Morgunblaðið - 17.09.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 252. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
JAZZHÁTÍÐ
TÓNNINN SLEGINN FYRIR JAZZHÁTÍÐ
REYKJAVÍKUR MEÐ ÞRIÐJU PLÖTU TYFT » 56
KÓRÓNAN
EASTWOOD ORÐAÐUR
VIÐ TVO ÓSKARA
KVIKMYNDIR » 20
ÞEGAR síðustu skoðanakannanir
fyrir þingkosningarnar í Svíþjóð í
dag voru birtar um helgina benti
flest til að borgaraflokkarnir
myndu hafa sigur og að kjósendur
hefðu kosið að binda enda á tólf ára
setu jafnaðarmanna í ríkisstjórn.
Forskot bandalags mið- og hægri-
flokkanna fjögurra var þó mismik-
ið.
Fredrik Reinfeldt, forsætisráð-
herraefni hægrimanna, var bjart-
sýnn á góð úrslit í gær en sagði þó
of snemmt að fagna sigri.
Könnun sem birt var í dag-
blaðinu Svenska Dagbladet benti
til þess að borgaraflokkarnir
fengju 48,6% at-
kvæða en jafnað-
armenn og
stuðningsflokkar
þeirra 45,9%.
Bilið er enn
meira samkvæmt
könnun Synovate
Temo sem birt
var í Dagens
Nyheter, þar
sem hægriflokkarnir fá 49,7% og
vinstriflokkarnir 45,3%. Könnun
Dagens Industri bendir hins vegar
til að forskot hægriflokkanna sé
minna, eða 2,1%. Fjórða könnunin,
sem birtist á vefsíðu Skop-stofn-
unarinnar, gaf hins vegar til kynna
að borgaraflokkarnir fengju 48,3%
en andstæðingar þeirra 47,6%.
Óvíst er hvort þetta forskot muni
reynast nóg til að fella stjórnina en
jafnaðarmenn hafa oft komið betur
út í kosningum en könnunum.
Sprengjuhótun í blálokin
Lokasprettur kosninganna þykir
hafa verið æsispennandi og við-
burðaríkur. Þannig kom upp önnur
sprengjuhótun kosningabaráttunn-
ar í gær, þegar grunsamlegri
flösku hafði verið komið fyrir utan
við kosningaskrifstofu jafnaðar-
manna í borginni Västerhaninge.
Skipta Svíar um stjórn?
Fredrik Reinfeldt
XL LEISURE Group,
dótturfélag Avion Group,
hefur náð samkomulagi um
kaup á 100% hlutafjár í
frönsku ferðaskrifstofunni
Vacances Heliades. Heli-
ades sérhæfir sig í ferðum
til Grikklands og Kýpur, en
með kaupunum verður XL
Leisure Group fimmti
stærsti ferðaþjónustuaðili
Frakklands. Flugrekstrar-
aðili XL Leisure í Frakklandi er Star Airlines,
annað dótturfélag Avion, en Star er annað
stærsta leiguflugfélag Frakklands.
Magnús Stephensen, aðstoðarforstjóri XL
Leisure Group, segir ætlunina að byggja upp
svipað viðskiptamódel í Frakklandi og það
sem reynst hefur vel í Bretlandi og séu kaupin
á Heliades liður í þeirri uppbyggingu. „Kaup-
in á Heliades auka enn frekar vaxtartækifæri
í Frakklandi og eru góð viðbót við Star Air-
lines,“ segir Magnús. „Mikil samlegðaráhrif
felast í kaupunum fyrir XL Leisure þar sem
breska ferðaskrifstofan Kosmar, sem er í eigu
samstæðunnar, er að flytja farþega inn á
sömu áfangastaði að hluta til. Þessi staðreynd
býður upp á verulega hagræðingu í rekstri.“
Sjö milljónir farþega
Samkvæmt upplýsingum frá Avion Group
nam velta Heliades á síðasta ári 80 milljónum
evra (um 7,2 milljörðum króna) og var hagn-
aður félagsins fyrir skatta 3,3 milljónir evra.
