Morgunblaðið - 17.09.2006, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 17.09.2006, Qupperneq 36
36 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ 17. september 1986: Sveit- arstjórnir eru betur í stakk búnar en fjarlægara stjórn- vald til að sinna staðbundinni þjónustu og verkefnum. Staðbundin þekking sveit- arstjórnarmanna gerir þeim kleift að mæta óskum og þörfum umbjóðenda sinna, sem að hinu opinbera snúa, betur og með minni kostnaði en hinu fjarlægara stjórn- valdi, ríkinu. Þess vegna ekki sízt er ástæða til að styrkja sjálfræði sveitarfélaganna. Núverandi ríkisstjórn hef- ur gert samstarfssáttmála við stjórn Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga. Með þessum sáttmála var í fyrsta sinni komið á fót formlegu samstarfi ríkis og sveitarfé- laga um sveitarstjórnarmál almennt. Vonandi leiðir þetta samráð til þess að samstaða næst um að styrkja stöðu sveitarfélaganna. . . . . . . . . . . 17. september 1976: Það er ekki útilokað, að olía geti fundizt við Ísland. Hér verð- ur að fara varlega en engu að síður er fyllsta ástæða til að rækileg rannsókn fari fram á þeim tækifærum, sem hér eru fyrir hendi. Þá er og ljóst að ýmsir aðilar velta mjög fyrir sér annars konar möguleikum á orku- flutningi frá Íslandi. Því er haldið fram, að unnt verði að flytja raforku með hjálp gervihnatta um víða veröld. Þetta kann að vera fjarlægur möguleiki, en engu að síður er ástæða til að staldra við hugmyndir af þessu tagi. Þá skjóta hvað eftir annað upp kollinum tillögur um að flytja heitt vatn í stórum tank- skipum frá Íslandi til ann- arra landa. Allar þessar um- ræður og vangaveltur undirstrika það að í framtíð- inni kunna að verða mörg fleiri tækifæri til þess að nýta þá orku sem Ísland býr yfir, þjóðinni allri til hags- bóta. Þess vegna eigum við að taka allar slíkar hug- myndir alvarlega og fjalla um þær sem slíkar. . . . . . . . . . . 16. september 1956: Okk- ur Íslendinga getur greint á um margt og hlýtur að greina á um margt eins og tíðkast meðal lýðræðisþjóða. En við höfum ekki efni á að lýðræðisöfl þjóðarinnar komi fram af öðru eins ábyrgð- arleysi og kom í ljós á Al- þingi 28. marz sl. þegar tveir lýðræðisflokkar gengu í bandalag við kommúnista um aðgerðir, sem gengu í ber- högg við allt starf ábyrgra manna að eflingu íslenzks sjálfstæðis á undanförnum árum. Traust og álit Íslands meðal frjálsra þjóða hefur orðið fyr- ir miklu áfalli. Vonandi tekst að vinna það upp þegar tímar líða. En hætt er við því, að meðan kommúnistar og nú- verandi forsætisráðhera móta utanríkisstefnu Íslands geti það orðið örlagaríkum erfiðleikum bundið. Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. PÁFINN OG ÍSLAM Það var rétt ákvörðun hjá Bene-dikt XVI. páfa að lýsa strax ígær yfir iðrun sinni vegna um- mæla um íslam í ræðu, sem hann fluttu í háskólanum Regensburg í Þýzka- landi í síðustu viku. Viðbrögðin, sem ræða páfa vakti í löndum múslíma, sýnir vel hversu við- kvæm samskipti helztu trúarbragða heims eru um þessar mundir. Páfinn vitnaði í forn rit þar sem býz- anski keisarinn Manuel II Paleologus segir: „Sýnið mér hvað Múhameð færði okkur sem var nýtt, og þar mun- uð þér aðeins finna illa hluti og ómennska, á borð við fyrirmæli hans um að breiða út með brandi trúna sem hann prédikaði.