Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 32
bókarkafli
32 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
V
ísindaleiðangrar Char-
cots á norðurslóðir voru
gerólíkir þeim sem hann
fór í suður á bóginn, því
norðurleiðangrana fór
hann ekki í tengslum við bylgju haf-
könnunar og landnáms. Ísland var í
hjarta þessara leiðangra og heillaðist
Charcot strax af landi birtunnar.
Vegna legu Íslands kemur Charcot
ævinlega þar við í leiðöngrum sínum
á Pourquoi-Pas? til Grænlands og
Jan Mayen. Reykjavík, Akureyri,
Ísafjörður og fleiri hafnir á vestan-
og norðanverðu landinu voru honum
nauðsynlegir viðkomustaðir, ekki
einungis til að taka kol, vatn og kost,
heldur einnig til að rækta vináttu-
sambandið við þessa elskulegu þjóð.
Oft er þokusamt á þessum norð-
urslóðum og í stað þess að fara inn í
ísinn til að taka nýjar vatnsbirgðir,
ákvað Charcot stundum að fara til
hafnarinnar á Akureyri, sem var
„áhugaverðari fyrir náttúrufræð-
ingana“. Raunar var það oft og einatt
líkamleg hvíld og andleg afslöppun
að koma við þar. Íslendingarnir tóku
frönsku áhöfninni opnum örmum. Því
til staðfestingar má tilfæra hér nokk-
ar línur sem voru skrifaðar eftir að
Pourquoi-Pas? kom til hafnar: „Und-
anfarin sumur hefur fallegt seglskip
sem ber frönsku fánalitina komið til
Akureyrar. Stjórnandi skipsins er
sterkbyggður maður, nokkuð kominn
við aldur, með grásprengt hár og
arnhvöss augu. Margir hér hafa séð
manninn, en fáir vita að hann er
heimsfrægur og einlægur og traust-
ur vinur Íslands. Eins og öll raun-
veruleg stórmenni er hann afar hóg-
vær, en það breytir ekki því að hann
hefur staðið að mjög merkilegum
hafrannsóknum á báðum heim-
skautasvæðunum … Ég veit að ég er
ekki einn um að gleðjast þegar hvíta
seglskipið birtist, vegna þess að við
vitum að þarna er vinur á ferð, og við,
þessir litlu og fáu, við þurfum á vin-
um að halda.“
Strax í fyrstu siglingunum sínum
heillaðist Charcot af þessu landi birt-
unnar. Hvítir jöklar, blá fjöll, grænar
sléttur, brúnir gígar, svartir sandar
og tærir gufuhverir, allt er þetta sí-
kvikt vegna stöðugs samspils and-
stæðna. Birtan slær taktinn í deg-
inum í þessari örlátu og skapandi
náttúru.
Í kjölfar íslenskrar lagasetningar
um síld fækkaði frönskum sjómönn-
um mjög við strendur landsins. Char-
cot fann aðeins einn einasta Frakka
sem búsettur var á Íslandi, Fiez-
Vancal konsúl. Hins vegar voru Þjóð-
verjar fjölmennir og höfðu tögl og
hagldir í allri verslun. Charcot fannst
Íslendingar „alls ekki neinir Frakka-
hatarar, síður en svo, en Þjóðverjum
hefur tekist að gera þá að Þýska-
landsvinum“, og hann áttaði sig vel á
að hugsunarháttur Íslendinga væri
mun líkari þeim franska. Með þessa
fullvissu í farteskinu vann Charcot
sleitulaust að því að styðja og hjálpa
þeim um það bil fimmtíu manna hópi
Íslendinga sem voru sannir Frakk-
landsunnendur og stofnuðu Alliance
française á sínum tíma. Í hvert sinn
sem Charcot kom þar við naut hann
þess að konsúllinn kynnti hann og
leiðsagði honum, og þannig gat hann
tekið þátt í öllum opinberum og hálf-
opinberum heimsóknum „sem hafa
gildi sökum hagnýtis eða kurteisi“.
Árið 1925 var afráðið að Charcot
héldi fyrirlestur með mynd-
skyggnum í stóra kvikmyndasalnum
í Reykjavík. Hann ætlaði að flytja
fyrirlesturinn á ensku, en Íslending-
arnir lögðu áherslu á að hann gerði
það á móðurmáli sínu. Nokkrum
klukkustundum áður en halda átti
sýninguna var Charcot furðu lostinn:
„Ég áttaði mig á því að sýningarvélin
var gerð til að sýna myndplötur sem
voru þýskar í laginu og að ljósmynd-
irnar mínar, sem átti að nota til að
bjarga málinu, voru ónothæfar. En
hluturinn sem þurfti að skipta um í
tækinu var ákaflega mikilvægur. Ég
hikaði ekki eitt augnablik og þrátt
fyrir elskulegt háðsglottið á sýning-
arstjóranum sem sýndi mér að stutt-
ur tími var til stefnu tók ég sundur
hlutinn sem ekki var hægt að nota en
þurfti að hafa sem fyrirmynd og fór
með hann um borð. Færasti vélamað-
urinn var kallaður til og með aðstoð
félaga hans og undir vökulu eftirliti
vélstjórans var kraftaverk unnið
þarna á tveimur tímum og ég fór
sigri hrósandi aftur með stykkið til
sýningarstjórans, en efasemdabros
hans breyttist í hlátur sem einkennd-
ist af aðdáun og ánægju. Þetta mál,
sem getið var um í blöðum, vakti
mikla athygli. Daginn sem Charcot
fór voru hafnargjöldin, vatnsgjald og
kostnaður við leiðsögu inn og út úr
höfninni felld niður að fullu. Nýtt
tímabil var hafið í samskiptum Ís-
lendinga og Frakka.
