Morgunblaðið - 17.09.2006, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 17.09.2006, Qupperneq 33
þúsund og fimm hundruð metra fjar- lægð frá bænum Straumfirði á Mýr- um (nærri Borgarnesi). Þetta er eitt hættulegasta svæðið við strendur Ís- lands. Vitnið Aðeins einn skipverji var til frá- sagnar um síðustu stundirnar um borð í Pourquoi-pas, en sá bjargaðist við illan leik. Eugène Gonidec, stýrimaður, reyndi að halda sér dauðahaldi í ára- bát. Það mistókst því bátnum hvolfdi fyrir framan augun á honum og tveir menn sem á honum voru fóru í sjóinn. Hann synti þá í átt að landgöngu- brúnni sem þarna flaut … og síðan ekki söguna meir. Gonidec var meðvitundarlaus, illa kaldur og með saltbrunnin augu þeg- ar íslenskir bændur björguðu honum með erfiðismunum upp af klettóttri ströndinni. Þeir báru hann heim í bæinn sinn þar í grenndinni, gáfu honum heitt kaffi til að ná í hann hita og þurrka rennblaut föt þessa eina manns sem komst lífs af úr strand- inu. Hann byrjaði á því að spyrja um afdrif Charcots, en líka Le Conniats skipherra og Flourys, fyrsta stýri- manns, sem sýndu fyllsta hugrekki og voru öllum til fyrirmyndar, stóðu í brúnni eins og sannar sjóhetjur allt þar til yfir lauk. „Æ, vesalings börnin mín!“ Þessi orð sagði Gonidec að Charcot hefði muldrað og fórnað höndum til himins meðan öldurnar gengu yfir þilfarið og hrifu mennina með sér í sjóinn. Þessi orð stýrimannsins unga eru ekki síst hrífandi vegna þess að hann var gersamlega miður sín yfir því að vera eini skipverjinn sem lifði strand- ið af. Lík hafkönnuðarins, heimskauta- farans, var eitt af þeim fyrstu sem skolaði upp á eyðilega strönd Íslands sem honum var svo hjartfólgið. Vélknúni björgunarbáturinn Æg- ir, sendiskipið Hvidbjørnen og ís- lenska varðskipið Ægir komu mjög fljótt á strandstaðinn í leit að skip- verjum sem kynnu að vera á lífi. Siglutrén á Pourquoi-Pas? stóðu enn upp úr hvítlöðrandi öldurótinu, en tuttugu og tveimur líkum, sem rekið hafði á land ásamt braki úr skipinu, var raðað upp hlið við hlið í fjörunni. Það var hörmuleg sjón, eftir nætur- langa baráttu þar sem leikurinn var ærið ójafn allan tímann. Vélknúni björgunarbáturinn Ægir flutti líkin til Akraness, þar voru þau sett um borð í Hvidbjørnen sem sigldi með þau til Reykjavíkur. Hinn 28. september var efnt til minning- arstundar í kaþólsku kirkjunni þar. Íslensk yfirvöld og almenningur vott- uðu hinum látnu djúpa virðingu sína, sem sýnir að þessi sorgarstund í sögu Frakklands snerti líka íslensku þjóð- ina djúpt. Og það sem var alveg ein- stakt: öllum verslunum var lokað þennan dag. Síðan báru sjóliðar kisturnar þvert í gegnum hljóða borgina og þeim var komið fyrir í lestum flutningaskips- ins Aude sem flutti líkin til Saint- Malo í fylgd tundurspillisins Auda- cieux. Í Saint-Malo var haldin tilfinn- ingaþrungin minningarsamkoma hinn 11. október undir stjórn Mig- nens erkibiskups í Rennes að ýmsum stórmennum viðstöddum sem heiðr- uðu minningu þeirra tuttugu og tveggja sem „dóu fyrir Frakkland“ en einnig hinna átján sem „hurfu í hafið“. Undarleg aðgreining, en hefð- bundin í sjóhernum! Það sama kvöld komu líkin með lest inn á Montparnasse-brautarstöð- ina í París og var eimreiðin sem dró lestina skreytt með fjölda þrílitra fána með svörtum sorgarborðum. Jean-Baptiste Charcot. Heimskautafari, land- könnuður og læknir er eftir Serge Kahn og kemur út hjá JPV útgáfu. Anne-Marie Vallin- Charcot, barnabarn Charcots, ritar formála og Vigdís Finnbogadóttir ritar formálsorð. Bókin er 191 síða og prýdd fjölda mynda. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 33 Hver er stefna stjórnvalda? Er hægt að sætta sjónarmið um nýtingu og verndun? Opinn morgunfundur Samtaka iðnaðarins fimmtudaginn 5. október á Hótel Nordica og nýting náttúruauðlinda Náttúruvernd Stjórn og ráðgjafaráð SI efna til morgunfundar um náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda á Hótel Nordica fimmtudaginn 5. október nk. