Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 24
fólk
24 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Þetta voru mikil umskipti fyrir mig
sem hélt mína fyrstu ræðu í ræðu-
stól í beinni kosningaútsendingu
sjónvarpsins. Þetta var sannkölluð
eldskírn. Kosningabaráttan var
hins vegar ein sú skemmtilegasta
sem ég hef tekið þátt í og það var
feikilega öflugur hópur, bæði
kvenna og karla, sem stóð að henni.
En jafnvel þarna hefði mér orðið
verulega um sel ef einhver hefði
sagt við mig: nú átt þú eftir að vera
í pólitík næstu 28 árin.“
Félagsmálabærinn Kópavogur
Meirihlutasamstarf Alþýðu-
flokks, Alþýðubandalags og Fram-
sóknarflokks í Kópavogi stóð næstu
tvö kjörtímabil og stóð af sér hrær-
ingar og áföll sem m.a. Alþýðu-
flokkurinn varð fyrir á landsvísu á
þessum árum. „Við héldum áfram
að eflast í Kópavogi og kjör-
tímabilið 1986–1990 voru A-
flokkarnir tveir með hreinan meiri-
hluta.“
Rannveig sat í bæjarstjórn
Kópavogs í tíu ár, til ársins 1988 er
hún réðist aðstoðarmaður Jóhönnu
Sigurðardóttur, þáverandi félags-
málaráðherra. „Bæjarstjórnarárin
mín í Kópavogi voru yndislegur
tími. Það gerðist svo margt á þess-
um árum og okkur tókst að hrinda
svo mörgum góðum áformum í
framkvæmd. Við tókum félagslegu
málaflokkana fyrir hvern af öðrum;
málefni fatlaðra, aldraðra og dag-
vistun. Við gerðum gríðarlegt átak
í uppbyggingu leikskóla og einnig í
gæslu í fyrstu bekkjum grunnskól-
ans til að koma til móts við foreldra
sem vantaði vistun fyrir börnin eft-
ir að skólatíma lauk. Þetta var al-
veg nýtt og ég var mjög stolt af því.
Á þessum tíma fékk Kópavogur
viðurnefnið „félagsmálabærinn“
vegna sterkrar fjölskyldustefnu
sinnar í bæjarmálum. Við end-
urskipulögðum úthlutunarkerfi
lóða og hófum heilmikið átak í end-
urbyggingu gamalla gatna í bæn-
um. Þetta er sá tími í mínu pólitíska
lífi sem mér þykir hvað vænst um
þó seinna kæmu önnur tímabil með
heillandi viðfangsefnum.“
Rannveig byggði upp mikið og
traust persónulegt fylgi í Kópavogi
og seinna í Reykjanesi sem fleytti
henni inn í landsmálapólitíkina er
hún sóttist eftir sæti á lista flokks-
ins til þingkosninga í prófkjöri í
Reykjaneskjördæmi 1987. Hún
lenti í þriðja sæti listans og varð
með því fyrsti varamaður flokksins
í kjördæminu og tók sæti á Alþingi
haustið 1989 er Kjartan Jóhanns-
son sagði af sér þingmennsku.
„Þetta átti sér talsvert lengri að-
draganda, en Kjartan Jóhannsson,
þáverandi formaður flokksins, sótti
það mjög fast að ég tæki sæti á
lista fyrir alþingiskosningarnar
1983. Frá sjónarhóli Kjartans var
þetta mjög skiljanlegt. Kópavogur
var orðinn stærsta sveitarfélagið í
kjördæminu og átti engan fulltrúa
á þingi en var með mjög sterka
stöðu í bæjarstjórninni. Starf
kvennanna í flokknum í kjördæm-
inu var einnig mjög öflugt og
Kjartani fannst því mjög gott að fá
þessa konu úr Kópavogi til að taka
sæti á listanum. Ég var hins vegar
ófáanleg til þess á þeim tíma, við
höfðum haldið velli í kosningunum
árið áður þegar flokkurinn tapaði
verulega á landsvísu og ég taldi
mig persónulega skuldbundna bæj-
arbúum til að beina kröftum mínum
áfram að bæjarmálunum. Kjartan
kom aftur að máli við mig 1987, var
þá oddviti flokksins í kjördæminu,
en Jón Baldvin var orðinn formað-
ur og nú lagði öll kvennasveit
flokksins í kjördæminu hart að mér
og það varð til þess að ég féllst á að
gefa kost á mér í prófkjöri um
þriðja sæti listans í framboði til Al-
þingis. Í byrjun kosningabarátt-
unnar leit þetta mjög vel út og okk-
ur var spáð fjórum þingsætum úr
kjördæminu í skoðanakönnunum í
ársbyrjun 1987. En mánuði fyrir
kosningar gerbreyttist landslagið
með stofnun Borgaraflokksins og
við fengum aðeins tvo menn
kjörna.“
Rannveig hélt því áfram setu
sinni í bæjarstjórninni og varð þá
um haustið fyrsta konan til að
verða formaður bæjarráðs. „Ég var
á þessum árum að safna þeirri upp-
hefð að verða fyrsta konan í þessu
og hinu. Ég varð t.d. fyrsta konan í
stjórn Sparisjóðs Kópavogs og ég
varð fyrsta konan sem var formað-
ur húsnæðismálastjórnar ríkisins.“
Hvaða áhrif hafði starf þitt í
stjórnmálum á heimilislífið? Þú
sem ætlaðir bara að hafa það náð-
ugt sem varamaður í bæjarstjórn
eitt kjörtímabil?