Í höfuðborg Íslands er Charcot
ævinlega tekið með „höfðingsskap og
sóma“ af yfirvöldum, en líka af vin-
konu hans til margra ára, forseta
Alliance Française, frú Þóru Frið-
riksson.
Sjódauði
Charcot var haldinn óræðum kvíða
dagana áður en Pourquoi-Pas? lagði
upp frá Reykjavík.
Einar Mikkelsen, svæðisstjóri á
austurhluta Grænlands, minntist
þess þegar hann hitti Charcot í síð-
asta sinn, „þennan föðurlega vin og
ráðgjafa ungu vísindamannanna og
herforingjanna um borð, foringjann
sem var vakinn og sofinn yfir áhöfn-
inni sinni“ í ágúst 1936. Þegar danski
leiðangursstjórinn var að fara frá
borð á Pourquoi-Pas? og aftur yfir á
skipið sitt gaf Charcot honum merki
og hrópaði glaðlega út í hljóða nótt-
ina: „Ég er orðinn afi, en er samt alls
ekkert gamall maður, sjáið …“ Og
Charcot stendur á öðrum fæti og
snýr sér í hring á staðnum. Þetta var
í Angmagssalik, í byrjun ágúst, hann
var að fá fréttir af því að dótturdóttir
hans, Anne-Marie, væri fædd. Hann
var stoltur og yfir sig ánægður með
það. Nú var bara að hraða sér heim
til Frakklands til að geta faðmað
hana!
Bak við þessi ungæðislæti faldi
hann óttann við að eldast og aðgerða-
leysið sem því fylgir.Nokkrum dög-
um seinna, þegar hann var staddur í
Reykjavík, sagði hann í bréfi til vinar
síns, L. Gain: „Ég er aðeins farinn að
venjast því hlutverki að vera afi.“
Eftir að lagt hafði verið af stað frá
Kangerdlugssuatsiaq varð að snúa
aftur til Íslands til að taka kol; farið
var til Ísafjarðar. Síðan hélt Pour-
quoi-Pas? aftur til Scoresby-sunds og
sigldi meðfram Blosseville til að gera
ýmsar dýptarmælingar, slæða, gera
rannsóknir og tilraunir með ný tæki.
Charcot var ánægður, „áætlunin hef-
ur gengið vonum framar“. Þá gat
hann sett stefnuna á Reykjavík til að
vera kominn til Kaupmannahafnar í
tæka tíð til þess að vera viðstaddur
opinberar móttökur sem skipulagðar
voru þar honum til heiðurs. En hann
var ekki nógu ánægður með skipið:
hinn 29. ágúst varð gassprenging í
„skítugu“ kolunum sem tekin höfðu
verið á Ísafirði; hinn 30. slæmar sjó-
skemmdir á katlinum; hinn 31. lét
hann Zarzecki, franska konsúlinn í
Reykjavik, vita af þessum vanda-
málum í gegnum talstöð. Á miðnætti
tók danska sendiskipið Hvidbjørnen
Pourquoi-Pas? í tog og 3. september
komu skipin til Reykjavíkur.
Vélin var orðin ansi kraftlítil.
Charcot hafði um árabil ætlað að
setja „nútímavél“ í skipið, en sökum
fjárskorts varð sífellt að „lappa upp á
þá gömlu“. Og hann bætti við: „Ætli
hún tóri ekki jafn lengi og ég!“ Held-
ur betur rétt mat á þeim sorg-
aratburðum sem framundan voru!
Hinn 5. september gaf Meulen-
berg, kaþólski biskupinn á Íslandi,
Charcot gjöf og sagði kíminn: „Þetta
er nú bara búr … ekki handa yður …
heldur handa henni Rítu!“ Og Char-
cot var ekki seinn að svara fyrir sig:
„Þetta er, herra biskup, í mjög svo
kirkjulegum stíl. Þegar Ríta er kom-
in í það verður hún bara alveg eins og
abbadís … Þetta litla dýr er orðið
vant lífinu um borð og gerir nákvæm-
lega það sem því sýnist.“
Það teygðist úr viðdvölinni í
Reykjavík, Charcot var orðið þungt í
skapi, það þurfti að gera allverulegar
lagfæringar á skipinu, en hann vildi
„vegna öryggis allra að þetta sé full-
komið“ og bætti því við að hann vildi
„komast heim heilu og höldnu“. Dag-
arnir voru langir, hann komst ekki
hjá því að sinna öllum „skyldunum“
og um hann hríslaðist tilhlökkun þeg-
ar hann hugsaði til þeirra sem biðu
hans í Kaupmannahöfn. Það sem
hann þráði heitast var ró og einsemd
… eða framkvæmdir.