“ Af lestri ræðu páfa í heild sinni er ljóst að tilvitnunin í keisarann er ekk- ert aðalmál í ræðunni en hún er heldur engan veginn nauðsynleg til að varpa ljósi á umræðuefni hans sem var „trú, skynsemi og háskólinn“. Þess vegna er ekki að furða að margir múslímar hafi litið svo á að páfinn vildi með orðum sínum vega að íslam. Það jók enn á áhrif þessa kafla í ræðu páfa að fyrir tveimur árum, áður en hann tók við páfadómi, lagðist hann gegn aðild Tyrkja að Evrópusam- bandinu á þeim forsendum að músl- imaríki ætti ekki heima í Evrópu. Páfinn hefur í ýmsum efnum tekið harðari afstöðu en forveri hans, Jó- hannes Páll II. Það ber þó ekki endi- lega að skilja sem svo að hann vilji vinda ofan af þeirri viðleitni sem for- veri hans sýndi til að bæta samskiptin við múslíma. Hann áformar þannig heimsókn til Tyrklands í nóvember- mánuði. Talsmaður Páfagarðs sagði í yfir- lýsingu í fyrradag að páfinn bæri virð- ingu fyrir íslam en hafnaði trúarkenn- ingum sem hvettu til ofbeldis. Í ræðu sinni vitnaði hann í orð Manuels keis- ara sem sagði að blóðsúthellingar væru ekki Guði þóknanlegar. Það sem páfinn lét hins vegar hjá líða – eins og svo margir sem fjalla um öfgastefnur innan íslamstrúar – var að nefna að blóði hefur vafalaust verið úthellt jafnoft í nafni Krists og í nafni Mú- hameðs, þótt það sé í andstöðu við kristinn boðskap. Norðurlandabúar vita allt um það að kristindóminn er hægt að breiða út með brandi þótt hér á Íslandi hafi rætzt úr og kristnitaka farið fram með friðsamlegum hætti. Það vekur nokkra furðu að Bene- dikt páfi og ráðgjafar hans skyldu ekki hafa áttað sig á því fyrirfram að tilvitnun af þessu tagi gæti móðgað múslíma og orðið öfgamönnum ástæða til að gera einmitt það sem páfinn for- dæmir; að úthella blóði í nafni trúar- innar. Á viðsjárverðum tímum eins og þeim, sem við lifum nú, verða allir, ekki sízt leiðtogar kristinna manna, að leggja sig alveg sérstaklega fram um að byggja brýr á milli trúarbragða, en ala ekki á fjandskap og reiði. Margir hafa lýst áhyggjum af því að ummæli páfans muni hleypa af stað of- beldisfullum götumótmælum eins og birting skopmynda af Múhameð spá- manni í dönskum og norskum blöðum gerði fyrr á árinu. Sumir héldu því þá fram að sú mótmælaalda hefði ein- göngu risið vegna þess að leiðtogar múslíma á Norðurlöndum hefðu farið um múslímaríkin og hvatt til mótmæla með öfgafullum málflutningi. Slíku er ekki að heilsa nú. Fyrir tilstilli alþjóð- legrar fjölmiðlunar urðu orð páfans á svipstundu umræðuefni um allan hinn múslímska heim. Eðli upplýsingamiðl- unar í nútímanum gefur áhrifamönn- um enn frekari ástæðu en áður til að gæta orða sinna þegar fjallað er um viðkvæm mál. Hins vegar ber á það að líta að þeir múslímar, sem bregðast við orðum páfa með ofbeldi og blóðsúthellingum, renna að sjálfsögðu sjálfir stoðum undir þá mynd af íslam sem páfinn er nú gagnrýndur fyrir að draga upp. Þegar páfinn í Róm talar hlusta all- ir, líka þeir sem ekki játa kristna trú. Þess vegna verður hann að velja orð sín af kostgæfni. Vonandi hefur páf- anum tekizt að afstýra frekara umróti með yfirlýsingu sinni í gær. Þ að er gott verk og þarft að segja fíkni- efnum stríð á