Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 20

Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 20
hann skrifaði fjölskyldunni þá 40 daga sem á orrust- unni um Iwo Jima stóð, glötuðust ekki og þau, ásamt dagbókunum, voru gefin út í bókinni Picture Letters from Commander in Chief, nokkru eftir stríðslok. Að beiðni Eastwood keypti Warner Bros kvikmyndarétt- inn og ekki var fyrr búið að þýða verkið en Eastwood fékk Iris Yamashita, kunnan japanskan rithöfund, til að skrifa kvikmyndagerðina. Hún er trúlega sú fyrsta sem Bandaríkjamenn gera eingöngu frá sjónarhorni Japana í síðari heimsstyrjöldinni. Myndin er á jap- önsku og að mestu leyti tekin í Kaliforníu, en jafn- framt verður notaður fjöldi myndskeiða, sem var tek- inn á Reykjanesinu í fyrra, samhliða Flags. Eastwood, sem hefur unnið verkið með samþykki og aðstoð Japana, hélt umtalaðan blaðamannafund í Tókíó meðan á tökunum stóð, og opnaði japanska vef- síðu þar sem hann birti bréf til japönsku þjóðarinnar til að útskýra sjónarmið sín. Þar stendur m.a.: „Þeir sem láta lífið í styrjöld, í báðum liðum, eiga skilið fulla virðingu og sóma. Þessar tvær myndir eru gerðar þeim til heiðurs. Þó að myndirnar segi söguna annars vegar frá sjónarhóli Bandaríkjamanna og hins vegar frá sjónarhóli Japana, vona ég að þið fáið nýja sýn á tíma sem báðar þjóðirnar deila með sér og hafa sett mikið mark á líf þeirra.“ Bréf frá Iwo Jima verður frumsýnd í Tókíó 9. des- ember og í Bandaríkjunum hálfum mánuði síðar. Það eru kvikmyndaverin DreamWorks (nú hluti af Viacom), og Warner Bros, sem fjármagna myndirnar. Báðar teljast frekar ódýrar (Flags kostar um 55 millj- ónir dala, en Letters litlar 15), sem stafar m.a. af því að Eastwood tók þá ákvörðun að nota engar stór- stjörnur í aðalhlutverkin til að gera myndirnar um þessa grimmdarlegu atburði sem trúverðugastar. Ken Watanabe (The Last Samurai), fer með hlutverk Ku- ribayashi hershöðingja í Letters. Ryan Phillippe, Adam Beach og Barry Pepper (stórkostlegur í The Three Burials of Melquiades Estrada, sem er ein myndanna á IIFF kvikmyndahátíðinni), fara með helstu hlutverk bandarísku fótgönguliðanna í Flags. Þegar er farið að gera því skóna að kempan Eastwood verði hugsanlega fyrsti maðurinn í sögunni sem er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tvær myndir og leikstjórn á sama árinu. Það væri glæsileg kóróna á ferli manns sem hefur jafnan forðast auglýsingamennsku og tilgerð eins og heitan eldinn. Öfugt við Spielberg og fáeina aðra koll- ega sína á toppnum, hefur hann unnið verk sín af hóg- værð og sem mest í friði fyrir kastljósunum. Flags of Our Fathers verður frumsýnd í Sambíóunum í desem- ber, en Letters From Iwo Jima, á fyrstu mánuðum næsta árs. 1976 Kúrekaímynd- in loddi lengi við Clint Eastwood enda gat hann sér góðan orðstír fyrir leik sinn í vestr- um, til dæmis Útlag- anum Josey Wales, sem hann jafnframt leik- stýrði. Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Eastwood með tvö flögg á lofti E ins og flestum er kunnugt, vann Clint Eastwood, hinn síungi, hálfáttræði leik- stjóri og kvikmyndastjarna, að tökum á stríðsmyndinni Flags of Our Fathers í Stóru Sandvík og Krýsuvík í sumar. Þar er að finna svipaðar aðstæður og setja mark sitt á eld- fjallaeyjuna Iwo Jima og voru nánast allar útitökur mynd- aðar á þessum tveim stöðum. Færri vita hversu örvandi áhrif sunnlensk veðrátta hafði á hugmyndaflug leikstjór- ans. Í öllu falli hefur hann látið hafa eftir sér að ákvörðun um að hann sjálf- ur leikstýrði gerð nýjustu myndar hans, Letters From Iwo Jima, hafi verið tekin í faðmi Reykjanes- skagans. Flags of Our Fathers, sem verður heimsfrumsýnd í Bandaríkjunum 20. október, fjallar um einhverja ægilegustu og mannskæð- ustu bardaga í Kyrrahafsstríðinu sem geisaði á milli Jap- ana og Bandaríkjamanna í heimsstyrjöldinnni síðari. Myndin sýnir þetta óhugnanlega návígi frá sjónarhóli annars aðilans, Bandaríkjamanna, sem stóðu berskjald- aðir frammi fyrir ósýnilegum óvini undir yfirborði eyj- arinnar, í skotgröfum og hellum, tengdum með neð- anjarðarneti á milli vélbyssu- og loftvarnarbyssuhreiðranna. Fórnarkostnaðurinn var hár, en hernám Iwo Jima markaði þáttaskil í blóðugri barátt- unni um Kyrrahafið. Eyjan var geysilega mikilvæg í vörn- um Japana, því frá flugvellinum á Iwo Jima gátu flugvélar Bandamanna gert loftárásir á sjálft föðurlandið. Yf- irstjórn herafla Japana á eyjunni fékk stutta og skil- merkilega skipun frá keisaranum: „Verjist til síðasta manns“. Tvær myndir í stað einnar Því meir sem Eastwood velti atburðunum á Iwo Jima fyrir sér, þeim mun meir jókst löngun hans til að gera báðum stríðsaðilum jafn hátt undir höfði. Eins vaknaði hjá honum áhugi á Tadamichi Kuribayashi, þeim for- vitnilega hershöfðingja sem stjórnaði hernaðaraðgerðum Japana á eyjunni. Kuribayashi hélt dagbók og bréfin sem AP 23. febrúar 1945 Þessa frægustu mynd heimsstyrjald- arinnar síðari tók Joe Rosenthal á toppi Suribachi-fjalls á eyjunni Iwo Jima. AP 27. febrúar 2005 Clint Eastwood hampar tveimur Óskarsverðlaunum, en hann var útnefndur besti leikstjórinn og kvikmynd hans, Million Dollar Baby, besta kvikmyndin. » Letters from Iwo Jima var að mestu tekin í Kaliforníu, en jafnframt notuð mörg mynd- skeið frá tökunum á Flags of Our Fathers á Reykjanesi. |sunnudagur|17. 9. 2006| mbl.is daglegtlíf Fólkið á Miðnesheiði er að hverfa á braut, svæðið verður lokað, en byggingarnar fara hvergi. » 26 mannlíf Þótt Kaupmannahöfn sé sögð borg múranna, hafa Danir hleypt Íslendingum langt inn fyrir þá án mótspyrnu. » 31 útrás Þegar líður að hausti færist venjulega æsingur í hængana sem reyna við hrygnur í djúpum hyljum. » 30 veiði Serge Kahn hefur ritað ævisögu Jean-Baptiste Charcots heim- skautafara, landkönnuðar og læknis. » 32 bók Rannveig Guðmundsdóttir hef- ur upplifað vonbrigði og fellt tár yfir skertum hlut kvenna í póli- tík. » 22 fólk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.