Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 34
við manninn mælt
34 SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
D
yrnar opnast inn á
heimili Margrétar
Jónsdóttur á dval-
arheimilinu Grund.
Hún er að strauja.
– Ég hef hérna mikinn fjárbúskap,
segir hún hressilega.
Engin tónlist er í íbúðinni en fugla-
bjarg í huganum; heill veggur af
myndum frá æskuslóðunum við Arn-
arstapa. Á öðrum vegg málverk úr
lystigarði í Óðinsvéum.
Margrét ber það með sér að vera
fáguð kona og talar af hlýju og still-
ingu. Hún lifir lífinu eins og hún vill
að barnabörnin keyri, bíði eftir rauða
ljósinu og flýti sér ekki yfir á grænu.
Og hún er varkár þegar talið berst að
henni sjálfri. Jafnvel hreyfingarnar
eru hógværar. En um leið og hún hef-
ur áttað sig á blaðamanni, þá opnar
hún heiminn sinn.
Þar er Grund stærsta heimsálfan.
Hún vann sem hjúkrunarfræðingur
þar í sautján ár og eiginmaður henn-
ar, Nils Einar Larsen, var garð-
yrkjumaður þar í fimmtíu ár „og
gerði elliheimilisgarðinn frægan“,
segir Margrét ljúflega. Nils Einar
var danskur og flutti til Íslands í
seinna stríði.
– Hann var í háskólanámi í Óðins-
véum þegar stríðið hófst, skólanum
var lokað og honum gert að skrá sig í
herinn. En hann neitaði. Hann vildi
ekki læra að drepa fólk, komst til Ís-
lands á vegum Vilhelms Zebit æsku-
vinar síns og fékk vinnu á Grund, þar
sem hann vann alla tíð síðan. En
bræður hans gengu í herinn og mér
fannst þeir aldrei jafna sig alveg á
því. Þar horfa menn upp á margt sem
verður þeim ofraun. Stríð er stríð.
Margrét og Nils Einar kynntust í
gegnum Vilhelm og Ástu konu hans.
– Þegar ég vann sem ljósmóðir tók
ég á móti barni þeirra. Það var svo
lítið að það var í hitakassa fyrstu sex
vikurnar og ég annaðist það. Eftir
það bauð hún mér í jólamat, sem kom
mér vel þar sem ég var ein og átti
enga ættingja í Reykjavík. Það kvöld
kynntist ég Nils Einari. Hann og Vil-
helm ólust upp við sömu götu í Óðins-
véum og voru báðir synir stórkaup-
manna. Við fórum saman á skíði og
dönsuðum í skíðaskálanum, – þá var
lífið byrjað! Við vorum 43 ár saman
og eignuðumst tvær dætur, Ritu
Maríu Dubler, sem rekur ferðaskrif-
stofuna Islandsreisen í Þýskalandi,
og Ellen Margréti hjúkrunarfræðing.
Margrét var jafnan hjá tengdafor-
eldrum sínum í Danmörku þegar
ógiftar dætur þeirra fóru að heiman í
sumarleyfi.
– Æ, ég fór alveg yfir á dönsku síð-
una, fór utan með Drottningunni
[Gullfossi] í júlí og kom til baka í sept-
ember. Þar uxu stelpurnar að miklu
leyti úr grasi, enda fór Rita í háskóla í
Bonn og Ellen í París. Ég fylgdist því
lítið með umræðunni heima.
Margrét fæddist við Arnarstapa
árið 1919 og er dóttir Jóns Sigurðs-
sonar og Guðrúnar Sigtryggsdóttur á
Bjargi. Hún ólst upp meðal tíu systk-
ina, þar af átta bræðra, og var sú ní-
unda í röðinni. Jón var útgerðar-
maður og rak kaupfélagið Snæfellsás.
Þegar hann kom þangað fyrst árið
1914 var Arnarstapi í eyði. Hann
safnaði saman fjórum kotum og gerði
að myndarlegu býli. Aðrir fylgdu svo
í kjölfarið. Og línurnar voru skýrar,
Margrét ólst upp við Tímann.
– Nú, var þetta framsóknarheimili?
– Já, það var borðað með matnum,
svarar hún. Um tíma bar ég út blöðin
með Sölva leikbróður mínum sem var
eldri en ég. Þetta voru átta bæir og
hann tók upp á því að fara með Ísa-
fold og Vörð til pabba og Tímann til
Guðlaugs í Eiríksbúð. Föður mínum
var ekki skemmt og ég skildi ekki
fyrr en seinna hvaða læti þetta voru í
honum.
Lífið var gott á Stapa. Ungmenna-
félagið var öflugt, mikið um íþrótta-
keppnir og svo voru það böllin.
– Þau voru yndisleg, Ólafsvík,
Sandi, Görðum og Stykkishólmi, allt
sumarið var planlagt. Þá sigldum við
á trillu frá Arnarstapa til Búða og
tókum þaðan rútuna á böllin. Þau
byrjuðu klukkan fjögur á daginn og
dansað var til fjögur um nóttina. Þú
skalt ekki halda að við höfum farið að
sofa klukkan tólf! Síðan fórum við til
Búða með rútunni og varð að sæta
sjávarföllum til að sækja okkur.
