Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 25
hef sjaldan glaðst meira en haustið
1996 þegar ég sem formaður þing-
flokks Alþýðuflokksins tók á móti
þingmönnum Þjóðvaka og þing-
flokkarnir sameinuðust sem Þing-
flokkur jafnaðarmanna. Þá sett-
umst við Jóhanna Sigurðardóttir
aftur við sama þingflokksborð og
þannig átti það að vera.“
Þú sagðir áðan að þú hefðir ekki
verið femínisti á áttunda áratugn-
um en þú værir það núna. Hefur þú
breyst eða inntak femínismans?
„Ég hef breyst. Á ákveðnum
tímapunkti í lífi mínu, eftir mörg ár
í pólitík, þá horfðist ég í augu við þá
staðreynd að ef ég hefði í upphafi 9.
áratugarins búið að sömu lífs-
reynslu og ég geri nú, þá væru
miklar líkur á að ég hefði tekið þátt
í stofnun Kvennalistans. Það gekk
of hægt að ná fram breytingum inn-
an flokkanna á sviði kynjajafnréttis
og ég hef upplifað vonbrigði og fellt
tár yfir skertum hlut kvenna í póli-
tíkinni. En karlarnir hafa breyst á
þeim tíma sem ég hef verið í stjórn-
málum. Allir karlar gera sér grein
fyrir því í dag að það jafngildir
sjálfseyðingu í stjórnmálum að
taka ekki undir jafnréttishugmynd-
irnar. Áhrif Kvennalistans á hina
flokkana urðu m.a. þau að karlarnir
urðu ofboðslega hræddir um að ef
þeir hleyptu ekki konunum að inn-
an flokksins þá myndu þeir missa
konurnar yfir til Kvennalistans.
Þannig varð Kvennalistinn til að
efla framgang okkar kvennanna í
hinum flokkunum. Það jók mögu-
leika okkar á að komast til áhrifa
sem bæjarfulltrúar, þingmenn, for-
menn flokka. Áhrif kvenna í stjórn-
málunum hafa einnig orðið til þess
að áherslurnar hafa gerbreyst.
Bæði hafa konurnar sótt inn í hin
svokölluðu karlaverkefni en karl-
arnir hafa líka áttað sig á því að hin
svokölluðu „mjúku mál“ eru grjót-
hörð pólitísk viðfangsefni. Þjóðfé-
lagið hefur líka breyst og krafan
um samræmingu á milli atvinnu- og
fjölskyldulífs er orðin ein sú hávær-
asta í samfélaginu. Það gildir orðið
einu hvort hægri eða vinstri flokkar
eru við völd í sveitarstjórnum, þeir
láta sér ekki annað til hugar koma
en bregðast við kröfum varðandi
leikskóla og aðbúnað í grunnskól-
anum. Á þessu sviði geta íslenskir
jafnaðarmenn hrósað góðum sigri í
baráttu undanfarinna áratuga. En
við sjáum greinilega hvaða þættir
félagslegrar þjónustu og uppbygg-
ingar hafa orðið útundan. Það eru
þeir sem hafa verið á höndum rík-
isins vegna þess að undanfarin ell-
efu ár hefur verið hægristjórn í
landinu. Þar finnum við fyrir því og
þar er tekist á af hörku um fé-
lagsleg gildi sem hafa orðið undir.“
Umburðarlyndi og seigla
Rannveig var fyrst skipuð þing-
flokksformaður Alþýðuflokksins
1993 og gegndi því starfi allt til árs-
ins 2001 ef undan er skilinn tíminn
sem hún gegndi embætti félags-
málaráðherra. Gríðarlegar breyt-
ingar urðu á vinstri væng stjórn-
málanna á þessum árum og
þingflokkurinn stækkaði og breytt-
ist meðan á kjörtímabilinu stóð og í
honum voru 17 þingmenn er gengið
var til kosninga árið 1999 því þá
höfðu sameinast í einn þingflokk,
Alþýðuflokkur, Þjóðvaki og Al-
þýðubandalag að undanskildum
þremur þingmönnum Alþýðu-
bandalagsins, Steingrími J. Sigfús-
syni, Hjörleifi Guttormssyni og Ög-
mundi Jónassyni. „Þetta var
ótrúlegur tími, allt að því tryllings-
legur. Þarna sat allt í einu við sama
borð fólk sem hafði tekist á í stjórn
og stjórnarandstöðu örfáum árum
fyrr. Ég held að það hafi ekki reynt
eins mikið á mig á stjórnmálaferl-
inum eins og á þessum tíma þegar
allt var í deiglunni og Samfylkingin
var í fæðingu og mótun. En þetta
var stórkostlegur tími.“
Árið eftir var Samfylkingin
stofnuð og gekk í fyrsta sinn til
kosninga undir því nafni árið 2003.
Rannveig segir að ef fyllsta rétt-
lætis hefði verið gætt þá hefði Sam-
fylkingunni átt að vera falið umboð
til stjórnarmyndunar. „Hliðstætt
dæmi átti sér stað í Finnlandi fyrir
nokkrum árum og þar eru reglur
skýrar. Sigurvegari kosninganna
skal fá umboð til stjórnarmyndunar
þótt sitjandi stjórnarflokkar haldi í
orði kveðnu meirihluta sínum þrátt
fyrir afhroð. En ég trúi því að Sam-
fylkingin muni sigra í kosningunum
næsta vor og muni þar fá sitt verð-
skuldaða tækifæri til að sýna fyrir
hvað hún stendur.“
Rannveig hefur árum saman
starfað á vettvangi Norðurlanda-
ráðs og gegndi embætti forseta
ráðsins á síðasta ári. „Það var kom-
ið að Íslandi að fara með for-
mennsku í ráðinu og mér þótti af-
skaplega vænt um að allir flokkar á
Alþingi skyldu tilnefna mig ein-
róma í embættið en stjórnarflokk-
unum hefði verið í lófa lagið að
skipa formann úr sínum röðum.
