Morgunblaðið - 17.09.2006, Síða 4

Morgunblaðið - 17.09.2006, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GÖNGUR og réttir standa nú sem hæst. Réttað var í Hrunarétt á föstudag og í Skaftholtsréttum og í Skeiðaréttum í gær, laugardag. Safn Hrunamanna var um fjögur þúsund að þessu sinni og tók smala- mennskan viku. Farið er upp undir Hofsjökul og var dimmviðri, þoka og vætusamt framan af smala- mennskunni en gekk mun betur er á leið. Alls var í göngunum hálfur fjórði tugur manna, 32 smalar og 3 með trúss. Réttað er víða um land nú um helgina, frá föstudegi og allt til þriðjudags. Til að mynda verða all- ar réttir í hinu forna Landnámi Ing- ólfs um þessa helgi. Fimm réttir eru þannig í dag sunnudag og tvennar á morgun mánudag. Síðustu réttirnar verða svo um næstu helgi. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Göngur. Safn Hrunamanna kemur af fjalli. Það er um fjögur þúsund talsins að þessu sinni. Fjárréttir um allt land um helgina Veturgamalt. Haraldur Sveinsson á Hrafnkelsstöðum heimti tvo veturgamla hrúta sem höfðu gengið úti í vetur. Í HNOTSKURN »Sauðfé sem rekið er á fjallhefur fækkað jafnt og þétt síðustu ár og eru réttir víða ekki svipur hjá sjón. STEFÁN Bogi Sveinsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns Sam- bands ungra framsóknar- manna til baka en formannskjör- ið hefði átt að fara fram á þingi SUF í dag. Tveir voru í framboði, Stefán og sitjandi formaður, Jakob Hrafnsson. Stefán segir margar ástæður fyrir ákvörðun sinni en helst hafi það verið samtal milli þeirra Jak- obs. „Við ræddum um hvað okkur bar á milli í þessu og það kom í ljós að meiri grundvöllur var fyrir sam- vinnu okkar en ég hafði í upphafi ætlað,“ segir Stefán sem telur það jafnvel ekki heillavænlegt að fara á móti sitjandi formanni í byrjun kosningavetrar. „Það er dálítið mál að koma sitjandi formanni frá og það kostar átök. Við mátum það þannig að betra væri að spara kraftana fram að þingkosningum.“ Stefán hyggst setjast í stjórn sambandsins fái hann umboð til þess þar sem hann mun vinna náið með Jakobi að uppbyggingu sam- bandsins og þeim verkefnum sem bíða í vetur. Þingi SUF lýkur í dag. Dregur framboð sitt til baka Stefán Bogi Sveinsson SAUTJÁN ára piltur sem lenti í bílslysi skammt frá Flúðum aðfara- nótt fimmtudags liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss í Foss- vogi. Pilturinn hlaut mikla höfuð- áverka í slysinu og er haldið sofandi í öndunarvél. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu beinist rannsókn á slysinu helst að hraðakstri en pilturinn var ekki í bílbelti þegar slysið átti sér stað. Talið er að hann hafi ekið bif- reiðinni út á vegöxl, síðan reynt að beygja aftur inn á veginn með þeim afleiðingum að hann missti stjórn á bifreiðinni sem hafnaði utan vegar og valt. Hann hafði aðeins verið með ökuréttindi í u.þ.b. einn mán- uð. Tveir farþegar sem voru í bifreið- inni voru í bílbeltum og sluppu með minniháttar meiðsli. Enn haldið sofandi í öndunarvél BENSÍNVERÐ hefur verið á hraðri niðurleið undanfarnar vikur frá því að það náði hámarki um miðjan júlímánuð í ár. Var lítraverð á 95 oktana bensíni, með þjónustu, þá komið vel yfir 135 krónur en hefur síðan þá lækkað, eins og áður segir. Á föstudag tilkynnti Olíufé- lagið Esso um fjögurra krónu lækk- un á bensínverði og tveggja krónu lækkun á verði dísilolíu. Þá lækkaði Atlantsolía verð sitt á bensíni sam- anlagt um fimm krónur í röð hækk- ana og verð á dísilolíu um tvær krónur. Er verð á 95 oktana bensíni þar með komið í um 124 krónur hjá Esso, og er svipaða sögu að segja hjá Skeljungi og Olís. Bensínverð í sjálfsafgreiðslu er hjá olíufélögun- um þremur komið undir 120 krón- ur, en er tæpar 118 krónur hjá Atl- antsolíu. Hefur verð á bensínlítranum ekki verið lægra hjá Esso frá því í mars á þessu ári. Heimsmarkaðsverð á olíu hefur verið á hraðri niðurleið undanfarn- ar vikur og er það meginástæða lækkanana hér á landi. Hefur verð á Brent Norðursjávarolíu lækkað úr rúmum 78 bandaríkjadölum hinn 10. ágúst í rúma 62 dali nú. Skýr- ingarinnar er helst að leita í minnk- andi eftirspurn hjá almenningi nú þegar sumarleyfistíminn er að mestu yfirstaðinn. Þá hafa áhyggj- ur af ástandinu fyrir botni Miðjarð- arhafs minnkað og hiksti í olíu- framleiðslu BP í Alaska er yfirstaðinn. Þrátt fyrir lækkanir undanfar- inna vikna er enn nokkuð í að bens- ínverð jafnist á við það sem það var um síðustu áramót, en þá var verð bensínlítrans, með þjónustu, rúmar 110 krónur. Bensínverð fer ört lækkandi                                            Fór hæst vel yfir 135 krónur lítrinn í júlímánuði HÓPUR grænlenskra skólabarna hefur dvalið hér á landi í tvær vikur til að læra að synda. Börnin eru 11 ára og koma frá fimm litlum bæjum í Ammassalik- héraði, en mörg þeirra eru að fara frá Grænlandi í fyrsta sinn. Kópavogsbær, skákfélagið Hrók- urinn og Kalak – vinafélag Íslands og Grænlands standa að komu barnanna hingað til lands með stuðningi Flugfélags Íslands og fleiri aðila. Á myndinni má sjá þegar börnin kvöddu vini sína í Hjallaskóla og Smáraskóla á föstudag. Morgunblaðið/Eyþór Farin og flugsynd ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.