein
vakt á bændadögum í Grímsá.
Fullt af fiski en ekki högg. Ör-
væntingin tók að gera vart við sig.
Loks var kominn september
Veiðisumrinu var ekki bjargað
fyrr en komið var fram í sept-
ember. Ég var orðinn nokkuð sátt-
ur við þessa fjóra laxa sumarsins,
þegar ákveðið var að veiða einn
haustgulan helgidag, í lítilli á sem
nefnist Víkurá og rennur út í
Hrútafjörð.
Félagi minn var nývaknaður
þegar ég renndi í hlað í morguns-
árið en sá var ekki lengi að segja
mér frá löxunum fimm sem hann
veiddi á tveimur tímum kvöldið áð-
ur. Skömmu síðar vorum við
komnir að ánni, lítill svartur Fran-
ces fór undir og í áttunda kasti í
fallegan streng tók kraftmikill lax
fluguna. Honum var landað eftir
talsverðan barning. Í efsta veiði-
stað, fallegum en nettum bakk-
astreng, reyndi ég í tvígang að
veiða niður strenginn en tókst í
hvorugt skiptið; rauðleitir laxar
tóku litla Snældu í báðum til-
raunum. Á seinni vaktinni fékk ég
síðan fjórða laxinn á flugu sem ég
hef reynt mikið í sumar, þarna
hreif Black Boar þann fjórða. Lax-
inn fór niður úr hylnum og bak við
grjót við bakkann hinumegin
þannig að ég þurfti að vaða yfir og
svo synti hann aftur upp flúðina
og á tökustaðinn. Að lokum var
laxinum landað og sleppt aftur
eins og öllum hinum. Í endann tók
félaginn öfluga tólf punda hrygnu.
Allt þetta gerðist í haustinu, í
september, og daginn eftir gat ég
ekki annað en tekið undir með
veiðileyfasalanum: jú, besti lax-
veiðitími ársins er svo sannarlega
núna.
Ævintýri í haustinu
Morgunblaðið/Einar Falur
Flughoppið Laxinn stekkur eftir að hafa tekið flugu Guðmundar Guðjónssonar í Steinakvörn í Víkurá í Hrútafirði.
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
M
örg íslensk fyr-
irtæki hafa verið
að teygja viðskipti
sín út fyrir land-
steinana og ekki
minnst hingað til Danmerkur.
Menn hafa hreinlega keypt heilu
samsteypurnar eins og Magasín,
Merlin, Illum, Keops, Scanbox,
Sterling og fleira. Svo er hin
ágæta tónlistarverslun 12 Tónar
búin að opna útibú á besta stað í
miðri Kaupmannahöfn. Þar ofan í
ætla Íslendingar að koma með nýtt
íslenskt fréttablað. Mikil bjartsýni
og sjálfsálit ríkir meðal Íslendinga.
En nú þykir Dönum nóg komið.
„Nú hleypum við þeim ekki
lengra inn,“ sagði einn stór og feit-
ur Dani í kaffiskúr á vinnustað þar
sem ég var.
„Hvað meinarðu með lengra
inn?“ spurði ég.
„Jú, lengra inn, þú veist,“ svar-
aði hann og sötraði sjóðheitt kaffi
úr þunnu plastglasi.
Hann var með skalla en samt
var svolítið rautt úfið hár eftir, í
kraga í kring. Hann var í háum
smekkbuxum. Sjálfur gat hann
ekki gefið nákvæmara svar við
spurningunni.
En menn gera sér kannski ekki
grein fyrir því að Kaupmannahöfn
er borg múranna. Þótt búið sé að
rífa borgarmúrinn fyrir löngu þá
er hann enn þá virkur inni í höfð-
inu á Dönum. Þetta með að hleypa
þeim lengra inn, kemur nefnilega
þaðan.
Stór fyrirtæki með peninga í
pokanum munu eflaust klára sig,
en þeir sem eru minni gætu auð-
veldlega orðið undir. Því búast má
við mótspyrnu.
Absalon lagði grunninn
Sagan er sú að Absalon biskup
er faðir Kaupmannahafnar. Hann
fæddist árið 1125 á ríkum herra-
garði. Hann átti foreldralausan
fósturbróður sem hét Valdimar er
síðar var tilnefndur konungur yfir
Danaveldi. Það fyrsta sem hinn
ungi konungur gerði var að setja
bróður sinn sem biskup í Hróars-
keldu. Absalon hinn nýi biskup
hækkaði kirkjuskattinn.
