Morgunblaðið - 17.09.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.09.2006, Blaðsíða 27
Þ að er svo mikið að gera hérna að ég er að hugsa um að hætta,“ segir Friðþór Eydal glettinn í bragði þegar hann sækir blaðamann og ljós- myndara að hliði varn- arstöðvarinnar á Mið- nesheiði. Öryggisvörður skoðar skilríkin og segir brosandi: „Ætlið þið að reyna að ná myndum af iljunum á þeim?“ Eiginlega eru aðeins fótsporin eftir því innan við 200 varnarliðsmenn eru ófarnir. Atburða- rásin hefur því verið hröð frá því um miðjan mars, en þá bjuggu með fjölskyldum 2.800 manns á varnarstöðinni. Snemma á tíunda ára- tugnum voru það 5.700 manns. Þá var þetta sjötta stærsta byggðalag á Íslandi. Til viðbótar sóttu 1.800 manns þangað vinnu, sem jók enn á umfang samfélagsins. Samfélagið á Miðnesheiði verður horfið um mánaðamótin, þó að byggingarnar fari hvergi, svæðið verði lokað og heyri undir sýslumanninn á Keflavíkurflugvelli. Fáni í hálfa stöng Gámabíll keyrir af svæðinu og í baksýn eru hæðir og hólar í gámalandslaginu. „Ekkert far- artæki er svo aumt að ekki virðist vera not fyrir það annars staðar,“ segir Friðþór þegar hann ek- ur inn á milli ökutækja af öllum stærðum og gerðum, sumum ansi fornfálegum. Auðir leikvellir eru til marks um að fjölskyld- urnar, makar og börn, fóru eftir að skólunum lauk í vor og eftir urðu nánast eingöngu varn- arliðsmenn sem þurftu að ganga frá í sínum deildum og pakka hlutum ýmist til flutnings eða sölu. Varaliðar voru fluttir til landsins til að að- stoða við flutningana og sinna gæslustörfum. Enginn sérstakur viðbúnaður er á varnarstöð- inni, þó að þennan dag sé 11. september. Það eina sem er til marks um það er að bandaríski fáninn er dreginn í hálfa stöng. Og við hlið hans blaktir sá íslenski í heila stöng. Hollt börnum að ferðast „Þið hafið væntanlega tekið nóg af myndum af tómum herbergjum,“ segir Vince Dickens og hlær, en hann hefur verið yfir útsendingum í út- varpi og sjónvarpi undanfarin tvö ár, þar með tal- ið þáttagerð og fréttaflutningi sem hætt var með í vor. Tómlegt er um að litast á skrifstofu hans og verið að pakka ljósritunarvélinni í næsta her- bergi. Í sumar hefur verið endurvarpað 23 gervi- hnattastöðvum innan svæðisins og mun það leggjast af í dag. Dickens segist hafa gengið í herinn til að fá tækifæri til að ferðast og ljúka háskólanámi á launum. Honum hafi tekist að sameina þetta tvennt, verið staðsettur í fjórum löndum og lokið meistaranámi á tuttugu árum. Næst flyst hann til Ítalíu þar sem hann verður yfir fjórum sjón- varpsstöðvum hersins og eru eiginkona hans og tvö börn þegar komin þangað. „Mér er sagt að þar sé mjög heitt, segir hann og hlær. „Eftir fjög- ur ár á Íslandi er alls staðar heitt!“ Þrátt fyrir að hafa oft flutt á milli staða er það erfiðara en áður fyrir Dickens. „Eftir að hafa bú- ið á sama stað í fjögur ár, þá er ég dálítið óróleg- ur og langar í fastari búsetu. En ég held það hafi verið gott fyrir fjölskylduna, ekki síst börnin, að flytja á milli staða og eignast vini í ólíkum lönd- um. Það hjálpar þeim að átta sig heiminum.“ Klappstýrur Dallas Cowboys Fyrsta sumarið á Íslandi fór fjölskyldan varla út úr húsi án yfirhafnar og vettlinga, enda ný- komin frá Mið-Austurlöndum. „En við jöfn- uðum okkur á því og höfum ferðast vítt og breitt um landið, m.a. skoðað Vatnajökul og farið til Akureyrar,“ segir Dickens. „Við fögnuðum nýárinu með vinum okkar í Grindavík og flugeldasýningin er hvergi flottari en á Íslandi; það er svo ströng löggjöf í Banda- ríkjunum að maður má ekki skjóta upp rak- ettum sjálfur. Það er líka gaman að því hversu vel nágrannar þekkjast, að minnsta kosti í smá- bæjum, og ég hef borðað meira af lambakjöti og fiski en ég gat ímyndað mér að líkaminn þyldi!“ Stærsta fréttin meðan á dvöl Dickens stóð á Íslandi var brotthvarf varnarliðsins, en skemmtilegustu útsendingarnar voru hið árlega fjölmiðlamaraþon. „Þá vorum við í loftinu tólf tíma samfleytt á hverjum degi í fimm daga og öfluðum fjármuna fyrir góð málefni. Fitjað var upp á ýmsu, til dæmis gátu starfsmenn hand- tekið yfirmann sinn og síðan fengið hann lausan gegn tryggingargjaldi. Síðasta daginn komu klappstýrur Dallas Cowboys, sungu afmæl- issöngva fyrir varnarliðsmenn og árituðu fót- bolta. Enda slógum við met og það söfnuðust 40 þúsund dollarar.“ Það heyrir jafnan til tíðinda þegar byggðarlög leggjast í eyði. Fólkið á heiðinni verður horfið þaðan um mánaðamótin. Pétur Blöndal skoðaði þennan eyðilega stað og heyrði ofan í nokkra varnarliðsmenn. Morgunblaðið/Sverrir Fólkið hverfur af heiðinni MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 27 11. september Bandaríska fánanum var flaggað var í hálfa stöng.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.