Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 27
Þ
að er svo mikið að gera hérna
að ég er að hugsa um að
hætta,“ segir Friðþór Eydal
glettinn í bragði þegar hann
sækir blaðamann og ljós-
myndara að hliði varn-
arstöðvarinnar á Mið-
nesheiði. Öryggisvörður
skoðar skilríkin og segir
brosandi: „Ætlið þið að reyna að ná myndum af
iljunum á þeim?“
Eiginlega eru aðeins fótsporin eftir því innan
við 200 varnarliðsmenn eru ófarnir. Atburða-
rásin hefur því verið hröð frá því um miðjan
mars, en þá bjuggu með fjölskyldum 2.800
manns á varnarstöðinni. Snemma á tíunda ára-
tugnum voru það 5.700 manns. Þá var þetta
sjötta stærsta byggðalag á Íslandi. Til viðbótar
sóttu 1.800 manns þangað vinnu, sem jók enn á
umfang samfélagsins.
Samfélagið á Miðnesheiði verður horfið um
mánaðamótin, þó að byggingarnar fari hvergi,
svæðið verði lokað og heyri undir sýslumanninn
á Keflavíkurflugvelli.
Fáni í hálfa stöng
Gámabíll keyrir af svæðinu og í baksýn eru
hæðir og hólar í gámalandslaginu. „Ekkert far-
artæki er svo aumt að ekki virðist vera not fyrir
það annars staðar,“ segir Friðþór þegar hann ek-
ur inn á milli ökutækja af öllum stærðum og
gerðum, sumum ansi fornfálegum.
Auðir leikvellir eru til marks um að fjölskyld-
urnar, makar og börn, fóru eftir að skólunum
lauk í vor og eftir urðu nánast eingöngu varn-
arliðsmenn sem þurftu að ganga frá í sínum
deildum og pakka hlutum ýmist til flutnings eða
sölu. Varaliðar voru fluttir til landsins til að að-
stoða við flutningana og sinna gæslustörfum.
Enginn sérstakur viðbúnaður er á varnarstöð-
inni, þó að þennan dag sé 11. september. Það
eina sem er til marks um það er að bandaríski
fáninn er dreginn í hálfa stöng. Og við hlið hans
blaktir sá íslenski í heila stöng.
Hollt börnum að ferðast
„Þið hafið væntanlega tekið nóg af myndum af
tómum herbergjum,“ segir Vince Dickens og
hlær, en hann hefur verið yfir útsendingum í út-
varpi og sjónvarpi undanfarin tvö ár, þar með tal-
ið þáttagerð og fréttaflutningi sem hætt var með
í vor. Tómlegt er um að litast á skrifstofu hans og
verið að pakka ljósritunarvélinni í næsta her-
bergi. Í sumar hefur verið endurvarpað 23 gervi-
hnattastöðvum innan svæðisins og mun það
leggjast af í dag.
Dickens segist hafa gengið í herinn til að fá
tækifæri til að ferðast og ljúka háskólanámi á
launum. Honum hafi tekist að sameina þetta
tvennt, verið staðsettur í fjórum löndum og lokið
meistaranámi á tuttugu árum. Næst flyst hann
til Ítalíu þar sem hann verður yfir fjórum sjón-
varpsstöðvum hersins og eru eiginkona hans og
tvö börn þegar komin þangað. „Mér er sagt að
þar sé mjög heitt, segir hann og hlær. „Eftir fjög-
ur ár á Íslandi er alls staðar heitt!“
Þrátt fyrir að hafa oft flutt á milli staða er það
erfiðara en áður fyrir Dickens. „Eftir að hafa bú-
ið á sama stað í fjögur ár, þá er ég dálítið óróleg-
ur og langar í fastari búsetu. En ég held það hafi
verið gott fyrir fjölskylduna, ekki síst börnin, að
flytja á milli staða og eignast vini í ólíkum lönd-
um. Það hjálpar þeim að átta sig heiminum.“
Klappstýrur Dallas Cowboys
Fyrsta sumarið á Íslandi fór fjölskyldan varla
út úr húsi án yfirhafnar og vettlinga, enda ný-
komin frá Mið-Austurlöndum. „En við jöfn-
uðum okkur á því og höfum ferðast vítt og breitt
um landið, m.a. skoðað Vatnajökul og farið til
Akureyrar,“ segir Dickens.
„Við fögnuðum nýárinu með vinum okkar í
Grindavík og flugeldasýningin er hvergi flottari
en á Íslandi; það er svo ströng löggjöf í Banda-
ríkjunum að maður má ekki skjóta upp rak-
ettum sjálfur. Það er líka gaman að því hversu
vel nágrannar þekkjast, að minnsta kosti í smá-
bæjum, og ég hef borðað meira af lambakjöti og
fiski en ég gat ímyndað mér að líkaminn þyldi!“
Stærsta fréttin meðan á dvöl Dickens stóð á
Íslandi var brotthvarf varnarliðsins, en
skemmtilegustu útsendingarnar voru hið árlega
fjölmiðlamaraþon. „Þá vorum við í loftinu tólf
tíma samfleytt á hverjum degi í fimm daga og
öfluðum fjármuna fyrir góð málefni. Fitjað var
upp á ýmsu, til dæmis gátu starfsmenn hand-
tekið yfirmann sinn og síðan fengið hann lausan
gegn tryggingargjaldi. Síðasta daginn komu
klappstýrur Dallas Cowboys, sungu afmæl-
issöngva fyrir varnarliðsmenn og árituðu fót-
bolta. Enda slógum við met og það söfnuðust 40
þúsund dollarar.“
Það heyrir jafnan til tíðinda þegar byggðarlög leggjast í eyði.
Fólkið á heiðinni verður horfið þaðan um mánaðamótin. Pétur
Blöndal skoðaði þennan eyðilega stað og heyrði ofan í nokkra
varnarliðsmenn.
Morgunblaðið/Sverrir
Fólkið
hverfur af
heiðinni
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 27
11. september Bandaríska fánanum var
flaggað var í hálfa stöng.