Verðið sem XL Leisure greiðir fyrir ferða-
skrifstofuna er 7,7 milljónir evra (tæpar 700
milljónir króna), en kaupin eru fjármögnuð
með eigin fé og lánsfé. Heliades mun koma inn
í samstæðu Avion Group hinn 1. janúar næst-
komandi.
Farþegar Heliades á síðasta ári voru
120.000 talsins og eftir kaupin kemur Star
Airlines til með að flytja ríflega milljón far-
þega til meira en þrjátíu áfangastaða.
Heliades flýgur frá þrettán stöðum í Frakk-
landi til átta áfangastaða í Grikklandi og víð-
ar. Heliades selur ferðir til áfangastaða á borð
við Kýpur, Krít, Rhódos, Aþenu og grísku eyj-
arnar. Einnig hefur félagið nýverið boðið upp
á ferðir til Túnis, Marokkó og Egyptalands.
Eftir kaupin á Heliades er fjöldi farþega sem
Avion flytur á ári kominn upp í sjö milljónir.
Avion Group
kaupir franska
ferðaskrifstofu
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
Magnús
Stephensen
VATÍKANIÐ sendi frá sér yfirlýs-
ingu í gær, þar sem kom fram, að
Benedikt XVI. páfi væri „einstak-
lega leiður“ yfir því að hafa móðgað
múslíma í ræðu sinni á þriðjudag.
Ræðan hefur verið harðlega gagn-
rýnd og er óvíst hvort afsökunar-
beiðnin muni slá á reiði múslíma,
eftir að páfi tengdi saman ofbeldi
og íslam.
„Hans heilagleiki er einstaklega
leiður yfir því að tilteknir hlutar
landi, að páfi hefði „hugarfar aftur
úr myrkri miðalda“. Þá spáði hann
því, að páfi yrði flokkaður með Hit-
ler og Mussolini í sögubókum.
Ætti ekki að vanmeta áhrifin
Abdullah Ahmad Badawi, for-
sætisráðherra Malasíu, var öllu
hófsamari í orðalagi og sagði páfa
ekki mega vanmeta þá reiði sem
orð hans hefðu vakið. Sheikh Mo-
hammed, einn helsti kennimaður
súnnímúslíma, tók í sama streng og
sagði ummæli páfa ekki hafa hjálp-
að við að koma á samræðu ólíkra
trúarbragða og menningarheima.
ræðu hans skyldu hafa móðgað
múslíma og að þeir skyldu hafa
verið túlkaðir á þann veg sem er í
engu samræmi við ætlun hans,“
sagði í yfirlýsingunni. „Páfinn er
fortakslaust hlynntur samræðum á
milli trúarbragða og menningar-
heima.“
Á sama tíma fór ólgan í múslíma-
heiminum vaxandi, þegar hver leið-
toginn á fætur öðrum blandaði sér í
umræðuna um ummæli páfa. Víða
hefur verið efnt til mótmæla en
málið þykir hafa sameinað músl-
íma óháð stjórnmálaskoðunum.
Ummælin kunna einnig að hafa
Páfi biðst afsökunar
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
AÐEINS voru um 200 varnarliðsmenn eftir í
varnarstöðinni í Keflavík þegar Morgunblað-
braut, og það sem eitt sinn var sjötta stærsta
byggðarlag á Íslandi mun leggjast í eyði. | 27
ið bar þar að nýlega. Um mánaðamótin verð-
ur síðasti varnarliðsmaðurinn horfinn á
Morgunblaðið/Sverrir
Á leiðinni af landi brott
»Dagblaðið Al-Riyadhsegir páfa hafa „talað á
máli krossferðanna“.
»Klerkurinn SheikhAbubukar Hassan Mal-
in í Sómalíu hafur hvatt
trúbræður sína til að
myrða páfa.
HNOTSKURN
sett fyrirhugaða heimsókn páfa til
Tyrklands í nóvember í uppnám.
Þannig sagði Salih Kapusuz, vara-
leiðtogi stjórnarflokksins þar í