Þetta mat ég mikils. Ég hef haft
mikinn ávinning sem stjórn-
málamaður af starfinu á norrænum
vettvangi. Ég var á árum áður for-
maður menningarmálanefnd-
arinnar en síðustu ár hef ég setið í
forsætisnefnd auk þess að ég var
formaður stjórnar Norræna menn-
ingarmálasjóðsins og er fulltrúi
Norðurlandaráðs í Norðurskauts-
samstarfi þingmanna. Þar hef ég
m.a. fengið mikinn áhuga á áhrifum
loftslagsbreytinganna en almennt
hefur samstarf á þessum erlenda
vettvangi haft áhrif á þróun mína
sem stjórnmálamanns.“
Þegar Rannveig er loks beðin að
lýsa sjálfri sér sem stjórnmála-
manni rifjar hún upp orð Össurar
Skarphéðinssonar sem sagði eitt
sinn við hana í glettni: „Rannveig,
þú heldur að þú sért hin milda móð-
ir en sannleikurinn er sá að þú ert
algjör nagli.“ Rannveig vill þó ekki
taka alveg svona djúpt í árinni en
segir sig hafa hvorutveggja um-
burðarlyndi og seiglu til að bera.
„Mér hefur heldur aldrei fundist
pólitíkin snúast um mig. Ég hef
alltaf haft mjög sterka tilfinningu
fyrir því að pólitíkin snúist um hug-
sjónir og verkefnin sem unnið er að
hverju sinni. Ég hef líka verið svo
lánsöm að eiga svo góða fjölskyldu
og sterkan bakgrunn að mér hefur
alltaf liðið vel í því sem ég hef verið
að gera. Kannski hefur það skilað
sér til samstarfsmanna minna og
veitt þeim öryggi og vellíðan líka.“
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 25
12.00–13.00 Hádegisverður
13.00–13.15 Setning
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
13.15-14.00 Nýmæli í sakamálaréttarfari
Eiríkur Tómasson prófessor fjallar um frumvarp til laga
ummeðferð sakamála, sem dómsmálaráðherra hyggst
leggja fyrir Alþingi nú í haust.
14.00-14.30 Skipulag ákæruvalds
Ragnheiður Harðardóttir vararíkissaksóknari fjallar um
fyrirhugaðar breytingar á skipan ákæruvalds.
14.30-15.00 Sönnun í sakamálum
StefánMár Stefánsson prófessor fjallar um hugtakið
sönnun og nokkrar meginreglur sem tengjast því. Einnig
mun Stefán víkja að dómaframkvæmd eftir því sem efni
eru til.
15.00-15.15 Kaffihlé
15.15-15.45 Rannsóknaraðgerðir lögreglu í breyttum heimi
Lykke Sørensen vararíkissaksóknari í Danmörku fjallar um
rannsóknaraðgerðir lögreglu andspænis breyttum
aðstæðum, svo sem vegna hryðjuverka og skipulagðrar
glæpastarfsemi.
15.45-16.15 Skýrleiki ákæruskjals
Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hrl., fjallar um hvaða kröfur
eru gerðar til ákæruskjals svo aðmál fái efnismeðferð.
Einnig víkur hann að nýlegum dómum.
16.15-17.00 Umræður og fyrirspurnir
17.00 Móttaka
Málþingsstjórn: Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu
Þátttaka tilkynnist í síma 568 0887milli kl. 13-15 alla virka daga eða í
tölvupósti á netfangið: logfr@logfr.is
Síðasti skráningardagur er þriðjudagur 19. september.
Þátttökugjald er 12.000 kr. en 9.000 kr. fyrir félaga í Lögfræðingafélagi
Íslands.
Lögfræðingafélag Íslands, Álftamýri 9, 108 Reykjavík,
sími: 568 0887, fax: 568 7057.
haldið í samvinnu við dómsmálaráðuneytið
í Súlnasal Hótel Sögu 22. september 2006
MÁLÞING LÖGFRÆÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS
Lögfræðingafélag
Íslands
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
/
N
M
2
3
4
0
4
Fjallað verður um nýtt frumvarp til laga ummeðferð
sakamála og um helstu málefni sem eru efst á baugi á
því réttarsviði
Nýtt réttarfar í
sakamálum
! "# $
!"#$% &'
#( )*#"' $+" % & ' # ( ) *& + *& ( # ',#(
&&&+( # ' + #-*& $
% .*& /' + '#0( &) ' ' &- + 1#
# ,$
% " ( # '# # ,2 3 + # *# &'
1 ) *&$
% 4# & & $
% 52 + *& ## 4 #$
% & ' $
,
-
./ 012 3
4 052 3
& # &$ 66$777$
& -' 4 & + 4 & &8
+ ! 9: "# ;7< #
& # $
+ ' -- #, ' $
) 4 336
2 Fréttir á SMS
»Hún [pólitíkin]
stendur og fellur
með liðsheildinni. Sá
sem ekki getur sagt Við
en segir alltaf Ég lendir
í árekstrum.