hendur eins og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hef- ur nú gert í samstarfi við ÍSÍ, Ung- mennafélag Íslands, Skátahreyf- inguna, Samband íslenzkra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg auk þess sem lyfjafyrirtækið Actavis veitir því stuðning. Frá þessu átaki er sagt í Morgunblaðinu í dag, laug- ardag. Þetta átak snýst fyrst og fremst um forvarnir, að hafa þau áhrif á ungt fólk að það neyti ekki fíkniefna. Það er auðvitað grundvallaratriði að hafa áhrif á ungt fólk og móta afstöðu þess til lífs- ins á þann veg að það neyti aldrei fíkniefna. Og það er alveg rétt sem fram kemur hjá þeim sem fyrir þessu átaki standa, að þátttaka í skipu- lögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi getur skipt miklu máli í þessum efnum. Í íþróttahúsum landsins fer fram stórkostlegt starf á hverjum einasta degi með þátttöku mikils fjölda barna og unglinga og sem foreldrar taka verulegan þátt í með ýmsum hætti. Hinn 28. september verður sérstakur forvarn- ardagur í skólum landsins þar sem þremur heilla- ráðum verður haldið að börnum og unglingum; að þau taki þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi, að þau neyti ekki áfengis og að þau njóti samverustunda með fjölskyldu sinni. Allt snýst þetta um grundvallarstarf til þess að koma í veg fyrir að æska landsins gerist viðskipta- vinir fíkniefnasala. Hins vegar má segja að þetta forvarnarstarf þurfi að kafa dýpra að því leyti til að orsök þess að ungt fólk ánetjist fíkniefnum getur oft verið til staðar í þeim félagslegu aðstæðum sem það býr við. Og þess vegna geti róttækar aðgerðir til þess að ráðast að erfiðum félagslegum aðstæðum sumra hópa ungs fólks verið sterkasta forvörnin. Nú eru börn gamalla fíkniefnaneytenda að vaxa úr grasi. Hvernig er tekið á þeim vanda sem þau standa frammi fyrir? Snúa þau sér að fíkniefnum á sama hátt og foreldrar þeirra? Starfið í íþróttahúsunum kostar. Hvernig er tekið á vanda þeirra fjölskyldna sem hafa einfald- lega ekki efni á því að borga þann kostnað fyrir börn sín? Í báðum þessum síðastnefndu tilvikum er líkleg- ast að starfsmenn félagsþjónustu sveitarfélaganna þekki bezt til og kunni bezt að fást við þennan vanda fjölskyldna ef þetta fólk fær þá svigrúm til að vinna að þeim málum og fjármuni til að standa undir þeim kostnaði sem óhjákvæmilega verður til. Það er því æskilegt að útvíkka það starf sem for- setinn í samvinnu við fyrrgreinda aðila hefur hleypt af stokkunum, dýpka það og grípa til rót- tækra aðgerða gagnvart þeim ógeðslegu öflum sem hér eru að verki. Á tíunda áratugnum var hleypt af stokkunum verkefni sem átti að tryggja að Ísland yrði fíkni- efnalaust land um síðustu aldamót. Allir vita hvernig til tókst í þeim efnum. Fíkniefnavandinn á Íslandi er orðinn miklu meiri en hann var þá. Þess vegna þarf þetta átak forsetans og fleiri aðila nú að verða viðameira, dýpra, og þeir sem að því standa þurfa að sýna meira úthald en áður hefur orðið raunin. Ógeðsleg veröld V eröld fíkniefnanna er augljóslega ógeðsleg veröld. Þeir sem flytja inn fíkniefni og selja þau eru að vinna að því dag hvern að drepa fólk. Ólafur Ragnar benti á það þegar verkefnið var kynnt að ár hvert dæi ákveðinn hópur ungmenna vegna