Hinn 14. september var lokið við
að gera við ketilinn og prufukeyrsla á
honum gekk mjög vel. Menn tóku
gleði sína á ný, en Charcot virtist enn
vera haldinn einhverjum óræðum
kvíða. Óveður geisaði. Hinn 15. sept-
ember klukkan 7:30 var stafalogn.
Charcot var tortrygginn vegna þessa
skyndilega og óvenjulega logns, beið
eftir veðurspánni í hádeginu áður en
lagt var af stað. Hann skrifaði
Marthe Emmanuel og lauk bréfinu
með þessum orðum: „Við ætlum að
leggja af stað. Hvernig verður þessi
sjóferð?“
Veðurspáin var mjög hagstæð og
klukkan 13:00 lagði Pourquoi-Pas?
upp frá Reykjavík. Það var alskýjað,
en nánast logn og ládauður sjór. Fjöl-
margir íslenskir vinir höfðu safnast
saman niðri á bryggju til að kveðja
þetta fallega, þrímastra seglskip.
Klukkan 15:30 var skeyti sent til
franska konsúlsins: „Allt gengur vel
um borð.“
Klukkan 16:00 byrjaði að rigna …
Pourquoi-Pas? var þegar komið á
háskabrautina sem endaði með
strandinu! Um 17:30 fór að hvessa og
það bætti í vindinn með hverri
klukkustund sem leið. Sannkallaður
stormur, svo slæmur að Le Conniat
og Charcot gáfu skipun um að snúa
við og leita vars í flóa í um það bil tíu
mílna fjarlægð þaðan. Það var orðið
myrkt af nóttu, skyggni nánast ekk-
ert, strandlengja Íslands virtist
skammt undan. Charcot, sem þekkti
vel til svæðisins, vildi að þeir leituðu
vars í Hvalfirði. Skyndilega sáu þeir
vita í fjarska … Vonarglæta? Nei,
menn voru furðu lostnir: Pourquoi-
Pas? stefndi á svæði þar sem mikið er
um grynningar og sker, svæðið fyrir
utan Álftanes á Mýrum. Skipið
hraktist stjórnlaust undan óveðrinu.
Menn sáu mynni Hvalfjarðar til-
sýndar. Mávinum Rítu var sleppt úr
búrinu.
Þetta var stöðug, fumlaus en von-
laus barátta. Óréttlát barátta í
miðjum skerjaklasanum. Skömmu
eftir klukkan fimm um nóttina steytti
skipið illa á skeri, ógnarbrestur kvað
við, síðan lenti það á öðru skeri,
Hnokka … sprunga kom á ketilinn.
Allt var komið í óefni … eins og hafið
þyrfti ævinlega að eiga síðasta orðið!
Rétt eins og Jean-Baptiste Char-
cot væri að kinka kolli til Jules Verne
í hinsta sinn strandaði Pourquoi-Pas?
í grennd við Snæfellsjökul, þar sem
skáldsaga Verne, Ferðin að iðrum
jarðar, hefst innan um háskaleg sker
og boða og í þessum ógurlega veð-
urham. Nánar tiltekið á skeri í tvö
Ísland, í hjarta leiðangranna
Franski landkönnuður-
inn Jean-Baptiste Char-
cot vann mikið starf í
heimskautarannsóknum
sínum. Hann fórst með
sviplegum hætti við Ís-
landsstrendur þegar
rannsóknarskip hans, Po-
urquoi-Pas? strandaði á
Mýrum 16. september
1936. Serge Kahn hefur
ritað ævisögu hans og
ber hún nafnið Jean-
Baptiste Charcot - heim-
skautafari, landkönnuður
og læknir.
Ljósmynd/Finnbogi Rútur Valdimarsson
Líkin Jean-Baptiste Charcot fremst. Líkunum var raðað á fjörukambinn.
Ljósmynd/Finnbogi Rútur Valdimarsson
Bjargaðist Eugène Gonidec stýrimaður ásamt Ingibjörgu Friðgeirsdóttur
frá Hofstöðum til vinstri og Þórdísi Jónsdóttur, húsfreyju í Straumsfirði,
og Sigríði Þorsteinsdóttur vinnukonu til hægri.
Þjóðminjasafn Íslands/Ólafur Magnússon
Sorg Fjöldi Íslendinga var í líkfylgdinni í miðbæ Reykjavíkur.