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 8:00 og stendur til 10:00. Fundarstjóri: Helgi Magnússon formaður Samtaka iðnaðarins iðnaðar- og viðskiptaráðherra rithöfundur og formaður Landverndar hagfræðingur Jón Sigurðsson Andri Snær Magnason Illugi Gunnarsson Stjórnandi: Svanhildur Hólm Valsdóttir Pallborðsumræður ræðumanna Ræðumenn: Fundurinn er öllum opinn. Félagsmenn SI eru eindregið hvattir til að mæta. Fyrir rétt um fimm árum félluTvíburaturnarnir í hryðju-verkaárásunum í New York. Þá um morguninn sat ég í makindum í sjónvarpsholinu heima og var að gefa yngri dóttur minni brjóst þegar ég fékk símtal frá vin- konu minni sem sagði mér að kveikja á sjónvarpinu undireins. Í þann mund sem ég kveikti á kassanum flaug seinni flugvélin á tvíbur- aturnana. Ég veit ekki hvort það var horm- ónastarfseminni að kenna og því að ég var með hvítvoðung í fanginu sem gerði það að verkum að ég brast um- svifalaust í grát. Sömu sögu var að segja af vinkon- unni hinum megin á línunni sem einnig var með nýfætt barn í fang- inu. En þarna sátum við sumsé hvor í sínu húsi uppi á Íslandi og grétum yfir þessum hörmulegu fréttum frá Bandaríkjunum. Eftirleikinn þekkja allir. Ítarlegur fréttaflutningur vikurnar á eftir gerði það að verkum að öll heims- byggðin fékk samúð með New York- búum. Sömu sögu er ekki hægt að segja um fréttaflutning frá Írak. Af- skaplega loðnar fréttir orir að þar hafi í raun geisað stríð í fleiri ár. Mannfall þar á óbreyttum borg- urum sem fallið hafa fyrir hendi Bandaríkjamanna er orðið langt um meira en sá mannskaði sem Banda- ríkjamenn urðu fyrir árið 2001. Fjölskyldan flaug á dögunum til Bandaríkjanna í gegnum San Franc- isco. Tæplega níu klukkustunda langt flug. Alveg óþolandi langt. Mér finnst miklu skárra að fljúga þetta í tveimur áföngum. Einhvern veginn sálrænt styttra þó engu muni í tíma. Við mæðgurnar lentum í úrtaki í útlendingaeftirlitinu og við glumdu viðvörunarbjöllur þegar brott- faraspjöldunum okkar var rennt í gegn. Bóndinn slapp í gegn þó hann sé sýnu krimmalegastur okkar að mínu mati og yfirlýstur glæpamaður í barnasjónvarpi um víða veröld. Við vorum innilokaðar í lítilli girð- ingu eins og hænsn í sláturhúsi all- nokkra stund en síðan kom til okkar kona og tjáði mér að á okkur yrði framkvæmd ítarleg vopnaleit og far- ið yrði í gegnum farangurinn okkar. Það hefur reynst mér best að segja sem minnst við þessa laganna verði á undanförnum árum og því brosti ég bara til samþykkis. Loks kom að okkur mæðgum. Bóndinn stóð hinum megin við gler- hlið og fylgdist með aðförunum. Við vorum allar þuklaðar upp úr og niður úr og sú yngsta, fimm ára gömul, var ítarlega skönnuð með sprengjuleit- artækjum. Hún var síðan verðlaunuð með miða frá útlendingaeftirlitinu til að líma í barminn. Á honum stóð: ,,Ég stóð mig vel og sinnti skyldum mínum meðan leitað var á mér.“ Meðan á þessu stóð gáfu sig á tal við bóndann amerísk hjón sem fylgd- ust með þessu og báðu hann innilega afsökunar á framkomu þjóðar sinnar gagnvart saklausum ferðamönnum. Bóndinn tjáði konunni sem vöknaði um augu að það væri ekki við amer- ísku þjóðina að sakast heldur for- setafíflið og föruneyti hans. Ég er ekkert of góð til að fara í gegnum svona rannsókn, mér er það hinsvegar stórlega til efs að handa- hófskennd leit af þessu tagi skili nokkrum árangri. Í raun er þetta eins og hvert ann- að lélegt leikrit sem fjallar um að Bandaríkjamenn séu að standa sig í stríðinu gegn hryðjuverkamönnum. Og kannski fyrst og fremst til þess ætlað að viðhalda ótta. Og á meðan vinna fylgiríki Bandaríkjanna stærstu hryðjuverkin undir því yf- irskini að þau séu að frelsa hinn vest- ræna heim. Af því fáum við fréttir. En aðeins þær fréttir sem henta þykja. Fimm ára íslenskur hryðjuverkamaður Hugsað upphátt Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir » Sú yngsta, fimm ára gömul, var ítarlega skönnuð með sprengju- leitartækjum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.