Morgunblaðið - 17.09.2006, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 55
Þjónusta
Móðuhreinsun glerja
Er komin móða eða raki milli
glerja?
Móðuhreinsun Ó.Þ.,
s. 897 9809.
Vegna mikillar sölu vantar okkur
allar gerðir bíla á skrá og á stað-
inn. Sérstaklega dýrari bíla.
700 m² innisalur.
100 bílar ehf., s. 517 9999
www.100bilar.is
Húsbílar
Óska eftir húsbíl. Óska eftir að
kaupa húsbíl McLouis Glen 264
2,0 l árg. 2005 eða 2006. Uppl.
Magnús í síma 895 1154.
Húsviðhald
Póstkassa samstæða Plexi-
form.is 5553344 Stærri hólf/ fyrir
stigahús 8.000- pr.hólf. Stafir/
húsnúmer 690.- pr. staf, nokkrar
leturgerðir/ svart og hvítt. Sófa-
borð fyrir gróður/ plast og gler,
3 stærðir.
Kerrur
Easyline 125
Kerrur til sölu á gamla verðinu!
Verð frá 52.000. Innanmál
119x91x35 cm. Burðargeta 450 kg.
8" dekk. Ath! lok ekki innifalið.
Lyfta.is - Reykjanesbæ -
421 4037 - www.lyfta.is Varahlutir
JEPPAPARTAR EHF.,
Tangarhöfða 2, sími 587 5058
Nýlega rifnir Patrol '91-05, Terr-
ano II '96-'03, Subaru Legacy '90-
'00, Impreza '97-04, Kia Sportage
'03 og fleiri japanskir jeppar.
Þjónustuauglýsingar 5691100
Bókhald fyrir þig. Ég er að leita
að bókhaldsverkefnum/-hluta-
störfum. Ég tek 1.600 kr. á tímann.
Sími 659 5031.
Toyota Rav4 árg. '05, ek. 27 þús.
km. Svartur, leðurklæddur, sjálf-
skiptur, hlaðinn aukabúnaði. 500
þús. kr. útborgun og yfirtaka á
láni. Uppl. í síma 898 3273, Eva.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Smáauglýsingar
sími 569 1100
FRÉTTIR
KAFFIBOÐ var haldið á Barnaspítala Hringsins, deild
22E, 13. september sl. Tilefnið var, að fyrir milligöngu
Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, SKB, ákvað
Karl K. Karlsson að gefa deildinni nýja Jura Impressa
XS 90 espresso-kaffivél að verðmæti kr. 152.728.
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna leitaði til
Karls K. Karlssonar, þar sem brýn þörf var orðin á að
fá nýja kaffivél á deild 22E á Barnaspítalanum en á
þeirri deild liggja þau börn sem eru í krabbameins-
meðferð auk annarra barna sem þurfa á sjúkrahúsdvöl
að halda vegna ýmissa veikinda.
Harpa Ra Arnarsdóttir frá K. Karlssyni afhenti
starfsfólki deildarinnar vélina og var myndin tekin við
það tækifæri. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Letecia
Nueva Surban, Fjóla Ævarsdóttir, Harpa Ra, Birta Jan-
sen og Guðríður Bjarnadóttir.
Morgunblaðið/Ásdís
Gáfu Barnaspítala kaffivél
EFTIRFARANDI athugasemd
hefur borist frá Sigurði Böðvars-
syni, formanni Læknafélags
Reykjavíkur:
„Reynir Tómas Geirsson læknir,
sviðsstjóri kvenlækninga á Land-
spítala og prófessor í fæðinga- og
kvensjúkdómafræði við læknadeild
Háskóla Íslands tjáði sig um nýlið-
inn aðalfund Læknafélags Íslands
í viðtali á morgunvakt Ríkisút-
varpsins 6. september síðastliðinn.
Vegna orða Reynis um val á að-
alfundarfulltrúum vil ég taka fram
eftirfarandi:
Aðalfund sitja 57 fulltrúar hinna
ýmsu svæðafélaga Læknafélags
Íslands.
Þrjátíu og sjö þessara fulltrúa
eru tilnefndir af Læknafélagi
Reykjavíkur (LR). Helmingur
þeirra er kjörinn á aðalfundi LR
að vori og síðan eru tilnefndir
áhugasamir einstaklingar í þau
sæti sem eftir eru, ýmist að þeirra
eigin frumkvæði eða frumkvæði
stjórnar.