fíkniefnaneyzlu. Fíkni- efnasalar eru morðingjar. Þeir vinna bara öðru vísi að manndrápum en þeir sem nota byssur, hnífa eða önnur vopn. Þótt allt sé ógeðslegt sem fíkniefnasalar gera er þó ekkert eins viðurstyggilegt og viðleitni þeirra til þess að nálgast börn og unglinga meðal annars í námunda við skólana. Fyrir nokkrum dögum var frá því skýrt hér í Morgunblaðinu að fíkniefni hefðu fundizt á ellefu ára gömlum dreng. Hvernig í ósköpunum má það vera? Tölvur og farsímar hafa auðveldað fíkniefnasöl- um að stunda þessi viðskipti. Jafnvel þar sem börn og unglingar búa og starfa í vernduðu umhverfi í fámenni á landsbyggðinni eru dæmi um að fíkni- efnasölum hafi tekizt að koma vöru sinni á fram- færi. Enginn veit hverjir þar hafa verið á ferð. Í efnahagslífi okkar eru miklir fjármunir á ferð sem hafa orðið til vegna viðskipta með fíkniefni. Þeir sem hafa það að daglegu starfi að fást við fíkniefnasala telja sig hafa komizt að raun um að peningarnir séu oft „þvegnir“ í gegnum fasteigna- viðskipti og svo er hinum miklu fasteignakaupend- um í krafti fíkniefnasölu hampað í sumum fjöl- miðlum landsins sem einhvers konar stjörnum okkar tíma. Það þarf að ráðast gegn fíkniefnasöl- unum af enn meiri krafti en gert hefur verið. Til þess þarf bæði mannskap og fjármuni og þeir fjár- munir verða að koma úr almannasjóðum. Um þessar mundir eru u.þ.b. fjórir áratugnir liðnir frá því að Jóhann Hafstein, þáverandi dóms- málaráðherra, tók fyrstu skrefin til þess að berjast gegn fíkniefnum á Íslandi. Þá fannst mörgum það vera allt að því broslegt að halda að fíkniefni gætu náð til Íslands. Það er ekkert broslegt lengur við það stórfellda vandamál sem við stöndum frammi fyrir. Fíkniefnin streyma inn í landið þrátt fyrir það magn sem tekið er. Kannski má segja að í hnot- skurn hafi þetta vandamál komið fram í því að fangelsisyfirvöld tilkynntu fyrir skömmu að fíkni- efnaneysla á Litla-Hrauni hefði verið komin ger- samlega úr böndum í sumar. Þá var gripið til nýrra aðferða við rannsókn málsins og í ljós kom að einn starfsmaður fangelsisins smyglaði fíkniefnum til fanganna. Í þeim umræðum kom jafnframt fram að fangelsisyfirvöld hefðu sýnt allt að því ótrúlegt frjálslyndi í umgengni fanga við gesti. Og vafalaust hefðu yfirvöld fangelsisins orðið fyrir gagnrýni og aðkasti ef umgangur fanganna við gesti hefði verið takmarkaðri. Almennt virðast menn þeirrar skoðunar að mest af fíkniefnunum komist til landsins í gegnum hafn- ir, þ.e. með skipum frá útlöndum, eins og glöggt má sjá af því magni fíkniefna sem finnst á Seyð- isfirði. Nú eru byrjaðar umræður um að það geti gerzt með flugi lítilla flugvéla sem fljúgi svo lágt að ekki sé hægt að fylgjast með þeim og lendi á af- viknum flugvöllum hér og þar um landið. Nóg er af slíkum flugbrautum sem ekkert er fylgzt með. Það eru einmitt slíkar aðferðir sem notaðar eru til að smygla fíkniefnum m.a. frá Kólumbíu til Flórída og pökkum með fíkniefnum þá gjarnan hent í sjó- inn, þangað sem þeir eru sóttir. Þeir sem sigla á skútum og lystisnekkjum um þessi svæði vita að skynsamlegt er að láta þá pakka eiga sig. Hvernig svo sem þetta er gert fer ekki á milli Laugardagur 16. september Reykjavíkur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.