Þegar Margrét var 22 ára og út-
skrifuð úr ljósmæðraskólanum, þá
vann hún frá desember til september
á árunum 1942 til 1943 sem ljósmóðir
á Ólafsvík og tók á móti 24 börnum.
– Þegar ég hugsa til baka finnst
mér ótrúlegt að 22 ára stúlka hafi
verið send í sveit sem ljósmóðir á
sama tíma og héraðslæknirinn lá
banaleguna fyrir sunnan á Landspít-
alanum. Það var fjórtán tíma sigling í
næsta lækni á Stykkishólmi. En sem
betur fer stóð þetta aldrei tæpt. Þau
fæddust börnin. Það bara gekk, enda
var ég vön lömbum í sveitinni. Þegar
ég fæddist var of langt í næstu ljós-
móður á Sandi, svo pabbi tók á móti
mér.
Í gegnum tíðina hef ég tekið á móti
mörgum börnum og einnig hlúð að
mörgum sem eru að skilja við. Hvort
tveggja er heilagt augnablik og því
fylgir sama tilfinningin, – án þess að
hægt sé að henda reiður á henni. Það
er eins og tíminn standi í stað þegar
við komum og förum. Að minnsta
kosti er það mín reynsla eftir að hafa
unnið að hjúkrunarstörfum frá því ég
var 18 ára til 74 ára aldurs.
– Hvernig býrðu að sjúklingum
sem eru að kveðja?
– Ég reyni að hafa þögn og láta þá
finna að þeir séu ekki einir.
– Og það rofar stundum til hjá fólki
á kveðjustundinni?
– Oft, svarar Margrét ákveðin.
Fyrir mörgum árum sat ég hjá konu
sem hafði þjáðst mikið. Allt í einu féll
hún í ró og spurði: Er mamma mín
farin? Ég svaraði: Já, já, hún bíður
eftir þér. Eftir nokkur augnablik lést
hún. Þannig er því oft farið að fólk
nefnir móður sína eða einhvern ná-
kominn sem bíður hinumegin.
– Þú hefur sjálf misst tvo eig-
inmenn og þurft að takast á við það.
– Já, á slíkum stundum á maður
bágt með að trúa því sem gerst hefur.
Það er eins og þegar fólk missir börn-
in sín; það líður tími þar til fólk áttar
sig á missinum – að ástvinur sé far-
inn. Það er ekki fyrr en að nokkuð er
um liðið sem söknuðurinn kemur og
það getur tekið tvö ár að jafna sig –
finna nýjan grundvöll að tilverunni.
Það gerist ekki í gegnum aðra heldur
þarf maður sjálfur að sætta sig við að
ekki verður lengra haldið.
Mér finnst að það eigi að skylda
unglinga til að vinna á elliheimili til að
þeir átti sig á hvað lífið er dýrmætt.
Þeir mættu líka vinna með lömuðum
og fötluðum og við endurhæfingu á
Grensásdeild, þannig að þeir skilji
hve mikilvægt er að sýna gætni í líf-
inu. Engin mínúta verður aftur tekin.
Mér finnst unga fólkið ekki gera sér
grein fyrir því. Ef það slær því sem
skiptir máli á frest, þá bíður lífið ekki
eftir því. Við eigum engan dag, ekki
daginn á morgun, daginn í gær eða
daginn í dag. Hraðinn er of mikill; við
förum ekki lifandi inn í eilífðina.
Borgarlífið í Danmörku var frá-
brugðið sveitalífinu á Íslandi og bak-
grunnur Margrétar og Nils Einars
því ólíkur.
– Þegar ég fór til kirkju í æsku bar
ég skóna í klút og við gengum í snjón-
um, en hann fór með foreldrum sín-
um í hestvagni. Fjórum árum eftir að
Nils Einar lést tók ég saman við Jó-
hannes Ólafsson, bónda úr Borg-
arfirði, og þá var ómetanlegt að við
vorum af sömu slóðum og þekktum
alla í hreppunum. Við höfðum jafnvel
verið á sömu viðburðum ung án þess
að kynnast. Jóhannes var eins og
blóm sem rifið hafði verið upp með
rótum eftir að hann seldi bújörðina
og fannst allt ómögulegt í bænum.
Hann flutti heim til mín og las fyrir
mig á kvöldin upp úr Borgfirskri
blöndu. Við kynntumst í Breiðafjarð-
areyjum og vorum saman í fimmtán
ár, þar til hann lést fyrir tveim árum.
Margrét segir glettin að vart sé
hægt að hugsa sér ólíkari menn en ís-
lenska bóndann og danska stórkaup-
mannssoninn, þó að báðir hafi þeir
verið góðmenni.