Á fundinum sátu fulltrúar úr
hópi krabbameinslækna, öldrunar-
lækna, heimilislækna, innkirtla-
lækna, skurðlækna, geðlækna,
svæfingalækna, augnlækna, kven-
sjúkdómalækna, háls-, nef- og
eyrnalækna, lýðlækna, ónæmis-
lækna, slysa- og bráðalækna,
lungnalækna, meltingarfæralækna,
barnalækna, blóðlækna, tauga-
lækna og unglækna.
Sjálfur er ég þeirrar skoðunar
að læknir sé læknir hver svo sem
sérgrein hans er.
Ég tel jafnframt að fulltrúar á
aðalfundi Læknafélags Íslands
hafi gefið gott þversnið af hinum
ýmsu sérgreinum læknisfræðinn-
ar.
Af 37 fulltrúum Læknafélags
Reykjavíkur eru 27 starfandi á
Landspítala og þar af 2 sviðsstjór-
ar.
Aðalfundur Læknafélags Íslands
er að sjálfsögðu öllum læknum op-
inn án þess að þeir séu fulltrúar
aðildarfélaga og hafa slíkir þar
bæði málfrelsi og tillögurétt.
Ég hvet góðan kollega minn
Reyni Tómas Geirsson og alla aðra
áhugasama lækna til að taka auk-
inn þátt í störfum læknafélag-
anna.“
Athugasemd frá
formanni Lækna-
félags Reykjavíkur
SIV Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið
að styrkja starfsemi Reyksímans með
þriggja milljóna króna framlagi á ári í
tvö ár. Um er að ræða viðbót við árlegt
framlag Lýðheilsustöðvar, sem verið
hefur þrjár milljónir króna á ári und-
anfarin ár og því tvöföldun fjár til starf-
seminnar. Ráðherra greindi frá þessu á
ráðstefnunni Loft 2006 sem haldin er í
Reykjanesbæ. Sagði ráðherra að Reyk-
síminn fengi þriggja milljóna króna við-
bótarframlag í ár og næsta ár.
Reyksíminn hefur verið rekinn frá
árinu 2001, en þá var gerður samningur
um starfsemina milli Heilbrigðisstofn-
unar Þingeyinga og heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneytisins, tóbaks-
varnanefndar og landlæknisembætt-
isins. Reyksíminn sinnir símaþjónustu
og þjónar þeim sem vilja aðstoð við að
hætta að reykja, nota tóbak eða hætta
notkun nikótínlyfja. Þjónusta Reyksím-
ans er veitt þeim sem kjósa að nýta sér
hana að kostnaðarlausu og þjónar
Reyksíminn öllu landinu. Síminn er
800 6030.
Styrkja Reyk-
símann um
sex milljónir
TILRAUNASTÖÐ Háskóla Ís-
lands í meinafræði að Keldum hef-
ur fengið faggildingu á prófunar-
aðferðum og vottun á gæðakerfi
sínu samkvæmt alþjóðlega faggild-
ingarstaðlinum ÍST ISO/IEC
17025.
Þann 8. júní sl. tók tilraunastöð-
in við vottorði frá SWEDAC
(Swedish Board for Accreditation
and Conformity Assessment), fag-
gildingarstofnun Svíþjóðar, því til
staðfestingar. Gæðastaðallinn ger-
ir m.a. kröfu um að í gæða-
handbók séu kerfisbundnar og
skilgreindar aðferðir við stjórnun
gæðamála og að skrifaðar séu
verklagsreglur fyrir alla þætti
prófunar sem staðallinn tekur til.
Faggildingin er staðfesting á því
að tilraunastöðin uppfylli kröfur
er varða móttöku og skráningu
sýna, útgáfu svara vegna þjón-
ustu, tæki, húsnæði og hæfni
starfsfólks og jafnframt að öflugt
innra eftirlit í formi gæðakerfis sé
til staðar, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Á mynd eru starfsmenn til-
raunastöðvarinnar, taldir frá
vinstri: Eggert Gunnarsson, Helga
G. Sördal, Vala Friðriksdóttir og
Sigurður Ingvarsson.
Tilraunastöðin á Keldum fær gæðavottun