„Þetta hefði náttúrlega aldrei
gengið nema af því að ég á svo
skilningsríkan mann sem er líka of-
boðslega pólitískur og mikill sam-
herji minn. Hann hefur alltaf verið
minn mesti stuðningsmaður og
aldrei talið eftir sér eitt einasta
skipti sem hefur fylgt því að vera
maki stjórnmálamanns. Í öðru lagi
þá ákváðum við að þátttaka mín í
bæjarstjórninni væri jafngildi hálfs
starfs og ég sinnti engu öðru en því
og heimilinu. Eðli bæjarmálanna er
að meginþungi þeirra lendir síðari
hluta dagsins og þá var bóndinn að
koma heim og gat tekið við heim-
ilinu. Sigurjóna dóttir mín var
sautján ára þegar yngri strákurinn
fæddist og tók honum fagnandi. Ég
held að þessi strákur hafi haldið
fyrstu æviárin að hann ætti tvær
mömmur! Við leystum þetta því vel.
Við Sverrir erum bæði hug-
sjónafólk og höfum aldrei mælt
framlag okkar til peninga. Það kom
nú stundum frekar lítið inn mín
megin í beinhörðum peningum en
ég uppskar ríkulega af þakklæti og
góðum hug meðal bæjarbúa. Ég hef
metið stuðning fólks úr Kópavogi
geysilega mikils og það er enginn
vafi á því að í prófkjöri Alþýðu-
flokksins fyrir alþingiskosning-
arnar 1995, þegar ég tókst á við
Guðmund Árna Stefánsson um for-
ystusætið á lista flokksins í Reykja-
neskjördæmi, þá réði stuðningur
bæjarbúa í Kópavogi við mig úrslit-
um. Ég var þá félagsmálaráðherra
og var þá, og er enn, eini stjórn-
málamaðurinn úr Kópavogi sem
setið hefur á ráðherrastóli.“
Femínisti með árunum
Rannveig vill lítið gera úr átök-
um og áföllum innan flokksins á ár-
unum fyrir alþingiskosningarnar
1995 en orðar það engu að síður
þannig að þau hafi gengið „sködd-
uð“ til kosninganna. Hún tók við
embætti félagsmálaráðherra 1994
af Guðmundi Árna Stefánssyni sem
hafði sagt af sér og eftir að hafa
orðið undir í formannskosningum
gegn Jóni Baldvini Hannibalssyni
sama ár sagði Jóhanna Sigurð-
ardóttir sig úr flokknum og stofn-
aði Þjóðvaka sem hlaut fjóra menn
kjörna í kosningum 1995. „Viðeyj-
arstjórnin, stjórn Alþýðuflokks og
Sjálfstæðisflokks 1991–1995, varð
okkur ofboðslega erfið. Það var nið-
ursveifla í efnahagslífinu og við
vorum að berjast við að koma
samningnum um Evrópska efna-
hagssvæðið í gegn í fullvissu þess
að það myndi gjörbreyta mögu-
leikum okkar hér á Íslandi. Sem
það og gerði. Það var líka áfall að
einn af mínum nánustu samstarfs-
mönnum í pólitíkinni, Jóhanna Sig-
urðardóttir, skyldi ákveða að yf-
irgefa flokkinn og við gengum þess
vegna sködduð til kosninganna
1995. Prófkjörsbaráttan milli okkar
Guðmundar Árna var hörð en sann-
gjörn og ég hafði betur þó mér væri
ekki spáð sigri.“
Rannveig staldrar aðeins við
þessa minningu og ég gríp tækifær-
ið til að spyrja hvort prófkjör séu
ekki erfið raun að ganga í gegnum.
Þar sem samherjar takast á og fólk
skipast í fylkingar innan sama
flokks.
„Jú, og það er frekar óheppilegt
að takast svona á í aðdraganda þess
að eiga síðan að berjast saman í
kosningum. Prófkjör skilja líka oft
eftir sig sár en ég verð samt að
segja að við Guðmundur Árni bár-
um alltaf gæfu til að snúa bökum
saman strax eftir að prófkjöri lauk.
En ef flokkurinn hefur ákveðið að
þetta sé aðferðin til að velja fram-
bjóðendur þá verða þeir líka að
geta tekið niðurstöðunni.“
Átökin sem þú varst að lýsa urðu
til þess að flokkurinn klofnaði. Þú
hefur aldrei virst vera beinn þátt-
takandi í slíku. Hvernig tókst þér
að komast hjá því að lenda í
árekstrum þegar flokkadrættir
voru sem mestir?
„Ég dróst náttúrlega inn í þessi
átök og tók mína afstöðu til þeirra
en það er hins vegar bjargföst
sannfæring mín að pólitíkin snýst
ekki um mann persónulega. Hún
stendur og fellur með liðsheildinni.
Sá sem ekki getur sagt Við en segir
alltaf Ég lendir í árekstrum. Ég hef
lent í erfiðri stöðu vegna átaka
góðra félaga minna en ég hef farið
inn í þau út frá forsendum heildar-
innar, flokksins. Ég hef átt mín
sársaukafullu tímabil en ég er í eðli
mínu mjög sáttfús manneskja og
Rannveig á leið úr ræðustól á
Norðurlandaráðsþingi í Stokk-
hólmi, nýkjörin forseti Norð-
urlandaráðs.
Á vinnustaðafundi í aðdrag-
anda kosninga.
Fimmtán ára, nýútskrifuð úr
landsprófi, 1956.
Rannveig og Sverrir með Sig-
urjónu í Noregi.
Fjölskyldan í dag. Rannveig,
Sverrir, Sigurjóna, Kristján,
Orri, Geirný. Barnabörnin:
Sverrir, Andri Víkingur, Sig-
urjón, Rannveig og Rakel.
Á leið í framboð 1978. Sig-
urjóna, Sverrir, Rannveig, Jón
Einar og Eyjólfur Orri.
Sigurjóna og Guðmundur með
sjö af börnum sínum og Rann-
veigu yngsta þarna