– Þegar við Jóhannes fórum í bíl-
túr settist hann beint inn í bíl og
skellti hurðinni án þess að hugsa sig
um. En hinn settist aldrei í bílinn fyrr
en ég var sest. Eins var aldrei byrjað
á matnum í Danmörku fyrr en hús-
móðirin var sest við borðið. En hér á
landi hafði hún jafnvel aldrei tíma til
að setjast.
Ein af litríkari persónum sem
Margrét kynntist í æsku var Ragnar
Fór með trillu á dansleik
Pétur Blöndal
ræðir við
MARGRÉTI JÓNSDÓTTUR
Kaupmannahöfn Hjónin Margrét Jónsdóttir og Nils Einar Larsen í gönguferð um Kaupmannahöfn árið 1948.
Mér hættir til að lenda í snöggri
tilvistarkreppu. Þegar ég vakna að
morgni er mér kannski fyrirmunað
að ákveða hvort ég á fyrst að fá
mér kaffi, bursta tennurnar eða
sækja Moggann. Þetta hugarvíl
getur endað með því að fólkið í
húsinu rekst á konu í bláum nátt-
fötum með tannburstann uppi í sér
og kaffibolla í annarri hendi, bisa
við að opna póstkassa í forstofunni
með hinni. Þegar verst gegnir hef-
ur konuálftin tekið með sér vitlausa
lyklakippu, lokað sig úti og þarf að
kalla á hjálparlið.
Skýringin á þessum vandræða-
gangi og ýmsum svipuðum tilvik-
um, sem ég hef lent í um dagana,
hefur öðlast hið lærða heiti mis-
þroski eða athyglisbrestur og lýsir
sér m.a. í því að mismunandi áreiti
slær saman í heilanum. Í æsku
minni var þetta kallað óþekkt, upp-
reisnargirni eða heimska en ég var
ekki trúuð á neina af þeim skýr-
ingum. Ég þóttist vita að ég væri
bara svona af Guði gerð og við því
væru fá úrræði. Á hinn bóginn
versnaði ástandið við stöðugar að-
finnslur og ákúrur og fyrir vikið
reyndi ég að leiða hjá mér flóknar
athafnir eða bregða fyrir mig
kúnstum sem fáir höfðu betur á
valdi sínu, raunar við misjafnar
undirtektir.
Nú gætu lesendur ímyndað sér
að konan ætlaði sér að gera játn-
ingu og hreinsa sig af misgjörðum
eins og alkóhólistum er títt og vel
má það til sanns vegar færa að ein-
hverju leyti. Tilgangurinn er þó
annars vegar sá að benda á hversu
jákvæð breyting hefur orðið á af-
stöðu til hvers kyns þroskafrávika
en hins vegar að leiða í ljós að lík-
amleg og andleg missmíð getur
haft ýmsa kosti í för með sér og
enginn getur gert kröfu til þess að
hann eða aðrir séu fullkomnir frá
náttúrunnar hendi. Mér er líka far-
ið að þykja svolítið
vænt um misþrosk-
ann minn þótt ég hafi
oft bölvað honum í
sand og ösku en
smám saman tekist
að sníða af honum
verstu agnúana.
Ég er ekki dómbær á hvort mér
hefði vegnað betur ef ég hefði feng-
ið rétta greiningu á sínum tíma og
lyf til að vinna gegn meðfæddum
skafönkum. Á hinn bóginn er ég
sannfærð um að baráttan við þá
hefur eflt og þroskað með mér
ýmsa jákvæða þætti. Og með því að
gera hæfilegt grín að meinlitlum
tilvistarkreppum hefur mér stund-
um tekist að hafa svolítið vit fyrir
ungu fólki sem þorir ekki að standa
með sjálfu sér heldur prílar graf-
alvarlegt upp metorðastigann og
gætir þess eins að á því sjáist
hvorki blettur né hrukka. Mis-
þroski er áreiðanlega heilladrýgra
veganesti en fullkomnunaráráttan
sem leiðir stundum til lystarstols,
þunglyndis og annarra kvilla sem
oft eru áunnir fremur en missmíð
hjá sköpunarverkinu.
Ef manni á að farnast vel í lífinu,
verður hann að standa með sjálfum
sér þrátt fyrir meðfædda bresti. Að
öðrum kosti gera það fáir. Það get-
ur verið önugt að sitja uppi með
bilað flokkunarkerfi í heilanum á
sama hátt og þungbært er hafa
ekki öll skilningarvitin í fullkomnu
lagi. En með því að þekkja eigin
takmörk, sýna þeim umburðarlyndi
og einblína á þá kosti, sem við er-
um gædd, er hægur vandi að hrista
af sér skyndilega tilvistarkreppu.
Skyndileg tilvistarkreppa
HUGSAÐ UPPHÁTT
eftir Guðrúnu Egilson
» Tilgangurinn er þó annars veg-
ar sá að benda á hversu jákvæð
breyting hefur orðið á afstöðu til
hvers kyns þroskafrávika.
gudrun@verslo.is