Ári seinna gaf konungur bróður
sínum lítið fiskiþorp við Eyr-
arsund, sem var kallað Höfn. Þetta
voru nokkrir leirklíndir kofar á
litlum hólma, þar sem nú stendur
Kristjánsborg. Þarna var stunduð
verslun með fisk. En sjóræningjar
voru vandamál; aðallega heiðingjar
frá Póllandi sem rændu og rupluðu
danskar strendur.
Absalon biskup ákvað því að
byggja steinvirki kringum þetta
litla þorp og byggður var hringlaga
múr í átta steinhæðum úr fallegum
kalksteini. Þannig fékk hann frið
fyrir sjóræningjum. Bakvið stein-
virkið blómstruðu viðskiptin og
hringmúrinn fékk einnig hern-
aðarlegt gildi.
Byggð voru reisuleg múrsteins-
hús og Absalon sjálfur bjó í flott-
um kastala með súlum og Aþenu-
líkneskjum. Mikið var um óeirðir
og óánægju meðal fátækra á þess-
um tíma. Þess vegna var mikið lagt
upp úr því að halda þeim fátæku
fyrir utan. Einn góðan veðurdag
uppgötvaði þó Absalon að hann gat
tekið inngöngugjald frá þeim fá-
tæku. Þannig grunnlagði hann þá
borg sem í dag heitir Kaupmanna-
höfn; borg múranna.
Inngöngugjald
tekjulind kóngsins
Borgin stækkaði og sífellt þurfti
að útvíkka múrinn. Fjórum sinnum
var borgarmúrinn stækkaður.
Kristján IV. lét byggja síðustu út-
víkkunina. Hann sagði hana nauð-
synlega til að halda Svíunum úti.
En í raun var inngöngugjaldið
hans aðal tekjulind.
Hann byggði rammgerðan varn-
argarð með breiðu borgardíki
kringum alla Kaupmannahöfn. Að-
eins fjögur inngönguhlið voru;
Nørreport, Vesterport, Østerport
og Amagerport. Hermenn höfðu
eftirlit með öllum sem fóru inn.
Þannig var hægt að stjórna hverjir
komu inn og með hvað. Svíum og
öðrum skrælingjum var haldið fyr-
ir utan.
Fátækur bóndi, sem var á leið
inn í borgina með gulrætur í
strigapoka, þurfti að borga 16
skildinga. Gjaldið hét Accise og við
búðina stóðu fjórir hermenn með
langa riffla með skínandi byssu-
stingi. Þeir stóðu vakt og var
strangt tekið á smygli. Hermenn-
irnir voru í snjóhvítum buxum, í
stuttum rauðum jökkum með gyllt-
um hnöppum og með háan hatt.
Þetta voru hermenn konungs sem
ekki var ráðlegt að atast við. Bak
við átta metra háan múrinn sást í
turna borgarinnar.
Ódýr vinnukraftur
Árið 1814 var Jón Franz fang-
aður fyrir hestaþjófnað á Snæfells-
nesi. Hann hafði stolið þremur
hestum. Að vísu skilaði hann
tveimur en hafði selt einn. Einnig
hafði hann stolið reipi og nokkrum
spýtum. Fyrir þetta var hann
dæmdur til þess að kaghýðast,
brennimerkjast á enni og erfiða
ævilangt í járnum við Kaup-
mannahafnarfestninguna. Í dag
þætti þetta ansi harður dómur. En
konung vantaði ódýran vinnukraft.
Á hverjum morgni var þessi maður
leiddur út úr Stokkhúsinu, ill-
ræmdasta þrælahúsi dönsku sög-
unnar, til að þræla við borgarmúr-
inn.
Í 700 ár var múr í kringum
Kaupmannahöfn. Ekki fyrr en
1858 var hann felldur niður. Höf-
uðborgin var ekki lengur festning.
Mikil hátíð var haldin og kom
fjöldi fólks til að rífa og brenna
múrinn. Það var hátíð í marga
daga. Fyrir almenning hefur þetta
eflaust verið eins og að fella Berl-
ínarmúrinn. Í dag sést ennþá síkið
og leifarnar af múrnum hringinn í
kringum alla Kaupmannahöfn.
Þegar það fréttist að Íslendingar
ætluðu að koma með nýtt ókeypis
fréttablað, var eins og hin blöðin
Aðvörun:
Kaupmanna-
höfn er borg
múranna
Íslendingar kaupa upp heilu viðskiptaveldin í Kaup-
mannahöfn og þar ofan í ætla þeir að koma með nýtt
íslenskt fréttablað. Ásgeir Hvítaskáld segir að þótt
mikil bjartsýni og sjálfsálit ríki meðal Íslendinga, þyki
sumum Dönum nóg komið.